Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 39 erlendis en það er að nýta sjávar- föllin til raforkuframleiðslu. Yrði virkjun þá komið fyrir í görðunum til að nýta straumana. Nýtingar- tími slíkrar virkjunar er að vísu takmarkaður en lausleg athugun fór fram fyrir nokkrum árum á vegum Orkubús Vestfjarða, m.a. í tengslum við hugsanlega þverun Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi. Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að ítarlegri rannsóknir þurfi til að kanna hagkvæmni þessa virkjunarkosts. Samgönguáætlun fyrir árin 2003 til 2014 er nú til umfjöllunar svo og fjögurra ára áætlun fyrir árin 2003 til 2006. Í haust er ráðgert að lagð- ar verði fram hugmyndir um nán- ari skref innan þessara áætlana. Ekki er því ljóst á þessari stundu hversu hratt samgönguyfirvöld ná að ljúka varanlegri vegagerð á Vestfjörðum, þ.e. tengingu milli norður- og suðurhluta Vestfjarða- kjálkans og heilsárstengingu um Barðastrandarsýslum. Ljóst er að áhugi er fyrir því að hraða þessum framkvæmdum en það tengist líka því hvernig fer með framtíð Bald- urs, þ.e. hvort nauðsynlegt kann að vera að fá stærra skip til að þjóna þar til uppbygging vega hefur þok- ast lengra. Unnið verður við að byggja upp veginn yfir Klettsháls í sumar en framkvæmdum lýkur ekki fyrr en eftir hálft annað ár. Næsta vetur verður þó e.t.v. reynt að halda vest- urleiðinni opinni lengur fram eftir. botn Vatnsdals í Vatnsfirði myndu leggja Dynjandis- heiðina af og stytta leið enn frekar. Önn- ur stytting er með því að fá tengingu milli Skálaness og Reykja- ness, vestast í Reyk- hólasveit yst í Þorskafirði. Með því yrði unnt að sneiða hjá því að aka um Gufufjörð, Djúpa- fjörð og Þorskafjörð og ekki síst fjallveg- ina Hjallaháls og Ódrjúgsháls og styttist leiðin þá um 15,6 km. Önnur möguleg stytting á þessum slóðum er þverun Gufu- fjarðar og Djúpafjarðar yfir að Hallsteinsnesi vestanvert við Þorskafjörð. Lægi leiðin þá ekki um Reykhólasveit heldur fyrir Þorska- fjörð sem yrði hugsanlega þveraður milli Þórisstaða (Hjalla) og Kinnar- staða. Þessi leið styttir veginn um 22,2 km. Þveranir sem þessar yrðu að fara í umhverfismat og má telja þann möguleika sístan að þvera Þorskafjörðinn utanverðan eða firð- ina þrjá öllu heldur. Með öðrum lagfæringum á Vest- fjarðavegi er unnt að ná enn frekari styttingu. Þar með yrði vesturleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar komin niður í 396 km úr 455 sem hún er í dag. Sjávarfallavirkjun möguleg? Í sambandi við þveranir má nefna þá hugmynd sem notuð hefur verið kki vilja rir Hval- rt val að sem það bandi við leiðin p nanverð- r hverjir turleiðin nging við eiðin um og um ðarheiði. turleiðin víkur sé í júpið og r á hann arðar og að menn nseyrar- 6 km við disvogi í amgöngur spurningu um mannréttindi               E   8  A   8    F      $  >  D%!     @ 8  G     >  4 8          *2 42   @ 4 &    5  5  5  9;; 2 :BB 2 :=: 2 :99 2 :99 2 :;B 2 ;B= 2              H 9%                       joto@mbl.is Þórólfur Halldórsson Hann Baldvin er með genið, sagði Magni kaupmaður Magnússon, þegar ég bað hann að benda mér á góðan viðmælanda úr hópi ís- lenzkra safnara. Já, þetta er meðfætt, segir Bald- vin Halldórsson. Ég held að allir hafi það í sér að hirða og geyma, þótt ég viti um einn og einn, sem hendir öllu. En ég á ennþá alls konar dót frá því ég var strákur. Fjölskyldan er öll svona. Það er engu hent. Ég er til dæmis með hluti frá langafa og ömmu; hér er kollur, sem karlinn smíðaði og er kominn langt á annað hundrað ár. Ég byrjaði eins og allir í frímerkjunum, en svo þandist þetta einhvern veginn út. Ég hirti eld- spýtustokk, eignaðist annan, tvo, kannski þrjá. Og þá varð ekki aftur snúið. Ég fór að safna eldspýtu- stokkum. Svona féll ég fyrir öllum hlutum. Það er sama hvað þú nefnir – ég safna öllu. Kannski ekki alveg öllu. Ég hef reynt að forðast að safna stórum hlutum! En þetta er svo rík árátta að geta ekki séð nokk- urn hlut í friði. Það skemmtilega er, að hver hlutur á sína sögu, sem tengist þjóðarsögunni með einhverjum hætti. Það er með ólíkindum hvað má lesa mikið út úr góðu safni. Í raun og veru erum við safn- ararnir að bjarga sögunni. Hún yrði anzi götótt án okkar!“ Orðum sínum til áherzlu tekur Baldvin fram orðupening. „Þetta er tíu karata gullorða, sem veitt var ýmsum fyrirmennum við endurreisn lýðveld- isins 1944. Hún var gefin út í 70 eintökum. Þeg- ar til kom, varð uppi fótur og fit, því á pen- ingnum stóð „Made in USA“. Orðan var innkölluð og áletrunin afmáð, en einhverjum fannst hún við hæfi, því vitað er um örfáar orð- ur, þar sem áletrunin stendur.“ Orðupeningur Baldvins er hálfafmáður, því hægt er að greina hluta áletrunarinnar, ef grannt er skoðað. En það eru ekki bara skemmtilegir skand- alar, sem lesa má úr söfnum Baldvins. Þau geyma líka minningu mikilla atburða og dót daglegs lífs; alls konar peninga, barmmerki, flöskumiða, vindlamiða, kveikjara, myndavélar, kaffirjómalok, grammófónnálar, kaffibox, rak- vélablöð, tímarit, myndir, bækur, kort og gamla matseðla. Um borð í Gullfossi var 25. febrúar 1954 boðið upp á lambanýru Turbigo og kalt borð. „Þetta kalda borð í Gullfossi var frægt. Ég komst einu sinni í það og ég man ennþá bragðið af réttunum!“ Fleiri hlutir vekja upp minningar hjá safn- aranum. Þegar hann handleikur Poppy-eld- spýtnastokk: „Ég man vel, þegar við strákarnir vorum að kveikja í sinu hér í hrauninu með Poppy-eldspýtum!“ Eða prinspólóið! „Ég keypti smábirgðir af gamla prinspólóinu, þegar þeir skiptu um. Það er ekkert varið í þetta nýja. Og ég veit hvað ég syng, því ég lifði á kóki og prinspólói öll mín iðnskólaár.“ Baldvin segir að frímerkjasöfnun hafi dalað, gjaldmiðlasöfnunin sé orðin vinsælust og Mynt- safnarafélagið langöflugasta safnarafélagið í land- inu. Gjaldmiðlarnir eru greinilega margs konar; ekki bara hefðbundnir peningaseðlar og mynt, heldur líka herstöðvargjaldmiðlar, ferðaávísanir, seðlar í dagblaðssjóð, næturklúbbamiðar, vöruávísana- hefti, skömmtunarseðlar og áfengisbækur; stærri fyrir karla! gamlir matarmiðar, nýlegir bílastæða- miðar og bíómiðar. „Ég hef aldrei fleygt aðgöngu- miða, heldur hendi ég honum bara í kassa, þegar ég kem heim.