Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ laugardag og sunnudag 1. og 2. júní kl. 11 - 17 að Ánanaus Á NÆSTU dögum verður boðinn út áfangi að stækkun leikskólans Lækjarbrekku á Hólmavík. Stækkunin er umtalsverð þar sem byggingin er núna 115 fm en verður eftir viðbyggingu 230 fm. „Við erum að útbúa starfs- mannaaðstöðu, eldhús og fleiri leikrými,“ sagði Þór Örn Jónsson, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. „Síðan verður svokallaður lista- skáli þar sem börnin geta verið með vatnsliti og skapað listaverk. Þá sjáum við einnig möguleika á að taka yngri börn inn í skólann sem hingað til hefur ekki verið hægt vegna plássleysis,“ sagði Þór. Áætlað er að nýbyggingin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs. Leikskólastjóri á Lækjarbrekku er Kolbrún Þorsteinsdóttir. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Börnin á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík hafa notið sólarinnar í veðurblíðunni sem verið hefur á Ströndum síðustu daga. Stækkun leikskólans Lækjarbrekku Hólmavík FRAMHALDSSKÓLANUM á Laugum í Reykjadal var slitið við fjölmenna og hátíðlega athöfn 25. maí sl. og þar með lauk fjórtánda starfsári skólans. Í ávarpi Valgerð- ar Gunnarsdóttur skólameistara kom m.a. fram að 112 nemendur hvaðanæva af landinu hófu nám við skólann í haust, þar af helmingur nýnemar, og hafa nemendur aldrei verið fleiri í sögu skólans. Lagt hafði verið í öfluga kynningarstarf- semi á skólanum sem greinilega skilaði sér með fjölgun nemenda. Í vetur var svo haldið áfram að kynna skólann með heimsóknum í grunnskóla á Norðurlandi, auglýs- ingum í sjónvarpi og með bæklingi sem sendur var öllum nemendum sem eru að ljúka námi úr grunn- skóla. Auk ávarps skólameistara fór Sverrir Haraldsson áfangastjóri yfir starfsárið í bundnu máli, sem vel var tekið af hátíðargestum. Þá var fjölbreytt dagskrá þar sem m.a. komu fram með tónlistaratriði Kaldo Kiis, skólastjóri Tónlistar- skóla Reykjadals, og kona hans, Margot Kiis. Einnig söng Jenný Lára Arnórsdóttir, nemandi við skólann, lag við undirleik Margot. Viðstaddur var við útskriftina hóp- ur nemenda sem útskrifaðist frá Laugaskóla fyrir 50 árum og flutti Árni Bjarnason ávarp fyrir þeirra hönd. Þessi hópur og Kvenfélag Reykdælahrepps færðu skólanum gjafir við þetta tækifæri. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum ásamt Valgerði Gunn- arsdóttur skólameistara. Skólaslit Framhalds- skólans á Laugum Húsavík NÝR björgunarbátur kom til heimahafnar á Rifi nýlega. Hann mun taka við hlutverki eldri báts sem væntanlega verður valið annað hlutverk annars staðar á landinu. Gang- hraði bátsins er um 17 mílur og eru í honum tvær 750 hest- afla Caterpillar- vélar. Báturinn var keyptur frá Englandi og er mun yngri en sá sem fyrir er og auk þess full- komnari. Formleg afhending mun fara fram á sjómannadaginn. Ný- ibjörgunarbáturinn kom til heimahafnar á Rifi fyrr í vikunni. Báturinn mun taka við hlutverki eldri báts sem væntanlega verður valið annaðhlutverk annarsstaðar á landinu. Morgunblaðið/Alfons Nýr björg- unarbátur Ólafsvík Páll Stefánsson skipstjóri FYRR á tímum stunduðu franskir sjómenn veiðar við Íslandsstrendur. Þeir voru tíðir gestir í Breiðafirðin- um og komu sér upp bækistöð í Grundarfirði á svonefndum Grund- arkambi þar sem þeir reistu sér salt- geymslur og fleiri byggingar. Á heimaslóðum þessara sjómanna í Norður-Frakklandi er mikill áhugi fyrir þessari starfsemi og hér er nú staddur hópur Frakka, áhugamanna um þessa sögu. Þeir færðu Grund- arfjarðarbæ að gjöf nokkrar myndir af skútum sem notaðar voru við þessar veiðar og skoðuðu staðinn þar sem saltgeymslurnar hafa líklegast staðið. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Franski hópurinn ásamt bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar skoðar að- stæður á Grundarkambi. Frá vinstri Eyþór Björnsson, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, Boris Philippe Germes, Annick Carfantan, Jan Pol Dumont le Douarec, Daniel Carfantan og Dominique Gallant. Gengið um slóðir franskra skútukarla Grundarfjörður Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.