Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stökkpallur Sí›ustu sætin til Mallorca 20. og 27. maí Gistista›ur gefinn upp 4 dögum fyrir brottför. Á stökkpalli getur flú jafnt lent á d‡rustu sem ód‡rustu íbú›argistingu okkar. * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. kr. *48.467 m.v. tvo fullor›na og tvö börn í viku Ver›: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 77 51 05 /2 00 2 kr. *59.900 m.v. tvo fullor›na í viku Ver›: Sunnudagur 12. maí kl. 13.00 Við Sæbraut á móts við Snorrabraut: Fjöruverk eftir Sigurð Guð- mundsson afhjúpað. kl. 13.15 Vatnsveitan eftir Kari Elise Mobeck vígð kl. 13:30 Ráðhús Reykjavíkur:Opnun myndlistasýningarinnar Listamaðurinn á horninu. Við opnunina leikur Kventett, málmblásarakvintett skipaður Karen Sturlaugsson og Ásdísi Þórðardóttur trompetleikurum, Lilju Valdimarsdóttur hornleikara, Vilborgu Jónsdóttur básúnuleikara og Þórhildi Guðmundsdóttur túbuleikara, bandaríska slagara og söng- leikjatónlist frá 20. öld. kl. 14.00 Hljómskálinn: Mobile homme, franskir trommuleikarar verða hífðir upp í krana við Hljómskálann og leika listir sínar í 40 metra hæð yfir Tjörn- inni. kl. 15.00 Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Opnun myndlistasýningarinnar Mynd – íslensk samtímalist. Sýningin var opnuð í Heine Onstad lista- miðstöðinni í Noregi 2001. Við opnunina spinna Jóel Pálsson saxófón- leikari, Hilmar Jensson gítarleikari og Matthías MD Hemstock slag- verksleikari bæði á hefðbundin hljóðfæri og rafræna hljóðgjafa í tónleikaröðinni Fyrir augu og eyru. kl. 16.00 Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum: Opnun ljósmyndasýning- arinnar American Odyssey eftir Mary Ellen Mark.Í samvinnu við Ljós- myndasafn Reykjavíkur. Við opnunina flytur hljómsveitin Gras sem skipuð er Dan Cassidy og Kristján Kristjánsson (KK) gítarleikarar, Magnús Einarsson mandólínleikari og Tena Palmer söngkona ameríska grasrótartónlist. kl. 17.00 Galleríi i8:Opnun sýningar Ólafs Elíassonar. kl. 18.00 Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Dans/myndverk eftir Helenu Jónsdóttur Íslenska óperan kl. 20:30: Cenizas de tango argentínskur dans fluttur af argentínska danshópnum El Escote. Danshöfundur Rox- anne Grinstein. Mánudagur 13. maí kl. 12:30 Ráðhús Reykjavíkur: Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Há- varður Tryggvason kontrabassaleikari flytja þætti úr sónötum eftir Jo- hann Matthias Sperger (1750-1812) og Karl Ditters von Dittersdorf (1739-1799) í tónleikaröðinni Fyrir augu og eyru. kl. 17:05 Rás 1. Skólavörðuholt:Bein útsending á Örverki í röðinni Níu virkir dag- ar. Hvers vegna elskar mig enginn eftir Karl Ágúst Úlfsson og Fjölni Björn Hlynsson, í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen. kl. 20.00 Þjóðleikhúsið:Hollendingurinn fljúgandi 2. sýning kl. 20:30 Íslensk óperan:Cenizas de tango 2. sýning. Listahátíð í Reykjavík Dagskrá NÝTT útilistaverk, Fjöruverk, eftir Sigurð Guðmundsson, verður af- hjúpað við Sæbraut skammt fyrir neðan gatnamót Sæbrautar og Snorrabrautar í dag, sunnudag, kl. 13. Verkið var pantað af menningar- málanefnd Reykjavíkur og er af- hjúpunin á dagskrá Listahátíðar. Listamaðurinn og Guðrún Jónsdótt- ir formaður menningarmálanefndar afhjúpa verkið. Í tilefni aldamótanna efndi menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar til opinnar hugmyndasamkeppni um gerð útilistaverks í Reykjavík. Alls bárust dómnefnd 147 tillögur og varð tillaga Sigurðar Guðmundsson- ar hlutskörpust. Dómnefndin taldi verkið mjög sér- stætt listaverk, lifandi og frumlegt og falla vel að uppbyggingu strand- lengjunnar sem er hin nýja ásýnd Reykjavíkur. Sigurður Guðmunds- son nýtur alþjóðlegrar viðurkenn- ingar sem myndlistarmaður. Verk hans voru m.a. valin til sýningar