Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bæring Cecilssonfæddist á Búðum
undir Kirkjufelli í
Eyrarsveit 24. mars
1923. Hann lést á St.
Fransiskusspítala í
Stykkishólmi á hvíta-
sunnudag 17. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Cecil Sig-
urbjörnsson, bóndi
og sjómaður í Búðum
í Grundarfirði, f.
22.8. 1896, en hann
fórst með línuveiðar-
anum Papey, 20.
febrúar 1933, eftir
ásiglingu þýsks skips. Cecil var
sonur Sigurbjörns Helgasonar
bónda á Setbergi og konu hans
Soffíu. Móðir Bærings var Odd-
fríður Kristín Runólfsdóttir hús-
móðir, f. 21.2. 1898, d. 16.11. 1972,
dóttir Pálínu Pálsdóttur og Run-
ólfs Jónatanssonar bónda í Naust-
um í Eyrarsveit. Systkini Bærings
eru: Kristín, húsmóðir í Stykkis-
hólmi, f. 20.6. 1921, d. 27.12. 2000,
gift Haraldi Ísleifssyni, verkstjóra
og fiskmatsmanni, d. 1985, börn
þeirra eru þrjú. Soffanías, útgerð-
armaður í Grundarfirði, f. 3.5.
1924, d. 24.3. 1999, kvæntur
Huldu Vilmundardóttur, börn
þeirra eru fjögur: Guðbjartur, vél-
smiður í Grundarfirði, f. 7.3. 1927,
d. 4.9. 1994, kvæntur Rósu Sigur-
þórsdóttur, d. 1990. Þau eiga fjög-
ur börn. Páll, verk-
stjóri í Grundarfirði,
f. 20.1. 1932, kvænt-
ur Björk Guðlaugs-
dóttur og eiga þau
þrjú börn. Bæring
var ókvæntur og
barnlaus.
Bæring eða Bæi
eins og hann var allt-
af kallaður ólst upp
á Búðum ásamt
systkinum sínum.
Föður sinn missti
hann ungur. Árið
1945 fluttu þeir
bræður og móðir
þeirra til Grundarfjarðar að
Grundargötu 17 og átti Bæi þar
heima alla tíð síðan. Bæring réri á
eigin trillubát með bróður sínum
Soffaníasi frá 14 ára aldri. Síðar
sótti hann vélstjóranámskeið hjá
Vélskóla Íslands og starfaði síðan
sem vélstjóri bæði á sjó og í landi.
Eftir miðjan aldur vann hann á
eigin vélaverkstæði. Bæring var
áhugaljósmyndari og eftir hann
liggur mikið safn ljósmynda sem
spannar alla sögu þéttbýlis í
Grundarfirði. Bæring starfaði
einnig sem fréttaljósmyndari
Sjónvarpsins og dagblaða.
Bæring var heiðursborgari
Grundarfjarðarbæjar.
Útför Bærings fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Á hvítasunnudagsmorgun 17. maí
sl. fékk Bæring móðurbróðir minn
hvíldina eftir langa legu. Bæi eins og
hann var alltaf kallaður var fæddur á
Búðum undir Kirkjufelli í Grundar-
firði. Hann var annar í röð fimm
systkina. Föður sinn missti hann ung-
ur. Kristín móðuramma mín bjó
áfram á Búðum ásamt börnum sínum
til 1945, að þau fluttu í Grundarfjarð-
arþorp, en þar var byggðarkjarni sem
óx hratt. Þeir bræður héldu þar heim-
ili ásamt móður sinni, og átti Bæi þar
heimili alla tíð síðan.
Bæi fékk snemma áhuga á vélum
og þegar þeir bræður, Soffi og Bæi,
eignuðust trillubát á unglingsárunum
var Soffi skipstjórinn og Bæi vél-
gæslumaðurinn. Bæi stundaði sjóinn
mörg ár. Hann gerðist vélgæslumað-
ur hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar
í nokkur ár. Vann eftir það hjá út-
gerðarfyrirtæki Soffaníasar bróður
síns og rak í mörg ár viðgerðarverk-
stæði í Grundarfirði í félagi við aðra.
