Morgunblaðið - 29.05.2002, Page 21

Morgunblaðið - 29.05.2002, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 21 ÞEGAR rithöfundur getur ekki hugsað sér að setja staf á blað og verður stjarfur af tilhugsuninni um auða síðuna fyrir framan hann er það kallað ritstífla. Getur verið að ritstífla sé ástæðan fyrir því að J.K. Rowling hefur enn ekki sent frá sér fimmtu bókina um Harry Potter? Þegar er komið nafn á bókina, sem á (væntanlega) að heita: Harry Potter og Fönix- reglan. Hvort heldur þetta er nú ástæð- an nýtur Rowling lítillar samúðar meðal margra ungra aðdáenda töfradrengsins og vina hans í Hogwarts-skóla – jafnvel þótt þessir sömu aðdáendur viðurkenni að vera sjálfir haldnir ritstíflu. Óþolinmóðir lesendur „Hún hefur haft tvö ár!“ sagði Emma Smith, 12 ára stúlka í Elli- cott í Maryland í Bandaríkjunum. „Ég meina, þegar ég þarf að læra heima fresta ég því en ég geri það samt á réttum tíma.“ Emma og vinkona hennar, Tam- ika Jacobs, voru í bókabúð að skoða bækur. „Ég verð mjög ánægð þegar hún skrifar hana loksins,“ sagði Tamika, sem er 13 ára, „en það verður öðru vísi. Kannski bara af því að ég er orðin eldri. Þegar ég las fyrstu bókina fannst mér að það væru í rauninni galdrar til í heiminum.“ Líkt og milljónir barna (og full- orðinna) um allan heim lásu Emma og Tamika bækurnar um Harry Potter jafnóðum og þær komu út, nú síðast Harry Potter og Eldbik- arinn, sem kom út í júlí 2000 (2001 í íslenskri þýðingu). En svo virðist sem Rowling hafi ekki dottið fleira í hug. Neitar ritstíflu Ef Rowling hefði haldið sama hraða og áður hefði fimmta bókin átt að koma út í júlí í fyrra. Svo var vonast til að hún kæmi nú í sumar. En nú mega lesendur búast við að þurfa að bíða að minnsta kosti til áramóta. Talsmaður bókaforlagsins Scholastic, sem gefur út Harry Potter-bækurnar í Bandaríkj- unum, er ekkert hæft í þeim vangaveltum að Rowling sé með ritstíflu. Að vísu sagði hún í viðtali fyrir tveim árum að það hefði ver- ið erfitt að skrifa Eldbikarinn vegna þess að hún hefði verið farin að finna verulega fyrir „ut- anaðkomandi þrýstingi“. En talsmaður Scholastic segir að frekar megi ætla að ástæðan fyrir því að Rowling hafi ekki þegar klárað fimmtu bókina sé sú, að hún hafi haft svo mörgu öðru að sinna í lífinu undanfarið – gifta sig, kaupa og flytja í óðalssetur í Skotlandi, hafa hönd í bagga með gerð kvik- mynda eftir bókunum og fram- leiðslu á óteljandi söluvörum er tengjast bókunum. Næsta kvikmynd í nóvember Á meðan geta aðdáendur Harr- ys, Hermione og Rons hlakkað til næstu kvikmyndar um þau, Harry Potter og Leyniklefinn, sem á að frumsýna í nóvember nk. En fyrir Emmu í Maryland kem- ur ekkert í staðinn fyrir stóra, þykka og spennandi bók um nýj- ustu ævintýri Harrys. „Þegar ég var að lesa bækurnar um Harry Potter þoldi ég það ekki þegar ég var búin með þær. Það var svo leið- inlegt að þær væru búnar. Ég faldi mig á baðherberginu og las þegar ég átti að vera farin að hátta.“ Hún ætlar að bíða eftir næstu bók, sama hversu langt er í hana: „Ójá, ég ætla kaupa fimmtu bók- ina. Jafnvel þótt hún komi ekki út fyrr en ég verð komin í mennta- skóla.