Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þættinum hefur borist bréffrá Víkingi Guðmunds-syni á Grænhóli. Víkingurátti mikil og góð sam- skipti við Gísla Jónsson meðan hann sá um þáttinn Íslenskt mál. Umsjónarmaður þessa þáttar er Víkingi þakklátur fyrir bréfið. Þættirnir um íslenskt mál þurfa að vera lifandi og skapa umræðu um tungutakið. Til að svo geti orðið þarf þátturinn að vera í góðu sam- bandi við lesendur. Umsjón- armaður hefur einnig fengið góðar ábendingar og jákvæð viðbrögð frá fleira fólki og þakkar hann einnig fyrir það. – – – Bréf Víkings er svohljóðandi: „Ég ólst upp við það að ef rangt var talað, var fólk leiðrétt, einkum þó börn og unglingar. Ég tel að ef þessu er hætt muni málfari hnigna örar og röng notkun orða aukast, rangar beygingar festast í málinu og hver apa vitleysurnar upp eftir öðrum. Ég hef heyrt nú undanfarið og séð í blöðum að menn kveði sér hljóðs. Þetta heitir náttúrlega að kveðja sér hljóðs og kemur kveð- skap ekkert við. Þingmenn og þjóðin eru mjög upptekin af jarðgöngum nú um stundir. Það væri heppilegra að menn gerðu greinarmun á orðunum göng, göngur og gangar. Orðið göng er gamalt í íslensku máli. Bæj- argöng voru á flestum torfbæjum. Orðið beygist í föllum: göng – göng – göngum – ganga, ekki gangna. Íslendingar eru að fara í jarð- gangagerð. Orðið göngur beygist aftur á móti: göngur – göngur – göngum – gangna. Fjárbændur fara í göngur og eru undir stjórn gangnaforingja. Gangar beygjast eins og göng. Þó enskan sé ágæt út af fyrir sig vil ég gjarnan takmarka áhrif henn- ar á íslenskuna. Það er sjálfsagt gaman fyrir byrjendur að slá um sig með enskuslettum, en menntað fólk ætti ekki að temja sér slíkt mál- far. Mér þykir orðið of áberandi meðal sumra stétta, hvað enskan er farin að glitta í gegn. Veðurfræð- ingar virðast varla þekkja aðrar átt- ir en austur, vestur, upp og niður. Hlákulægðirnar koma neðan frá Asoreyjum og sigla upp Græn- landshaf. Vindar eru nær hættir að blása, nú blása áttirnar. Íslenskan er komin með enskt yfirbragð. Eitt tekur yfir annað. Áður tók eitt við af öðru. Og enskan glymur í eyrum manna öllum stundum. Svo læra menn málið að það sé fyrir þeim haft. Börnin drekka enskuna í sig með móðurmjólkinni. Í mínu ung- dæmi var danskan vandamál. Það eimir enn eftir af dönskuslettunum. Það er ýmislegt í farvatninu. Far- vand þýðir kjalsog. Það flýtur stundum drasl í kjalsoginu, en það er bara ekki nógu fínt orð. Vorið er kom- ið og sauðburður er að hefjast, lömbin fara að líta dagsins ljós. Bændur þurfa að passa að ærnar hengi ekki lömbin í burðarliðnum. Dauðir líta ekki dagsins ljós.“ – – – Umsjónarmaður getur í flestu tekið undir með Víkingi. Ensk áhrif eru orðin mikil í íslenskunni og við því er nauðsynlegt að sporna. Sókn enskunnar er á vissan hátt skilj- anleg. Hún á greiða leið að æsku landsins um tölvuleiki og tölvur al- mennt þar sem nánast allt umhverfi er á ensku. Börn og unglingar eru nú á dögum mun færari í ensku en jafnaldrar þeirra fyrir tíma tölvu- leikja. Því ber í raun að fagna því kunnátta í öðrum tungumálum en íslensku er okkur öllum nauðsyn- leg. Þar kemur enskan sér best vegna útbreiðslu hennar og þess hve víða um heiminn er hægt að bjarga sér með því að hafa á henni nokkurt vald. Íslendingar verða að kunna fleiri tungumál en móð- urmálið, en áhrif þeirra á íslensk- una mega ekki verða til þess að rýra hana. Íslenskan er okkar helsta tákn um sjálfstæði þjóðarinnar og um hana verðum við að standa vörð. Þannig þarf íslenskukennsla að vera