Það sem Bæi er þó þekktastur fyrir
er ótrúlegur ljósmyndaáhugi. Hann
hóf þessa tómstundaiðju ungur, og
segja má að hann eigi sögu Grund-
arfjarðar í myndum frá 1940. Þegar
tæknin batnaði komu myndbandsvél-
arnar. Bæi tók myndir fyrir Morgun-
blaðið og Ríkissjónvarpið. Fyrir þetta
starf hafði hann alltaf tíma, en um
laun heyrði ég hann aldrei tala.
Bæi, eins og þeir móðurbræður
mínir allir, var sem betur fer oft á
ferðinni í Hólminum og komu þeir þá
við heima, glaðir í lund og ráðgjafar
góðir. Ég minnist líka með ánægju vi-
kudvalar á hverju sumri á heimili
ömmu og var Bæi þar alltaf óþreyttur
að sýna mér myndir og leiðbeina. Bæi
var þolgóður og léttur á sér, hann
hljóp upp á Kirkjufell á hverju sumri
og náði í egg þó Kirkjufellið sé ekki
það greiðfærasta uppgöngu. Bæi
þekkti ekki hræðslu. Hann ferðaðist
mikið, hélt upp á Snæfellsnesið og
Strandir, alltaf með margar mynda-
vélar meðferðis. Hann fór dálítið er-
lendis, komst meðal annars til Ísraels
ásamt Jöklakórnum forðum daga. Í
því landi fór hann inn í ljónabúr, sagt
er að ljónið hafi orðið svo hissa á þess-
um hræðslulausa manni, að það gerði
ekkert. Bæi komst á fund Páfa í Róm
á heimleiðinni.
Myndir Bæja eru ótrúlegar og von-
andi verða þær að vel skráðu safni í
Grundarfirði síðar. Einhvern tímann
spurði maður Batta að því hvar Bæi
væri. Batti svaraði að ef hann sæi
hrúgu af myndavélum koma eftir
bryggjunni, þá væri Bæi þar innan í.
Sjálfur á ég sæg minninga um
þennan ótrúlega frænda minn og góð-
menni. Á barns- og unglingsárum
kynntist ég þeirri samheldni og góðu
samkomulagi móðurbræðra minna,
sem mörkuðu alla sem umgengust þá.
Heiðarleiki og glaðværð einkenndu
Bæja. Hann var ósérhlífinn og hjálp-
samur. Grundarfjarðarbær gerði
Bæja að heiðursborgara árið 1997 í
þakklætisskyni fyrir störf í þágu íbú-
anna. Síðustu 3 árin dvaldi hann á
Dvalarheimili Grundfirðinga firrður
kröftum. Ég minnist hans með virð-
ingu og þökk og við systkin og fjöl-
skyldur. Hann verður lagður til
hinstu hvílu í Setbergskirkjugarði í
dag.
Blessuð sé minning hans.
Gylfi Haraldsson og fjölskylda.
Kveðja frá Grundarfjarðarbæ
Látinn er á áttugasta aldursári
Bæring Cecilsson, heiðursborgari
Grundarfjarðar.
Með Bæring er genginn einn af
öndvegisdrengjum þessa byggðar-
lags, frumkvöðull, af þeirri kynslóð
sem byggði bæinn okkar.
Bæi, eins og hann var alltaf kall-
aður, var ljósmyndari af lífi og sál.
Ljósmyndun og flest allt sem því við-
kom var hans ástríða, hans ær og kýr.
Hann vann að því um áratuga skeið í
tómstundum sínum að festa á filmu
atburði líðandi stundar. Þannig skráði
Bæi sögu mannlífs og menningar í
sveitarfélaginu okkar á þann einstaka
hátt sem ljósmyndin gerir kleift. Slík
,,söguritun“ er okkur nútímafólki afar
dýrmæt. Við sjáum það best þegar frá
líður hve ljósmyndir eru stórkostleg-
ur vitnisburður um liðna tíð, um
gleymda hluti og breyttan tíðaranda.
Reyndar var Bæi ekki einungis
ljósmyndari. Hann var einnig liðtæk-
ur í kvikmyndun og löngu þjóðkunnur
fyrir fréttamyndir sínar úr Grundar-
firði. Ef til vill má orða það svo að Bæi
hafi verið manna fyrstur til að vinna
markvisst að því að koma Grundar-
firði á kortið.
