Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 20

Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 20
20 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN í Björgun, einsog Kristinn Guðbrandssonvar nefndur, er dæmi umgoðsögn í lifanda lífi. Um hann hafa verið skrifaðar skáldsög- ur og kvikmynd hefur verið gerð sem byggist á lífi hans,“ sagði Sig- urður Helgason, forstjóri Björg- unar, sem minnist hans sem æv- intýramanns. „Hann var mjög sérstakur og naut þess að taka þátt í ævintýrum.“ Kristinn var í forsvari Björgunar í rúm 30 ár og bjargaði á þeim tíma um hundrað skipum á strandstað og var sérfræðingur um björgun skipa við suðurströndina. „Mikill félagi hans var Eyjólfur Konráð Jónsson og þeir flugu oft skemmti- lega saman,“ sagði Sigurður. „Þá var gaman að fylgjast með þeim spinna þráð í eitthvert ævintýrið en þau urðu nú ekki öll að veruleika.“ Kristinn var einn frumkvöðla í fiskeldi hér á landi ásamt þeim Snorra Hallgrímssyni og Eyjólfi Konráð en sennilega er hann þekktastur fyrir leitina að hol- lenska „Gullskipinu“, Het Wapen van Amsterdam, sem strandaði við suðurströnd Íslands árið 1667. Í annálum frá þeim tíma segir að í skipinu hafi verið gull, perlur, silf- ur og kopar auk annarra verð- mæta. Kristinn var í hópi manna sem í nær aldarfjórðung leituðu að gull- skipinu í frístundum en upphafs- maður leitarinnar var Bergur Lár- usson frá Klaustri og hafði hann fengið leyfi forsætisráðherra til leitarinnar gegn ákveðinni þóknun af söluandvirði þess, sem kynni að finnast. „Þetta voru nokkrir herra- menn á svipuðum aldri, sem voru mest í þessari leit, meðal annarra voru bræðurnir á Kirkjubæj- arklaustri, sem þekktu vel til á söndunum,“ sagði Sigurður. Þetta var frístundagaman þeirra félaga, sem þeir sinntu í tæp þrjá- tíu ár, á eigin kostnað og stofnuðu þeir sérstakt félag, Gullskip hf., um leitina. Sumrunum eyddu þeir iðu- lega við mælingar og leit á sand- inum og á öðrum árstímum var spáð og spekúlerað og jafnvel smíð- uð tæki, sem hentuðu til leit- arinnar. Leitarsvæðið náði yfir um 30 ferkílómetra um 20 km meðfram ströndinni og um 1,5 km á breidd. Höfuðið að veði Í ævisögu Kristins í Björgun eft- ir Árna Johnsen, rekur hann sögu leitarinnar að Gullskipinu. Þar seg- ir Kristinn frá því að sérfræðingar varnarliðsins hafi árið 1974 bent á ákveðinn stað á sandinum og sagt að mælingar sýndu að þar væri járn á 20 metra dýpi. Þeir félagar sneru sér til sérfræðinga hjá Raun- vísindastofnun háskólans sem kom- ust að sömu niðurstöðu. Þegar komið var niður á 10 metra án þess að menn yrðu nokkurs varir, voru sérfræðingarnir kallaðir til á ný. Niðurstaðan varð sú að Leó Krist- jánsson, einn vísindamannanna, sagðist leggja höfuðið að veði, skip- ið væri þarna á 20 metra dýpi. En eftir 20 metra fannst ekkert skip. „…Mönnum brá nú heldur í brún eftir alla þessa vinnu, en nú var ekki annað að gera en að setjast inn í kaffi. Menn voru frekar óhressir, en komu þó allir í kaffið – og var lítið gantast yfir kaffiborð- inu. Þá var það að einn okkar ágætu manna, Þórir Davíðsson, snýr sér að Leó og segir und- urrólega: „Heyrðu Leó, ég hef nefnilega enga byssu, en væri þér ekki sama, þó að við söguðum af þér hausinn?