Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 64

Morgunblaðið - 01.06.2002, Page 64
64 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  !   "# "   "    $  # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is REYKJAVÍKURBRÉF Morgun- blaðsins á sl. sunnudag – ritað deg- inum áður, á nýliðnum kosningadegi, hinn 25. maí – verður vart lesið öðru- vísi á milli línanna, en að þar hilli enn undir ljúfsáran draum blaðsins um að fá að ráða sér sjálft og jafnvel að fá að taka raunverulegan þátt í almennri umræðu um þjóðmálin og öll heims- málin, að ekki sé nú talað um öll hin eilífðarmálin. Blaðið er augljóslega orðið þreytt á allskyns lágkúru og ullabjakki sem það hefur mátt láta yf- ir sig ganga og það svo dæmt sjálft sig til að láta yfir þjóðina ganga. Öll hin almennari umræða, sem maður skyldi ætla að ætti að vera í brennidepli á hverjum tíma á síðum dagblaðs, kemur sjaldnast upp á yf- irborðið fyrr en eftir dúk og disk og þá líkara því að laumað væri að sem ofurlitlu smá kryddi fróðleiksfúsum smaladreng, nú eða smalastúlku, ein- hvers staðar fram í fyrri alda heið- anna ró, þess á milli þau litu upp úr nýjasta Skírni með ylvolgri þjóðmála- og heimsmálaumræðu þeirra tíma – og það beint af pönnunni. Rakleiðis frá þeirrar aldar brennidepli heims, sjálfri kóngsins Kaupinhöfn. Í kompaníi við allífið? Grein Ólafs Mixa, Gyðingar gyð- inganna, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, 28. maí, kann að hafa beðið all- lengi birtingar, eftir niðurlagsorðum Ólafs að dæma, þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöldað virða ekki að vettugi áskorun yfir 200 manns, sem birst hafi 24. apríl sl. í Morgun- blaðinu. Áskorunin varðar reyndar hvort um líf eða dauða sé að tefla fyrir svo sem eins og milljón manns. Ólafur má áreiðanlega kallast lukk- unnar pamfíll að hafa ekki þurft að bíða snöggtum lengur – þeir varla staðnir upp úr brjáluðum kosninga- flóru-austrinum, þeir Styrmir & Co. Kompaníið það virðist nú stundum vera í helst til litlum tengslum við al- lífið, sama hvort er hér á hólmanum eða úti í hinum stóra heimi, ef marka má kveinstafi félagsskaparins í Reykjavíkurbréfinu núna á sunnu- daginn var, út af öllum þessum him- ingnæfandi 269 aðsendu kosninga- greinum, sem það þegjandi og hljóðalaust mátti láta yfir alþjóð á síð- um blaðsins ganga síðustu fimm daga kosningabaráttunnar, þar af heilar 115 greinar á einum litlum 32 síðum á föstudeginum langa einum! Er þá ótalinn allur flórmoksturinn frá fyrri vikum kosningabaráttunnar. Kompaníið spyr sig reyndar sjálft í bréfinu, hvort flest það bitastæðasta hafi ekki týnst í öllum þessum orða- flaumi og íhugar í framhaldi af því, hvort stjórnmálaflokkarnir hljóti ekki að velta því vandlega fyrir sér hvort önnur vinnubrögð væru ekki væn- legri til árangurs, vildu einhverjir á þeim bæjum koma boðskap sínum til skila til kjósenda í aðsendum grein- um. Gegnum nálaraugað víða Sannleikurinn er nefnilega sá, og verður þetta ekki öðruvísi skilið, en að Morgunblaðinu sé varla ritstýrt nema þá að nafninu til, a.m.k. varla í þessum efnum og þá raunar fjarstýrt. Þannig hafi t.d. „stjórnmálaflokkarnir“ aug- ljóslega, samkvæmt Reykjavíkur- bréfinu, ráðið því og ritstýrt – en ekki ritstjórn Morgunblaðsins – hvað birt- ist á síðum blaðsins þessar umliðnar vikur síðan „Gyðingar gyðinganna“ voru settir í salt með öðru þess háttar undir fjallháum greinabunkanum í úlfaldans hnúð undirstefnuföstum kompanísins rassi. Niðurgangur íslenskra stjórnmála- flokka – og það þrátt fyrir að hann væri kominn „út í algjörar öfgar“, að vitnað sé í eigin orð blaðsins í bréfinu – skyldi skipta alþjóð öllu meira máli, en t.d. umfjöllun um dauðastríð millj- ónaþjóðar. Það stríð mætti þegja í hel á meðan flokkarnir heima bærust á banaspjót og þó að varla fengi nokkur lesandi, hvað þá kjósandi, séð út úr augum fyrir allri rit- og auglýsinga- ræpunni. Að því frátöldu, að kvóti magns skuli ráða, hvað sleppi gegnum nál- arauga Morgunblaðsins, að máti við rúmfræðilega mælistiku ritstjóra blaðsins – svo og svo margir dálk- sentimetrar per skríbent, óháð efni, efnistökum og ritunartíma og yfirleitt óháð því hvort eitthvert erindi eigi inn í umræðuna á hverjum tíma, einungis að „almenns velsæmis“ skuli gætt og þar fram eftir einhverjum hátíðlegum götum – verður ekki betur séð en hið ægivíða nálarauga þeirra er að baki búa og löngum hafa fjarstýrt Morg- unblaðinu ráði þar á bæ í raun flestu um hvað teljast megi bitastætt og boðlegt lesendum, þótt kannski ekki sleppi hvaðeina í gegnum það. Ritstjórar ritstjóranna skuli fá að ráða, ráða a.m.k. því er þeir ráða vilji? Er sú stefna þá virkilega Morgun- blaðsins? Æ, Þyrnirós, Þyrnirós, bara að vakni þú nú! ÁRNI B. HELGASON, Háteigsvegi 14, 105 Reykjavík. Ritstjórar ritstjóranna Frá Árna B. Helgasyni: EINS og kunnugt er af fréttum varð hörmulegt banaslys á Kanaríeyjum í byrjun þessa árs er íslensk kona féll fram af svölum á hóteli sínu. Við rann- sókn slyssins var sambýlismaður kon- unnar, Bæringur Guðvarðsson, hnepptur í varðhald um nokkurra vikna skeið en síðan sleppt um miðjan febrúar. Er hann þó í farbanni meðan beðið er ákvörðunar yfirvalda um hvort ákæra verður lögð fram á hend- ur honum og enn óvissa um fram- vindu málsins. Aðstæður Bærings eru mjög örð- ugar og margvíslegur kostnaður hleðst upp. Ýmsum vinum hans og velunnurum leikur hugur á að reyna að létta byrðar hans. Til þess að auð- velda að koma því við hefur verið stofnaður reikningur á nafni Bærings Guðvarðssonar, kt. 090628-3059, í Þarabakkaútibúi Íslandsbanka, reikningsnúmer 0537-14-604576, og geta þeir sem vilja leggja honum lið lagt framlög sín á þann reikning. SR. ÁRNI BERGUR SIGURBJÖRNSSON, BJÖRN HERMANNSSON, lögfræðingur, Álftamýri 39. Kanaríeyjar Frá Árna Bergi Sigurbjörnssyni og Birni Hermannssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.