Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
www. .is
ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ
KÍKTU
Á NETIÐ
Aðalfundur
Skógræktarfélags Eyfirðinga
verður haldinn fimmtudaginn
6. júní kl. 20.00
í Gróðrarstöðinni í Kjarna.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
FJARSKIPTAFÉLAGIÐ Tengir
hf. var stofnað á Akureyri í gær, en
tilgangur þess er fjarskiptarekstur
og annar rekstur því tengdur. Stofn-
endur félagsins eru Fjarski, Íslands-
sími, Lína.Net og Norðurorka.
Hlutafé er 40 milljónir króna og eiga
Norðurorka og Fjarski rúmlega 38%
hlutafjár, Lína.Net 22,5% og Ís-
landssími 1%.
Páll Tómasson, stjórnarformaður
Tengis, sagði að Fjarski hefði lagt
ljósleiðara yfir hálendi Íslands síð-
asta sumar og Norðurorka hefði átt
lagnir á Akureyri, sem lagt hefði ver-
ið inn í fyrirtækið. „Markmiðið með
stofnun þessa fyrirtækis er að efla
stöðu Akureyrar á sviði fjarskipta,“
sagði Páll.
Hlutverk Tengis verður að byggja
upp öflugt grunnfjarskiptakerfi sem
verður öllum opið. Meðal þeirra sem
þegar nýta sér þjónustu þess eru
Háskólinn á Akureyri, Verkmennta-
skólinn á Akureyri, Landsvirkjun og
Norðurorka og þá bíða nokkur fyr-
irtæki og stofnanir eftir tengingu.
Auk þess sem Tengir mun vinna
að uppbyggingu á ljósleiðaraneti er
stefnt að því að nýta alla þá mögu-
leika sem tiltækir eru fyrir grunn-
fjarskipti, hvort sem þau fara eftir
símalínum, raflínum eða í lofti, allt
eftir því hvað hagstæðast er hverju
sinni. Sú aðstaða sem þegar er fyrir
hendi verður nýtt sem kostur er svo
og nýframkvæmdir og viðhaldsverk
annarra, s.s. Norðurorku, til að
koma fyrir nýjum fjarskiptalögnum.
Félagið mun fyrst um sinn verða
vistað hjá Norðurorku, en gert er
ráð fyrir að framkvæmdastjóri verði
ráðinn innan tíðar.
Fjarskiptafélagið Tengir stofnað á Akureyri
Markmiðið að efla stöðu
bæjarins á sviði fjarskipta
Morgunblaðið/Kristján
Frá stofnfundi Tengis. Frá vinstri Örn Orrason, Íslandssími hf., Eiríkur
Bragason, Lína.net hf., Magnús Hauksson, Fjarski hf., Franz Árnason,
Norðurorka, Hákon Stefánsson lögmaður, Páll Tómasson, Norðurorka,
Guðmundur Ingi Ásmundsson, Fjarski hf., Kristján Gunnarsson, Fjarski hf.
UMFANGSMIKLAR breytingar
hafa verið gerðar á frystiskipinu
Mánabergi frá Ólafsfirði, en það er í
eigu Þormóðs ramma-Sæbergs.
Þær voru gerðar hjá Slippstöðinni á
Akureyri og var skipið afhent eig-
endum eftir hinar gagngeru end-
urbætur í gær.
Samningur um endurbæturnar
var gerður í nóvember síðast-
liðnum.
Helstu verkþættir voru endurnýj-
un á togdekki og fullvinnslulínu á
millidekki en á verktímanum bætt-
ust tveir stórir verkþættir við; skipti
á ljósavél og nýr andveltitankur.
Baldvin Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar,
sagði að forsmíði stálhluta og
vinnslubúnaður hefði hafist í des-
ember, en skipið kom svo til Ak-
ureyrar um miðjan mars. Allt tog-
dekk skipsin var fjarlægt og allur
vinnslubúnaður á millidekki, en
einnig var hluti af millidekkinu
sjálfu endurnýjaður um leið og
ljósavélaskipti fóru fram. Nýtt for-
smíðað togdekk í þremur hlutum
var þá tilbúið og því komið fyrir
sem og einnig nýjum andveltitanki.
