Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Brasilíumenn gera sér litlar vonir á HM/B4 Afturelding í toppsætið/B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM Sérblöð í dag www.mb l . i s Morgun- blaðinu í dag fylgir 24 síðna blað um ferðalög, „Sumarferðir 2002“. L a u g a r d a g u r 1. j ú n í ˜ 2 0 0 2 ÓLAFUR Ó. Guðmundsson, yfir- læknir barna- og unglingageðdeildar (BUGL) Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, segir að fyrirskipað hafi verið að draga stórlega úr þjónustu deildarinnar á miðnætti sl. nótt. Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti hafi ákveðið að segja upp þjónustu- samningi milli BUGL, Barnavernd- arstofu og SÁÁ. Það þýði 43 milljóna króna samdrátt í þjónustu BUGL á ári og uppsagnir 7-15 starfsmanna deildarinnar. Þeim verði þegar fækkað, en það takist að mestu leyti með því að láta tímabundna ráðning- arsamninga renna út. Stendur ekki til að draga úr þjónustu Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að þetta hljóti að vera á misskilningi byggt. „Ráðuneytið hef- ur fullan hug á að halda þessari þjón- ustu óbreyttri, en hefur tekið sér þrjá mánuði til að endurskoða hana. Ekki stendur til að draga úr þjónust- unni að neinu leyti eða segja neinum upp,“ segir hann. Jón segir að þessi misskilningur verði leiðréttur. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, tekur í sama streng. Hann segir að málið sé á misskilningi byggt og það sé ekki hlutverk Ólafs á spítalanum að senda út fréttatilkynningar. „Þannig er mál með vexti að gripið var til þeirra varúðarráðstafana að segja upp fólki á deildinni og breyta ráðningarsamningum, ef ske kynni að ekki næðust samningar að þrem- ur mánuðum liðnum. Ráðningar- frestur er þrír mánuðir, þannig að þessar aðgerðir hafa engar afleiðing- ar núna. Aðeins ef ekki kemur til framhaldssamnings eftir þrjá mán- uði,“ segir hann. Einungis varúðarráðstöfun Magnús segir að einungis sé um varúðarráðstöfun að ræða, í ljósi þess að sjúkrahúsið sé ekki hlaðið af fjármunum. „Samningaviðræður standa yfir og auðvitað vonumst við til að þær beri árangur. En svo má að auki nefna að á þessum tíma, næstu þremur mánuðum, eru ýmsir starfsmenn að hætta störfum eins og gengur á stórum vinnustað. Þar af leiðandi myndu þessar aðgerðir ekki leiða til þess að neinum þyrfti að segja upp,“ segir hann. Yfirlæknir á LSH segir að til standi að skera stórlega niður þjónustu BUGL Ráðherra segir um misskilning að ræða HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á kröfu Sparisjóðs Hafn- arfjarðar og Sameinaða lífeyris- sjóðsins um að taka bú Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. til gjaldþrota- skipta. Frjáls fjölmiðlun hefur kært úrskurði héraðsdóms til Hæstarétt- ar. Í úrskurðinum þar sem fjallað er um kröfu sparisjóðsins kemur fram að sparisjóðurinn og Frjáls fjölmiðl- un hafi gert dómsátt 10. apríl 2001 þess efnis að Frjáls fjölmiðlun greiddi sparisjóðnum 17 milljóna króna skuld ásamt dráttarvöxtum. 26. nóvember 2001 lýsti deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík yfir árangurslausu fjárnámi hjá Frjálsri fjölmiðlun að kröfu Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Sparisjóðurinn krafðist þess 4. desember sl. að bú Frjálsrar fjöl- miðlunar yrði tekið til gjaldþrota- skipta á grundvelli árangurslausa fjárnámsins. Jafnframt var lýst kröfu að höfuðstól 17 milljónir kr. en með dráttarvöxtum og kostnaði var krafan rúmar 23 milljónir. Nægilegt að vísa til árangurslauss fjárnáms Í úrskurði héraðsdóms segir m.a. að nægilegt hafi verið fyrir spari- sjóðinn að vísa til þess að árangurs- laust fjárnám hafi verið gert á síð- ustu þremur mánuðum fyrir frestdag, þ.e. 4. desember, til að krefjast þess með réttu að búið yrði tekið til gjaldþrotaskipta, enda hafi Frjáls fjölmiðlun ekki sýnt fram á að félagið væri fært