Morgunblaðið - 12.05.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 12.05.2002, Síða 21
hefðum við stöðvað framkvæmd- ina…“ Ríkisábyrgð Niðurstaðan varð sú að rík- isstjórnin samþykkti að veita Gull- skipinu hf. allt að 50 milljóna króna ríkisábyrgð en af þeirri upphæð nýtti fyrirtækið sér 12 milljónir. Aðalkostnaðurinn var stálþil, sem rekið var niður í sandinn í kring um skipið til að auðvelda mönnum að komast að. Og svo var farið að grafa og í ljós kom að flakið var af togaranum Albert. Þrátt fyrir þessi vonbrigði ákváðu Gullskipsmenn að halda leitinn áfram að vori eins og segir í frétt Morgunblaðsins. „…Auðvitað eru þetta mikli vonbrigði fyrir okk- ur en það er ákveðinn hugur í mannskapnum að halda áfram, það má til, skipið er í sandinum og það má til að finna það…“ sagði Bergur Lárusson og Kristinn talar um að þeir séu þegar farnir að velta fyrir sér farartæki fyrir leitina að ári. Það yrði að vera sambland af flug- vél, bát og bíl og reiknaði hann með að smíðin yrði tómstundavinna þeirra félaga á sunnudögum um veturinn. Í leiðara Morgunblaðsins þennan sama dag segir m.a. „…Leitin að gullskipinu er fyrir löngu orðin annað og meira en leitin að hol- lenzku Indíafari með kopar og demanta innanborðs. Hún er orðin tákn um þrautseigju, djörfung og dug nokkurra einstaklinga sem í aldarfjórðung hafa lagt fram ótalda fjármuni úr eigin vasa, tíma og mannafla til þess að leita uppi mikil menningarsöguleg verðmæti…“ krgu@mbl.is ur. „Báðar þessar landfyllingar tengj- ast niðurníddum iðnaðarhverfum, sem bæjarfélögin eru í vandræðum með og eru því fegin að fram fari hreinsun í þessum hverfum. Þessar hreinsanir eru ekki ósvipaðar þeirri, sem hefur átt sér stað við Borgartún í Reykjavík en þar reis iðnaðarhverfi fyrir um 50 árum, sem nú hefur að mestu verið rifið og ný hús byggð í þeirra stað.“ Sigurður sagði að tvö önnur bæjarfélög hefðu sýnt áhuga á landfyllingum og þéttingu byggða með þessum hætti en þær hugmyndir eru enn á frumstigi. Tefla saman byggð og sjó „Í aðra röndina tengjast bryggju- hverfin oft endurnýjun hnignandi iðn- aðar- og hafnarhverfa en einnig þeirri staðreynd að landfyllingar gefa ákveðna sveigju í skipulagi, þar sem landið er í raun mótað af skipulags- hönnuði,“ sagði Sigurður. „Þar að auki getur skipulagsaðili teflt saman byggð og sjó á spennandi og skemmtilegan hátt. Glæsilegustu dæmin um slíkt eru gömlu borgirnar Feneyjar og Amsterdam. Nýrri dæmi eru fjölmörg strand- og bryggju- hverfi sem byggð hafa verið á síðustu áratugum s.s. Akersbryggja í Ósló, Port Grimaud í Frakklandi o.fl. Við hjá Björgun lítum á Bryggjuhverfið í Grafarvogi sem ákveðin prófstein á getu fyrirtækisins til að skila góðu verki. Á því byggist frekara starf fyr- irtækisins á þessu sviði.“ Í Garðabæ hefur Björgun hf. hannað og skipulagt strandhverfi í samstarfi við Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. Þar er gert ráð fyrir um 750 íbúðum, skrifstofuhúsnæði og smábátahöfn. krgu@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 21 Dagurinn hennar mömmu 1.499kr. 10 rósir og glervasi Reykjavík sími 580 0500 • Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is HJÓNAEFNI - SAMBÚÐARFÓLK HJÓNAEFNANÁMSKEIÐ VERÐUR Í GRAFARVOGSKIRKJU MÁNUDAGSKVÖLD KL. 20.00 Fyrirlestur „GÓÐ SAMSKIPTI“ - Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur. Fyrirlestur „HJÓNABANDSSAMNINGURINN“ - Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi. Leikararnir Halla Jóhannesdóttir og Gunnar Hansson flytja gamanmál. Kjartan Sigurjónsson, organisti, gefur tóndæmi fyrir brúðkaup. „KRISTILEGT INNIHALD HJÓNAVÍGSLU“ - séra Jakob Hjálmar Ágústsson. HJÓNABANDSSÆLA MEÐ RJÓMA OG KAFFI - ALLIR VELKOMNIR FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.