Að lokum var svo ný vinnslulína sett
niður.
Baldvin sagði þetta verkefni eitt
það stærsta sem unnið hefði verið
að í Slippstöðinni á síðari árum. All-
ur framgangur verksins hefði geng-
ið samkvæmt áætlun og allar tíma-
setningar staðist.
Breytingarnar voru hannaðar af
Teiknistofu KGÞ á Akureyri og
tæknimönnum Slippstöðvarinnar,
en búnaður í nýja vinnslulínu er frá
Slippstöðinni og Marel.
Morgunblaðið/Kristján
Frystitogarinn Mánaberg ÓF við bryggju í Slippstöðinni.
Eitt stærsta verkefni síðari ára
Slippstöðin afhendir Mánabergið eftir gagngerar endurbætur
SUMARSTARF Minjasafnsins á
Akureyri hefst í dag, 1. júní kl. 14,
með því að opnuð verður í safninu
afmælissýningin „Sem mér var gef-
ið…“ Á sýningunni er fjöldi muna
sem safninu hafa borist síðastliðin
tíu ár. Þykir við hæfi á fertugasta
starfsári þess að sýna gestum hluta
af því sem velunnarar safnsins hafa
fært því til varðveislu. Á sýning-
unni mætast gamlir og nýir tímar.
Fulltrúar gamla tímans eru t.d. út-
skorin rúmfjöl, lampi frá Möðru-
völlum og ofn úr Hólakirkju svo
eitthvað sé nefnt. Fulltrúar nýja
tímans eru þó fleiri á sýningunni og
kennir margra grasa. Tækninýj-
ungum eru gerð góð skil og til sýnis
eru margir persónulegir munir full-
orðinna og barna, allt frá hvers-
dagslegum nytjahlutum til list-
muna. Einnig eru á sýningunni
munir sem varða sérstaklega sögu
Akureyrar og Eyjafjarðar. Gefend-
ur eru tæplega eitt hundrað og
flestir ættaðir úr byggðarlaginu.
Fjörutíu ára afmælis safnsins verð-
ur síðan aftur minnst um miðjan
júlí með garðveislu í Minjasafns-
garðinum, en þar er nú að ljúka víð-
tækum endurbótum.
Sumarstarfið verður með hefð-
bundnum hætti. Sýningarnar Eyja-
fjörður frá öndverðu og Akureyri –
bærinn við Pollinn verða opnar alla
daga í sumar. Þær segja sögu bæj-
ar og héraðs allt frá landnámi fram
á tuttugustu öld. Veitt er leiðsögn
um sýningarnar sé þess óskað.
Fimm sögugöngur
í sumar
Í boði verða fimm sögugöngur
um hverfi bæjarins í sumar. Að
auki verður ein ferð um Kjarnaskóg
og önnur í fótspor Jóns Sveinsson-
ar, Nonna. Sex söngvökur verða í
Minjasafnskirkjunni í sumar þar
sem rakin verður íslensk tónlistar-
saga í tali og tónum og í júní koma
skólabörn á námskeiðið „Sumar-
lestur – gamlir leikir og gömul
hús“. Auk þess verður veitt leið-
sögn um miðaldakaupstaðinn á
Gásum. Samstarfsaðilar Minja-
safnsins á þessu sumri eru Amts-
bókasafnið, Listasumar, Nonnahús,
Norræna félagið og Leikhópurinn
Saga.
Minjasafnið er opið alla daga frá
klukkan 11–17.
Minjasafnið á Akureyri
Sumarstarf með
nýrri sýningu
DAGSKRÁ Sjómannadagsins á
Akureyri hefst í dag, laugardag,
með árlegu golfmóti sjómanna á
Jaðarsvelli kl. 13.30 Á sama tíma
hefst knattspyrnumót sjómanna
verður einnig haldið á morgun í
KA-heimilinu.. Hætta varð við
róðrarkeppni á Pollinum að þessu
sinni vegna ónógrar þátttöku.
