Morgunblaðið - 29.05.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 29.05.2002, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 47 Í KVÖLD frumsýnir Filmundur nýja íslenska heimildarmynd sem ber heitið Varði goes Europe. Þeim sem finnst þetta nafn hljóma kunn- uglega hafa líklega séð forvera myndarinnar, Varði fer á vertíð, sem sýnd var í Sjónvarpinu í fyrra. Þá slóst Varði í för með sveita- ballahljómsveit og reyndi að aðlag- ast þeirra heimi. Í þetta sinn ferð umræddur Varði þó til meginlands Evrópu til að reyna fyrir sér sem götulistamaður. Í för með honum er sem fyrr vinur hans, Grímur, sem sér um að taka ævintýri þeirra félaga upp á myndband. Afrakstur ferðarinnar er svo frumsýndur í kvöld og tók Morgunblaðið þá Varða og Grím tali af því tilefni. „Já við gerðum Varði fer á ver- tíð árið 2000 og svo var þessi mynd tekin sumarið 2001. Það má segja að þetta sé einskonar sjálfstætt framhald en þessi er þó í fullri lengd,“ upplýsir Grímur. „Varði er enn aðalpersónan og hann er að kanna einhverjar nýjar slóðir í tónlistarheiminum sem hann hefur ekki gert áður. Myndin fjallar sem sagt um götuspilara og þeirra menningu í Evrópu.“ Þeir félagar eru sammála um að kæruleysi einkenni þó vönduð vinnubrögð þeirra við gerð mynd- arinnar. „Já Varði goes Europe byrjaði bara sem brandari hjá okkur. Það trúði því enginn að við ætluðum að fara að gera framhald af myndinni. En svo fórum við bara af stað og húkkuðum okkur far á Seyðisfjörð og boltinn var farinn að rúlla. Við vorum samt ekki búnir að ákveða neitt fyrirfram,“ segir Grímur. „Við ferðuðumst með Norrænu til að byrja með. Fórum fyrst til Færeyja, þaðan til Noregs þar sem við heimsóttum Þrándheim, Osló og lítil sveitaþorp,“ segir Varði og félagi hans tekur við í ferðasög- unni: „Við vorum sem sagt að leita að konungi götuspilaranna, Leo Gill- espie, og við fundum hann í smábæ í Noregi. Stór hluti af myndinni er um leit Varða að þessum manni,“ segir Grímur. „Eftir að við fundum Leo hófst svona sjálfstæður trúbadúrsferill Varða og við fórum til Hamborgar, París, Amsterdam og enduðum svo í Berlín. Í Berlín kynntumst við manni sem skipulagði tónleika fyr- ir Varða. Hann heitir Wolfgang Müller og er álfasérfræðingur og hefur því mikinn áhuga á Íslandi. Hann er meira að segja búinn að flytja Varða út einu sinni eftir þetta.“ Yfirvaldið kæfir menninguna Aðspurðir segja þeir það hafa komið sér hvað mest á óvart hversu strangar reglur eru um götuspilamennsku á meginlandi Evrópu og segjast þeir oft hafa verið stoppaðir af yfirvöldum við listiðkun sína á götum úti. „Það kemur einmitt kafli í mynd- inni þar sem við tökum þetta svolít- ið fyrir, hvernig yfirvaldið er í rauninni að kæfa mennnguna,“ segir Grímur. „Í Noregi þykir þessi spila- mennska mjög rómantísk. Það má því segja að myndin sé rómantísk á köflum,“ segir Varði í gríni og uppsker hlátur félaga síns. Þeir Grímur og Varði segjast ekki skrifa handrit að myndum sín- um fyrirfram, þær séu í raun bara spunnar á staðnum. „Við erum náttúrulega góðir fé- lagar og ég þekki Varða mjög vel sem er mjög gott fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann,“ segir Grímur. „Þetta byggist líka svolítið á því að við erum bara tveir, við erum ekki með neinn hljóðmann eða ljósamann. Fyrir vikið verður þetta aldrei neitt formlegt,“ bætir Varði við. „Nei ég bað fólk aldrei að færa sig til að sitja í betri birtu eða end- urtaka eitthvað sem það hefur sagt. Margir sem hafa séð báðar