um að standa full skil á skuldbindingum sínum þegar þær komu í gjalddaga. Páll Þor- steinsson héraðsdómari kvað upp úr- skurðinn. Bú Frjálsrar fjölmiðlunar til gjaldþrotaskipta Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurðir héraðsdóms hafa verið kærðir til Hæstaréttar Haraldur Örn, Erla Friðriksdóttir og Sigurjón Friðjónsson, Smára- lind, og Svanur Lárusson, aðstoð- arverslunarstjóri Útilífs. HARALDI Erni Ólafssyni fjalla- kappa var haldið hóf í Útilífi í Smáralind í gærkvöld í tilefni af- reka hans. Þar voru mættir til að heiðra Harald fulltrúar styrkt- araðila. F.v.: Kristín B. Aðalsteins- dóttir, verslunarstjóri Útilífs, El- ísabet Sveinsdóttir, Íslandsbanka, Morgunblaðið/Kristinn Fjallakappi heiðraður SAMKVÆMT áreiðanlegum upplýs- ingum Morgunblaðsins kostaði tonnið af lausu sementi í Færeyjum 1.000 krónur danskar í aprílmánuði sl. Á sama tíma var tonnið í stórsekkj- um selt á 1.085 krónur danskar. Í samtali við Viðskiptablað Morg- unblaðsins sl. fimmtudag sagði Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Aalborg-Portland á Íslandi, að- spurður hvers vegna sement, sem Aalborg Portland í Danmörku flytur inn til Íslands, væri mun ódýrara en sement frá sama fyrirtæki, sem selt væri á Íslandi: „Mér þykir líklegra að verðið í Færeyjum sé í kringum 600 danskar krónur á tonn. Ég geri ráð fyrir því, að við fáum eitthvað hag- kvæmara verð hingað til Íslands í ljósi þess að um mun meira magn er að ræða og hagkvæmari flutninga.“ Af sama tilefni sagði Jörgen Nor- up, sölu- og markaðsstjóri Aalborg Portland A/S í Danmörku: „Sementið er annaðhvort í lausu eða í pokum og hvort tveggja eða annað hvort getur verið á mismunandi mörkuðum. Magnið er einnig mismunandi og því meira sem hægt er að flytja í einu, því hagkvæmara er það. Það er ómögu- legt að bera saman verð á þennan hátt.“ Nýlega féll úrskurður Samkeppn- isráðs vegna kæru Sementsverk- smiðjunnnar á hendur Aalborg Port- land á Íslandi á þann veg að ekki væri tilefni til aðgerða þar sem Sements- verksmiðjan væri markaðsráðandi aðili með um 80% markaðshlutdeild. Laust sement kostar 1.000 kr. danskar tonnið í Færeyjum FULLTRÚAR D- og Á-lista undir- rituðu síðdegis í gær á kaffihúsinu „Við Árbakkann“ á Blönduósi mál- efnasamning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Blönduóss næstu fjög- ur árin. Með þessu samstarfi er lokið 12 ára samstarfi D- og H-lista. Meirihluta- samstarf á Blönduósi ♦ ♦ ♦ GENGI hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagrein- ingar, lækkaði um 5,8% í viðskipt- um gærdagsins. Lokagengi bréf- anna var 4,71 dollari en gengið náði sögulegu lágmarki sl. miðvikudag þegar það fór við lok dags í 4,65 dollara. Það hækkaði í 5,0 á fimmtudag en hefur nú aftur fallið. Viðskiptin í gær fóru fram á verð- bilinu 4,60 til 4,97. Gengi deCODE lækkar aftur HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar seint í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík urðu ekki slys á fólki en ökumaður annars bílsins flúði af vettvangi á hlaupum en var handtekinn skömmu síðar. Hann er grunaður um ölvun við akst- ur. Talsverðar skemmdir urðu á öku- tækjum. Morgunblaðið/Kristinn Grunur um ölvun eftir árekstur GUÐMUNDUR Bjarnason verður áfram bæjarstjóri í Fjarðabyggð eft- ir að félagsfundur Fjarðalistans og listi Framsóknarfélags Fjarða- byggðar samþykktu málefnasamn- ing um nýjan meirihluta í Fjarða- byggð á fimmtudagskvöld. Þor- bergur Níels Hauksson, efsti maður á lista framsóknarmanna, verður forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö árin og Fjarðalistinn fær embættið frá þeim tíma til loka kjörtímabilsins. Nýr meirihluti í Fjarðabyggð er skipaður fjórum fulltrúum Fjarða- lista og tveimur fulltrúum Fram- sóknarflokks. Fjarðabyggð Guðmundur Bjarnason áfram bæjarstjóri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.