Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 51
✝ Ingibjörg Krist-mundsdóttir
fæddist 22. mars
1903 í Sunndal í
Kaldrananeshreppi
í Strandasýslu. Hún
lést í hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi 19. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristmundur
Jóhannsson, f. á
Kleifum í Kaldbaks-
vík 9. júlí 1868, d.
10. júlí 1948. Hann
var bóndi í Sunndal
og Goðdal. Kona hans var Þor-
björg Bjarnadóttir, f. í Grímsey á
Steingrímsfirði 27. sept. 1872, d.
í Goðdal 24. des. 1932. Systkini
Ingibjargar voru níu: Bjarnfríð-
ur, Rósa Guðrún, Páll, Rósa,
Bjarni, Olgeir, Jóhann, Anna og
Guðbjörg. Þau eru öll látin.
Ingibjörg hóf sambúð með Jóni
Guðmundssyni sjómanni, f. 17
sept. 1908, d. 5. sept. 1971. For-
eldrar hans voru Guðmundur
Torfason, f. 24. maí 1879, d. 24.
mars 1959, og kona hans Anna
Jóhannsdóttir f. 11. júní 1875, d.
8. nóv. 1958. Ingibjörg og Jón
eiga átta börn: 1) Eva, f. 10. feb.
1936, gift Ármanni Halldórssyni,
f. 23. okt. 1937. Þau eiga þrjú
börn og sjö barnabörn, en fyrir
átti Eva son sem nú er látinn.
Ingibjörg ólst upp í Sunndal til
fjögurra ára aldurs, er hún flutti
með fjölskyldu sinni í Goðdal og
ólst hún þar upp. Þaðan lá leið
hennar til Reykjavíkur, þar sem
hún var í vist um tíma. Þar
stundaði hún ýmis störf, þar til
hún hóf nám í Ljósmæðraskóla
Íslands. Hún lauk námi 30. sept.
1932. Leiðin lá síðan á heimaslóð-
ir þar sem hún hóf störf og tók á
móti sínu fyrsta ljósubarni 30.
nóv. 1932. Ingibjörg og Jón
bjuggu allan sinn búskap á
Drangsnesi. Þau voru með
nokkrar kindur og kýr sér til bú-
drýginda. Jafnframt ljósmóður-
störfum sinnti hún einnig sjúkum
og slösuðum í samráði við lækni.
Ingibjörg starfaði við fiskvinnslu,
síldarsöltun og fleira sem til féll
til viðbótar ljósmóðurstarfinu.
Það kom fyrir að Ingibjörg tók
konur heim til sín til að fæða,
þegar eldri börnin voru flogin úr
hreiðrinu. Árið 1971 missti Ingi-
björg eiginmann sinn. Sama ár
flutti hún til Reykjavíkur og fór
að vinna hjá Ísbirninum. Stuttu
seinna flutti hún í Kópavog og
starfaði hjá Niðursuðurverk-
smiðjunni Ora. Þegar starfsævi
hennar lauk flutti hún í Fann-
borg 1 og bjó þar í tíu ár og var
virk í félagsstarfi aldraða. Þegar
heilsu hennar hrakaði flutti hún
á Skjólbraut 1a og dvaldi þar í
tíu ár. Loks fluttist hún á hjúkr-
unarheimilið Sunnuhlíð í Kópa-
vogi þar sem hún dvaldist til ævi-
loka.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá kapellunni á Drangsnesi í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Faðir hans var Hörð-
ur Bergmann Sigur-
geirsson, f. á Ísafirði
23. júlí 1936, látinn.
2) Kristbjörg, f. 20.
júní 1937, gift Mar-
íusi Kárasyni, f. 28.
júlí 1936. Þau eiga
þrjú börn og fjögur
barnabörn, en fyrir
átti Kristbjörg son.
Faðir hans er Þórður
Ársælsson, f. í Ólafs-
vík 4. feb. 1946. 3)
Jóna Stella, f. 8. sept.
1938, gift Ingva Ósk-
ari Haraldssyni, f. 30.
