Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.05.2002, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú hefur mikla sam- skiptahæfileika og gefur þig allan í það sem skiptir þig máli. Nánustu sambönd þín munu dýpka og verða ástrík- ari á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að leggja vel við hlustir í öllum samskiptum þínum við aðra í dag. Láttu það vera takmark þitt í dag að gefa skýr skilaboð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gefðu þér tíma til að íhuga hvað það er sem skiptir þig máli. Skoðaðu samband þitt við eigur þínar. Átt þú þær eða eiga þær þig? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kemur vel fyrir í dag. Þú ættir engu að síður að leggja þig fram við að sinna þörfum annarra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að taka frá fimmtán mínútur til að vera með sjálf- um þér í dag. Þú þarft á þess- um tíma að halda til að end- urhlaða orku þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að eiga mikil sam- skipti við einstaklinga og hópa í dag. Þú nærð mestum árangri í samvinnu við aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gefðu þér tíma til að endur- meta líf þitt. Íhugaðu hvar þú vilt vera staddur eftir tíu ár, fimm ár og eitt ár og ákveddu síðan hvað þú ætlar að gera á morgun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hvers konar ný og framandi reynsla gleður þig í dag. Reyndu að snúa erfiðri reynslu upp í jákvætt tæki- færi til þoska og lærdóms. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur ríka þörf fyrir að upplifa hluti í gegnum snert- ingu í dag. Það er ekki alltaf nóg að skilja hlutina vitrænt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir ekki að reyna að gera hlutina upp á eigin spýt- ur í dag. Leitaðu samvinnu við aðra eða a.m.k. ráðlegg- inga frá öðrum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Íhugaðu hvernig þú getur bætt lífsgæði þín sérstaklega varðandi heilsu þína. Oft skil- ur fólk ekki fyrr en það hefur misst heilsuna að hún skiptir öllu máli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu það eftir þér að gera eitthvað skemmtilegt og gef- andi í dag. Þú hefur mikla þörf fyrir að fara út að skemmta þér og það er ekk- ert sem ætti að standa í vegi fyrir því. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leggðu þig fram við að gera heimili þitt að stað sem þig langar til að snúa heim til. Það er mikilvægt að eiga hreiður þar sem við getum safnað kröftum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 29. maí, er fimmtugur Halldór Kristjánsson, verkfræðing- ur, Hraunbrún 52, Hafnar- firði. Hann og eiginkona hans, Jenný Ágústsdóttir, tannlæknir, halda afmælis- daginn hátíðlegan með fjöl- skyldu og vinum í Hafnar- firði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 2.847. Þær heita Bára Atladóttir, Karen Ýr Jóelsdóttir, Karen Ýr Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir. Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík LJÓÐABROT AÐ LIFA Er dagur rís á fætur, sem dregur allar nætur á tálar, – hann geisar fram í veldi og fer um hugann eldi og brjálar. Hann vekur oss af svefni, þótt viti hann ei hvert stefni vor hagur, – og áfram allir þjóta og upp til handa og fóta. – Ó, dagur! - - Andrés Björnsson UM miðjan júní hefst á Ítal- íu Evrópumót í opnum flokki og kvennaflokki og sendir Ísland lið í báða flokka. Í kvennaflokki spila: Hjördís Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Nielsen, Guðný Halldórsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Alda Guðna- dóttir og Dóra Axelsdóttir. Fyrirliði er Haukur Inga- son. Opni flokkurinn er þannig skipaður: Karl Sig- urhjartarson, Snorri Karls- son, Þröstur Ingimarsson, Bjarni Einarsson, Stefán Jóhannsson og Steinar Jónsson. Fyrirliði er Guðm. P. Arnarson. Spilið í dag kom upp í æfingaleik opna flokksins í síðustu viku: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á2 ♥ G9743 ♦ 2 ♣75432 Vestur Austur ♠ D9643 ♠ 75 ♥ K ♥ 852 ♦ KG97 ♦ Á108643 ♣KD9 ♣G10 Suður ♠ KG108 ♥ ÁD106 ♦ D5 ♣Á86 Þröstur og Bjarni voru í NS gegn Ásmundi Pálssyni og Magnúsi E. Magnússyni: Vestur Norður Austur Suður Magnús Bjarni Ásmundur Þröstur -- -- -- 1 grand Pass 2 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Grandopnun Þrastar er á punktabilinu 14-16 og hann sýnir hámark og fjórlitar- stuðning með því að stökka í þrjú hjörtu við yfirfærsl- unni. Bjarni ætlaði sér aldr- ei nema í tvö hjörtu, en hækkaði í geim í ljósi nýrra tíðinda. Magnús var óheppinn með útspilið, valdi lítinn spaða, sem Þröstur tók ódýrt heima. Þröstur tók næst á spaðaásinn, fór