Hægt er að fullyrða að hver einasti
Grundfirðingur, sem kominn er af
barnsaldri, geymi í huga sér mynd af
Bæa með myndavél eða -vélar um
hálsinn, og ekki var ólíklegt að upp-
tökuvél stæði á fæti skammt frá. Ef
einstakir atburðir gerðust, sem fáir
eða engir höfðu orðið vitni að, var lík-
legra en ekki að Bæi hefði verið á
staðnum og fest atburðinn á filmu.
Sólarlagsmyndir hans þekkja flestir
og muna jafnvel eftir honum sjálfum á
löngum sumarnóttum, þar sem hann
hafði lagt Volvónum sínum og beið
þess að fanga rétta augnablikið.
Kirkjufellið var honum sérlega hug-
leikið myndefni, enda æskustöðvarn-
ar, að Búðum, við rætur fellsins.
Það var árið 1997 að þáverandi
hreppsnefnd Eyrarsveitar útnefndi
Bæring Cecilsson heiðursborgara
Grundarfjarðar. Þetta ár var þess
minnst með hátíðarhöldum að 100 ár
voru liðin frá því verslunarstaður var
löggiltur í Grafarnesi við Grundar-
fjörð af Kristjáni konungi níunda. Á
sérstökum hátíðarfundi hinn 26. júlí
var samþykkt að gera Bæring að
heiðursborgara. Var hann heiðraður
fyrir myndirnar sínar, því óhætt er að
segja að með þeim hafi hann skráð
sögu sveitarfélagsins með glöggum
hætti.
Á kveðjustund votta bæjarstjórn
Grundarfjarðarbæjar og íbúar allir
virðingu sína og minnast góðs drengs
með vökult auga. Ættingjum Bær-
ings Cecilssonar eru færðar samúðar-
kveðjur.
F.h. bæjarstjórnar,
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri.
Á kveðjustund dokar maður við og
hugleiðir farinn veg. Nú þegar kvadd-
ur er vinur minn Bæring Cecilsson er
gjörsamlega ómögulegt að sjá fyrir
sér hvernig Grundarfjörður hefði ver-
ið án hans. Það er ekki laust við að
bros leiki um varir þegar stundirnar í
vélsmiðjunni hans Bæja eru rifjaðar
upp, ákveðið fasið, fast göngulagið í
gúmmístígvélum og gjarnan með
verkfæri í báðum höndum. Sérvisku-
legur svipurinn þegar velt var fyrir
sér lausnum á ólíkum vandamálum.
Það var ekki laust við að maðurinn
væri göldróttur og honum leiddist
ekkert að hafa áhorfendur. Við strák-
arnir sem stundum héngum yfir hon-
um vorum oft undrandi yfir ráðsnilli
þessa manns. Stundum gerðum við
honum glennur eða hrekk. Plötuðum
hann til einhvers. Þá gat hann reiðst.
Stundum þurfti að taka til fótanna og
urðum við sumir allgóðir spretthlaup-
arar af tiltækjum okkar, enda þurft-
um við að vera það. Bæring var fljótur
að fyrirgefa og erfði aldrei neitt við
neinn. Ef slíkt var rifjað upp á góðum
stundum kannaðist hann ekkert við
það og lét sem það hefði aldrei gerst.
Og þessi fyrirgefning var algjör og
eftir mjög skamman tíma var hann
aftur farin að segja okkur sögur og
þær ógleymanlegar. Eitt var víst að
Bæi sagði frjálslega frá og hafði
skemmtilega frásagnagáfu og víst er
að allar voru sögurnar sannar og
rúmlega það. Auk þess að vera mik-
ilvirkur þátttakandi í uppbyggingu
byggðarlags og harðduglegur galdra-
maður í viðgerðum átti Bæi sér verð-
mætt áhugamál sem hann tók fram
yfir flest annað, en það var ljósmynd-
un. Í lifanda lífi varð Bæi þjóðsagna-
persóna í þessari grein og oft ekki ein-
leikið hve oft hann var á réttum stað á
réttum tíma, sem auðvitað er draum-
ur allra ljósmyndara. Með því að velja
þetta áhugamál í stað víns og tóbaks,
eins og hann orðaði það sjálfur, skóp
hann sér nafn, ekki bara hér í Grund-
arfirði heldur um land allt. Hann skóp
einnig byggðinni sinni nafn með
fréttamyndum bæði í blöðum og sjón-
varpi. Hver man ekki eftir stundum
yfir albúmi með Bæja þar sem var-
færnislega var flett upp á myndum
frá ólíkum tímum, uppsett eins og
leiksýning fyrir hvern og einn. Og inni
á milli leyndust myndir af fljúgandi
furðuhlutum, geimverum og hverju
einu sem varð ástæða til að krydda
frásögn og færa umræðunna yfir á
önnur svið. Þá varð Bæi dularfullur á
svip og því dularfyllri sem maður
gapti meira yfir þeim undrum sem
þar voru fest á filmu. Vélsmiðjan var
dásamlegur staður fyrir stráka, nóg
að gramsa, galsast og læra sögur,
Undir þetta allt lék gamalt útvarps-
tæki sem náði öllum stöðvum heims.