ágúst 1937. Þau eiga tvö börn og
eitt barnabarn. 4) Baldvin, f. 26.
mars 1940, kvæntur Ingu Krist-
ínu Gunnarsdóttur, f. 8. sept.
1946. Þau eiga tvö börn og fjögur
barnabörn. 5) Guðmundur Annas,
f. 17. sept. 1941, kvæntur Rann-
veigu Aðalbjörgu Jónsdóttur, f.
25. apríl 1943. Þau eiga fjögur
börn og níu barnabörn. 6) Inga
Helga, f. 24. des. 1943, var gift
Finnboga P. Pálssyni, f. 24. júní
1937. Þau slitu samvistum. Þau
eiga fjögur börn og níu barna-
börn. 7) Bragi, f. 13. sept. 1945.
8) Rúnar, f. 26. júlí 1949, var
kvæntur Birgitt Elísabetu Ara-
dóttur, f. 5. okt. 1946. Þau slitu
samvistum. Þau eiga fjögur börn
og tvö barnabörn. Afkomendur
Ingibjargar eru um sjötíu.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt og skjöldur og hlíf.
Hún er Íslenska konan sem ól þig og þér
helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Mig langar að koma á blað nokkr-
um orðum úr minningum mínum um
lífshlaup móður minnar sem lést
hinn 19. maí þá nýorðin 99 ára göm-
ul. Minningarnar streyma fram í
hugann. Ofurkonan móðir mín er
fallin frá. Það voru sérstök forrétt-
indi að hafa átt þig sem móður. Þú
þessi kona sem var alltaf sístarfandi
og aldrei féll þér verk úr hendi frá
því ég man eftir mér.
Ég man að einu sinni spurði ég
þig í barnaskap mínum, hvort þú
svæfir aldrei? Þú varst að þegar ég
fór að sofa og þú varst að þegar ég
vaknaði. Ég hélt þú værir búin að
vera að gera eitthvað alla nóttina, og
ekkert sofið. En þú svaraðir jú jú, ég
er búin að sofa. Það var alltaf nóg að
gera á stóru heimili. Og utan þess
beið annað eða önnur störf, sem ekki
var alltaf vitað um fyrirfram. Þú
varst ljósmóðir, svo þú þurftir oft að
fara að heiman. Enn í dag fæ ég
vissa tómleikatilfinningu, ef ég heyri
bankað á glugga. Þá rifjast upp þeg-
ar verið var að sækja þig til að sitja
yfir, þannig varst þú sótt að nóttu
til. Og bankið á gluggann táknaði
fyrir mig að nú værir þú að fara og
það fannst mér ekki gott. Að þurfa
að vera án þín og þú að leggja út í
óvissu, oft og tíðum í hvaða veðri
sem var og hvernig sem færðin var.
Ferðir þínar voru farnar á bátum,
hestum, eða bara á tveimur jafn-
fljótum, því lítið var um bíla á þess-
um tíma. Þú barst hag móðurinnar
og ófædda barnsins það mikið fyrir
brjósti að þú lagðir út í hvað sem
var. Þú varst alltaf mjög heppin í
þessum ferðum, a.m.k. komstu alltaf
heil heim aftur.
Elsku mamma mín, þú varst ekki
bara eiginkona, móðir og ljósmóðir,
þú varst líka nokkurs konar læknir,
bæði fyrir fólk og dýr, þótt þú hefðir
ekki doktorsnafnbót. Ef einhver
veiktist eða slasaðist varst það þú
sem til var kölluð eða komið heim til.
Alltaf þegar eitthvað svona var í
gangi var ég vön að láta lítið fyrir
mér fara, en fylgdist grannt með af
einskærri forvitni. Mér fannst þetta
sem ég sá og heyrði vera sérstök
upplifun, sem það líka var þegar ég
lít til baka.
Ég sé þig vera að blanda penicill-
in, þá var duftið í einu glasi og vökv-
inn í öðru, þurfti að draga vökvann
upp í sprautu og sprauta því í glasið
með duftinu í og bíða eftir að það
blandaðist vel saman áður en hægt
var að sprauta því í líkama þess sem
þurfti á því að halda. Þú varst alltaf í
sambandi við lækninn og varst með
nauðsynlegustu lyf og fleira heima
og framkvæmdir svo samkvæmt
ákvörðun læknisins, þið töluðust á
og greinduð hvað væri líklega að.