markviss og það þarf að gera æsku landsins, og öðrum sem ensk- an hefur mikil áhrif á, ljóst hve mik- ilvæg íslenskan er. Við þurfum líka að vera dugleg við að leiðrétta börn og unglinga, þegar þeim verður á í messunni. Það er í raun bæði hlut- verk og skylda okkar, sem betur eigum að vita og kunna. Sé tekið dæmi af áhrifum ensk- unnar má nefna að í fyrirsögn að- sendrar greinar í Morgunblaðinu í þessari viku stóð: Frjálslyndi flokk- urinn er kominn til að vera. Og nú er spurt. Vera hvað? Sögnin að vera er áhrifslaus og ósjálfstæð sögn. Hún segir ekkert án aðstoðar annarra orða, hún þarf fyllingu, sem í setningafræðinni nefnist sagnfylling. Sagnfylling er oftast lýsingarorð og lýsir það þá ein- hverjum eða einhverju sem við er átt. Til dæmis, hann er gamall, eða hún er fögur. En hvernig er þá þessi ranga notkun komin inn í málið? Jú, svarið virðist einfalt. Það er enskan. He has come to stay. Á íslensku þýðir þetta: Hann hefur fest sig í sessi eða hann hefur náð fótfestu svo ein- hver dæmi séu tekin. Þess vegna hefði fyrirsögnin átt að vera: Frjálslyndi flokkurinn hefur fest sig í sessi, án þess þó að umsjón- armaður hyggist leggja einhvern dóm á sannleiksgildi þeirrar full- yrðingar. – – – Mjólkursamsalan hefur á und- anförnum árum sýnt afar lofsvert framtak með umfjöllun sinni um ís- lenskt mál á mjólkurfernum. Þar hefur hún lagt áherslu á að koma ábendingum um það sem betur má fara og ýmsum fróðleik um tungu- tak til yngri kynslóðanna. Hvað ungur nemur, gamall temur. Þetta vissi barnabókahöfund- urinn Hjörtur Gíslason vel. Hann er þekktur fyrir bækur sínar um Sal- ómon svarta og Garðar og Glóblesa. Hjörtur unni íslenskri tungu mjög og líklega er hvergi í bókum fyrir börn og unglinga að finna fleiri ábendingar til lesenda um rétta notkun tungunnar. Það verður seint ofsagt hve mikilvægt er að málfarið á barna- og unglingabókum sé gott og leiði til betri málvitundar og þroska þeirra, sem bækurnar lesa. Það mættu margir taka sér nafna umsjónarmanns til fyrirmyndar í þessum efnum. Að loknum þessum hugleiðingum er leitt að sjá auglýsingu frá Sam- sölubrauðum um nýtt brauð sem ætlað er að höfða til líkamsrækt- arfólks. Brauðið heitir Fitty. Hefði ekki verið hægt að gera betur? Enskan á greiða leið að æsku landsins um tölvur og tölvuleiki hjgi@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason ÞEIR sem eru vanir að fá sér í soðið í marsbyrjun vita að fisksalar eru þá með hrogn og lifur, en margir tengja þetta tvennt saman. Vertíðarfiskur er yfirleitt með hrogn og lifur, en það er vísbending um gott ástand, en margir vita að mikla næringu þarf til að mynda hrogn og svil. Þetta vita laxeldismenn sem vilja ala norskan lax en ekki ís- lenskan, en hann verður kynþroska mun fyrr og veldur það afturkippi í vexti vegna hrygningartil- burða; hann þarf bæði meira fóður og lengri tíma til að verða stór og nothæfur í vinnslu. Að undanförnu hafa nokkrir sjó- menn á Norðurlandi rætt um þorsk sem lítinn að vöxtum og mjósleginn en með miklu af hrognum; einn þeirra giskaði á að um helmingur þess þorsks sem hann fékk á línu í mars- apríl hefði verið smár eða um 1,5 kg en með kviðfylli af hrognum. Á öðru svæði veiddist ítrekað smár þorskur á bilinu 46-52 cm en þrátt fyrir það 5 eða 7 ára gamall og með hrognum. Svo mun hafa verið einnig á undan- förnum 2-3 árum en að einhverju leyti í meiri mæli nú; athyglisvert er að lifrar í umræddum fiski voru mjög þunnar eða eins og „leðurbætur“ í einhverjum tilvikum. Sumum finnst þetta kannski