myndirnar trúa því varla að þetta sé allt ekta, að atriðin séu ekki sviðsett,“ segir Grímur. En hvernig fjármagna tveir ung- ir menn heila kvikmynd? „Á yfirdrætti,“ svarar Varði að bragði. „Við verðum nú að geta þess að sjóðurinn Ungt fólk í Evrópu styrk- ir okkur ásamt Menningarsjóði Kópavogs. Afgangurinn er svo bara greiddur á yfirdrætti,“ upp- lýsir Grímur. Varði búinn að meika það Ásamt því að frumsýna kvik- mynd í fullri lengd víla þeir Grím- ur og Varði ekki fyrir sér að gefa út geisladisk í leiðinni sem inni- heldur þau lög sem koma fram í myndinni í bland við önnur sem þeir tóku upp á ferðalagi sínu. „Þetta er allt tekið upp úti á götu,“ segir Varði. „Ég tók þetta sjálfur upp á upp- tökutæki með umhverfishljóðnema til að ná réttu stemmningunni.“ „Þetta eru aðallega lög frægra einstaklinga í mjög abstrakt út- gáfum. Þarna er til dæmis lag með Iron Maiden,“ segir Grímur og Varði bætir við: „Svo er þetta líka spuni. Til dæmis er fyrsta lagið á disknum nokkurs konar götuteknó.“ Aðspurðir segjast þeir félagar ekki hafa fleiri myndir um afrek Varða í bígerð og ástæðan er ein- föld: „Varði er búinn að meika það, við þurfum ekki að gera fleiri myndir,“ segir Grímur að lokum. Varði goes Europe verður frum- sýnd í Háskólabíói klukkan 20 í kvöld en þeim sem vilja taka for- skot á sæluna er bent á að Varði og Eiríkur Örn Norðdahl ætla að leika á Lækjartorgi klukkan 16–18 til að hita fólk upp í götustemmningu fyrir frumsýninguna. Varði kemst í kast við lögin fyrir að spila á götum úti. Morgunblaðið/Sverrir Þeir Grímur Hákonarson og Hallvarður Ásgeirsson leyfa áhorfendum að fylgjast með Varða ferðast um Evrópu. Menning götu- listamanna könnuð birta@mbl.is Filmundur frumsýnir Varði goes Europe betra en nýtt Sýnd kl. 8. B. i. 10. Sýnd kl. 10.20. „Fylgist með á www.borgarbio.is“ 1/2kvikmyndir.is kvikmyndir.com DV Stærsta bíóupplifun ársins er hafin Sýnd kl. 5, 8 og 11. B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Sánd  SV Mbl Sýnd kl. 5.30. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 6. Vit 379. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 10.40. Síðustu sýningar kvikmyndir.is 1/2kvikmyndir.isÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. Vit 380. Síðustu sýningar Sýnd kl. 6, 8 og 10. J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C J I J I 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 421 -1170 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Sánd  SV Mbl Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Miðasala opnar kl. 15.30 5 hágæða bíósalir 1/2 kvikmyndir.is 1/2 RadioX kvikmyndir.com DV Sánd Stærsta bíóupplifun ársins er hafin Yfir 34.000 áhorfendur Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Power- sýning kl. 10.50 i l. . Yfir 25.000 áhorfendur Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og Powersýning kl. 10.50. B. i. 10. kl. 4.30, 7.30 og 10.30. Yfir 42.000 áhorfendur! Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.30 B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl  Rás 2 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.30. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 og 9. 42.000 áhorfendur ! 1/2 kvikmyndir.is  1/2 RadioX kvikmyndir.comDV Sánd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 10. Stærsta bíóupplifun ársins er hafin Yfir 20.000 áhorfendur á sjö dögum! 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl  Rás 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.