Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 59 MÉR finnst sem við höfum eig- inlega misst af vorinu í ár, því allt í einu er sumarið komið. Fyrir bara örfáum dögum var nístandi kalt dag eftir dag, þurrt og hvasst, en nú, ja hitasvækja er auðvitað ekki rétta orðið, en hvílík blessuð blíða a.m.k. þegar þetta er skrifað. Þegar vorkuldarn- ir og þurrkurinn eru sem verst er ýmis- legt, sem lætur á sjá í garðinum. Nú er að koma í ljós að ýmis barrtré hafa brunnið illa, bæði furur og einir. Hjá mér hefur ekkert þó farið jafn illa og blessaður líf- viðurinn minn. Þrátt fyrir nafnið er nán- ast ekkert líf í hon- um. Hann sem aldrei hefur haggast og ekkert látið á sjá í mörg ár, ég var farin að halda að hann þyldi hvaða vet- ur sem er. Þegar illa vorar og erfitt hret kemur fara bráðlátustu blómin oft illa. Döprum augum hef ég stund- um horft á sviðnaðar blaðrendur og páskaliljur og ýmislegt fleira hefur verið niðurlamið undan vindinum. Þegar svona viðrar vildi ég helst geta breitt dúnsæng yfir blómabeðin. Þó er ein jurt í garðinum sem ég hef litlar áhyggjur af þótt kólni á vorin, en það er geitabjallan. Þessi vorjurt gægist upp úr moldinni í apríl-maí líkt og sveipuð eigin loðfeldi og bíður þess að hlýni áður en hún sýnir blómin. Geitabjallan er ákaf- lega eftirsótt enda einstaklega fal- leg. Blómin eru mjög stór miðað við að jurtin verður aðeins 15–20 sm á hæð. Algengasti blómlitur- inn er dökkfjólublár en fræflarnir eru sterkgulir og mynda þannig eins og lýsandi blett í miðju blóm- inu. Blöðin eru ljósgræn, tvífjað- urskipt og mjög fínleg. Blómið umlykur síðan krans af löngum fínskiptum reifablöðum. Öll jurtin er þéttsilkihærð í fyrstu, en blöðin verða nær hárlaus þegar líður á sumarið. Geitabjallan er til í ýms- um litbrigðum, hvítum, bleikum, vínrauðum og bláum, og erfitt er að gera upp á milli hvert þeirra er fallegast. Geitabjalla ætti að standa fram- arlega í beði. Hún er líka kjörin steinhæ- ðajurt en hafa verð- ur í huga að þegar líður á sumarið þarf hún töluvert pláss því laufið vex mikið og helst fallegt allt sumarið en visnar ekki eins og hjá ýmsum vorblómstr- andi jurtum. Að blómgun lokinni réttir geitabjallan vel úr blómstönglin- um. Fræin fá langan silkihærðan svifhala og mynda þannig ljómandi fallegar biðukollur áður en vindurinn feykir þeim brott. Biðu- kollurnar eru svo fallegar að það er líkt og jurtin blómstri í annað sinn. Geitabjallan tilheyrir einni stærstu ætt blómplantna, sóleyja- ættinni, en geitabjölluættkvíslin er lítil, hýsir aðeins um 30 teg- undir. Geitabjöllurnar vaxa á norðurhveli jarðar og eru flestar fjallaplöntur að uppruna. Ýmsar þeirra vaxa villtar í Evrópu, allt norður í Skandinavíu. Í Dan- mörku eru þrjár villtar tegundir. Danir kalla jurtina kúabjöllu, en við notum geitabjöllunafnið, sem vísar dálítið til fjalla eða bratt- lendis, því geiturnar eru fótfimar og frægar fyrir klettapríl. Geitabjöllu er best að fjölga með sáningu. Fræinu er best að sá sem allra fyrst í létta sand- eða vikurblandaða mold. Geitabjallan hefur verið ræktuð hérlendis um langt skeið. Dálítið er mismun- andi hvað hún verður langlíf og hún þolir frekar illa flutning, skiptingu og hvers kyns hnjask og kann best við sig í léttum, frjóum og myldnum jarðvegi. Blá geitabjalla. GEITABJALLA – Pulsatilla vulgaris VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 472. þáttur LAGER- SALA Fyrstir koma -fyrstir fá Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ dagaAðeins í2 20-80% um helgina Sýningarhúsgögn og lítið útlitsgölluð húsgögn á afslætti í IKEA Vertíðarlok í Gullsmáranum Fimmtudagur 29. maí. var síðasti spiladagur eldri borgara að Gull- smára 13 fyrir sumarhlé. Áformað er að hefja starfsemi að nýju mánudag- inn 2. september á komandi hausti. Í vertíðarlokin var spilaður tvímenn- ingur á tólf borðum. Miðlungur var 144. Beztum árangri náðu. MS Stefán Friðbj. og Sigmundur Stefánss. 193 Páll Guðm. og Filip Höskuldss. 177 Haukur Bjarnas. og Hinrik Láruss. 176 Kristjana Halld. og Eggert Kristinss. 161 Jóna Kristinsd. og Sveinn Jenss. 