Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Brasilíumenn gera sér
litlar vonir á HM/B4
Afturelding í
toppsætið/B3
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Á LAUGARDÖGUM
Sérblöð í dag www.mb l . i s
Morgun-
blaðinu í dag
fylgir 24
síðna blað
um ferðalög,
„Sumarferðir
2002“.
L a u g a r d a g u r
1.
j ú n í ˜ 2 0 0 2
ÓLAFUR Ó. Guðmundsson, yfir-
læknir barna- og unglingageðdeildar
(BUGL) Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, segir að fyrirskipað hafi
verið að draga stórlega úr þjónustu
deildarinnar á miðnætti sl. nótt.
Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti
hafi ákveðið að segja upp þjónustu-
samningi milli BUGL, Barnavernd-
arstofu og SÁÁ. Það þýði 43 milljóna
króna samdrátt í þjónustu BUGL á
ári og uppsagnir 7-15 starfsmanna
deildarinnar. Þeim verði þegar
fækkað, en það takist að mestu leyti
með því að láta tímabundna ráðning-
arsamninga renna út.
Stendur ekki til að
draga úr þjónustu
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir að þetta hljóti að vera á
misskilningi byggt. „Ráðuneytið hef-
ur fullan hug á að halda þessari þjón-
ustu óbreyttri, en hefur tekið sér
þrjá mánuði til að endurskoða hana.
Ekki stendur til að draga úr þjónust-
unni að neinu leyti eða segja neinum
upp,“ segir hann. Jón segir að þessi
misskilningur verði leiðréttur.
Magnús Pétursson, forstjóri LSH,
tekur í sama streng. Hann segir að
málið sé á misskilningi byggt og það
sé ekki hlutverk Ólafs á spítalanum
að senda út fréttatilkynningar.
„Þannig er mál með vexti að gripið
var til þeirra varúðarráðstafana að
segja upp fólki á deildinni og breyta
ráðningarsamningum, ef ske kynni
að ekki næðust samningar að þrem-
ur mánuðum liðnum. Ráðningar-
frestur er þrír mánuðir, þannig að
þessar aðgerðir hafa engar afleiðing-
ar núna. Aðeins ef ekki kemur til
framhaldssamnings eftir þrjá mán-
uði,“ segir hann.
Einungis varúðarráðstöfun
Magnús segir að einungis sé um
varúðarráðstöfun að ræða, í ljósi
þess að sjúkrahúsið sé ekki hlaðið af
fjármunum. „Samningaviðræður
standa yfir og auðvitað vonumst við
til að þær beri árangur. En svo má
að auki nefna að á þessum tíma,
næstu þremur mánuðum, eru ýmsir
starfsmenn að hætta störfum eins og
gengur á stórum vinnustað. Þar af
leiðandi myndu þessar aðgerðir ekki
leiða til þess að neinum þyrfti að
segja upp,“ segir hann.
Yfirlæknir á LSH segir að til standi að skera
stórlega niður þjónustu BUGL
Ráðherra segir um
misskilning að ræða
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
féllst í gær á kröfu Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar og Sameinaða lífeyris-
sjóðsins um að taka bú Frjálsrar
fjölmiðlunar ehf. til gjaldþrota-
skipta. Frjáls fjölmiðlun hefur kært
úrskurði héraðsdóms til Hæstarétt-
ar.
Í úrskurðinum þar sem fjallað er
um kröfu sparisjóðsins kemur fram
að sparisjóðurinn og Frjáls fjölmiðl-
un hafi gert dómsátt 10. apríl 2001
þess efnis að Frjáls fjölmiðlun
greiddi sparisjóðnum 17 milljóna
króna skuld ásamt dráttarvöxtum.
26. nóvember 2001 lýsti deildarstjóri
hjá sýslumanninum í Reykjavík yfir
árangurslausu fjárnámi hjá Frjálsri
fjölmiðlun að kröfu Lífeyrissjóðs
verslunarmanna.
Sparisjóðurinn krafðist þess 4.
desember sl. að bú Frjálsrar fjöl-
miðlunar yrði tekið til gjaldþrota-
skipta á grundvelli árangurslausa
fjárnámsins. Jafnframt var lýst
kröfu að höfuðstól 17 milljónir kr. en
með dráttarvöxtum og kostnaði var
krafan rúmar 23 milljónir.
Nægilegt að vísa til
árangurslauss fjárnáms
Í úrskurði héraðsdóms segir m.a.
að nægilegt hafi verið fyrir spari-
sjóðinn að vísa til þess að árangurs-
laust fjárnám hafi verið gert á síð-
ustu þremur mánuðum fyrir
frestdag, þ.e. 4. desember, til að
krefjast þess með réttu að búið yrði
tekið til gjaldþrotaskipta, enda hafi
Frjáls fjölmiðlun ekki sýnt fram á að
félagið væri fært um að standa full
skil á skuldbindingum sínum þegar
þær komu í gjalddaga. Páll Þor-
steinsson héraðsdómari kvað upp úr-
skurðinn.