“ „Ég hef oft hugleitt það að einbeita mér að ein- hverju einu, eða tvennu. En mig hefur alltaf skort kjark til að framkvæma það. Það yrði mér líklega ofraun að ganga fram hjá einhverjum freistandi hlut. Sumir segja að þetta sé eins og með brennivínið. Ætli ég teljist þá ekki óforbetranlegur róni! Annars er ég orðinn rólegri með aldrinum. Mað- ur sjóast í þessu sem öðru. Áður var ég ekki í rónni, gat ekki sofið, fyrr en ég var búinn að eignast ákveðna hluti. Það fylgdu þessu kvalir skaltu vita! Ég gat ekki andað rólega, ef ég vissi af einhverjum hlut einhvers staðar. Ég bara varð að fá hann, gat ekki verið kyrr. Nú veit ég að þótt ég missi af einhverju þá kemur það aftur. Ég er hættur að kaupa alla hluti eins og skot. Samt er enn ríkjandi í mér að kaupa, ef ég sé eitthvað sniðugt! Eins er ég farinn að dala í sumu. Ég er hættur að safna hljómplötum og frímerkjum! Reyndar er ég enn áskrifandi að fyrstadagsumslögum. Og ég get auðvitað ekki slegið hendinni á móti skemmtilegu umslagi ef það dúkkar upp! En að öðru leyti er ég alveg hættur! Ég hef alltaf verið nízkur að láta eitthvað frá mér en er aðeins farinn að losa um það núna. Satt að segja væri ég alveg til í að láta sumt. Ég var mjög harður að safna barmmerkjum en nú get ég vel hugsað mér að skipta á þeim og ein- hverju öðru. En ekki alveg öllum! Ég myndi til dæmis vilja halda eftir Konúngsförinni 1907, barm- merkjum, sem framleidd voru í sambandi við komu Friðriks 8 1907.“ Söfn eins og Baldvins geyma náttúrlega mikil verðmæti. Um þá hlið málanna vill hann segja sem fæst. „Auðvitað eru peningar í þessu. Safnast þeg- ar saman kemur! Á þeirri vargöld, sem nú ríkir, er því nauðsynlegt að grípa til sérstakra ráðstafana. Þess vegna geyma flestir safnarar ekki djásnin sín heima við, heldur annars staðar á öruggum stöðum, til dæmis í bankahólfum.“ Þegar ég spyr Baldvin hvaða hlut hann haldi mest upp á í söfnum sínum, verður honum svara- fátt um stund. „Þetta er svo afstætt,“ segir hann svo hikandi. „Það eru hlutir í hverju safni, sem ég held sér- staklega upp á. Ég yrði þá bara að ganga á röðina. En í vöru- og brauðpeningasafninu á ég merki- lega hluti. Það safn mitt er með þeim stærstu í einkaeign.“ Hlutirnir leynast víða. Það er ótrúlegt, hvað talnakrukkurn- ar í eldhússkápunum geyma! Baldvin sýn- ir mér vörupening; tíeyring útgefinn af PJ Thorsteinsson á Bíldudal. „Þessi pen- ingur kom fram, þeg- ar safnað var er- lendri mynt til styrktar krabba- meinssjúkum börn- um. Þegar búið var að flokka það, sem inn kom, fékk Mynt- safnarafélagið hratið; ógilda peninga og aðra sem ekki var hægt að koma í verð. Við settum þennan afgang í poka og seldum á uppboðum félagsins. Þegar hratið var flokkað, kom þessi gamli vörupen- ingur í ljós. Það hefur einhver tæmt talnakrukkuna sína í söfnunina og í henni þá leynzt þessi aldar- gamli peningur. Reyndar var það kunningi minn sem fann hann. Ég keypti hann af honum.“ Baldvin segir það eiginlega einkennilegt hvað hann hafi lítið fyrir þessari söfnun allri. „Safnaraheimurinn er mjög skemmtilegur heim- ur. Auðvitað getur hann verið harður og ósvífinn. Menn eru nú einu sinni með verðmæti í höndunum. En upp til hópa eru safnarar bara þægilegur þver- skurður af þjóðfélaginu. Menn verða að hafa augun og eyrun hjá sér. Ég er mikið á fartinni og dett þá oft um hlutina. Ég fer á hverjum degi inn á Netið; á Ebay, þar sem má fá allt frá saumnálum upp