Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 31 ÉG bauð mig fram í kosningunum til að verða borgarfulltrúi í Reykjavík til að vinna að nýjum hugmyndum um aukið lýðræði með beinni þátt- töku íbúanna sjálfra í gerð fjárhags- áætlun borgarinnar. Einnig til að all- ir fái fullnægt sínum grundvallar- þörfum fyrir heilbrigðisþjónustu, menntun og möguleikann til að hafa áhrif á samfélagið sem þeir búa í, einnig einstæðingar, nýbúar, börn og unglingar, leigjendur og aðrir þeir sem ekki er sinnt í borginni. Það er sagt að á Íslandi sé lýðræði og í stjórnarskránni okkar kveður á um jafnræði íbúanna. En það er ekki jafnræði ef einn getur komið skoð- unum sínum á framfæri á öldum ljós- vakans, en annar ekki, og jafnræðið er grundvallarforsenda lýðræðis. Þar má aflsmunur og aðstöðumunur ekki mismuna skoðunum. Ljósvakamiðlar fá úthlutað (frá heildinni) rásum til að miðla efni til almennings. Þeir sem fá þannig úthlutað rásum bera siðferði- lega og lagalega skyldu (sjá útvarps- réttarlög) til að „halda í heiðri lýð- ræðislegar grundvallarreglur,“ „virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mis- munandi skoðunum í umdeildum málum.“ Í nýloknum kosningum, eins og reyndar á hverjum tíma þarf að skiptast á skoðunum varðandi ýmis „umdeild“ mál. Við Húmanistar ger- um ágreining við ríkjandi stefnu í þjóðfélaginu sem „kerfisflokkarn- ir“allir fylgja í reynd, en við fengum nánast engan aðgang að ljósvaka- miðlunum nú fyrir kosningarnar, fyr- ir utan umræðuþátt í RÚV kvöldið fyrir kjördag. Við höfum tjáð friðsamleg mót- mæli og krafist réttar okkar vegna fyrrnefndrar mismununar, gagnvart Skjá 1 og Stöð 2, en verið sýnd sem hálfgerðir „hermdarverkamenn“ þess vegna í ríkissjónvarpinu. Svona lagað gerist ætíð þegar almenningur krefst réttar síns af þeim sem á vald- inu halda. Þannig var það þegar verkafólk krafðist réttar síns til mannsæmandi launa og réttarins til að bindast samtökum. Einnig voru konur úthrópaðar þegar þær kröfð- ust kosningaréttar og fullra mann- réttinda. Þeir sem um völdin halda láta ekkert af hendi nema þess sé krafist og kröfunni fylgt eftir af ein- urð. Krafa okkar er að allir fái jafnan aðgang að fjölmiðlum a.m.k. fyrir kosningar. Nóg er misréttið sem ólík- ur efnahagur framboðanna veldur, þar sem valdaframboðin skammta sjálfum sér af almannafé hundruð milljóna árlega, – en þetta verður fjallað um síðar. Til að fylgja eftir kröfunum um jafnan rétt til aðgengis að fjölmiðlum munum við nú fara fram á að út- varpsréttarnefnd afturkalli leyfi þeirra fjölmiðla sem gerast endur- tekið brotlegir við útvarpsréttarlög og jafnræðisreglu Stjórnarskrárinn- ar. Ennfremur munum við fara fram á það við Sýslumanninn í Reykjavík að hann kanni forsendur þess að ógilda kosningarnar í Reykjavík vegna ástæðna sem lúta að mismun- un um aðgengi að fjölmiðlum til að kynna stefnumál framboða í Reykja- vík og ólýðræðislegum og ólöglegum vinnubrögðum RÚV, Skjás 1 og ljós- vakamiðla fyrirtækisins Norðurljósa í því sambandi. Því miður var það ekki mikill fjöldi fólks sem greiddi H-listanum at- kvæði í kosningunum, enda komumst við hvergi að til að kynna stefnumál okkar. Áhugavert er hvernig fjöldi atkvæða virðist nokkuð í samræmi við þann tíma sem okkur var skammtaður í fjölmiðlum miðað við önnur framboð í Reykjavík. Fjöldi at- kvæða hefur hinsvegar ekkert með rétt okkar til jafnræðis um aðgengi að fjölmiðlum á við önnur framboð að gera, enda var misréttið framið áður en kosið var. Ef ekkert er að gert munu fyrrnefnd vinnubrögð festa sig í sessi og verður það dökk framtíð sem blasir við unga fólkinu þegar tjáningarfrelsið og lýðræðið verður alfarið skammtað til þeirra sem greitt geta fyrir með m.a. með kaup- um á auglýsingum, á líkan hátt og gerst hefur með fiskikvótann. Þá munu engir möguleikar verða fyrir unga fólkið að hafa áhrif á þjóðfélagið nema í gegnum hina stofnanakenndu kerfisflokka sem engar breytingar vilja. Þau atkvæði sem greidd voru H-listanum voru dýrmæt atkvæði því þau voru greidd breytingum og því að við íbúarnir höfum vaxandi áhrif á samfélagið og ég þakka kjósendun- um okkar heilshugar. Við skorum á alla þá sem vilja efla lýðræðið í landinu að leggja okkur lið og taka þátt í að skipuleggja aðgerðir til varnar lýðræðinu. Hvers vegna Methúsalem? Methúsalem Þórisson Reykjavík Við munum fara fram á, segir Methúsalem Þór- isson, að útvarpsrétt- arnefnd afturkalli leyfi þeirra fjölmiðla sem gerast endurtekið brot- legir við útvarpsrétt- arlög og jafnræðisreglu. Höfundur var talsmaður Húmanistaflokksins og fyrsti maður á lista flokksins í nýafstöðnum kosningum í Reykjavík. S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.