Bú Frjálsrar
fjölmiðlunar til
gjaldþrotaskipta
Héraðsdómur Reykjavíkur
Úrskurðir héraðsdóms hafa
verið kærðir til Hæstaréttar
Haraldur Örn, Erla Friðriksdóttir
og Sigurjón Friðjónsson, Smára-
lind, og Svanur Lárusson, aðstoð-
arverslunarstjóri Útilífs.
HARALDI Erni Ólafssyni fjalla-
kappa var haldið hóf í Útilífi í
Smáralind í gærkvöld í tilefni af-
reka hans. Þar voru mættir til að
heiðra Harald fulltrúar styrkt-
araðila. F.v.: Kristín B. Aðalsteins-
dóttir, verslunarstjóri Útilífs, El-
ísabet Sveinsdóttir, Íslandsbanka,
Morgunblaðið/Kristinn
Fjallakappi heiðraður
SAMKVÆMT áreiðanlegum upplýs-
ingum Morgunblaðsins kostaði tonnið
af lausu sementi í Færeyjum 1.000
krónur danskar í aprílmánuði sl.
Á sama tíma var tonnið í stórsekkj-
um selt á 1.085 krónur danskar.
Í samtali við Viðskiptablað Morg-
unblaðsins sl. fimmtudag sagði Bjarni
Óskar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Aalborg-Portland á Íslandi, að-
spurður hvers vegna sement, sem
Aalborg Portland í Danmörku flytur
inn til Íslands, væri mun ódýrara en
sement frá sama fyrirtæki, sem selt
væri á Íslandi: „Mér þykir líklegra að
verðið í Færeyjum sé í kringum 600
danskar krónur á tonn. Ég geri ráð
fyrir því, að við fáum eitthvað hag-
kvæmara verð hingað til Íslands í
ljósi þess að um mun meira magn er
að ræða og hagkvæmari flutninga.“
Af sama tilefni sagði Jörgen Nor-
up, sölu- og markaðsstjóri Aalborg
Portland A/S í Danmörku: „Sementið
er annaðhvort í lausu eða í pokum og
hvort tveggja eða annað hvort getur
verið á mismunandi mörkuðum.
Magnið er einnig mismunandi og því
meira sem hægt er að flytja í einu, því
hagkvæmara er það. Það er ómögu-
legt að bera saman verð á þennan
hátt.“
Nýlega féll úrskurður Samkeppn-
isráðs vegna kæru Sementsverk-
smiðjunnnar á hendur Aalborg Port-
land á Íslandi á þann veg að ekki væri
tilefni til aðgerða þar sem Sements-
verksmiðjan væri markaðsráðandi
aðili með um 80% markaðshlutdeild.
Laust sement kostar 1.000 kr.
danskar tonnið í Færeyjum
FULLTRÚAR D- og Á-lista undir-
rituðu síðdegis í gær á kaffihúsinu
„Við Árbakkann“ á Blönduósi mál-
efnasamning um meirihlutasamstarf
í bæjarstjórn Blönduóss næstu fjög-
ur árin. Með þessu samstarfi er lokið
12 ára samstarfi D- og H-lista.
Meirihluta-
samstarf á
Blönduósi
♦ ♦ ♦
GENGI hlutabréfa í deCODE,
móðurfélagi Íslenskrar erfðagrein-
ingar, lækkaði um 5,8% í viðskipt-
um gærdagsins. Lokagengi bréf-
anna var 4,71 dollari en gengið náði
sögulegu lágmarki sl. miðvikudag
þegar það fór við lok dags í 4,65
dollara. Það hækkaði í 5,0 á
fimmtudag en hefur nú aftur fallið.
Viðskiptin í gær fóru fram á verð-
bilinu 4,60 til 4,97.
Gengi
deCODE
lækkar aftur
HARÐUR árekstur varð á gatna-
mótum Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar seint í gærkvöld. Að
sögn lögreglunnar í Reykjavík urðu
ekki slys á fólki en ökumaður annars
bílsins flúði af vettvangi á hlaupum
en var handtekinn skömmu síðar.
Hann er grunaður um ölvun við akst-
ur. Talsverðar skemmdir urðu á öku-
tækjum.
Morgunblaðið/Kristinn
Grunur um
ölvun eftir
árekstur
GUÐMUNDUR Bjarnason verður
áfram bæjarstjóri í Fjarðabyggð eft-
ir að félagsfundur Fjarðalistans og
listi Framsóknarfélags Fjarða-
byggðar samþykktu málefnasamn-
ing um nýjan meirihluta í Fjarða-
byggð á fimmtudagskvöld. Þor-
bergur Níels Hauksson, efsti maður
á lista framsóknarmanna, verður
forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö árin
og Fjarðalistinn fær embættið frá
þeim tíma til loka kjörtímabilsins.
Nýr meirihluti í Fjarðabyggð er
skipaður fjórum fulltrúum Fjarða-
lista og tveimur fulltrúum Fram-
sóknarflokks.
Fjarðabyggð
Guðmundur
Bjarnason áfram
bæjarstjóri
♦ ♦ ♦