Frá þessu makalausa tæki glumdi
framandi tónlist og enginn staður í
Grundarfirði hafði eins alþjóðlegt yf-
irbragð. Inni á milli heyrðist svo talað
á óskiljanlegum tungum. Þá sussaði
Bæi á okkur og við héldum niðri í okk-
ur andanum meðan hann hlustaði á
frönsku veðurfréttirnar sem hann
sagði mun marktækari en þær ís-
lensku. Ég var orðinn töluvert stálp-
aður þegar ég áttaði mig á þessum
hrekk Bærings.
Nú hefur Bæring kvatt sína jarð-
nensku vist skuldlaus við Guð og
menn. Eftir erfiða og langa legu fögn-
um við komu hans á stigu þess Guðs
sem hann vann svo vel fyrir. Eftir sitj-
um við þakklát fyrir glaðlega og góða
samfylgd og við munum varðveita
minninguna um góðan samferða-
mann.
Guð blessi minningu Bærings
Cecilssonar.
Ingi Hans.
Bæi eins og hann var alltaf kallaður
hefur nú greitt sína hinstu skuld. Bæi
var harðduglegur hagleikssmiður
sem alltaf var reiðubúinn til að hjálpa.
Sérviska og dugnaður voru hans að-
alsmerki ásamt mörgu öðru skemmti-
legu.
Sem krakki kom ég oft til Bæja
með bilað reiðhjól eða sleða sem
þurfti að sjóða í eða að gera eitthvað
við. Þá var manni alltaf tekið vel og
þjónustan engu síðri en fyrirtækin á
staðnum fengu. Alltaf var maður lát-
inn borga, en meira var það til að sýn-
ast, því ekkert var frítt í þessum
heimi og það þekkti Bæi.
Bæi er einn þeirra aðila sem nauð-
synlegir eru hverju bæjarfélagi og
samfélagi eins og Grundarfirði. Litlu
samfélagi þar sem allir þurftu að
vinna saman að því að hlutirnir virk-
uðu.
Án hans hefði þjónusta, fréttaflutn-
ingur og margt annað þarft verið fá-
tæklegra og rýrara í Grundarfirði.
Alltaf er ég hitti Bæja ljómaði hann
og dillaði í honum af gleði. Undan-
tekningalaust tók hann manni vel og
ræddi mikið og lengi um hlutina.
Sakna ég Bæja og sendi bróður hans
svo og öllum öðrum Grundfirðingum
og vinum Bæja mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Svanur Guðmundsson.
BÆRING
CECILSSON
✝ SteingrímurBjörnsson fædd-
ist í Kálfárdal 30.
júní 1913. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi 21.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Sig-
urbjörg Pétursdóttir
og Björn Stefánsson.
Systkini Steingríms
voru sex. Eitt dó
ungt. Þau sem kom-
ust til fullorðinsára
voru Stefán, Guðrún,
Pétur, Einar og Anna
og eru þau öll látin. Steingrímur
kvæntist Maríu Valdimarsdóttur
sem ættuð var frá Grímsey. Þau
slitu samvistum.
María er látin. Börn
Steingríms og Maríu
eru Stefán Björn, f.
