Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 5, 155 Reykjavík, kt. 490169-1219. Bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf. samþykkti þann 30. maí 2002 að heimila stækkun skuldabréfaflokksins BUN 001A um 6.000.000.000,- sex þúsund milljónir króna að nafnverði og mun að lokinni stækkun nema allt að 10.000.000.000,- tíu þúsund milljónir króna. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni ásamt viðauka er hægt að nálgast hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6060. Fax: 525-6099. Aðili að Verðbréfaþingi Íslands. Viðauki við skráningarlýsingu verðtryggðra skuldabréfa Búnaðarbanka Íslands hf. 1. flokkur 2000. Samkomulag um starfsmenntamál sjómanna Treystir stöðu sjó- manna á vinnumarkaði Morgunblaðið/Golli Frá undirritun samkomulags um starfsmenntamál sjómanna. Samtals verð- ur 45 milljónum króna varið til verkefnisins á næstu þremur árum. leita eftir viðræðum við stjórnvöld um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu. Þá skal verkefnissjórnin styrkja nýjungar í námsefnisgerð og endur- skoðun námsefnis, styrkja rekstur námskeiða og veita einstaklingum og útgerðum styrki vegna starfs- menntunar samkvæmt nánari reglum verkefnisstjórnarinnar. Verkefnisstjórnin skal einnig leit- ast við að eiga samstarf við hina ýmsu aðila sem að starfsmenntun koma með það að markmiði að sam- ræma sjónarmið og skapa þannig breiðan stuðning við verkefnið. Þess er getið í samkomulaginu að samningsaðilar skuli haustið 2003 fá óháðan aðila til að leggja mat á árangur verkefnisins og hvaða ávinningi það hefur skilað fyrir sjávarútveginn. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu skal taka ákvörð- un um hvort af áframhaldandi sam- starfi verður. FORSVARSMENN Sjómannasam- bands Íslands, Samtaka atvinnulífs- ins og Landssambands íslenskra út- vegsmanna skrifuðu í gær ásamt Páli Péturssyni, félagsmálaráð- herra, undir samkomulag um starfsmenntamál. Markmið sam- komulagsins er að treysta stöðu sjó- manna á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og end- urnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breytt verkefni. Með starfsmennt- un er í samkomulaginu einkum átt við eftir- og endurmenntun sjó- manna. Verkefninu verða tryggðar 45 milljónir króna úr Atvinnuleysis- tryggingastjóði á næstu tæpum þremur árum, eða til 15. maí 2004. Er þetta með sambærilegum hætti og staðið er að starfsmenntaverk- efnunum Starfsafli og Landsmennt, sem eru átak í starfsfræðslumálum ófaglærðra er urðu til í framhaldi af síðustu kjarasamningum. Páll Pétursson sagði á blaða- mannafundi, sem boðað var til í til- efni af undirritun samkomulagsins, að það væri mjög ánægjulegt að að- ilar vinnumarkaðarins hefðu komið sér saman um að verja peningum á þann hátt og efla starfsmenntun. Það sé af hinu góða og eitt dæmið enn um góða samvinnu aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda. Starfsmenntun mikilvæg fyrir atvinnulífið Fram kemur í samkomulaginu að samningsaðilar séu sammála um mikilvægi starfsmenntunar fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Aukin hæfni og starfstengd menntun félagsmanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands séu nauðsynlegir þættir í meiri framleiðni og bættri sam- keppnisstöðu útgerða íslenskra fiskiskipa. Útgerðin þarfnist vel menntaðra sjómanna sem geti mætt nýjum þörfum og breyttum kröfum og mikilvægt sé að framboð á námi og námsefni svari þörfum útgerð- arinnar á hverjum tíma. Skipuð verður sérstök verkefnis- sjórn sem í munu eiga sæti þrír fulltrúar stéttarfélaganna, tveir fulltrúar frá Samtökum atvinnulífs- ins og einn fulltrúi félagsmálaráðu- neytisins. Hlutverk verkefnis- stjórnarinnar verður að sinna stuðningsverkefnum og þróunar- og hvatningaraðgerðum í starfsmennt- un fyrir sjómenn. Í samkomulaginu kemur fram að verkefnissjórnin skuli hafa frum- kvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun, kanna þörf útgerða fyrir starfsmenntun sjómanna og VÖRUSKIPTIN í apríl voru hag- stæð um 2,7 milljarða króna. Flutt- ar voru út vörur fyrir 20,8 milljarða króna og inn fyrir 18,1 milljarð, fob. Í sama mánuði í fyrra voru vöru- skiptin hagstæð um 2,2 milljarða á sama gengi. