Morgunblaðið - 12.05.2002, Page 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bjarni Hólm-grímsson fæddist
í Dæli í Fnjóskadal
19. febrúar 1933.
Hann lést á heimili
sínu 3. maí síðastlið-
inn. Faðir hans var
Hólmgrímur Sig-
urðsson, f. 9.2. 1901,
d. 20.5. 1987. Móðir
hans var Margrét
Bjarnadóttir, f. 31.8.
1901, d. 13.3. 1986.
Systkini Bjarna eru
Sigurður, f. 1928,
Kristín, f. 1932, og
Snjólaug Bergljót, f.
1942.
Hinn 10. janúar 1959 kvæntist
Bjarni Sigríði Guðmundsdóttur
frá Reykjavík, f. 10. júní 1939, d. 8.
ágúst 2000. Bjarni og Sigríður
eiga fimm börn: 1) Margrét hjúkr-
unarfræðingur, f. 1959, gift Geir
Árdal. Börn þeirra eru Hannes,
Bjarni ólst upp í Dæli til sextán
ára aldurs er hann flutti með fjöl-
skyldu sinni að Ystuvík í Grýtu-
bakkahreppi. Eftir hefðbundið
barnaskólanám var hann tvo vetur
í Laugaskóla og lærði þar meðal
annars smíðar. Bjarni og Sigríður
hófu búskap á Grýtubakka II árið
1959 en árið 1963 festu þau kaup á
Svalbarði á Svalbarðsströnd og
bjuggu þar til æviloka. Lengst af
bjuggu þau með kýr og kindur,
auk þess sem þau stunduðu kart-
öflurækt til margra ára. Frá árinu
1986–2000 bjuggu þau félagsbúi
með Guðmundi syni sínum og
Önnu konu hans. Meðfram bú-
störfum sinnti Bjarni lengst af
ýmsum félagsstörfum. Hann sat í
hreppsnefnd Svalbarðsstrandar-
hrepps 1966–1990 og var oddviti í
tíu ár. Á þessum árum gegndi
hann fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrir Svalbarðsstrandarhrepp,
sat m.a. í heilbrigðisnefnd Akur-
eyrar 1982–1990. Þá var Bjarni
um árabil fulltrúi í sóknarnefnd
Svalbarðskirkju.
Útför Bjarna fer fram frá Sval-
barðskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Bjarni, Úlla, Sigríður
og Steinþór. 2) Sess-
elja hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1961, gift
Þórði Ólafssyni. Börn
þeirra eru Bjarni Ei-
ríkur, Ólafur Eiríkur,
Sigríður Elín, Jósef-
ína Elín og Anna
Kristín. 3) Guðmund-
ur Stefán búfræðing-
ur, f. 1964, kvæntur
Önnu S. Jónsdóttur.
Börn þeirra eru Jón
Ragnar, Sigríður og
Bjarni Þór. 4) Kristín
Sólveig hjúkrunar-
fræðingur, f. 1968. Börn hennar og
fyrrverandi eiginmanns hennar,
Hauks Eiríkssonar, eru Víkingur
og Sóley María. 5) Hólmgrímur
Pétur, f. 1973, endurskoðandi.
Sambýliskona hans er Guðný Mar-
grét Sigurðardóttir og eiga þau
eina dóttur, Katrínu.
Með Bjarna tengdaföður okkar
er genginn einstakur maður. Þau
orð sem líklega lýstu honum hvað
best eru dugnaður, heiðarleiki og
hlýtt hjartalag.
Margs er að minnast,
margt er að þakka.
(V. Briem.)
Við kveðjum ekki einungis
tengdaföður heldur einstakan vin
og félaga sem studdi okkur og
styrkti á hvern þann hátt sem hon-
um var unnt í hverju því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Alltaf
var hann fyrstur til hjálpar ef eitt-
hvað bjátaði á og var fljótur að sjá
lausn á þeim vanda sem við glímd-
um við. Það er ekki ofsögum sagt að
hann átti sér fáa líka. Stórhugur og
framkvæmdagleði einkenndi hann
alla tíð, alveg sama í hvers þágu það
var, ef hann hafði trú á að hann væri
gott að gera. Hann var samvinnu-
maður sem hafði óbilandi traust og
trú á náunganum. Í áranna rás var
honum líka treyst fyrir ýmsum fé-
lags- og trúnaðarstörfum sem hon-
um fórst vel úr hendi að leysa.
