Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 58
FRÉTTIR 58 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið föstudaginn 24. maí síðastliðinn og fengu 229 nemendur afhent prófskírteini. 123 stúd- entar voru brautskráðir, 72 nemendur luku ýmis konar starfsnámi og 20 nemendur luku verslunarprófi. Loks fengu 6 nemendur á starfsbraut afhent skírteini um að þeir hefðu lokið námi í framhaldsskóla, en þeir munu vera fyrstu starfsbrautarnemendurnir á Ís- landi sem ljúka fjögurra ára framhalds- skólanámi. Verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi hlutu Ólafur Guðbjörn Skúlason á heilbrigðissviði og Jón Ómar Gunnarsson á félagsfræðibraut. Ólafur Guðbjörn fékk einnig verðlaun frá Rótaryklúbbi Breiðholts og Lilja Katrín Gunnarsdóttir, nýmálabraut, fékk sér- staka viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Fjölmargir aðrir nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í einstökum greinum. Um 120 starfsmenn starfa við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, 1145 nemendur innrit- uðust í dagskólann í janúar og 770 í kvöld- skóla. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsinu Austurbergi, að viðstöddum menntamálaráðherra Tómasi Inga Olrich. Kristín Arnalds, skólameistari, hélt yfirlits- ræðu og kór FB söng nokkur lög. Morgunblaðið/Golli FB útskrifar 229 nemendur BRAUTSKRÁÐIR voru 72 nem- endur frá Iðnskólanum í Hafn- arfirði laugardaginn 25. maí síð- astliðinn. 22 nemendur luku prófi í hársnyrtiiðn, 9 í húsasmíði, 1 í húsgagnasmíði, 1 í múrsmíði, 4 í pípulögnum, 3 í rafvirkjun, 1 í rennismíði, 6 í vélsmíði, 6 í tækni- teiknun, 8 af hönnunarbraut og 11 af útstillingabraut. Við skólaslitin hlutu Þóra Valdís Hilmarsdóttir hársnyrtinemi og Ólafur Karl Brynjarsson húsasmíðanemi, verð- laun frá Samtökum iðnaðarins, en bæði sýndu þau frábæran náms- árangur á burtfararprófi iðnnáms. Tveir nemendur, sem luku burt- fararprófi iðnnáms, Sigþór Sig- urðsson af pípulagnabraut og Vignir Örn Arnarson af húsa- smíðabraut, fengu viðurkenningu fyrir eljusemi, dugnað og framfar- ir. Auk þess fengu fleiri nemendur viðurkenningu fyrir framúrskar- andi árangur á hinum ýmsu braut- um. 72 nemendur braut- skráðir frá Iðnskólan- um í Hafnarfirði ÁTJÁNDA skólaári Fjölbrautaskólans í Garðabæ lauk laugardaginn 25. maí með brautskráningu 68 nemenda, 60 stúdenta og 8 nemenda af styttri námsbrautum. Athöfnin fór fram í hátíðasal skólans sem nýlega hlaut nafnið Urðarbrunnur, en daginn áður hafði farið fram afhjúpun listaverks utan á boga- vegg salarins eftir listamennina Baltasar og Kristjönu Samper. Skólameistarinn, Þorsteinn Þorsteinsson, greindi frá starfsemi skólans á liðnum vetri. Nokkrir nemendur brautskráðust samkvæmt nýrri námskrá frá 1999 eftir þriggja ára nám undir kjörorðunum Hópur – hraði – gæði. Ennfremur voru brautskráðir fjórir fyrstu nemendurnir úr sérdeild skólans fyrir fatlaða nemendur. Fyrsta foreldrafélag í framhaldsskóla var stofnað í FG í nóvember síðastliðinn. Berglind Eik Guðmundsdóttir, nemandi í HG-hópnum, sem lauk námi á þremur árum, hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi, ágætiseinkunn í 54 af 58 námsáföngum þar sem vegið meðaltal var 9,68. Samþykkt hefur verið viðbygging fyrir listnámsbrautina í skólanum og bygging íþróttahúss á milli skólanna tveggja, FG og Hofsstaðaskóla. Standa vonir til að þessar byggingar verði tilbúnar 2004. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útskrift í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ ÚTSKRIFT fór fram úr Landnema- skóla Eflingar og MFA, 30. maí sl. Tilgangur skólans, sem er samstarfs- verkefni Eflingar – stéttarfélags og Menningar- og fræðslusambands al- þýðu, var að kenna erlendum fé- lagsmönnum Eflingar íslensku og ís- lenska samfélagsfræði ásamt því að taka á ýmsum þáttum í réttindum og skyldum í íslensku samfélagi. Skól- inn, sem var 240 stundir, var fjár- magnaður með styrk frá Starfs- menntaráði og fræðslusjóðum Eflingar – stéttarfélags. Alls sóttu skólann 13 félagsmenn Eflingar frá 6 þjóðlöndum, Bretlandi, Taílandi, Fi- lipseyjum, Paraguay, Póllandi, Litháen. Stefnt er að áframhaldandi rekstri skólans næsta haust, segir í fréttatilkynningu. Fremri röð frá vinstri: Marilou S Cagatin, Lesley Ágústsson, Milder D.C. Solis, Phafan T. Santhiah, Freyja M. Espirit. Aftari röð frá vinstri: Theresa N. Bedia, Jagoda M. Dobrzaniecka, Vilborg Einarsdóttir kennari, Hólmfríður E. Guðmunds- dóttir kennari, Loida Surban, og Rungrat Decha. Fjórir nemendur voru ekki viðstaddir. Útskrift úr Landnemaskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.