ekki merkilegt og alltaf hafi verið til mjósleginn fiskur, einnig við landnám þess vegna og svo sé í öllu dýraríkinu að einstaklingar verði undir í baráttunni. En aðrar vísbend- ingar felast í þessu, þ.e. kynþroski lít- illa og mjósleginna fiska með litla lif- ur. En hvers vegna er hann með hrogn svona á sig kominn? Þetta er alveg nýtt; svo mun ekki hafa verið við landnám. Kynþroskaaldur og kyn- þroskastærð þorsks Í gögnum Hafró eru tölur um með- alstærðir þorsks og kynþroskahlut- föll eftir árum; erfitt er að bera þau saman því hlutföllin eru breytileg eft- ir þunga einnig, en hann hefur einnig áhrif á hlutföllin. Ef reiknuð er út vísi- tala sem fæst með því að margfalda hlutföllin með 100 og deila með meðal- þyngd (kg) fæst „kynþroskavísitala“ árgangsins á hvert kíló í þunga. Með þessu er leiðrétt fyr- ir þungabreytingum og vísitölur sam- bærilegar milli ára. Neðsti ferillinn á meðfylgjandi mynd er fyrir fjögurra ára fisk, en þar sem hann er nú að með- altali um eitt kíló að þyngd verða vísitölur hans að pró- sentum. Vísitalan er reiknuð frá 1978, en þá voru útlendingar að mestu hættir þorskveiðum við Ísland. Um árabil var kynþroski fjögurra ára fiska um 3% fram til 1991, en þá snar- hækkar hann upp í 13%. Efsti ferill- inn er fyrir sex ára þorsk, en þar sem hann er nálægt þremur kílóum nú, fæst kynþroskaprósentan með því að margfalda „vísitölurnar“ með þrem- ur, en ferillinn hækkar úr 23% upp í 69% á tímabilinu frá 1978 til 2000 með nokkrum sveiflum. Ferill fimm ára fisks er inn á milli hinna tveggja, en síðasta áratuginn er vísitalan eins fyr- ir fimm og sex ára fiska, þ.e. fiskur sem er þrjú kíló að þyngd er 69% kyn- þroska, hvort heldur hann er fimm eða sex ára, en á níunda áratugnum var mikill munur. Meginniðurstaða þessa er sú, að mjög miklar breytingar hafa orðið á eiginleikum þorskstofnsins s.l. tvo Hrogn án lifrar Jónas Bjarnason Fiskveiðar Það er ofmælt að segja að þorskurinn hér sé kominn að fótum fram, segir Jónas Bjarnason, en viss einkenni Kan- adaveiki eru til staðar. NÚ þegar við höfum valið okkur fulltrúa til að fara með mál okkar í sveitarstjórnum, sem sjá eiga til þess að okk- ar ytri aðbúnaður sé í sem ásættanlegustum farvegi. Er þá ekki rétt svona þar sem dagurinn lengist óðum að við ger- um okkur grein fyrir stöðu okkar í lífinu eða gagnvart lífinu. Á hvaða leið erum við? Er okkur raunverulega borgið? Eigum við þann innri frið sem við öll þráum? Frið sem er æðri mann- legum skilningi. Eins og kertavax Er líf þitt kannski eins og kertavax sem rennur áfram í hægðum sínum og storknar smátt og smátt? Eða er líf þitt eins og tært lind- arvatn, sem rennur ferskt á fögrum sumardegi? Það fer sína leið af ör- yggi, af tærri snilld, eins og ekkert sé eðlilegra. Er líf þitt eins og lindarvatn sem á uppsprettu sína í hinni sönnu lind lífsins? Eins og ferskt lindarvatn Það vatn sem á uppsprettu sína í hinni sönnu lind lífsins, það storknar ekki og það frýs ekki. Það eyðist ekki, er alltaf jafn ferskt, jafnvel þótt æviár þín líði. Það vatn veitir sanna svölun svo þig þyrstir ekki framar. Það veitir líf. Líf af lífi. Það viðheldur lífinu. Það lífsins vatn á uppsprettu sína í von- inni. Það hjálpar þér að draga lífsandann. Þú skilur það ekki en mátt þiggja það, taka við því sem gjöf. Það er ætlað þér. Það er þitt. Þetta lífsins vatn hjálpar þér að draga andann, djúpt. Dýpra og fyllra en þankar þínir ná eða mannshugurinn hefur forsendur til að skilja. Þetta lífsins vatn fyllir þig tilgangi og gerir þér kleift að