Fjölskyldan og samheldni hennar
var Bjarna afar mikilvæg og alla tíð
lagði hann mikla rækt við að styrkja
fjölskylduböndin. Þessi dýrmætu
og góðu tengsl barna hans og
barnabarna hafa einmitt komið svo
skýrt í ljós í veikindum hans. Það
var okkur öllum mikið áfall þegar
Bjarni fékk blóðtappa í heila fyrir
nokkrum árum með þeim afleiðing-
um að persónuleiki hann breyttist
mikið frá því sem áður var. Þetta
var þungbær raun fyrir fjölskyldu
hans og vini og viljum við hér koma
á framfæri þakklæti til allra þeirra
sem sýndu skilning og stuðning í
veikindum hans.
Æðruleysi Bjarna nú síðustu vik-
urnar var einstakt og þrátt fyrir al-
varleg veikindi tapaði hann aldrei
kímnigáfunni. Á fallegum vordegi
kvaddi hann síðan þetta jarðneska
líf, baðaður sólskini og umvafinn
nærveru og hlýju fjölskyldu sinnar
allrar.
Okkur langar að lokum að minn-
ast tengdaföður okkar með eftirfar-
andi ljóði sem lýsir svo vel þeim hug
sem við berum til hans.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við þökkum Bjarna samfylgdina,
minning hans mun lifa í hjörtum
okkar.
Anna, Geir, Gréta og Þórður.
Mér og frændsystkinum mínum
hlotnaðist sá ánægja, sem margir
fara á mis við, við þekktum afa okk-
ar og ólumst upp í nálægð við hann.
Hann hefur nú verið kvaddur frá
okkur og hefur haldið á vit nýrra
ævintýra í öðrum heimi. Það er allt-
af erfitt að kveðja ástvini sína og
fjölskyldumeðlimi, sérstaklega þeg-
ar þeir eru eins nátengdir og afi var.
Hann stóð eins og klettur og hélt
vörð um barnabörnin sín og hags-
muni þeirra og varði drjúgum tíma í
það eitt að plægja og sá fyrir fram-
tíð okkar og velferð.
Á kveðjustundinni er mér efst í
huga innilegt þakklæti fyrir að hafa
kynnst öðrum eins manni og afa,
takk fyrir allt og allt.
Hvíldu í friði elsku afi minn.
Þinn
Hannes.
Elsku afi, það eru svo margar
spurningar sem þjóta í gegnum hug
minn núna. Af hverju fórstu frá
okkur? Hvers vegna gastu ekki
bara verið áfram hjá okkur og látið
þér batna? Mér hefur liðið svo illa
síðan þú fórst. Í skólanum í dag fór
ég að gráta og ég grét og grét. Að
lokum fór ég heim og lá í rúminu
mínu og hugsaði um þig og hvað ég
saknaði þín mikið. Núna hef ég eng-
an afa til að tína ber fyrir í haust,
þér þóttu berin alltaf svo góð. Ég
var að borða lakkrís í dag og fór þá
að hugsa um hvað þér fannst hann
alltaf vondur, „bannsettur krum-
maskítur“ sagðirðu alltaf með bros
á vör og leist ekkert á hvað við hám-
uðum hann í okkur. Þú varst alltaf
svo góður við okkur. Ég man hvað
þú gafst mér oft pening fyrir ein-
hverju glingri sem ég þurfti endi-
lega að fá. Og hvað ég var stolt og
ánægð þegar þú sagðir að ég væri
orðin svo sterk þegar ég var að bera
einhverjar vatnsfötur, bara til að
sanna mig fyrir þér, því ég vildi að
þú værir ánægður með mig. Og ég
man líka hvað ég var ánægð þegar
þú varst alltaf að segja hvað ég væri
lík Björk þegar ég var lítil með tíu
tíkarspena sem stóðu út í loftið. En
nú er það liðin tíð og þú ert farinn,
það var svo erfitt að sjá þig þegar
þú varst svona veikur í rúminu þínu.
