Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 49
áratugi; stór hluti hans er orðinn það
breyttur að hann hrygnir u.þ.b.
tveimur árum fyrr en áður var miðað
við sama þunga.
Fyrirboðar vondra tíðinda
Ekki er unnt að ráða í það hvaða
þýðingu snemmbær kynþroski hefur
á nýliðun þar sem fjöldi mislífvæn-
legra kviðpokaseiða er eitt en nýliðun
annað (þriggja ára fiskur), en bæði í
Noregi (Lofoten) og sérstaklega þó í
Kanada voru þessi einkenni þorsk-
stofnsins fyrirboði hruns þar sem
sams konar breytingar urðu á nokkr-
um árum fyrir hrun hvort heldur það
var á þremur stærstu svæðunum
(2J3KL, DFO Science Stock Status
Report 2001) eða í St. Lawrence-flóa.
Sex ára þorskur var um 40% kyn-
þroska um árabil fram til 1988 en
hækkaði síðan í 90-100% á um fjórum
árum og fimm ára fiskur úr 15% upp í
60% á sama tímabili, en eftir veiði-
bann 1992 seig kynþroskaprósentan
hægt niður (sex ára fiskur er nú um
80% kynþroska), þ.e. langt frá því
sem áður var og betur lét.
Tæpast er í alvöru unnt að gera því
skóna nú að ástæður þessa geti verið
aðrar en erfðabreytingar með vali,
þ.e. með stærðaveljandi veiðum. Þeim
sem þrjóskastir eru til að fallast á
erfðabreytingar má benda á, að fjöldi
hryggjarliða hefur einnig tekið breyt-
ingum. Í nefndum gögnum er tekið
fram að hrygning snemmþroska fisks
í slæmu ástandi (condition) geti
hækkað náttúrlegan dauða. Þetta er
flest á sömu bókina lært; veiðar og
skráð brottkast skýra ekki hrun veiða
við Kanada, vöxtur einstaklinga var
orðinn mjög hægur, heildardauði hár
og er enn þrátt fyrir mjög litlar sem
engar veiðar. Einu ljósglætuna er nú
að finna í innfjörðum á staðbundnum
stofnum.
Íslenskar vísbendingar
Það er ofmælt að segja að þorsk-
urinn hér sé kominn að fótum fram,
en viss einkenni Kanadaveiki eru til
staðar en spurningin er sú hversu víð-
tæk þau eru og hvort stofninum í
heild (hann er samsettur af fjölda-
mörgum undirstofnum) sé hætta bú-
in. Hægvöxtur er ígildi ákveðins nátt-
úrulegs dauða vegna lélegrar
nýtingar ætis við viðhald þeirra
sjálfra og svo bætist væntanlega við
aukinn dauði í hrygningu; einmitt þes
fisks sem er snemmþroska og illa
haldinn; honum er mest hætta búin
og þegar sjómenn eru farnir að tala
um slíkan fisk hér þá eiga rauð ljós að
kvikna. Það er sem upp geti komið
vítahringur með fiski sem er hæg-
vaxta og snemmþroska og eyðir mik-
illi orku í hrygningu í stað þess að
vaxa. Þar sem hrogn frá slíkum fiski
eru lítil og seiði líklega ólífvænleg af
mörgum ástæðum, er eins víst að
erfðir afkomenda líkist þeim sem ein-
kenndu foreldra.
Af ofangreindum ástæðum skiptir
nú miklu máli að kanna hversu út-
breidd Kanadaeinkenni eru orðin og
að gripið verði til ráðstafana til að
hindra frekari útbreiðslu veikinnar
áður en of seint er orðið, en engin
ástæða er fyrir Íslendinga að fara í
fótspor Kanada af þrjósku eða bara
skammsýni. Margt bendir til að
þorskurinn sé nú um einu ári eldri að
meðaltali, en hann á að vera; sé svo þá
erum við á miðjum Kanadakóss.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
&
9
8
J ..
K
'
: = 9
.32 4
32
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 49
í Skútuvogi
Laugardagur
Sími 525 3000 • www.husa.is
Tilboð í verslun
Skútuvogi 16
í dag, laugardag.
Opið 10-16
AIWA DVD spilari
Spilar öll kerfi og einnig MP3 diska
Verð 23.900 kr.
SEG sjónvarp
28”, textavarp o.fl.
Verð 46.990 kr.
Örbylgjuloftnet
með spenni
Verð 13.990 kr.
Verð áður: 49.990 kr. Verð áður: 19.272 kr.
Verð áður: 34.990 kr.
K
O
R
T
E
R
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
alltaf á sunnudögumBÍLAR