Hátíðarsamkoma sjómanna
verður í Íþróttahöllinni og hefst kl.
19. Veislustjóri er Birgir Svein-
björnsson og verða fjölbreytt
skemmtiatriði í boði, s.s. Rögn-
valdur gáfaði, dægurlagapönk-
hljómsveitin Húfa og Borgarkvart-
ettinn, sem þeir Atli Guðlaugsson,
Þorvaldur Halldórsson, Þorvaldur
Þorvaldsson og Ásgeir Páll
Ágústsson skipa, kemur fram en
undirleikari er Agnar Már Magn-
ússon.
Sjómannamessur verða í
kirkjum bæjarins kl. 11 á sjó-
mannadaginn og minningarathöfn
við Glerárkirkju kl. 12.10 þar sem
lagður verður blómsveigur að
minnisvarða um týnda og drukkn-
aða sjómenn.
Fjölskylduhátíð hefst kl. 13.30
við Oddeyrartanga. Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra flytur hátíðarræðu
og sr. Gylfi Jónsson á Möðruvöll-
um flytur hugvekju. Sjómenn
verða heiðraðir. Meðal skemmtiat-
riða má nefna Gunna og Felix,
mæðginin Inga Eydal og Ingimar
Davíðsson syngja við undirleik
Daníels Þorsteinssonar og þá verð-
ur létt íþróttakeppni auk þess sem
Circus Atlantis verður á svæðinu.
Grillveisla verður á hafnarsvæðinu
í boði ýmissa fyrirtækja.
Fjölbreytt dagskrá
á sjómannadaginn
TÓNLISTARFÓLK frá Vest-
mannaeyjum heldur tónleika í
Laugarborg, Eyjafjarðarsveit, á
sunnudagskvöld, 2. júní og hefjast
þeir kl. 20.
Þetta eru þau Anna Alexandra
Cwalinska sópransöngkona, Védís
Guðmundsdóttir þverflautuleikari
og Guðmundur H. Guðjónsson sem
leikur á píanó á tónleikunum, en
hann er organisti Landakirkju.
Á efnisskránni eru fimmtán lög
eftir ellefu tónskáld: G.F. Händel,
Bach-Gounod, W.A. Mozart, E.
Grieg, Marin Marais, Wilhelm
Popp, F. Chopin. S. Moniuszko,
Mikis Theodorakis, F. Lehár og G.
Rossini.
Tónleikar í Laugarborg
SVAVA Kristín Egilson opnar sýn-
ingu í Deiglunni í dag, laugardaginn
1. júlí, kl. 16.
Hún stundaði nám við Myndlista-
skólann á Akureyri og heillaðist þar
af textíl. Hún fæst við myndlist af
ýmsum toga; vatnsliti, olíu, mósaík
og textíl. Svava Kristín er búsett í
Eyjafjarðarsveit og er þar með
vinnustofu.
„Ég veit ekki á hvaða leið ég er,
eins og þessi sýning sýnir, en ég
reyni að fylgja hjartanu og læt það
ráða hvert stefnir. Stundum verður
útskurður að málverki og málverk að
mósaík eða öfugt,“ segir Svava í frétt
um sýninguna.
Svava sýnir
FYRSTA söngvaka sumarsins á
vegum Minjasafnsins á Akureyri
verður í Minjasafnskirkjunni á
mánudag, 3. júní kl. 20.30. Söng-
vökur eru hefðbundinn þáttur í
sumarstarfi Minjasafnsins og hafa
notið mikilla vinsælda á liðnum ár-
um. Að þessu sinni verður það tón-
listarfólkið Þuríður Vilhjálmsdóttir
og Þórarinn Hjartarson sem flytur
tónleikagestum sýnishorn íslenskr-
ar tónlistarsögu í tali og tónum frá
miðöldum til okkar daga.
Söngvökurnar verða sex talsins í
sumar.
Önnur söngvaka sumarsins
verður mánudaginn 10. júní kl.
20.30.
Söngvökur
í Minjasafnskirkju