Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 27 DANSKA þingið samþykkti í gær lög gegn hryðjuverkum en sam- kvæmt þeim mun það varða lífstíð- arfangelsi að ræna flugvél. Lögregl- an fær auknar heimildir til húsleitar og til að hlera síma og lög um inn- flytjendur eru stórhert. Lena Espersen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, sagði, að lögin væru nauðsynleg vegna hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum. Í þeim segir meðal annars, að fjarskiptafyrirtæki skuli geyma allar upplýsingar um símtöl og tölvupóst í eitt ár og sýna þær lögreglunni ef óskað er. Hafa danskir blaðamenn mótmælt þessu ákvæði, sem þeir segja hefta tjáning- arfrelsið. Aðeins flokkarnir yst til vinstri greiddu atkvæði gegn lögun- um. Eitt af nýmælunum er, að leyfilegt verður að framselja danska borgara til annarra ríkja og lögreglan fær að hafna umsóknum um landvist telji hún, að hætta geti stafað af umsækj- endunum. Sumir danskir blaðamenn gagn- rýna lögin á þeirri forsendu, að þau séu tilræði við sjálft lýðræðið, og Ole Espersen, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, segir, að þau geti leitt til ofsókna gegn pólitískum andstæð- ingum. Danir samþykkja hryðjuverkalög Kaupmannahöfn. AFP. BANDARÍSKIR vísindamenn greindu frá því í gær, að þeir væru á góðri leið með að finna mótefni við miltisbrandi, en sýkillinn, sem honum veldur, virðist freista ýmissa hryðju- verkamanna. George Georgiu og fleiri lífefnafræðingar við Texasháskóla segjast hafa ein- angrað mótefni, sem gerir eitr- ið frá miltisbrandssýklinum óvirkt, og sýnt það og sannað með tilraunum á rottum. Skýrðu þeir frá þessu í mán- aðarritinu Nature Biotechno- logy. Telja þeir, að mótefnið megi gefa fólki, sem hefur smitast án þess að vera komið með einkenni, og jafnvel einn- ig fólki með væg eða fyrstu sjúkdómseinkenni. Raunar er til bóluefni við miltisbrandi en það verður að gefa oft og hefur ýmsar aukaverkanir. Annað áhrifaríkara bóluefni er til en aðeins notað á búfé. Norðmenn sækja í sænska vínið ÁFENGISKAUP Norðmanna í Svíþjóð aukast sem aldrei fyrr. Á fyrstu fjórum mánuð- um ársins hafa þau aukist um 63% og um 104% í léttum vín- um. Samtök víninnflytjenda í Noregi eru ekki ánægð með þessa þróun og Ivar Amund- sen, formaður þeirra, segir, að norska Stórþingið eigi sinn stóra þátt í henni. Svíar hafi lækkað tolla á áfengi um 19% um síðustu áramót en Norð- menn um 5%. Þá sé ekki gert ráð fyrir neinni lækkun í end- urskoðuðum fjárlögum stjórn- arinnar. Með Evrópusam- bandsaðild Svía hafa margar vörur lækkað verulega í verði en allt annað er upp á teningn- um í Noregi. Þess vegna streyma Norðmenn yfir til Sví- þjóðar og ekki aðeins eftir áfengi, heldur líka annarri vöru, til dæmis matvöru. Svíar reyna nú að finna leið til skilja á milli norsku áfengiskaup- anna og þeirra innlendu til að unnt sé að átta sig á neyslunni innanlands. Færri tánings- stúlkur fæða börn TÁNINGSSTÚLKUR, sem eiga börn, eru næstflestar á Bretlandi en flestar í Banda- ríkjunum. Er það niðurstaða könnunar, sem Barnahjálpar- sjóður Sameinuðu þjóðanna hefur gert í 28 löndum. Í Bret- landi er 31 fæðing á hverjar 1.000 konur á aldrinum 15 til 19 ára en fæstar eru þær í Suð- ur-Kóreu, Japan, Sviss, Hol- landi og Svíþjóð eða innan við sjö. Í Bandaríkjunum eru þær 52, fjórum sinnum fleiri en meðaltalið í Evrópusambands- ríkjunum. Á síðustu 30 árum hefur Hollendingum tekist að fækka fæðingum unglings- stúlkna um 72% og sú er einnig raunin í Noregi, Finnlandi, Grikklandi, Íslandi og Tékk- landi. Ástandið í Bandaríkjun- um og Bretlandi er meðal ann- ars kennt of lítilli fræðslu og of miklum tepruskap í þessum efnum, öfugt við það, sem ger- ist víða annars staðar. STUTT Mótefni við milt- isbrandi JÚGÓSLAVNESKA sam- bandsþingið samþykkti í gær, að Sambandsríkið Júgóslavía yrði lagt niður síðar á árinu en þess í stað kæmi „Serbía og Svartfjallaland“. Það var Evrópusambandið, ESB, sem átti mestan þátt í þessari breyt- ingu en óttast var, að kröfur Svart- fellinga um aðskilnað gætu valdið nýju Balkanstríði. Samkvæmt samn- ingnum getur hvort ríkið sagt skilið við hitt eftir þrjú ár. Nefnd skipuð níu þingmönnum frá hvoru ríki mun setja saman drög að stjórnarskrá fyrir nýja sambandsríkið. Júgóslavía á útleið Blegrad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.