Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórarinn Þor-valdsson fæddist á Völlum í Þistilfirði í Norður-Þingeyjar- sýslu 15. janúar 1909. Hann andaðist á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 21. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þorvaldur Pálmi Guðmundsson, bóndi á Völlum, f. 29.6. 1872, d. 15.11. 1953, og Jónína Kristveig Kristjáns- dóttir, f. 7.10. 1874, d. 26.4. 1947. Þórarinn var sjöundi í röðinni af þrettán systkinum sem voru Laufey, f. 1.11. 1897, d. 26.4. 1965, Guðmundur, f. 20.12. 1898, d. 2.6. 1977, Kristín, f. 28.3. 1901, d. 23.2. 1902, Kristín, f. 6.12. 1902, d. 24.8. 1985, Krist- ján, f. 11.10. 1904, d. 19.1. 1930, Örn, f. 11.1. 1907, d. 29.12. 1989, Kristlaug, f. 24.10. 1910, d. 30.1. 1977, Hafliði, f. 5.11. 1911, d. 1.5. 1924, Þórey, f. 25.1. 1913, d. 12.5. 1957, Eirík- ur, f. 11.1. 1914, d. 30.8. 1991, Aðal- björg, f. 1.10. 1916, d. 9.5. 2001, og Ingi- björg, f. 8.3. 1921, d. 25.7. 1988. Þórarinn var bóndi á Völlum í Þistilfirði. Hann var ókvæntur og barnlaus. Síð- ustu árin dvaldi hann á Þórshöfn. Útför Þórarins verður gerð frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú elskaðir stökunnar máttuga mál myndsmíð vors þjóðaranda. Svo kvað Einar Benediktsson. Mér koma þessi orð í hug þegar ég minnist Þórarins frænda. Þvílíkur hafsjór sem hann var af alls kyns þjóðlegum fróðleik, kvæðum, stök- um og gátum. Það var segin saga þegar við heimsóttum hann, sem var alltof sjaldan, á dvalarheimilið Naust þar sem hann dvaldi síðustu æviárin, að eftir að hafa heilsað, kysst og faðmað alla fjölskylduna var stutt í glettnislegt bros, vísu eða gátu. Ég sem skrifa þessi fátæklegu orð varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á Völlum hjá frændfólki mínu, en þangað kom ég á sumar- daginn fyrsta þegar ég var tæplega sex ára gamall. Enn er mér í fersku minni ferðalagið frá Hermundarfelli út í Velli, en þá setti pabbi mig á bak rauðri hryssu sem hann átti og ýmist teymdi undir mér eða hafði mig á hnakknefinu fyrir framan sig. Á Völlum var hlýlega tekið á móti okk- ur og heimsókn sem átti að standa í tvo til þrjá daga varð að rúmlega tuttugu árum. Systkinin á Völlum voru stórbrotið fólk, en sum þeirra áttu við mikla fötlun að stríða. Lauf- ey var mállaus frá fæðingu og nær því blind þegar ég kom í Velli, en hún stóð við eldhúsvaskinn og þvoði og þurrkaði upp eftir matinn, og á sumrin sneri hún og rakaði heyi með systkinum sínum. Mjúkar hendur og hlýhugur Þóreyjar eru mér í fersku minni. Eiríkur var um margt sér- stakur karakter og ég held að hann hafi haft dálítið aðra sýn á tilveruna en hin systkinin. Guðmundur var sjóndapur en gekk engu að síður til ýmissa starfa eins og hin systkinin. Oft fylgdi ég honum til næstu bæja því hann hafði gaman af að heim- sækja nágranna sína og sveitunga. Örn var einstakt ljúfmenni. Oft leiddi ég hann milli útihúsa og bæjar því döpur sjón og síðar blinda var al- varleg fötlun en aldrei kvartaði hann yfir því erfiða hlutskipti. Hann var mikill dýravinur og þekkti kindurn- ar með því að þukla á þeim. Hann mjólkaði kýrnar, gaf þeim og hirti að öllu leyti eftir að hann var orðinn al- blindur. Ingibjörg eða Inga eins og hún var alltaf kölluð var mikil kjarna- kona. Hún reyndist mér sem besta móðir og bak við stundum dálítið hrjúft yfirborð bjó mikill næmleiki og mannleg hlýja. Þórarinn var einstakur maður, mótaður af harðri lífsbaráttu og því umhverfi sem hann lifði í á Völlum. Enginn sem elst upp og lifir á þeim stað kemst hjá því að mótast af þeim mikla karfti og þeirri kyrrð og blíðu sem náttúran þar býr yfir. Elsku frændi, nú ertu farinn og kominn aftur heim í Velli. Ég held að bak við huliðstjaldið mikla sértu að horfa yfir ættaróðalið baðað mildum geislum sumarsólar og öldugjálfrið í víkinni lætur blítt í eyrum. Ég og fjölskylda mín öll kveðjum þig með innilegri þökk fyrir allt, elsku frændi. Hvíl þú í friði. Öllu starfsfólki á Dvalarheimilinu Nausti vil ég færa innilegt þakklæti fyrir umönnun Þórarins á liðnum ár- um. Indriði og fjölskylda. Það eru margar minningar sem koma í hugann þegar