Fyrir kom að þú þurftir að fylgja
mikið veiku fólki til læknis. Ég sé
þig líka vera með disk sem þú hellir
á spritti, setur sprautunál eða áhöld
sem þú þarft að sótthreinsa, síðan
kveikir þú í og þetta logar svo til
með ósýnilegum loga, sem fjarar út
og áhöldin eru sótthreinsuð.
Ég sé þig þar sem þú ert að
sauma saman sár, á mönnum eða
dýrum. Ég sé þig þar sem þú ert að
skera í eða stinga á graftarkýlum og
ganga frá þeim á mönnum eða dýr-
um. Ég sé þig þar sem þú ert að
klippa öngla úr höndum á sjómönn-
um. Ég elti þig og fylgdist með þeg-
ar þú varst að hjálpa dýrum, sem
ekki gátu komið frá sér afkvæmi
hjálparlaust. Öllu þessu og fleiru
fylgdist ég með agndofa og leit ég á
þig sem algera ofurkonu. Því allt
sem þú tókst þér fyrir hendur skil-
aðir þú fullkomlega frá þér.
Já elsku mamma mín, þú hagg-
aðist sjaldan, sama hvað var að, og
þótt álagið á þér væri mikið, eins og
þegar pabbi veiktist af astma u.þ.b.
5-6 árum áður en ég fæddist. Ég
man aldrei eftir honum öðruvísi, en
að hann væri alltaf annað slagið að
veikjast og fékk hann oft svo slæm
köst, að ég hélt að hann myndi
deyja. Þú mamma mín, þú hjúkraðir
honum elsku pabba mínum svo vel
að hann náði sér alltaf á milli og
vann þá eins og ekkert amaði að. En
þú, elsku mamma mín, misstir
manninn þinn langt um aldur fram.
Elsku mamma, aldrei heyrði ég þig
kvarta. Alltaf varst þú sú sterka
kona, sem ekkert fékk bugað, enda
treystum við systkinin 8 á þig sem
okkar sterka bjarg, sem ekkert fékk
fært úr stað.
Ekki brotnaðir þú þegar stórt
áfall dundi yfir hjá stórfjölskyldu
þinni þegar snjóflóð féll á bæ bróður
þíns og mágkonu og fórust þar 6
manns, þar með talin mágkona þín,
og tvö börn þeirra, og þrennt annað
nátengt, sem þar var í heimili. Þarna
reyndi alveg ofboðslega á þig, þú
gekkst ein frá líkum þeirra sem fór-
ust og bjóst þau til greftrunar. Alein
í kirkjunni á Kaldrananesi, en þang-
að voru líkin flutt þegar þau fundust
í rústunum eftir snjóflóðið. Þegar
þetta gerðist gekkst þú með yngsta
barnið þitt. Ekki braut það þig held-
ur þegar elsta dóttir þín missti elsta
son sinn í slysi í Alaska. Hann var
elsta barnabarnið þitt og jafnframt
fyrsta barnið sem þú tókst á móti
hjá dóttur þinni. Ekki sá þér bregða,
en ég veit að sársaukinn var mikill,
elsku mamma mín. Þótt þú bærir
harm þinn í hljóði í svo mörg skipti.
Þú varst sannkölluð ofurkona, ég
þakka þér fyrir þau forréttindi, eins
og ég sagði í upphafi, fyrir að hafa
fengið að vera þátttakandi í því stór-
brotna lífi sem þú áttir. Þú varst
stórkostlegur persónuleiki, eins og
þeir vissu sem þekktu þig vel, en það
hafa kannski ekki allir þekkt þig
eins og við þekktum þig, pabbi og
börnin þín og seinna barnabörnin og
langömmubörnin þín, sem öll sem
eitt hafa sett þig á stall, þar sem þú
átt virkilega heima um ókomin ár í
huga þeirra og hjarta.