er Pompidou-listamiðstöðin í París var opnuð 1977 og hefur hann sýnt tvisv- ar á Feneyjatvíæringnum. Verk Sig- urðar eru í eigu allra helstu safna í Evrópu og hefur hann hlotið margar viðurkenningar á listferli sínum. Hann hlaut Prins Eugen orðuna í Stokkhólmi 1985, DAAD styrk í Berlín 1987–88, Henrik-Steffens- Preis í Hamborg 1989 og A. Roland Holst, hollensku skáldaverðlaunin árið 2000. Þá var skáldsaga Sigurð- ar, Ósýnilega konan, tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna 2000. Sigurður er með heimili og vinnu- stofur í Hollandi, Íslandi, Svíþjóð og á síðustu árum í hafnarborginni Xiamen í Suður-Kína þar sem hann hefur unnið að listsköpun sinni, myndlist og ritstörfum. Fjöruverk Sigurðar er úr granítsteinum er fluttir voru frá námum í Svíþjóð til vinnustofu Sigurðar í Kína, þar sem þeir voru handslípaðir áður en þeir yrðu ferðbúnir til að setjast endan- lega að hér í brimgarðinum við norð- urströnd Reykjavíkur í svonefndri Rauðarárvík. Vatnspóstur vígður Þá verður kl. 13.15 vígður vatns- pósturinn Vatnsveitan, rétt við Fjöruverk Sigurðar, u.þ.b. 50 m í vestur. Vatnsveitan er hönnuð af norsku listakonunni Kari Elise Mob- eck og er einn af fjórum vatnspóst- um sem valdir voru í hugmyndasam- keppni Vatnsveitu Reykjavíkur í tilefni af 90 ára afmæli hennar 1999. Fjöruverk eftir Sigurð Guðmundsson afhjúpað MARKÚS Þór Andrésson opnar sýningu í rými undir stiganum í i8 í dag, sunnudag, kl. 17. Verkið sem hann mun sýna undir stig- anum er innsetning með málverki og ber nafnið: „Lögmálin sjö um velgengni“. Markús Þór, f. 1975, útskrif- aðist í fyrra frá Listaháskóla Ís- lands. Frá útskrift hefur hann unnið að myndlist á ýmsan hátt, meðal annars haldið vinnustofu- sýningu, sinnt myndskreytingum og útbýr nú málverk fyrir umslag fyrstu plötu orgelkvartettsins Apparat. Þá vinnur hann að myndskreytingum í heimild- armynd Ragnheiðar Gestsdóttur um Vespertine-tónleikaferð Bjarkar. i8 er opið þriðjudaga til laug- ardaga 13–17. Sýningin stendur til 2. júní. „Are you talking to me?“ Mál- verk eftir Markús Þór. Innsetning með mál- verki í i8 SÍÐASTA sýning á Myndlistarvori Íslandsbanka í Vestmannaeyjum var opnuð í gær. Það er Vestmannaey- ingurinn Bjarni Ólafur sem sýnir. Þetta er 5. einkasýning Bjarna Ólafs í Vestmannaeyjum en hann hefur að auki tekið þátt í samsýningum í Kan- sas City, Detroit og London á vegum Goldsmiths College í London, þaðan sem hann lauk námi árið 1992. Sýningin er í Vélasalnum, gamla áhaldahúsinu á horni Græðisbrautar og Vesturvegar og er opin í dag kl. 15–18. Þá verður hún opin annan laugardag, hvítasunnudag og annan í hvítasunnu kl. 15–18. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Bjarni Ólafur Magnússon við eitt verka sinna. Síðasta sýn- ing á Mynd- listarvori ÁTTUNDU og síðustu Tíbrár- tónleikar KaSa hópsins á starfs- árinu, og jafnframt síðustu Tíbrár- tónleikar vetrarins í Salnum, verða kl. 16.30 í dag, sunnudag. Tónleikarnir hefjast á tónleika- spjalli Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds sem kynnir bandaríska tónlist eftir Foote, Copland og Gershwin. Að því loknu, um kl. 17, eru fjögur verk á efnisskránni. Fyrst leika þær Áshildur Haralds- dóttir og Nína Margrét Grímsdóttir „Þrjú stykki“ op. 31 fyrir flautu og píanó eftir Arthur Foote og þá „Dúó“ eftir Copland. Að því búnu leika þeir Miklós Dalmay og Peter Máté á tvö píanó, Danzon Cubano eftir Copland og Ameríkumaður í París eftir Gershwin. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem þessi verk eru flutt hérlendis á tvo flygla. Morgunblaðið/Golli KaSa-hópurinn er að þessu sinni skipaður Peter Máté, Áshildi Haralds- dóttur, Miklós Dalmay og Nínu Margréti Grímsdóttur. Leikið á tvo flygla mbl.isFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.