Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 27
DANSKA þingið samþykkti í gær
lög gegn hryðjuverkum en sam-
kvæmt þeim mun það varða lífstíð-
arfangelsi að ræna flugvél. Lögregl-
an fær auknar heimildir til húsleitar
og til að hlera síma og lög um inn-
flytjendur eru stórhert.
Lena Espersen, dómsmálaráð-
herra Danmerkur, sagði, að lögin
væru nauðsynleg vegna hryðjuverk-
anna í Bandaríkjunum. Í þeim segir
meðal annars, að fjarskiptafyrirtæki
skuli geyma allar upplýsingar um
símtöl og tölvupóst í eitt ár og sýna
þær lögreglunni ef óskað er. Hafa
danskir blaðamenn mótmælt þessu
ákvæði, sem þeir segja hefta tjáning-
arfrelsið. Aðeins flokkarnir yst til
vinstri greiddu atkvæði gegn lögun-
um.
Eitt af nýmælunum er, að leyfilegt
verður að framselja danska borgara
til annarra ríkja og lögreglan fær að
hafna umsóknum um landvist telji
hún, að hætta geti stafað af umsækj-
endunum.
Sumir danskir blaðamenn gagn-
rýna lögin á þeirri forsendu, að þau
séu tilræði við sjálft lýðræðið, og Ole
Espersen, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra, segir, að þau geti leitt til
ofsókna gegn pólitískum andstæð-
ingum.
Danir samþykkja
hryðjuverkalög
Kaupmannahöfn. AFP.
BANDARÍSKIR vísindamenn
greindu frá því í gær, að þeir
væru á góðri leið með að finna
mótefni við miltisbrandi, en
sýkillinn, sem honum veldur,
virðist freista ýmissa hryðju-
verkamanna. George Georgiu
og fleiri lífefnafræðingar við
Texasháskóla segjast hafa ein-
angrað mótefni, sem gerir eitr-
ið frá miltisbrandssýklinum
óvirkt, og sýnt það og sannað
með tilraunum á rottum.
Skýrðu þeir frá þessu í mán-
aðarritinu Nature Biotechno-
logy. Telja þeir, að mótefnið
megi gefa fólki, sem hefur
smitast án þess að vera komið
með einkenni, og jafnvel einn-
ig fólki með væg eða fyrstu
sjúkdómseinkenni. Raunar er
til bóluefni við miltisbrandi en
það verður að gefa oft og hefur
ýmsar aukaverkanir. Annað
áhrifaríkara bóluefni er til en
aðeins notað á búfé.
Norðmenn
sækja í
sænska vínið
ÁFENGISKAUP Norðmanna
í Svíþjóð aukast sem aldrei
fyrr. Á fyrstu fjórum mánuð-
um ársins hafa þau aukist um
63% og um 104% í léttum vín-
um. Samtök víninnflytjenda í
Noregi eru ekki ánægð með
þessa þróun og Ivar Amund-
sen, formaður þeirra, segir, að
norska Stórþingið eigi sinn
stóra þátt í henni. Svíar hafi
lækkað tolla á áfengi um 19%
um síðustu áramót en Norð-
menn um 5%. Þá sé ekki gert
ráð fyrir neinni lækkun í end-
urskoðuðum fjárlögum stjórn-
arinnar. Með Evrópusam-
bandsaðild Svía hafa margar
vörur lækkað verulega í verði
en allt annað er upp á teningn-
um í Noregi. Þess vegna
streyma Norðmenn yfir til Sví-
þjóðar og ekki aðeins eftir
áfengi, heldur líka annarri
vöru, til dæmis matvöru. Svíar
reyna nú að finna leið til skilja
á milli norsku áfengiskaup-
anna og þeirra innlendu til að
unnt sé að átta sig á neyslunni
innanlands.
Færri tánings-
stúlkur
fæða börn
TÁNINGSSTÚLKUR, sem
eiga börn, eru næstflestar á
Bretlandi en flestar í Banda-
ríkjunum. Er það niðurstaða
könnunar, sem Barnahjálpar-
sjóður Sameinuðu þjóðanna
hefur gert í 28 löndum. Í Bret-
landi er 31 fæðing á hverjar
1.000 konur á aldrinum 15 til
19 ára en fæstar eru þær í Suð-
ur-Kóreu, Japan, Sviss, Hol-
landi og Svíþjóð eða innan við
sjö. Í Bandaríkjunum eru þær
52, fjórum sinnum fleiri en
meðaltalið í Evrópusambands-
ríkjunum. Á síðustu 30 árum
hefur Hollendingum tekist að
fækka fæðingum unglings-
stúlkna um 72% og sú er einnig
raunin í Noregi, Finnlandi,
Grikklandi, Íslandi og Tékk-
landi. Ástandið í Bandaríkjun-
um og Bretlandi er meðal ann-
ars kennt of lítilli fræðslu og of
miklum tepruskap í þessum
efnum, öfugt við það, sem ger-
ist víða annars staðar.
STUTT
Mótefni
við milt-
isbrandi
JÚGÓSLAVNESKA sam-
bandsþingið samþykkti í gær, að
Sambandsríkið Júgóslavía yrði lagt
niður síðar á árinu en þess í stað
kæmi „Serbía og Svartfjallaland“.
Það var Evrópusambandið, ESB,
sem átti mestan þátt í þessari breyt-
ingu en óttast var, að kröfur Svart-
fellinga um aðskilnað gætu valdið
nýju Balkanstríði. Samkvæmt samn-
ingnum getur hvort ríkið sagt skilið
við hitt eftir þrjú ár. Nefnd skipuð
níu þingmönnum frá hvoru ríki mun
setja saman drög að stjórnarskrá
fyrir nýja sambandsríkið.
Júgóslavía
á útleið
Blegrad. AFP.