Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
laugardag og sunnudag 1. og 2. júní kl. 11 - 17 að Ánanaus
Á NÆSTU dögum verður boðinn
út áfangi að stækkun leikskólans
Lækjarbrekku á Hólmavík.
Stækkunin er umtalsverð þar sem
byggingin er núna 115 fm en
verður eftir viðbyggingu 230 fm.
„Við erum að útbúa starfs-
mannaaðstöðu, eldhús og fleiri
leikrými,“ sagði Þór Örn Jónsson,
sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps.
„Síðan verður svokallaður lista-
skáli þar sem börnin geta verið
með vatnsliti og skapað listaverk.
Þá sjáum við einnig möguleika á
að taka yngri börn inn í skólann
sem hingað til hefur ekki verið
hægt vegna plássleysis,“ sagði
Þór.
Áætlað er að nýbyggingin verði
tekin í notkun í byrjun næsta árs.
Leikskólastjóri á Lækjarbrekku
er Kolbrún Þorsteinsdóttir.
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Börnin á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík hafa notið sólarinnar
í veðurblíðunni sem verið hefur á Ströndum síðustu daga.
Stækkun leikskólans
Lækjarbrekku
Hólmavík
FRAMHALDSSKÓLANUM á
Laugum í Reykjadal var slitið við
fjölmenna og hátíðlega athöfn 25.
maí sl. og þar með lauk fjórtánda
starfsári skólans. Í ávarpi Valgerð-
ar Gunnarsdóttur skólameistara
kom m.a. fram að 112 nemendur
hvaðanæva af landinu hófu nám við
skólann í haust, þar af helmingur
nýnemar, og hafa nemendur aldrei
verið fleiri í sögu skólans. Lagt
hafði verið í öfluga kynningarstarf-
semi á skólanum sem greinilega
skilaði sér með fjölgun nemenda. Í
vetur var svo haldið áfram að
kynna skólann með heimsóknum í
grunnskóla á Norðurlandi, auglýs-
ingum í sjónvarpi og með bæklingi
sem sendur var öllum nemendum
sem eru að ljúka námi úr grunn-
skóla.
Auk ávarps skólameistara fór
Sverrir Haraldsson áfangastjóri
yfir starfsárið í bundnu máli, sem
vel var tekið af hátíðargestum. Þá
var fjölbreytt dagskrá þar sem
m.a. komu fram með tónlistaratriði
Kaldo Kiis, skólastjóri Tónlistar-
skóla Reykjadals, og kona hans,
Margot Kiis. Einnig söng Jenný
Lára Arnórsdóttir, nemandi við
skólann, lag við undirleik Margot.
Viðstaddur var við útskriftina hóp-
ur nemenda sem útskrifaðist frá
Laugaskóla fyrir 50 árum og flutti
Árni Bjarnason ávarp fyrir þeirra
hönd. Þessi hópur og Kvenfélag
Reykdælahrepps færðu skólanum
gjafir við þetta tækifæri.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum ásamt Valgerði Gunn-
arsdóttur skólameistara.
Skólaslit Framhalds-
skólans á Laugum
Húsavík
NÝR björgunarbátur kom til
heimahafnar á Rifi nýlega. Hann
mun taka við hlutverki eldri báts
sem væntanlega
verður valið
annað hlutverk
annars staðar á
landinu. Gang-
hraði bátsins er
um 17 mílur og
eru í honum
tvær 750 hest-
afla Caterpillar-
vélar. Báturinn
var keyptur frá
Englandi og er mun yngri en sá
sem fyrir er og auk þess full-
komnari.
Formleg afhending mun fara
fram á sjómannadaginn. Ný-
ibjörgunarbáturinn kom til
heimahafnar á Rifi fyrr í vikunni.
Báturinn mun taka við hlutverki
eldri báts sem væntanlega verður
valið annaðhlutverk annarsstaðar
á landinu.
Morgunblaðið/Alfons
Nýr björg-
unarbátur
Ólafsvík
Páll Stefánsson
skipstjóri
FYRR á tímum stunduðu franskir
sjómenn veiðar við Íslandsstrendur.
Þeir voru tíðir gestir í Breiðafirðin-
um og komu sér upp bækistöð í
Grundarfirði á svonefndum Grund-
arkambi þar sem þeir reistu sér salt-
geymslur og fleiri byggingar. Á
heimaslóðum þessara sjómanna í
Norður-Frakklandi er mikill áhugi
fyrir þessari starfsemi og hér er nú
staddur hópur Frakka, áhugamanna
um þessa sögu. Þeir færðu Grund-
arfjarðarbæ að gjöf nokkrar myndir
af skútum sem notaðar voru við
þessar veiðar og skoðuðu staðinn þar
sem saltgeymslurnar hafa líklegast
staðið.
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Franski hópurinn ásamt bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar skoðar að-
stæður á Grundarkambi. Frá vinstri Eyþór Björnsson, bæjarstjóri
Grundarfjarðarbæjar, Boris Philippe Germes, Annick Carfantan, Jan
Pol Dumont le Douarec, Daniel Carfantan og Dominique Gallant.
Gengið um slóðir franskra skútukarla
Grundarfjörður
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is