“ Engin samúð með Rowling J.K. Rowling og eiginmaður hennar, dr. Neil Murray. The Washington Post. ’ Hún hefur hafttvö ár! ‘ BANDARÍSKIR hershöfðingjar telja sig hafa talið æðstu embættis- menn varnarmálaráðuneytisins í Washington á að fresta hugsanlegri innrás í Írak að minnsta kosti þar til á næsta ári og hætta jafnvel alveg við hana. The Washington Post hef- ur þetta eftir háttsettum embættis- mönnum í varnarmálaráðuneytinu. Bandaríska herráðið hefur beitt sér fyrir því á bak við tjöldin að stjórn George W. Bush Bandaríkja- forseta endurskoði harða afstöðu sína til Íraks sem talin er geta orðið til þess að stríð verði óhjákvæmilegt. Meðal annars átti Tommy R. Franks hershöfðingi, sem myndi stjórna hernaðinum í Írak, leynilegan fund með Bush um málið í Hvíta húsinu fyrr í mánuðinum. Franks sagði forsetanum á fund- inum að til ráðast inn í Írak í því skyni að steypa Saddam Hussein, leiðtoga Íraks, þyrfti að beita að minnsta kosti 200.000 hermönnum, sem er miklu meiri liðsafli en nokkrir hernaðarsérfræðingar hafa áætlað að þurfi til að ná þessu markmiði. Þetta mat hershöfðingjans er í sam- ræmi við afstöðu bandaríska her- ráðsins, sem hefur lagt áherslu á að innrás krefjist tímafreks undirbún- ings, auk þess sem hætta sé á að her Saddams beiti sýkla- og efnavopnum og mikið mannfall verði í liði Banda- ríkjahers komi til átaka í íröskum borgum. Hershöfðingjarnir segja einnig að ekki sé ljóst hver geti tekið við völdunum og ekki sé víst að eft- irmaðurinn verði betri en Saddam. Leggur áherslu á leynilegar aðgerðir Stjórn Bush virðist enn vera stað- ráðin í að steypa Saddam Hussein af stóli en leggur nú meiri áherslu á leynilegar aðgerðir til að grafa und- an stjórn hans, meðal annars vegna afstöðu herráðsins, að sögn tveggja heimildarmanna The Washington Post. „Það eru margar leiðir til að ná markmiðinu og herför til Íraks er að- eins ein af þeim,“ sagði annar emb- ættismannanna, sem mun vera kunnugt um afstöðu Donalds H. Rumsfelds varnarmálaráðherra. Forsetinn tekur lokaákvörðun í málinu. Bush var harðorður í garð Íraks og annarra landa, sem hann segir mynda „öxul hins illa“ í heim- inum, þegar hann var í Berlín fyrir skömmu, en neitaði því að hann væri að undirbúa innrás. „Ég er ekki með neinar stríðsáætlanir á borðinu, það er sannleikurinn, og við verðum að beita öllum tiltækum ráðum til að takast á við Saddam Hussein,“ kvaðst Bush hafa sagt Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands. Ráðamenn í mörgum Evrópuríkj- um hafa efasemdir um að ráðlegt sé að heyja nýtt stríð í Írak. Schröder kvaðst vera hlynntur því að reynt yrði að knýja Saddam Hussein til að heimila vopnaeftirlit í Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna en vildi ekki ræða möguleikann á innrás við fréttamenn. Nokkrir embættismenn í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu eru enn hlynntir innrás í Írak og hafa ekki gefið upp vonina um að fá her- ráðið á sitt band. Aðrir heimildar- menn The Washington Post sögðu að enn væri of snemmt fyrir hershöfð- ingjana að lýsa yfir sigri í deilunni. Þeir benda á að Rumsfeld varnar- málaráðherra hefur ekki enn tekið af skarið og látið helstu aðstoðarmenn sína um að blanda sér í deiluna, þeirra á meðal Paul D. Wolfowitz að- stoðarvarnarmálaráðherra, sem er álitinn einn af helstu stuðnings- mönnum hernaðar í Írak. Bandaríska her- ráðið leggst gegn innrás í Írak The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.