Elsku mamma mín, megi heim-
koman vera þér gleðileg í heimkynn-
um andans og ég trúi því að sálir
ykkar pabba hafi auðgast af löngum
aðskilnaði og þið hafið átt yndislega
endurfundi í ríki Guðs föður.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold.
Þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf
þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Þakka þér fyrir allt, sem þú nærð-
ir líf mitt og barna minna með, bæði
andlega og veraldlega, þann tíma
sem við áttum samleið. Elsku
mamma mín. Guð blessi þig.
Þín dóttir
Inga Helga.
Látin er í hárri elli heiðurskonan
og ljósmóðirin Ingibjörg Krist-
mundsdóttir. Mig langar að minnast
þessarar mætu konu með nokkrum
orðum og hverfa í huganum aftur til
uppvaxtarára minna á Drangsnesi. Í
þessu litla sjávarþorpi, þar sem búa
um það bil 100 manns, eru íbúarnir
eins og ein stór fjölskylda, hverrar
ættar sem þeir eru. Þetta var á ár-
unum um og eftir 1940. Lífsviður-
værið var það sem kom frá sjáv-
arsíðunni. Flestir reru til sjós, en
aðrir stunduðu vinnu tengda sjó-
sókn, svo sem beitningu eða frysti-
húsvinnu, en voru jafnframt með
sjálfsþurftarbúskap, höfðu nokkrar
kindur, kýr og hænsni. Á sumrin
þegar tími gafst frá sjósókn var
heyjað til að eiga nóg fóður til vetr-
arins. Ekki var mikið um ferðalög,
fólk var nægjusamt, þó var það svo
að eftir skólaskyldu urðu börn að
sækja skóla út fyrir héraðið eða þau
hurfu frá námi til annarrar vinnu.
Þetta var sameiginlegt fyrir flesta.
Börn fæddust, fólk veiktist, slas-
aðist, dó, alltaf var Imba til staðar
fyrir alla. Hún var ljósmóðirin,
læknirinn og sáluhjálparinn. Gest-
risnin og samheldnin var mikil hjá
Imbu og Jóni í Bræðraborginni. All-
ir sem komu til þess að fá bót meina
sinna eða litu inn skyldu fá nýuppá-
hellt kaffi eða nýmjólk og bakkelsi.
Ég minnist sérstaklega hveitibrauðs
með smjöri og heimatilbúinnar rab-
arbarasultu, eins rúgbrauðs með
kæfu. Allir voru velkomnir hvort
sem það voru börn, einstæðingar
eða fullorðnir, og voru þó erindin
misjöfn, fæðing í vændum, slys og
var þá sama hvort það var skráma á
hné eða önnur meiri sár, öllu var
tekið af fullri alvöru. Alltaf var Imba
til taks þó svo að hún ætti sjálf stórt
heimili. Ekki taldi hún eftir sér að
hlaupa bæjarleiðir ef hennar var
þörf og ekki var mikið tekið fyrir
viðvikið.
Ingibjörg var dugnaðarforkur
hinn mesti, kvenskörungur, farsæl í
starfi og féll raunar aldrei verk úr
hendi. Það blés um hana og það var
aldrei lognmolla í kringum hana.
Heilsuhraust var hún og lánsöm að
fá að halda reisn sinni til síðustu
stundar og fylgdist hún vel með því
sem var að gerast, það passaði henn-
ar skapgerð. Án efa hefur þó hvíldin
verið henni kærkomin eftir langa og
oft erfiða ævi.
Þegar dauðans dyr á berjum
dimman klukkna heyrum hljóm.
Eigum við um eilífð sofa?
eða lifir sálin fróm.
Þegar þreyttir hníga að foldu,
hjálparþurfi á annars ráð.
Megum hvíla í mjúkri moldu,
mikil er sú drottins náð.
(Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ.)
Aldraðir foreldrar mínir, þau
Höskuldur og Anna, þakka henni
samfylgdina, trausta vináttu og leið-
sögn, hvenær sem til hennar var
leitað. Fyrir hönd þeirra, eins systk-
ina minna frá Burstafelli, sendum
við börnum Ingibjargar og Jóns og
fjölskyldum þeirra einlægar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Ingibjargar
Kristmundsdóttur.
