Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Landskerfi bókasafna senn í gagnið Ein skrá – einn gagnagrunnur LANDSKERFIbókasafna sem sagter vera alger bylt- ing í skipulags- og dreif- ingarmálum bókasafna um land allt, hefur verið í vinnslu og bígerð um all- nokkurt skeið. Árni Sigur- jónsson er í forsvari fyrir verkefnið og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur aðeins frá grundvallarhugsun „Landskerfis bókasafna“ „Landskerfi bókasafna verður sameiginlegt kerfi íslenskra bókasafna og markmið þess að bæta verulega þjónustu safn- anna, meðal annars með því að veita að gang að safnaskrám á veraldar- vefnum. Á vissan hátt er þetta lið- ur í því að byggja upp tæknivætt upplýsingasamfélag á Íslandi, enda held ég að flestir séu sam- mála um að þetta sé mikið fram- faramál.“ – Hver verður ávinningurinn að þessari breytingu? „Í landinu eru nú um 400 bóka- söfn og fæst þeirra eru beintengd öðrum söfnum. Það þýðir að þegar ný bók kemur út eru mörg söfn, oft kannski tugir safna, að skrá sömu bókina hvert í sínu lagi. Með nýja kerfinu verðum við bara með eina skrá, einn gagnagrunn sem sagt, og þegar ný bók hefur eitt sinn verið skráð t.d. hjá Amts- bókasafninu á Akureyri, þá nægir öðrum söfnum í kerfinu í rauninni að haka við að þau eigi líka þessa bók og þá geta þau þegar í stað byrjað að lána út. Ég vonast sem sagt til að það verði gríðarlegur vinnusparnaður af þessu, þegar á heildina er litið. En það er ýmislegt fleira sem vinnst. Skráningin ætti að verða vandaðri en áður þar sem færri og sérhæfðari starfsmenn koma að henni, geymsla gagna verður öruggari, kerfið verður hraðvirkt, það verður notendavænt og bygg- ist á grafísku viðmóti, svona eins og menn hafa nú almennt vanist á nútíma tölvum. Og loks má nefna að kerfið er þróað af mjög öflugu fyrirtæki sem fylgist vel með nýrri tækni.“ – Hve margir aðilar og hve mörg söfn munu koma að Lands- kerfi bókasafna? „Kerfið verður rekið af hluta- félagi sem var stofnað í nóvember 2001, Landskerfi bókasafna hf. og eigendur þess eru ríkið, sem á um það bil helming, og 26 framsýn sveitarfélög. Fyrirtækið er opið öllum sveitarfélögum, og ég vona að þau sveitarfélög sem enn standa utan kerfisins og hafa ein- hver söfn á sínum snærum drífi í því að gerast hluthafar, helst fyrir aðalfundinn núna í júní. Málið er nefnilega það að söfn sem ætla að vera með á annað borð og hafa einhvern tölvuskráðan bókakost, þurfa helst að vera með frá byrjun svo gögnin séu flutt yf- ir í nýja kerfið þegar í upphafi. Ef þau gera það ekki getur orðið dýrt að flytja gögnin síðar og þau dragast aftur úr öðrum söfnum tæknilega. En miðað við núverandi þátttöku getum við gert ráð fyrir að yfir 300 söfn tengist þessu kerfi.“ – Hvenær verður breytingin gengin um garð að fullu? „Þetta verkefni er gríðarlega viðamikið og tekur raunar nokkur ár að koma öllu saman í gang, en áfangarnir nást einn af öðrum. Í næstu viku verða gögn færð til prufu úr Gegni í nýja kerfið og svo er farið nákvæmlega yfir þau til að ganga úr skugga um að yfirfærsl- an sé eins og til er ætlast. Annar áfangi verður þegar við undirrit- um samning um hýsingu kerfisins í júní og nú er stefnt að því að kerfið verði opnað almenningi í ágústlok með skrám Gegnissafn- anna, þ.e.a.s. Landsbókasafnsins og fleiri safna. Þá kemur röðin að fengssöfnunum fáum mánuðum síðar og þannig koll af kolli. Nú, svo munum við ná þeim áfanga núna í júní að velja nafn á kerfið. Við höfum leitað eftir hug- myndum að nafni hjá bókasafns- fræðingum og fengið margar uppástungur frá þeim og reyndar frá ýmsum öðrum. Hér gildir nátt- úrlega að það er sama hvaðan gott kemur og við gætum vel þegið fleiri uppástungur um nafn, gjarn- an eitthvað sem kæmi vel út í vef- fangi kerfisins, ef menn vildu senda okkur hugmyndir. Þó verð ég að taka fram að við þurfum að hafa allar uppástungur í fyrstu viku júní og geta menn sent til- lögur sínar á netfangið landskerfi- @landskerfi.is“ – Hver er helsti ávinningur þeirra sem nýta sér kerfið? Ég held að ávinningurinn verði gífurlegur. Í fyrsta lagi er það vegna þess að aðgengið verður um veraldarvefinn og nettengdur maður getur setið við grúsk í Kúala Lúmpúr og flett upp í gögn- um, t.d. bókasafnsins á Húsavík án þess að standa upp frá skrif- borði sínu. Í öðru lagi verður um að ræða aðgengi að safnkosti flestallra ís- lenskra almennings-, skóla- og rannsóknar- bókasafna á einum stað. Það þýðir að þessi náungi í Kúala Lúmpúr fær á augabragði að vita ef bókin sem hann var að leita að á Húsavík reynist vera til á Seyðisfirði þótt hana vanti á Húsavíkursafnið, svo dæmi sé tekið. Í þriðja lagi má nefna að notendaviðmótið verður þægilegra fyrir notendur, bæði flottara, hraðvirkara og sveigjan- legra, t.d. hvað varðar leitarmögu- leika.