“ Þar með sprakk all- ur mannskapurinn náttúrlega og öll fýla rokin út í veður og vind. Þessi lota var búin, og þá var að hefja næstu lotu…“ Af þessari frásögn Kristins má ráða að leitarmenn voru ekki til- búnir að gefst upp þótt illa gengi en þarna var gert nokkurra ára hlé á leitinni á meðan menn söfnuðu kröftum. Það var svo árið 1981 að Jón Jónsson jarðfræðingur fann all- stórt flak. „…Flakið lá að vísu á Svínafellsfjöru, sem ekki passaði, en þau rök voru svæfð með því að á sínum tíma hefðu verið giftingar á milli Svínafells og Skaftafells og þá hefðu fjörumörkin ruglast vegna mægða og breytinga á landamerkj- um í sambandi við þær. Við vorum sem sagt komnir í hjónabandsmál þeirra Skaftfellinga aftur í öld- um…“ Fundu rétta lykt Og nú hófst undirbúningur að nákvæmri leit að Gullskipinu á Svínafellsfjöru. Borað var niður að flakinu og upp kom pottur og timb- ur sem lyktaði af mikilli tjörulykt að menn héldu að þarna væri Gull- skipið komið. Eða eins og Kristinn segir í endurminningum sínum, „…Málsmetandi menn lyktuðu af þessu og fundu rétta lykt af helvít- is dellunni…“ Timbursýni og tróð sem upp komu voru send til Svíþjóðar og Hollands þar sem þau voru aldurs- greind og rannsökuð eins og fram kemur í frétt Morgunblaðsins. Samkvæmt niðurstöðum þarlendra vísindamanna voru taldar miklar líkur á að þarna væri Gullskipið loksins komið. Einhver efi virðist samt hafa sótt að leitarmönnunum og segir Krist- inn að þeir hefðu viljað reka niður sveran járnhólk og kanna hvort um rétta skipið væri að ræða. „…Það hefði verið auðvelt verk og ekki kostnaðarsamt, að minnsta kosti var það innan þeirra marka, sem við réðum við. En þá allt í einu blossuðu upp minjasjónarmiðin og var hafður uppi mikill þrýstingur á það að við aðhefðumst ekkert, sem gæti eyðilagt fornminjar í sand- inum. Með því að fara niður með svona tveggja metra sveran járn- hólk hefðum við náttúrlega skemmt fornminjar, við hefðum farið í gegnum þilfarið. En þá hefðum við líka komist að því að þarna var tog- ari, en ekki skipið eftirsótta, og þá Leitin að Gullskipinu Kristinn Guðbrandsson í Björgun við leit að Gullskipinu. ÞEGAR fyrirtækið var stofn-að fyrir 50 árum fékkst þaðeingöngu við björgunskipa en einn stofnend-anna og fyrsti forstjóri fyr- irtækisins var Kristinn Guðbrands- son,“ sagði Sigurður. „Kristinn var mikill björgunarmaður skipa og þá fyrst og fremst við suðurströnd lands- ins. Hann bjargaði nær hundrað skip- um þarna á söndunum á um þrjátíu ára tímabili. Hann hafði þann háttinn á að draga skipin upp í fjöruna og upp fyrir fjörukambinn. Þar var gert við þau, dælt undan þeim og að viðgerð lokinni voru þau dregin á flot á ný og þeim siglt á haf út. Þetta var heilmikið ævintýri og Kristinn var mikill æv- intýramaður. Ævintýrin gerðust, hvar sem hann var. Síðan varð það, kannski því miður fyrir fyrirtækið en til allrar hamingju fyrir aðra, að með bættum siglinga- og staðsetningar- tækjum fækkaði skipsströndum og má segja að þau heyri sögunni til.“ Þrjú dæluskip Þar kom að leita varð annarra verkefna en fyrirtækið átti lítið dælu- skip, Leó, sem sinnti dælingum úr höfnum, og með tilkomu dæluskipsins Sandeyjar, tók fyrirtækið að sér efn- isöflun fyrir Sementsverksmiðju rík- isins og steypustöðvarnar. „Þessi þáttur starfseminnar hefur vaxið stig af stigi,“ sagði Sigurður en fyrirtækið gerir nú út þrjú dæluskip, Sóley, Perlu og Gleypi. „Verkefni á því sviði felast í að leita að sand- og malarnámum á Faxaflóasvæðinu, Sundunum og í Hvalfirði og yfir í að vinna þessar námur fyrir markaðinn hér á höfuðborgarsvæðinu en við dæl- um einnig upp skeljasandi, sem er uppistaðan í sementsframleiðslunni á Akranesi og eins nýtir Áburðarverk- smiðjan skeljasand en úr honum fæst kalk í áburðinn.