Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 1
127. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. JÚNÍ 2002 SENEGALAR sigruðu Frakka í fyrsta leik heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu er fram fór í Suður-Kóreu í gærmorgun. Eina mark leiksins gerði Pape Bouba Diop. Úrslitin komu mjög á óvart enda eru Frakkar nú bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Afríkuríkið Senegal var áður frönsk nýlenda og fjöldi Senegala býr í Frakklandi. Hér sjást nokkrir þeirra fagna ár- angrinum í París í gær, í baksýn er þekkt bygging, Arche de la Defense. Reuters Kvittað fyrir nýlenduskeið  Okkar stærsta/B1 BANDARÍKJAMENN telja að vís- bendingar séu um að stjórnvöld í Pakistan séu farin að hindra ferðir hermdarverkamanna frá landinu inn í indverska hluta Kasmír-héraðs. Enn sé þó ekki hægt að fullyrða að stjórn Pervez Musharrafs forseta hafi staðið við loforð um að stöðva al- gerlega ferðir hermdarverkamann- anna. Indverjar sögðu hins vegar að ekki hefði orðið nein breyting í þess- um efnum. Bandaríkjamenn og Bretar hafa gefið flestum stjórnar- erindrekum sínum í Indlandi leyfi til að yfirgefa landið vegna stríðshætt- unnar og margar aðrar þjóðir hvetja einnig borgara sína á svæðinu til að hafa sig á brott. Indverjar hafna beinum viðræðum Indverjar hafa neitað að sam- þykkja beinar viðræður um deiluna á væntanlegum leiðtogafundi nokk- urra Asíuríkja í Kazakhstan í næstu viku en þar hyggst Vladímír Pútín Rússlandsforseti reyna að miðla málum. George Fernandes, varnar- málaráðherra Indlands, virtist þó í gær reyna að draga úr stríðsótta. „Ég tel ekki að ástæða sé til að hafa af því áhyggjur núna hvað kunni að gerast,“ sagði hann og taldi ástandið vera „stöðugt“. Liðlega þúsund milljónir manna búa í Indlandi og um 140 milljónir í Pakistan. Bæði Indverjar og Pakist- anar ráða yfir kjarnorkuvopnum og telja sérfræðingar bandaríska varn- armálaráðuneytisins að á fyrstu vik- um átaka milli þjóðanna tveggja gætu 9-12 milljónir manna fallið ef slíkum vopnum yrði beitt. Er þá ekki reiknað með óbeinu manntjóni síðar af völdum mengunar, sjúkdóma og hungurs. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, fer eftir helgina í ferð til umræddra landa til að reyna að hindra átök. Pakistanar eru mikilvægur bandamaður í átökum vesturveld- anna við liðsmenn al-Qaeda, sam- taka Osama bin Ladens, í Afganist- an. Musharraf hefur hótað að flytja herlið frá afgönsku landamærunum vegna hótana Indverja en þá gæti baráttan gegn al-Qaeda orðið tor- veldari. „Öll pakistanska þjóðin stendur þétt að baki hernum sem er reiðubúinn að verja ættjörðina ef til stríðs kemur,“ sagði Musharraf í gær. Óttast stríð milli Pakistana og Indverja Útlendingar hvattir til að forða sér Washington, Nýju Delhí, Islamabad. AP, AFP.  Hættulegasti/28 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í höfuðstöðvum hans í Ramallah í gær. Hann segir fundinn hafa ver- ið mjög góðan og að hann hafi fundið meiri friðarvilja hjá Arafat en hann hafi kannski átt von á. „Hann er ákaflega elskulegur maður og ég hafði ánægju af því að tala við hann,“ sagði Halldór í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins sem er í Ramallah. „Hann talaði mikið um sitt líf og sína reynslu og ég tel að hann hafi verið einlægur.“ Ísraelar réðust í gærmorgun með skriðdrekum inn í flótta- mannabúðir við borgina Nablus á Vesturbakkanum og létu, að sögn AFP-fréttastofunnar, vopnaða verði gæta hundraða karlmanna úr búðunum meðan sprengt var upp hús sjálfsmorðssprengjumanns er lét til skarar skríða fyrr í vikunni. Síðdegis í gær réðust hermenn einnig inn í Tulkarem og flótta- mannabúðir við borgina. Lét í ljós frið- arvilja Morgunblaðið/Sigrún Birna Ákaflega elskulegur/4 MÖRG fyrirtæki í Evrópu hyggjast reyna að koma í veg fyrir minni framleiðslu meðan á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu stendur í Suður-Kóreu og Japan með því að bjóða starfsfólki sínu upp á sveigj- anlegan vinnutíma. Verður fólki boðið að horfa eins og það lystir á þá leiki, sem háðir eru á vinnutíma, gegn því að það bæti fyrirtækinu upp þær vinnustundir sem glatast. Í rannsókn sem Barclaycard lét gera fyrir sig kemur fram að ef enska landsliðið í knattspyrnu kæmist alla leið í úrslitaleik HM myndi það kosta breska hagkerfið fimm milljarða vinnustunda. Þá sýndi könnun að 11% verkamanna á Spáni væru að hugleiða þann mögu- leika að tilkynna veikindi til að geta horft á fótboltann. Franski farsímarisinn SFR hefur sent þau skilaboð út til millistjórn- enda, að þeir sýni sveigjanleika. „Ef einhver mætir seint í vinnuna vegna þess að viðkomandi var að horfa á leik sem hófst kl. 8.30, eða það hefst leikur snemma í eftirmið- daginn, viljum við að yfirmenn sýni því skilning,“ sagði talsmaður SFR. HM og fyrirtækin Sveigjan- legur vinnutími París. AFP. ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service lækkaði í gær lánshæfiseinkunn Japans í ann- að sinn á hálfu ári vegna mikilla skulda japanska ríkisins. Samkvæmt nýja matinu er Japan, annað stærsta hagkerfið og land stærstu lánar- drottna heims, í sama lánshæfis- flokki og Kýpur, Grikkland og Lett- land. Annað matsfyrirtæki, Standard & Poor’s, lækkaði lánshæfiseinkunn Japans í síðasta mánuði og sagði að Japanir hefðu ekki gert nóg til að grynnka á skuldunum. Adam Posen, sérfræðingur við Al- þjóðahagfræðistofnunina (IIE) í Washington, segir að horfur séu á efnahagskreppu í Japan innan hálfs árs verði ekki ráðist í stórfelldar um- bætur á fjármálakerfinu. „Kreppa í Japan myndi hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir landið og efnahag alls heimsins.“ Lánshæfi Japana lækkar Tókýó. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.