í flugvélar. Svo kíki ég reglulega við hjá Magna og fleiri slík- um; ég held reglulegu sambandi við fjölda manns. Og á laugardagsmorgnum fer ég í Kolaportið og skanna svæðið. Þegar ég er erlendis fer ég bara á söfn og mark- aði. Ég fer aldrei á sólarströnd, safna ekki brúnku! Ég er svo heppinn að fjölskyldunni finnst þetta eðlilegt. Konan hefur gaman af þessu. Eldri son- urinn hefur áhuga, hann hendir engu. Og ég sé að sá yngri er kominn með skál niðri hjá sér sem hann hendir í bíómiðum og öðru.“ Ég spyr Baldvin hvaða ráð hann vilji gefa nýjum safnara. „Að halda sig við eitthvað eitt eða tvennt. Alls ekki gína yfir öllu, eins og ég hef gert. Ég bara ræð ekki við þetta! Ég veit hreint ekki hvað ég væri að gera ef líf mitt snerist ekki um að safna öllum sköpuðum hlut- um. Ég get ekki hugsað mér nokkurt annað líf!“ Sagan væri anzi götótt án safnaranna Eftir Freystein Jóhannsson SAFNIÐ. Í vöru- og brauðpeningasafninu á Baldvin merkilega hluti, en safnið er með þeim stærstu í einkaeign. freysteinn@mbl.is SAFNARINN. Það yrði mér lík- lega ofraun að ganga fram hjá einhverjum freistandi hlut segir Baldvin Halldórsson. sé örugg með Baldri. Bendir hann einnig á að betri vegum þurfi að fylgja meiri vetrarþjónusta enda muni vetrarveður ekki breytast. Hvergi eins slæmir vegir Helgi segir vegi hvergi á land- inu vera eins slæma og undir það tekur Snæbjörn Geir Viggósson hjá Fiskmarkaðnum á Tálkna- firði. Hann segir ekki marga möguleika fyrir fiskverkendur og útgerðarmenn á sunnan- og norð- anverðum Vestfjörðum að eiga í viðskiptum þar sem vega- samgöngur á landi milli þessara svæða séu ekki fyrir hendi marga mánuði á ári. Meðan svo er ekki verði Ísafjörður ekki sá þjón- ustukjarni sem hugmyndir séu uppi um. Þjónustukjarni í Stykk- ishólmi sé í mun betra samgandi við sunnanverða Vestfirði. Ólafur M. Birgisson, sveit- arstjóri á Tálknafirði, segir það hafa komið nokkuð flatt upp á menn vestra að samgöngu- ráðherra hafi hug á nýrri Breið- arfjarðarferju. Telur Ólafur það munu tefja fyrir framtíð- arvegagerð. Hann segir kröfu heimamanna að fá heilsársveg því það sé alltaf takmörkunum háð að laga sig eftir ferðum Baldurs. nn tel- ftir vega- é það ðaþjón- meðan ur ksfirði ar og nlegan omi til ur ekki n segir því ir bíla, kyndi- i strax í eiðslan l með ngar mám kið na ár- lega í flutningsgjöld með Baldri og um 29 milljónir króna í þunga- skatt af bílunum. Helgi er ekki beint ánægður með vegakerfið og segir hann Vestfjarðaveg yfirleitt það slæm- an að eitthvað þurfi að laga í bíl- um fyrirtækisins eftir hverja ferð. Segir hann fulltrúa umboða beggja tegunda sem hann notar í akstrinum, Brimborgu og Kraft, staðhæfa að meira viðhald sé á bíl- um frá honum en öðrum flutn- ingafyrirtækjum. Þá segir hann oft verða skemmdir á bílum þegar þeim er ekið að og frá Baldri þar sem mjög bratt sé um borð á há- fjöru. Vegna þessara auknu flutninga segir Helgi nauðsynlegt að ferjan sigli tvær ferðir á dag því þrátt fyrir aukaferðir stöku sinnum dugi það oft ekki til. Helgi er samt á því að framtíðarsamgöngumát- inn sé vegirnir þrátt fyrir að leiðin Vestfirði í umræðunni hjá Vestfirðingum g ferju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.