heim á laufás og henti tígli niður í spaðakóng. Ásmundur trompaði og spilaði laufi, þar sem Magnús tók tvo slagi. Vörnin hefur fengið bókina og nú snýst allt um hjarta- kónginn. Magnús spilaði tígli, sem Þröstur trompaði og spilaði fumlaust hjarta á ásinn og felldi kónginn. Hvers vegna? Jú, Magnús hefði að sjálfsögðu spilað spaða, en ekki tígli, ef hann ætti von á að Ásmundur gæti yfirtrompað blindan. Þröstur og Magnús hafa spilað saman í landsliði á nokkrum mótum undanfarin ár, en Magnús býr nú í Sví- þjóð og treystir sér ekki til að taka þátt í landsliðsvinnu á Íslandi. Magnús er hér í fríi og notar tækifærið til að æfa félaga sína fyrir átökin á Ítalíu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. Rf3 d6 4. Rc3 Rd7 5. e4 e5 6. Be2 Rgf6 7. 0–0 0–0 8. Be3 h6 9. dxe5 dxe5 10. Rd2 Rh7 11. c5 f5 12. exf5 gxf5 13. f3 Rg5 14. Hc1 Kh8 15. b4 Re6 16. Rb3 Dh4 17. a3 Rf6 18. De1 Dh5 19. Rd2 Dg6 20. Rc4 Rh5 21. Rd5 Df7 22. Dh4 f4 23. Bf2 Rd4 24. Bxd4 exd4 Staðan kom upp á fyrsta bikarmóti FIDE sem haldið var í Dubai. Teimo- ur Radjabov (2.599) hafði hvítt gegn Saleh Jasim (2.280). 25. Rxc7! Bf6 26. Rd6! Dg6 27. Bd3! Dxd3 28. Dxh5 Hb8 29. Dxh6+ Kg8 30. Rd5 Bg7 31. Re7#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Það verða svo 7 krónur í viðbót þegar ég er búin að fá skilagjaldið fyrir flöskuna. Fjölskyldudagur Astma- og ofnæmisfélagsins 2. júní Sunnudaginn 2. júní kl. 11.00 hefst fjölskyldu- dagur fyrir félagsmenn okkar. Endurhæfingarmið- stöð Reykjalundar býður upp á aðstöðu í húsa- kynnum sínum, þ.e. í nýjum íþróttasal og 25 m innisundlaug. Auk sunds verður m.a. boðið upp á, borðtennis, hoppkastala og ratleik. Við bjóðum einnig upp á grillaðar pylsur, gos, kaffi og meðlæti. Vinsamlega tilkynnið þátttöku ykkar í síma 552 2150. Takið með ykkur sundföt og létta lund upp á Reykjalund. Stjórnin. Gúmmíbátaþjónustan Reykjavík ehf. Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík hættir starfsemi 31. maí 2002 Þökkum viðskiptavinum okkar gott samstarf á liðnum árum. Ný skoðunarstöð fyrir gúmmíbáta tekur til starfa 1. júní nk. Viking-Björgunarbúnaður Hvaleyrarbraut 27, Hafnarfirði Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á níu borðum mánudaginn 27. mai að Gullsmára 3. Miðlungur 168. Beztum árangri náðu: NS Valdimar Láruss. og Björn Bjarnas. 212 Páll Guðmundss. og Filip Höskuldss. 196 Þorgerður Sigurgeirsd og Stefán Friðbj. 193 AV Kristinn Guðm. og Sigurður Gunnlaugss 212 Sig. Björnss. og Auðunn Bergsveinss. 199 Sigurður Jóhannss. og Kristján Guðm. 182 Síðasti spiladagur fyrir sumarhlé er fimmtudagur 30. maí. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Stuttur tvímenning- ur. Sumarkaffi! BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kynning í Gjábakka og Gullsmára Sumarstarfsemi Gjábakka og Gullsmára verður kynnt í dag, mið- vikudaginn 29. maí, kl. 8 í félags- heimilinu Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Kynningin er öllum opin. Kaffiveitingar. Kynnt verður m.a. starfsemi Fé- lags eldri borgara í Kópavogi, starf- semi Hana-nú og ferðir fyrir eldra fólk í Kópavogi sem skipulagðar eru í samráði við félagsstarfið. Einnig verða kynntir ferðamöguleikar á vegum Vestfjarðaleiðar, segir í fréttatilkynningu. Risaskor hjá Guðlaugi og Jörundi í sumarbrids Góð stemmning var mánudags- kvöldið 27. maí, 18 pör mættu til leiks í blíðskaparveðri, spilaður var eins kvölds Mitchell tvímenningur og var meðalskor 216. Guðlaugur Sveinsson og Jörundur Þórðarson náðu afbragðsskori í keppni kvölds- ins, fengu 300 stig, eða ríflega 69,4% skor og telst það mjög gott hjá þeim, ekki síst vegna þess að þeir eru óvanir saman. Annars urðu þessi pör efst í NS: Gylfi Baldurss. - Hermann Friðrikss. 251 Soffía Daníelsd.- Jón Stefánss. 242 Heiðar Sigurj.- Vilhjálmur Sigurðs. jr 238 Guðm. Baldur. - Hallgr. Hallgrímss. 238 AV Guðlaugur Sveinss. - Jörundur Þórðars. 300 Halldóra Magnúsd.- Þórir Sigursteinss. 234 Eggert Bergsson - Björn Friðriksson 230 Vegna aðalfundar Bridsfélags Reykjavíkur sem haldinn verður með pomp og prakt seinna í dag, hefst spilamennska SUMARBRIDS klukkan 19:45 í kvöld, en ekki klukk- an 19:00 eins og venjulega. Spilarar eru þó hvattir til að mæta tíman- lega, hægt er að skrá sig á staðn- um.Allir eru velkomnir og keppnis- stjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvön- um spilurum. Nánari upplýsingar fást hjá BSÍ eða hjá Matthíasi í síma 860-1003. Einnig má senda tölvupóst til sum- arbridge@bridge.is. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 Begga fína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.