“ Mölinni er dælt á land á athafna- svæði fyrirtækisins í Grafarvogi, þar sem hún er flokkuð og unnin eftir ósk- um viðskiptavinanna. Ýmist sem fylli- efni í steypu og malbik, undirlag í vegagerð, eða brotna möl í garða og gangstíga. Sigurður sagði að kröfurn- ar væru alltaf að aukast og benti m.a. á að í undirbúningi væri að taka upp nýjar reglur, sem væru væntanlegar frá Evrópusambandinu um fylliefni í steypu. En Björgun hefur líka sinnt landsbyggðinni og séð um efnisöflun og dýpkun hafna víða um land m.a. á Akureyri og á Ísafirði. Landfyllingar spennandi kostur Fyrirtækið hefur einnig tekið að sér að sjá um landfyllingar einkum á höfuðborgarsvæðinu og sagði Siguð- ur að í fyrstu hafi slík verkefni ein- göngu tengst Reykjavíkurhöfn þegar skipafélögin þurftu aukið landrými í kjölfar gámavæðingarinnar. „Landfyllingar eru einnig spenn- andi kostur fyrir bæjarfélög, sem geta þá boðið upp á nýstárleg og skemmtileg íbúðahverfi í nábýli við sjó,“ sagði hann en einn þáttur í starf- semi Björgunar undanfarin ár, er vinna við landfyllingar undir íbúða- hverfi. „Við búum til landið og skipuleggj- um hverfin þannig að þau hafi yfir sér ákveðið yfirbragð, sjáum um hönnun helstu húsa, garða, gangstíga og gatna og fylgjum því eftir við verktak- ana að úr þessu verði ánægjuleg heild. Í fyrstu fórum við út í þessar landfyllingar til að jafna álagið þegar deyfð var yfir annarri starfsemi en nú er þessi þáttur starfseminnar sífellt að stækka og verða viðameiri. Við höfum byggt upp talsverða þekkingu á þessu sviði undanfarin ár og höfum meðal annars verið í samstarfi við Björn Ólafs arkitekt í Frakklandi en hann hefur starfað áratugum saman við skipulag hverfa og bæja í eða við Parísarborg.“ Bryggjuhverfin Bryggjuhverfið í Grafarvogi er fyrsta hverfið, sem reist er á landfyll- ingu og sagði Sigurður að það væri nær fullbyggt. Gert er ráð fyrir að þar rísi rúmlega 400 íbúðir og á annan tug þúsunda fermetra af skrifstofuhús- næði. „Framkvæmdir við Bryggjuhverf- ið hófust árið 1992 með landfyllingum en þá var alger deyfð á fasteigna- markaðinum þannig að ákveðið var að staldra við þar til jafnvægi væri kom- ið á að nýju,“ sagði hann. „Bygginga- meistarar voru svartsýnir í fyrstu og tregir til að kaupa af okkur lóðirnar og byggja en síðan reið einn á vaðið og seldi mjög vel og þá komu aðrir hlaupandi. Borgaryfirvöld hafa með nýju aðalskipulagi ákveðið að stækka Bryggjuhverfið og mun það í framtíð- inni ná yfir allt athafnasvæði Björg- unar í Grafarvogi en auk þess verður landfyllingin stækkuð enn frekar. Þegar að því kemur mun fyrirtækið því flytja sig um set,“ sagði Sigurður. „Í annan stað erum við að hanna og skipuleggja strandhverfi í Garðabæ í samstarfi við Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf., en það verður með tals- vert öðru sniði en hverfið í Grafar- vogi. Það hafa verið talsverðar deilur um svæðið en nú er komin lausn sem öllum líkar og verður byrjað á fram- kvæmdum þar síðar í sumar á ein- hverjum skemmtilegasta útsýnisstað á höfuðborgarsvæðinu.“ Gert er ráð fyrir 750 íbúðum, skrifstofuhúsnæði og smábátahöfn í væntanlegu bryggjuhverfi í Garðabæ. „Við höfum líka skipulagt í sam- vinnu við Bygg ehf., bryggjuhverfi í Kópavogi, þar sem gert er ráð fyrir tæplega 500 íbúðum og smábátahöfn. Hverfið er rétt innan við hafnarfyll- ingu Kópavogshafnar,“ sagði Sigurð- Bryggju- hverfin próf- steinn á getu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Helgason, forstjóri Björgunar hf. Í Kópavogi hefur Björgun hf. í samvinnu við Bygg ehf. skipulagt bryggjuhverfi fyrir tæplega 500 íbúðir ásamt smábátahöfn. Um þessar mundir eru 50 ár liðin síðan Björgun hf., sand- og malarsala hóf starfsemi sína. Kristín Gunnarsdóttir hitti Sigurð Helgason forstjóra, sem rakti sögu fyrirtækisins, greindi frá helstu verk- efnum og svaraði spurningunni um hvaðan nafn fyrirtækisins væri komið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.