149 AV Kristján Guðm. og Sigurður Jóhannss. 179 Ingiríður Jónsd. og Heiður Gestsd. 176 Sigurberg Sig. og Björn Kristjánss. 155 Sig. Gunnlaugss. og Hafsteinn Ólafss. 155 Unnur Jónsd. og Jónas Jónss. 155 Áður en spil hófst heiðraði for- maður bridsdeildarinnar fjóra ein- staklinga, sem mætt höfðu bezt á liðnum vetri. Ennfremur þrjá ein- staklinga, sem sýnt höfðu mesta framför milli ára. Og loks Guðmund Pálss., Kristinn Guðmundss. og Sig- urð Gunnlaugss. fyrir hæstu meðal- skorir á vetrinum. Í lokin var sezt að glæsilegu veizluborði í boði brids- deildarinnar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson HARMONIKUFÉLAG Reykjavík- ur heldur dansleik í Ásgarði í Glæsibæ við Álfheima í dag, laugar- daginn 1. júní, kl. 22. Söngvari er Ragnheiður Hauksdóttir. Þetta er lokaball félagsins fyrir sumarhlé. Í júnímánuði mun félagið heim- sækja heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði, halda þar tónleika og spila fyrir dansi. Þjóðhátíðardaginn 17. júní mun Léttsveit félagsins skip- uð 15–20 hljóðfæraleikurum leika fyrir borgarbúa og aðra hátíðargesti í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá heldur fé- lagið grillveislu í Heiðmörk hinn 22. júní fyrir félagsmenn, fjölskyldur þeirra og vini, ef veður leyfir. Í byrj- un júlí mun félagið taka þátt í lands- móti harmonikufélaga á Ísafirði og senda þangað hljómsveitir og ein- leikara. Í lok júlí hefst síðan ferð fé- lagsins til Kanada þar sem félagið tekur m.a. þátt í hátíðahöldum Ís- lendingadagsins og heldur tónleika. Harmonikufélag Reykjavíkur var stofnað 1986 og eru nú starfandi tvær stórar hljómsveitir á vegum fé- lagsins, Léttsveitin og Stormurinn. Núverandi formaður er Jón Berg Halldórsson, segir í frétt frá Harm- onikufélagi Reykjavíkur. Starfsemi Harmoniku- félagsins 10. ALÞJÓÐLEGA lúpínuráðstefnan verður haldin á Laugarvatni dagana 19.–24. júní, en að henni standa Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Nátt- úrufræðistofnun Íslands, Land- græðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins í samvinnu við Alþjóðalúpínusamtök- in. Ráðstefnan nýtur stuðnings land- búnaðarráðuneytisins. Á ráðstefn- unni verður sérstök áhersla lögð á fjölærar lúpínur, vistfræði þeirra, nýtingu til landgræðslu og skógrækt- ar, og útbreiðslu og áhrif í nýjum heimkynnum. Á fyrsta fyrirlestradegi verður einkum fjallað um þessi efni. Á ráðstefnunni verða einnig flutt eða kynnt á veggspjöldum erindi um sjúkdóma sem herja á lúpínur, rætur og köfnunarefnisnám, erfðafræði og kynbætur, lífefna- og lífeðlisfræði, jarðrækt og fóðurfræði. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið fimm erlendum fyrirlesurum. Meðal þeirra er vistfræðingurinn Roger del Moral frá Bandaríkjunum sem mun í inngangserindi ráðstefnunnar fjalla um landnám lúpínu á eyðilandi á St. Helens-eldfjallinu í Washington-fylki, eftir eldgosið árið 1980. Allar helstu upplýsingar um ráð- stefnuna og dagskrá hennar er að finna á heimasíðu (www.rala.is/lupin) eða hjá Ráðstefnum og fundum í Kópavogi. Alþjóðlega lúp- ínuráðstefnan HJALTI Sigurjónsson flytur meist- araprófsfyrirlestur um reikninga á vindrofi, en hann hefur í samvinnu við Háskólann í Nýja Suður-Wales í Ástralíu þróað aðferð til að reikna flutning jarðvegs í vindi. Reiknað hef- ur verið vindrof í ýmsum veðrum á Ís- landi og BNA og er það í góðu sam- ræmi við mælingar. Meðal niðurstaðna má nefna að sandfok á Norðausturlandi var 6 tonn á hektara í júlímánuði árið 2000 og að miklu skiptir fyrir sandfoksreikninga að reiknað sé með áhrifum sandsins á vindinn. Með reikningunum er lagður grunnur að sandfoksspám á Íslandi. Leiðbeinendur Hjalta eru: Harald- ur Ólafsson, Háskóla Íslands og Veð- urstofu Íslands, Ólafur Arnalds, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Yaping Shao, Háskólanum í Nýja Suður-Wales, Ástralíu. Fyrirlesturinn fer fram mánudag- inn 3. júní kl. 16 í stofu V-158 í hús- næði verkfræði– og raunvísindadeild- ar við Hjarðarhaga. Meistaraprófsfyr- irlestur við raun- vísindadeild HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.