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands. Fyrstu fjóra mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 73,9 milljarða króna en inn fyrir 65,9 milljarða, fob. Afgangur var því á vöruskipt- unum við útlönd sem nam 8,0 millj- örðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um rúma 5,6 milljarða á sama gengi. Fyrstu fjóra mánuði ársins var því vöru- skiptajöfnuðurinn tæpum 13,7 millj- örðum króna skárri en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins var 6 milljörð- um eða 9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð er- lends gjaldeyris 11% hærra mán- uðina janúar–apríl 2002 en sömu mánuði fyrra árs. Sjávarafurðir voru 63% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 12% meira en á sama tíma árið áð- ur. Í frétt Hagstofunnar segir að aukningu vöruútflutnings megi einna helst rekja til aukins útflutn- ings á sjávarafurðum, aðallega fiski- mjöli og frystum flökum. Einnig hafi útflutningur iðnaðarvöru auk- ist, að stórum hluta á lyfjavörum og lækningatækjum. Á móti komi að verðmæti álútflutnings hafi dregist saman og skipaútflutningur hafi verið minni. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins var 7,7 millj- örðum eða 11% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Fram kemur í tölum Hagstofan að það má að stærstum hluta rekja til minni innflutnings á fjárfestingarvörum, flutningatækjum og neysluvörum, öðrum en mat- og drykkjarvörum.                             !"       #                                !    "!#       !     "  #   !  $  $! % $% " $     &     '  $   &!  '  (             () *+)* ( ,-)(  ( -.*)    /*)/ (/ ,.+0  ()/1 -)*0 ) 1(,0   0 /+.) ( .).- ( ((() / +++,           () -(() ( --,-  )+-(       ( (./( (* .+*1  (11. *0-- ) *-.+   0 ...- /*+( 0 ,,,1 + --.)    !"    21+3 4(,+3 2,-/3 2-0(3 #"   4,-.3 2/)3  4)(.3 20(/3 2().3      2)0.3 2,(.3 5 2(103     $%&'( )* +  , *-$+.                               Vöruskipti í apríl jákvæð ÖLDURÓT, blað Sjómannadags- ráðs Akureyrar, er komið út og hefur verið dreift endurgjalds- laust í hús á öllum þéttbýlis- stöðum við Eyjafjörð í dag. Blaðið, sem Athygli ehf. á Akureyri hefur unnið fyrir Sjómannadagsráð Ak- ureyrar, er 48 blaðsíður og kennir þar ýmissa grasa. Meðal annars birtast viðtöl við Jakob Kárason, vélstjóra á Árbaki, rætt er við þá Auðunsbræður, Þorstein og Gunn- ar, sem verða heiðraðir á sjó- mannadaginn og einnig er viðtal við Trausta Gestsson, skipstjóra á Akureyri, sem sömuleiðis verður heiðraður á sjómannadaginn. Þá eru viðtöl við Hörð Blöndal, hafn- arstjóra á Akureyri, Víði Bene- diktsson, stýrimann á Kaldbaki EA, Gunnar Georg Gunnarsson, háseta á Vilhelm Þorsteinssyni EA og Maron Björnsson, skipstjóra á Guðmundi Ólafi ÓF. Blaðið er prentað í átta þúsund eintökum. Öldurót komið út SJÓMANNADAGURINN er á morgun og samkvæmt kjarasamn- ingum við sjómenn eiga öll fiskiskip að liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi í dag fyrir sjó- mannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12.00 á hádegi mánudag. Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal útgerðarmanna á undanförn- um árum vegna sjómannadagsins, sem segja að hann beri upp á tíma þegar veiði stendur sem hæst, svo sem úthafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg og veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Síðdegis í gær voru sex íslensk skip að síldveiðum í Síldarsmugunni. Þangað er ríflega sólarhrings sigling og því útlit fyrir að skipin verði á sjó á sjómanna- daginn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ætlun þeirra að landa afla í Noregi eftir helgi en ákvæði um frí um sjómannadags- helgina eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunnugt um það áður en veiðiferð hefst. Útgerðir verða kærðar Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannadagsins, segir að árlega komi fram sögusagnir um að einstök skip ætli að vera á sjó á sjó- mannadaginn en sem betur fer hafi það ekki orðið raunin. „Það verður fylgst með því hvort skip brjóta kjarasamninga með þessum hætti og gengið hart fram í því að kæra þær útgerðir sem gerast brotleg- ar.“ Á undanförnum árum hafa þær raddir sífellt gerst háværari sem vilja flytja sjómannadaginn til. Hólmgeir segist hafa orðið var við þessa umræðu en gefur lítið fyrir slíkar hugmyndir. „Ég get ekki séð að þetta sé vandamál, útgerðirnar eiga að geta skipulagt sína sókn þannig að skip þeirra verði í landi á sjómannadag. Skipin eru öll með kvóta og fiskurinn fer ekkert frá þeim. Ef sjómannadagurinn yrði færður til myndi það einungis koma niður á einhverjum öðrum,“ segir Hólmgeir. Sex skip í síldarsmugunni Hyggjast landa í Noregi eftir sjómannadag GREININGARDEILD Búnaðar- bankans-Verðbréfa spáir 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli maí og júní en SPRON spáir 0,3% hækkun. Bensín hefur mest áhrif til hækkunar en Olíufélagið og Skelj- ungur tilkynntu í gær 5% hækkun á bensínverði eða 4,8 krónur á bensínlítrann. Verð á olíu verður óbreytt. Miðað við 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs í júní verður verðbólga síðustu 12 mánaða 4,8% en 0,3% hækkun samsvarar 3,5% verðhækkun á ársgrundvelli. Hag- stofa Íslands birtir vísitöluna 12. júní nk. Spá 0,3–0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.