Bjarnveig Höskuldsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku amma mín.
Takk fyrri allar ógleymanlegu
stundirnar okkar og barnanna
minna. Þær verða vel geymdar í
minningunni.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt.
Linda Björg.
Elsku amma okkar og tengda-
mamma er dáin.
Við getum ekki gleymt þeim
heimsóknum sem farnar voru til
hennar ömmu okkar í Hamraborg-
ina, þegar hún bjó þar. Þegar við
fórum til hennar þurftum við að taka
appelsínugulu lyftuna upp á níundu
hæð, en Inga var alltaf svo lyftu-
hrædd svo mamma eða pabbi gengu
oft með henni upp stigann. Það var
alltaf svo gaman að koma til hennar
því við vissum að þar biði okkar alls
kyns góðgæti, pönnukökur og kakó-
malt og fleira.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar við sjáum íbúðina hennar
ömmu fyrir okkur er stofuskápurinn
sem var þakinn fjölskyldumyndum
og svo var alltaf kandís í einni skúff-
unni, sem amma gaf okkur ósjaldan
þegar við komum. Tréstólarnir við
eldhúsborðið voru frekar sérkenni-
legir með brúnum pullum með
blómamynstri. Teppið á gólfinu var
marglitt, stofusófinn brúnmynstrað-
ur og appelsínugult baðherbergi.
Ekki má gleyma prjónadótinu henn-
ar ömmu, en henni þótti mjög gam-
an að prjóna. Prjónadótið lá oftast í
trékörfu hjá stóra græna blóminu
hennar sem hún sagði að væri eitr-
að, en við voguðum okkur ekki að
snerta það mikið, bara smá. Amma
átti líka dót inni í skáp sem við lék-
um okkur stundum að. Einnig mun-
um við eftir nælonsokkabuxunum
sem hún geymdi inni í skáp. Ætli við
höfum ekki tekið eftir sokkabuxun-
um því við notuðum þær oft sem
hár. Amma hafði líka alltaf B-vítam-
ín við gluggann, en hún sagðist gera
það til að fæla frá flugur. Það var
svo gaman að horfa út um gluggann,
og sjá hvað væri langt niður, þar
sem amma bjó á níundu hæð. Þó að
við höfum fullorðnast þá gerðum við
okkur ekki grein fyrir því hvað hún
amma væri orðin gömul því þegar
við heimsóttum hana var hún alltaf
hress þótt hún kæmist ekki fram úr
rúminu án hjálpar og sæi mjög illa.
Hún hafði mjög gaman að spyrja
hvað við værum að gera og hún
spurði alltaf út í námið okkar og
hrósaði okkur fyrir að mennta okk-
ur. Sjálf var amma ljósmóðir og
sagði hún okkur frá því þegar hún
tók á móti börnum og henni tókst
meira að segja að vekja það mikinn
áhuga að ein okkar systranna, Hild-
ur, ætlar að nema ljósmóðurfræðina.
Mamma og pabbi bjuggu hjá
ömmu í Bogahlíðinni þegar þau voru
að byrja að búa. Þau bjuggu þar í
rúmt ár og lærði mamma ýmislegt
af henni. Mamma segist ekki hafa
getað eignast betri tengdamömmu.
Amma var alltaf tiltæk, mamma og
pabbi gátu alltaf leitað til ömmu ef
þau vantaði pössun fyrir okkur, hún
var mjög góð kona, vildi öllum vel og
var mjög hreinskilin.
Við erum þakklát fyrir að hafa
haft ömmu/tengdamömmu svona
lengi hjá okkur en við vitum þó að
hún var hvíldinni fegin. Einnig
grunar okkur að Jón afi hafi verið
farinn að sakna hennar mikið.
Guð geymi þig, amma okkar og
tengdamamma
Ingibjörg, Hildur, Guðný,
Jón Ari og Elísabet.
INGIBJÖRG KRIST-
MUNDSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.