Þórarinn Þor- valdsson, bóndi og sjómaður á Völl- um, er allur. Ég kom oft í Velli sem unglingur og síðar án þess að eiga þangað annað erindi en það að spjalla við systkinin þar og finna þá vinsemd og hlýju sem þar var alltaf nóg af. Það var alltaf nóg um að tala og svo margt hægt að gera. Oft var farið á sjó til að veiða fisk í soðið. Sá fiskur var gjarnan sendur á næstu bæi til þeirra sem ekki áttu bát eða land að sjó. Það var í raun fisk- vinnsla á Völlum bæði í salt og skreið. Þórarinn lagði auk þess net fyrir rauðmaga og kola. Var þeim afla miðlað óspart til annarra án greiðslu. Það var einstök upplifun, að fara með Þórarni og Erni bróður hans á sjó. Þeir voru óþreytandi að kenna mér, stráknum, sjómennsku og út- skýra öll þau mið sem farið var á, eins og það var kallað. Viðarvíkin var í raun kortlögð í þeirra huga og þar var færum rennt nákvæmlega á réttu miði sem hafði sitt nafn, en ekki bara einhvern punkt sem kom fram á mæli. Þórarinn var mjög ljóðelskur maður og fór oft með vísur fyrir mig sem honum þóttu vel ortar og hittu vel í mark, enda var hann góður hag- yrðingur sjálfur þótt ekki bæri hann sinn kveðskap á torg eða færi með fyrir hvern sem var. Þórarinn var um margt mótaður af því umhverfi sem hann fæddist í og bjó við alla ævi. Það var ekki fyrir aukvisa að búa á Völlum, einhverri erfiðustu jörð í hans sveit. Það eru brattir bakkarnir að Viðarvíkinni og ekki alltaf gott að fóta sig þar, en marga byrðina bar hann á bakinu upp úr víkinni, fiskinn og rekaviðinn og aðrar þungar vörur sem gjarnan komu með bát frá Þórshöfn í Við- arvík, svo sem fóðurbætir fyrir bú- smalann á Völlum og marga aðra bæi, en það var flutningaleiðin áður en vegurinn kom í Þistilfjörðinn. Þórarinn beit bara á jaxlinn, gretti sig svolítið og sagði: Það er ekkert að mér, og svo brosti hann og hló. Þórarinn bjó á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn síðustu árin. Vil ég þakka öllu starfsfólki þar þá nær- gætni sem honum var sýnd. Hvíl þú í friði, Þórarinn, og haf þú þökk fyrir allt. Björgvin Þóroddsson. Elsku besti frændi. Þegar ég sá þig fyrst var ég bara vikugömul. Þá hélstu á mér og ég brosti mínu besta brosi til þín. Strax þá vissi ég hvað þú varst frábær. Þú minntist á þetta í hvert skipti sem við hittumst. Þeg- ar við komum til þín fór ég alltaf undir rúm til að heimsækja karlinn í tunglinu. Ég var þar í smá stund og svo kom ég til þín og við töluðum um hvað hann hefði sagt. Þú varst alltaf í svo góðu skapi og gafst þér alltaf tíma til að tala við mig. Svo þegar þú komst og gistir hjá okkur fórum við alltaf saman í morgungöngur. „Að- eins lengra,“ sagðirðu alltaf þangað til við vorum komin lengst niður eft- ir. Nú ertu farinn en ég veit að þú fylgist með okkur um alla tíð og að við hittumst aftur seinna. Þangað til geymi ég allar góðu minningarnar um þig. Mér mun alltaf þykja vænt um þig. Alltaf um alla eilífð. Þín Sigurlaug. ÞÓRARINN ÞORVALDSSON    !  "  #   $    $        "   4  +56# +5 6 (      - ( $ %7        $  %  &                  "      #) 8   ) $*     # $      $*  9*  # $  : # $   # $   $*# $                      #  , ;<6 )( "  / " (7        '(    $ #     !   $ $  )$"  *+ ,                 $    - $    #  +* $*  , =9*  '  4  +* $*  , (>   $*  3 " '  2  23 '(2  2  23  $   &    !  .  .$ "      /     ?4  ?6 + 66#        '0/     1!       +*! 4   '   @ "      &     &      .   " .      "               + 6+1 #6<6 4+# :- '   )"- *$  ) 4)  8 (.+* $*   $* '  +*  (4)  5 <$$ '   23(++*!   +3( +*!       2  23 '(2  2  23  2   &    6  -<6 2* $ /    - "    $" " 3/    #  $  '4    $    5 $1  $  )$" *) 1!       9*!  (" $$*  '( 3  $  5 &               /# 9 A B, 8   * ! ""CD       6 /   -          ,  $*'   $ 8 ( )$*  . 5()$*  . +* 8 ( )'  * 5()'   ()  $ 8 E!  $*  , (8'!     $*'    8'!  #  , ( )$*  2  23 '(2  2  23  7               .   " .    "                       # 6 4  +56# 6 <6 (      /(  0 F7   8      &          !   9 --       --       6 /     -   !           #   '(   $ ( # $*  ) 4  $*   ( =# '   # '  /(G* # $*  /( *8 ( $*  '(  '(  ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.