“ Árni Sigurjónsson  Árni Sigurjónsson er fæddur í Reykjavík 1955. Lauk dokt- orsprófi í bókmenntafræði frá Stokkhólmsháskóla 1984. Starf- aði við ritstjórn hjá Máli og menningu og sem stundarkenn- ari við HÍ í áratug. Síðan í nokk- ur ár við forritun hjá Íslenskri erfðagreiningu, en er nú að ljúka MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. Maki er dr. Ásta Bjarnadóttir, lektor við HR, og eru börnin tvö, Snjólaug og Ólaf- ur Kjaran. … ef menn vildu senda uppástungur Þú gætir hætt þessu busli, Björn minn, keppninni er löngu lokið. FLUGFÉLAGIÐ Jórvík hefur feng- ið rekstrarfyrirmæli frá Flugmála- stjórn Íslands fyrir alvarlegt og aug- ljóst brot á flutningaflugsreglum og hefur Flugskólinn Flugsýn einnig fengið áminningu. Þetta er í fyrsta skipti sem slík ávítun er notuð. Hinn 8. maí síðastliðinn voru far- þegar, sem skráðir höfðu verið í áætlunarflug hjá Flugfélaginu Jór- vík, fluttir frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur með tveimur einkaflug- vélum frá Flugskólanum Flugsýn, sem hefur ekki leyfi til farþegaflugs. Fyrirtækin tvö eru í eigu sömu aðila. Málsaðilar fullyrtu, að sögn Heim- is Más Péturssonar, upplýsingafull- trúa Flugmálastjórnar, að um væri að ræða farþega í einkaflugi sem hefðu ekki greitt fyrir farið. Engu að síður hefði verið tilefni til að gefa rekstrarfyrirmæli sem tækju af all- an vafa um að þessi háttur yrði ekki viðhafður. Hann sagði að Flugmála- stjórn teldi að gripið hefði verið inn í leyfisskyldan flugrekstur undir yfir- skini einkaflugs. Farþegar sem voru bókaðir í flug á vegum flugrekand- ans hefðu verið fluttir fyrir tilstuðlan flugrekandans, þ.e.a.s. Jórvíkur, af aðilum sem ekki hefðu tilskilin leyfi til farþegaflutninga. Það væri ekki leyfilegt. Rekstrarfyrirmæli eru ný tegund ávítunar sem gefinn er kostur á eftir breytingar sem samþykktar voru á loftferðalögum á Alþingi í vor. Heim- ir Már telur að þetta sé í fyrsta skipti sem þessi rekstrarfyrirmæli eru gef- in. Hann segir að undanfarið ár hafi verið sérlega vel fylgst með smærri flugrekendum, en smærri flugfélög fara að fullu inn í nýtt rekstrarum- hverfi 1. júní næstkomandi vegna veru Íslands í Flugöryggissamtök- um Evrópu. Flugfélagið Jórvík áminnt JÓN Kristjánsson veitti á miðviku- dag þrettán styrki til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni fyrir tæp- lega 2,7 milljónir króna. Umsóknir voru 35 talsins og sérstök fjögurra manna nefnd á vegum samstarfs- ráðs um gæðamál í heilbrigðisþjón- ustunni ákvað hvaða verkefni skyldu styrkt. Styrkirnir nema 100 til 300 þúsund krónum hver. Í gæðaáætlun heilbrigðisráðu- neytisins, sem samþykkt var árið 1999, er kveðið á um að ráðuneytið auglýsi styrki til gæðaverkefna einu sinni á ári. Styrkirnir eru ætl- aðir til að örva frumkvæði starfs- manna á þessu sviði heilbrigð- isþjónustunnar. Morgunblaðið/Ásdís 35 gæðaverkefni hlutu styrk frá heilbrigðisráðuneyti, alls að upphæð tæplega 2,7 milljónir króna. Hér eru styrkþegar ásamt Jóni Kristjánssyni ráðherra við afhendingarathöfn í ráðherrabústaðnum í gær. 13 styrkir til gæðaverkefna Foreldrar kynni sér umhverfið HERDÍS L. Storgaard, fram- kvæmdastjóri Árvekni – átaksverk- efnis um slysavarnir barna og ung- linga á vegum heilbrigðisráðuneytis- ins, segir nauðsynlegt að foreldrar kynni sér umhverfi barna og ef ein- hverjar hættur séu á ferð að benda þeim á þær. Herdís segir brýnt að foreldrar viti hvar börn þeirra séu að leik jafnvel þótt þau séu orðin níu eða tíu ára. „Það er nú bara þannig að þegar sumarið kemur, er íslenskum börnum hleypt út eins og kindum. Þegar skól- inn er búinn og veðrið er orðið gott, fara börnin óneitanlega að kanna óhefðbundnar slóðir og fara lengra frá heimilum sínum,“ segir hún. „Þau hafa hvorki þroska né getu til að sjá fyrir hvar hætta er á ferð og hvar ekki. Í þeirra augum er þetta fyrst og fremst eitthvað sem er spennandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.