En nú ertu ekki lengur veikur, nú
ert þú með þitt eigið kúabú á himn-
um og ert ungur og frískur og með
ömmu aftur. Já nú eruð þið amma
saman aftur og eruð kát og glöð en
ég veit að þótt þú sért mjög upptek-
inn þá gefurðu þér nægan tíma til
að fylgjast með okkur og passa upp
á okkur.
Elsku afi, ég mun láta þetta
stutta bréf nægja í bili. Vertu sæll,
ég mun aldrei gleyma þér. Ástar-
kveðjur frá „Úllubarninu“ þínu.
Úlla Árdal.
Afi var góður og hjartahreinn
maður. Hann var alltaf svo góður
við okkur barnbörnin og reyndist
okkur svo vel. Hann gaf okkur ást,
vináttu, kærleika og trú. Okkur
þótti svo gaman að fara með honum
og ömmu í „Afaklúbbsferðirnar“ en
þá ferðuðust allir afkomendur
þeirra saman. Við fórum í margar
stuttar og langar ferðir um Ísland
með þeim. Afi var mjög duglegur
við vinnu sína á Svalbarði en svo
þurfti hann að hætta vegna veikinda
sinna. Nú þegar hann er dáinn
söknum við hans en innst inni vitum
við að hann varðveitir okkur eins og
amma gerir.
Afi hefur alltaf verið fastur
punktur í allri tilveru okkar. Við
munum brosandi augun hans og
hönd hans sem leiðbeindi okkur. Við
undruðumst töframátt hans og
hann mun verða hluti af lífi okkar að
eilífu.
Trú, von, ást
í einlægu hjarta
leiða þjáninguna brott
og lýsa nóttina bjarta.
Sigríður Árdal,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Jósefína Elín Þórðardóttir,
Víkingur Hauksson.
Nú þegar við kveðjum afa okkar,
sem var bóndi af líf og sál, finnst
okkur eftirfarandi kvæði eiga sér-
staklega vel við.
Hýstu þér bæ,
Hlé fyrir vindum, regni og snæ.
Taktu sjálfur tinnu og stál,
og tendraðu gneistann – þitt arinbál.
Tak hest þinn og plóg.
Helga þér jörð … hér er landrými nóg.
Moldin geymir hinn mikla auð.
Moldin gefur þér daglegt brauð.
Uppskeran bætir þinn ytri hag.
Umhyggjan mildar þitt hjartalag.
Átakið skapar afl og þrótt.
Í erfiði dagsins skal gæfan sótt.
Og svo kemur nótt.
Svartnættið er eins og svalandi veig,
er sál þín drekkur í einum teyg.
Þreytan breytist í þökk og frið,
þögnin í svæfandi lækjarnið,
haustið í vor …
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það bezta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð …
(Davíð Stefánsson.)
Þökkum elsku afa okkar fyrir
dýrmæta leiðsögn, minning hans er
ljós í lífi okkar.
Bjarni, Jón Ragnar,
Bjarni Þór og Steinþór.
Við viljum kveðja okkar ástkæra
bróður og tileinka honum ljóðið,
sem Steingrímur Arason orti í
BJARNI
HÓLMGRÍMSSON
!"#
$
%& " % ' %
&(
&
)
(
*
#
* " '+ "%% '
"
*
,
-
" &
" . /
0&"1(
( %- (
2% (
!"#
#
$ ! %&! % !!"#
!!"# $ '& '#!
" # &## !'&
!! ""!
#$ !$"%&&
'(& ""!
$ )! !! "%&&
!$ * ""!
+,!! #!"%&&
-!% ."$ ""!
/ $ $%%&&
-!% ""!
. -!%"%&&
$.! (& %&&
% "0 +!1 !
/ $ %&&
-!% !!$""!
2 !! ""!
3" .!%$ /! "%&&
! 4 ! ! ! 4 !
!"#
$%& ' " " (%"
" (%" ) * " " +
,* " (%"
-"" (%" . /% . +
* " (%" 0 1 "+
( " + )2 .#" 3(%"
+ #
!"#$%&'
(" )* &+" % && ,"--
"). &+" ,"-- /0
,, %
" " (" )* %
/) /0 ,"--
,, &+" /0 %
1 " %&) %
&23 %&) ,"--'
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít