Morgunblaðið - 29.05.2002, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isPatrekur í 200 leikja-klúbbinn / B1 Fyrsti sigurinn hjá Eyjamönnum / B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag UNGMENNAHREYFING Rauða krossins setti í gær á svið alvarlegt umferðarslys á Hafravatns- vegi á árlegum starfsdegi lögreglunnar í Reykjavík, sem er umfangsmikil björgunaræfing sem haldin hefur verið síðan árið 2000. 25 lög- reglumenn tóku þátt í æfingunni auk 10 sjálf- boðaliða frá RKÍ sem léku slasaða. Áhöfn á TF- SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, tók ennfremur þátt í æfingunni auk Slökkviliðs Reykjavíkur sem var með tækjabíl á staðnum. Þegar komið var á slysstað höfðu tvær bifreiðir lent í hörðum árekstri. Fimm manns voru í hvorri bifreið. Æfð var björgun slasaðra úr bílflökunum og um- gengni við björgunarþyrluna. Hinir slösuðu voru útbúnir þannig að þeir áttu að vera með allt frá minniháttar meiðslum upp í alvarlega áverka. Æfingin gekk mjög vel og verður árangurinn metinn í framhaldinu. Morgunblaðið/Júlíus Hlúð að „slösuðum“ ökumanni bifreiðar. Mjög er lagt upp úr því að hafa æfingarnar sem raunverulegastar. Alvarlegt bílslys sviðsett á Hafravatnsvegi KYNNISFERÐIR hf. brutu gild- andi kjarasamning er fyrirtækið sagði upp Óskari Stefánssyni, for- manni Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, og öðrum bílstjóra úr félag- inu til viðbótar um síðustu áramót. Þetta er niðurstaða Félagsdóms í máli sem Sleipnir höfðaði gegn Sam- tökum atvinnulífsins fyrir hönd Sam- taka ferðaþjónustunnar vegna Kynn- isferða. Samtök atvinnulífsins voru dæmd til að greiða Sleipni 200 þús- und krónur í málskostnað. Málavextir eru þeir helstir að fólksflutningafyrirtækið Kynnisferð- ir sagði upp tíu starfsmönnum sínum sl. haust vegna samdráttar í rekstri og áttu uppsagnir þeirra að taka gildi um síðustu áramót. Þeir héldu hins vegar störfum sínum en um svipað leyti var þeim Óskari og Birni Briem, bílstjórum og félagsmönnum í Sleipni, sagt upp hjá fyrirtækinu. Sleipnir ákvað að höfða mál fyrir Félagsdómi þar sem það taldi Kynnisferðir hafa brotið gegn ákvæðum í gildandi kjarasamningi sem fjallaði um forgangsrétt til vinnu. Benti félagið á að Óskari og Birni hefði verið sagt upp störfum á sama tíma og aðrir bílstjórar, sem ekki áttu aðild að stéttarfélagi sem hefði samið um forgangsrétt við fyrirtækið fyrir bílstjóra, hefðu haldið störfum sín- um. Nafngreindir voru í stefnunni tíu bílstjórar sem Sleipnir taldi vera fé- lagsmenn í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Taldi Sleipnir það stéttarfélag ekki hafa samið um for- gangsrétt fyrir rútubílstjóra Kynnis- ferða og raunar ekki gert kjarasamn- ing fyrir launþega sem starfa við stjórn rútubíla. Um þetta barst dóm- inum staðfesting frá þáverandi for- manni VR, Magnúsi L. Sveinssyni. Stefndu gerðu kröfu um sýknu í málinu á þeim forsendum að for- gangsréttarákvæðið takmarkaði ekki rétt Kynnisferða til uppsagna. Þess- ari kröfu hafnaði Félagsdómur og tók undir með kröfu Sleipnismanna um að fyrirtækið hefði brotið gildandi kjarasamning. Ekki var gerð krafa um að uppsagnirnar yrðu afturkall- aðar. Lára V. Júlíusdóttir hrl. var lög- maður Sleipnis í málinu. Hún sagði við Morgunblaðið að félagsmenn Sleipnis ættu nú rétt á bótum vegna ólögmætrar uppsagnar og það skref yrði væntanlega stigið næst í málinu. Lára sagði þetta mál athyglisvert að því leyti að formanni stéttarfélags hefði verið sagt upp. Þeir nytu ekki sérstakrar verndar í lögum um stétt- arfélög og vinnudeilur, líkt og fé- lagskjörnir trúnaðarmenn á vinnu- stöðum. Augljóst væri í þessu máli að Óskar hefði verið látinn gjalda þess að vera formaður Sleipnis. Ekki hefði samt verið hægt að byggja á þessu fyrir Félagsdómi þar sem formenn stéttarfélaga nytu ekki viðurkenndr- ar verndar. Félagsdóm í þessu máli skipuðu Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen, Valgeir Pálsson, Kristjana Jónsdótt- ir og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Lögmaður stefndu var Ragnar Árna- son hdl. Félagsdómur í máli Sleipnis gegn Kynnisferðum hf. Uppsögn tveggja starfs- manna talin ólögmæt HAFDÍS Gísladóttir, formaður Fé- lags heyrnarlausra, segir að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefði mátt hafa meira samráð við félagið í tengslum við fyrirhugað nánara samstarf eða sameiningu Hlíðaskóla og Vesturhlíðarskóla, en hinn síð- arnefndi er skipaður heyrnarlausum nemendum. Hún vill þó taka fram að félagið sé ekki óánægt með að ráðist sé í þessa sameiningu. Hafdís segir að ónægar upplýs- ingar liggi fyrir til að hægt sé að ráðast í framkvæmdina, en búið er að samþykkja hana í fræðsluráði. Afgreiðslu málsins hefur verið frest- að þrisvar í borgarráði. „Við vitum ekki hvernig verkefnið hefur geng- ið. Undirbúningur síðan 1999 Við vitum ekki hvort til staðar séu félagsleg tengsl milli barnanna í þessum tveimur skólum. Við viljum slá á frest að Vesturhlíðarskóli verði lagður formlega niður þar til við höfum viðhlítandi rannsóknir og at- huganir í höndunum,“ segir hún. Undirbúningur sameiningarinnar hefur staðið síðan árið 1999. Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti 3. apríl 2000 að stofnaður yrði svo- kallaður tvíburaskóli. „Okkar skiln- ingur á orðinu tvíburaskóli hefur alltaf verið að tveir skólar starfi á sömu skólalóð, en haldi sérstöðu sinni og starfi á jafnréttisgrund- velli,“ segir Hafdís. Hún segir að málefni heyrnar- lausra barna séu sérstök að því leyti að þau eigi táknmál að móðurmáli. Viðurkennt sé í A-námskrá grunn- skóla að táknmál eigi að vera fyrsta mál, en íslenska annað mál. Hún segir að farið hafi verið rólega af stað í undirbúningi sameiningarinn- ar. Börnin hafi verið saman í skóla- skjóli og ýmsum fögum, svo sem sundi. „Við viljum fá faglegar rann- sóknir á því hverju það starf hefur skilað,“ segir Hafdís. Hún segir að staðan núna sé dæmigerð fyrir sögu heyrnarlausra, sem fái oftast litlu um málefni sér tengd ráðið. Félag heyrnarlausra um nánara sam- starf Hlíðaskóla og Vesturhlíðarskóla Frekari rannsóknir og frestun samstarfs FIMMTÍU starfsmönnum Flug- þjónustu Keflavíkur verður sagt upp um mánaðamótin, að sögn Huldu Hauksdóttur, rekstrarstjóra flugaf- greiðslu hjá Flugþjónustunni í Keflavík. Flugþjónustan er dótturfyrirtæki Flugleiða og að sögn Huldu vinna þar að jafnaði um 250 til 350 manns. Hún segir að grípa þurfi til uppsagn- anna vegna samdráttar í flugi síð- ustu mánuði. Flugþjónustan sér um ýmsa þætti sem snúa að þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli, s.s. mat, hreingerningar og fleira. Að sögn Huldu koma uppsagnirn- ar niður á öllum deildum fyrirtæk- isins og taka þær gildi næsta haust. Hún segir að við ákvörðun um upp- sagnir starfsmannanna verði tekið mið af starfsaldri og hæfni starfs- manna. Segir upp 50 manns VERZLUNARSKÓLI Íslands áformar í ár að bjóða grunnskóla- nemendum sem náðu hæstu einkunn á samræmdu prófunum fría skóla- vist fyrsta árið. Þetta kom fram í ræðu Þorvarðar Elíassonar, skólameistara Verzlun- arskólans, við skólaslit skólans á laugardag. Þorvarður sagði að Verzlunarskólinn væri sífellt að bæta árangur sinn og þetta væri lið- ur í að halda áfram á þeirri braut. Verzlunarskólinn Dúxum boðin frí skólavist  Nýstúdentar/12 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.