11. janúar 1938, 2)
Guðlaug Sigurbjörg,
f. 11. janúar 1938, 3)
Valdimar Ágúst, f. 7.
júní 1939. Steingrím-
ur bjó lengst af á
Blönduósi. Hann
starfaði framan af
hjá Búnaðarsam-
bandi A-Hún. Síðar
starfaði hann um ára-
bil á eigin vegum sem
vörubílstjóri. Steingrímur verður
jarðsunginn frá Blönduóskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Vorið ber með sér fyrirheit um
gróanda og nýtt líf. Lífið á sér upp-
haf og það á sér endi og það haustar
jafnan í sálu manns þegar dauðinn
kveður dyra, hver sem árstíminn
er. Á björtum vordögum kveðjum
við elskulegan afa minn, minning-
arnar streyma fram, en hugurinn
leitar til uppvaxtarára minna á
Blönduósi. Afi dvaldi á heimili for-
eldra minna þar til ég var 12 ára og
ég geymi með mér margar góðar
minningar um hann frá þeim tíma.
Afi var glaðlyndur að eðlisfari og
hafði kímnigáfu í ríkum mæli. Hann
var hláturmildur og oft brá fyrir
glettni í augum hans, enda hafði
hann gaman af því að draga upp
það skoplega í lífinu. Samveru-
stundir okkar voru margar og eft-
irminnilegar. Það skipti engu þótt
hann væri þreyttur og lúinn í lok
vinnudags. Alltaf var hann til í að
taka í spil eða spjalla á léttum nót-
um. Á þessum árum keyrði afi vöru-
bíl og ég fór með honum margar
ferðir að sækja möl og sand út í
fjöru eða að sinna öðrum verkum
sem hann tók að sér. Verkstæði afa
var sannur ævintýraheimur. Þar
var dót af ýmsu tagi og gersemar
sem spennandi var að rannsaka.
Hann hafði lag á að kenna mér ým-
islegt sem átti eftir að koma mér
vel. Hann fræddi mig um lífið og til-
veruna með því að segja mér frá
sinni löngu ævi þar sem allt var svo
ólíkt því sem ég þekkti og kenndi
mér til ýmissa verka. Hann réð mig
til dæmis til þess að sópa verkstæð-
ið þannig að ég hafði unun af, enda
fékk ég góðgæti í verkalaun og þá
mátti leggja ýmislegt á sig.
Afi var mikill mannkostamaður,
traustur og trygglyndur og ávallt
boðinn og búinn að veita hjálpar-
hönd. Hann var einstakur félagi lít-
illar stelpu og hafði þann eiginleika
að gera mig að virkum þátttakanda
í því sem hann tók sér fyrir hendur.
Fyrir jólin keyptum við ávallt sam-
an jólagjafir og ég var sérlegur að-
stoðarmaður hans. Ég útbjó pakk-
ana og fékk að vita um innihaldið í
staðinn og það var litla leyndarmál-
ið okkar.
Elsku afi, þakka þér fyrir allar
góðu samverustundirnar sem þú
hefur gefið mér. Þú áttir svo mikla
hlýju og einstaka góðmennsku til að
bera. Ég sé þig fyrir mér, sé glettn-
ina í augunum og heyri hláturinn
sem þú varst svo óspar á. Megi þér
líða sem allra best á nýjum slóðum.
Þóra Stefánsdóttir.
STEINGRÍMUR
BJÖRNSSON
Elsku afi okkar,
sjaldnast gefst okkur
færi á að kveðja ástvini
okkar eins og við vild-
um. Skyndilegt fráfall þitt gerði okk-
ur ljóst hversu ótrúlega stutt er milli
lífs og dauða og var það áminning um
að njóta dagsins í dag því maður veit
ekki hvað gerist á morgun.
ÓSKAR
SIGURÐSSON
✝ Óskar Sigurðssonfæddist á Fá-
skrúðsfirði 10. októ-
ber 1924. Hann lést á
dvalarheimilinu Upp-
sölum á Fáskrúðs-
firði 16. maí síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Fáskrúðs-
fjarðarkirkju 25. maí.
Nú kveðjum við þig
og þökkum fyrir þann
tíma sem við þó feng-
um með þér. Þú lifir
áfram í okkur sem og í
minningum okkar um
elsku afa á Fáskrúðs-
firði.
,,Jesús, bróðir vor
og frelsari. Þú þekkir
dánarheiminn. Fylgdu
vini vorum, þegar vér
getum ekki fylgzt með
honum lengur. Mis-
kunnsami faðir, tak á
móti honum. Heilagi andi, huggar-
inn, vertu með oss. Amen.“
Þín barnabörn
Hulda, Daníel Pétur, Stein-
unn Ósk og Grétar Örn.