draga lífsandann. Það er allt sem til þarf til að lifa af í þessum heimi og um eilífð. Drekkum þetta lífsins vatn. Ausum úr lindum hjálpræðisins. Drögum djúpt að okkur lífsandann. Þiggjum að fylla líf okkar tilgangi. Kjósum lífið! Kjósum lífið Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi. Líf Drekkum þetta lífsins vatn, segir Sigurbjörn Þorkelsson. Ausum úr lindum hjálpræðisins. KLIFUR hefur ekki hlotið mikla umfjöllun í gegnum árin og fæstir vita hvað er að gerast í klifri á Íslandi í dag. Í þessum pistli verður fjallað um klifur og þau mál sem hafa verið í gangi í klifri síðastliðin ár. Klifur hefur verið til allt frá manna minnum, notað til að tryggja ör- yggi þegar tekist er á við erfið verkefni. Klif- ur er notað í ferða- mennsku, bjargsigi, björgunarstörfum, byggingarframkvæmdum, o.fl. og hefur notkun þess aukist með árun- um, allt til að tryggja öryggi viðkom- andi. Þeir sem stunda klifur á Íslandi af einhverju tagi eru um 5.000 manns. Allir geta klifrað jafnt ungir sem aldnir og geta gert það alla sína ævi eins og sýndi sig við björgunar- afrekið við Látrabjarg árið 1947. Þróun fylgir tíma og hefur klifur í ferðamennskunni þróast í margar áttir. Alpinist-klifur, ís-klifur, mix- klifur, bigwall-klifur, kletta-klifur, steina-klifur, og sport-klifur eru helstu greinarnar í klifri í dag. Keppt er í mörgum þessum grein- um m.a. ís-klifri, sport-klifri, steina- klifri (boulder) og hrað-klifri bæði í ís og klettum. Heimsmeistara- og Norðurlandamót eru haldin á hverju ári og hafa Íslendingar keppt á þessum mótum með góðum árangri. Íslandmeistarkeppni í sportklifri hefur verið haldin á vegum Sportk- lifurfélags Reykjavíkur á hverju ári, ásamt nokkrum minni keppn- um en ekki er aðstaða til að halda Norður- landakeppni þó röðin sé löngu komin að okk- ur. Sportklifurfélag Reykjavíkur hefur reynt ítrekað að fá inngöngu í Íþróttasamband Íslands en ávallt verið hafnað. Klifur er ekki viður- kennt sem íþróttagrein á Íslandi. ÍSÍ hefur nú nýverið viðurkennt ólymp- íska hnefaleika sem keppnisíþrótt. Er ekki löngu tímabært að ÍSÍ við- urkenni sport-klifur sem íþrótta- grein þar sem það er viðurkennt sem alþjóðleg íþróttagrein víðsvegar í heiminum? Æfingaaðstaða hefur verið af skornum skammti og innanhúsklif- urveggir í bílskúrum verið dreifðir víða um borgina. Það var ekki fyrr en nokkrir félagar tóku sig saman og stofnuðu Vektor klifurvegginn sem aðstaða til æfinga var fyrir hendi. Þessi veggur var rekinn í 4 ár og var hann opinn öllum sem vildu æfa klif- ur. Þegar húsnæði Vektors var selt voru margir fundir setnir með ÍTR til að kanna hvort þeir vildu aðstoða okkur í uppbyggingu klifurs á Ís- landi, en gekk það ekki eftir. Nú er svo komið að nokkrir með- limir í Íslenska alpaklúbbnum, Sportklifurfélagi Reykjavíkur og Vektor hafa tekið höndum saman við byggingu Klifurhúss sem mun halda uppi æfingaaðstöðu, námskeiðum, keppnum, uppbyggingu og kynningu klifurs á Íslandi. Um 300 fm Klifur- hús er nú í smíðum í Skútuvogi 1 og er allar nánari upplýsingar að finna á http://www.isalp.is/klifurhusid/ Ég skora á ríkið, borgina, Íþrótta- samband Íslands og alla sem þetta varðar að sína samhug í verki og styrkja okkur við uppbyggingu Klif- urhússins og íþróttarinnar í heild. Klifur sem íþróttagrein Hallgrímur Örn Arngrímsson Sportklifur Er ekki löngu tímabært, spyr Hallgrímur Örn Arngrímsson, að ÍSÍ viðurkenni sportklifur sem íþróttagrein? Höfundur er nemi í HÍ og formaður Vektors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.