Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 63 Vegna framkvæmda við mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar verður Víkurvegur lokaður milli Gagnvegar og Vesturlandsvegar frá kl. 22.00 föstudagskvöld 31. maí til kl. 7.00 mánudagsmorgun 10. júní. Þann tíma fer öll umferð til og frá Grafarvogshverfi um Gullinbrú. Til að auðvelda leiðarval um Grafarvogshverfi verður komið fyrir merkingum á helstu gatna- mótum innan hverfisins. Umferð verður væntanlega hleypt á hin nýju gatnamót þann 10. júní og verður það nánar auglýst síðar. Gatnamálastofa í Reykjavík Víkurvegur Lokaður 31. maí-10. júní Vesturlandsvegur Grafarvogur Þúsöld Grafarholt Víkurvegur Gatnamót við Vesturlandsveg Tilkynning um lokun Víkurvegar SÍÐASTA brautskráning frá Tækni- skóla Íslands fer fram í dag, laug- ardaginn 30. júní kl. 13 í Bústaða- kirkju. Þann 30. apríl s.l. voru samþykkt lög frá Alþingi um Tækniháskóla Íslands og tekur hann til starfa að lokinni brautskráningu. Það eru því merk tímamót í sögu Tækniskólans í dag sem starfað hef- ur óslitið frá árinu 1964. Hann var upphaflega settur á fót til að veita iðnmenntuðu fólki frekari tækifæri til náms að undirlagi þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar. Í tímans rás hefur náms- leiðum fjölgað til muna og nemenda- hópurinn, að sama skapi, orðið fjöl- breyttari, segir í fréttatilkynningu. Deildir skólans eru 7, byggingadeild, rafmagnsdeild, iðnaðartæknifræði- og véladeild, rekstrardeild, heil- brigðisdeild og frumgreinadeild, og námsbrautir alls 16 talsins. Útskrift frá TÍ er að jafnaði fá- menn að vori þar sem fleiri deildir skólans útskrifa hópa sína í janúar. Í dag verða útskrifaðir fyrstu geisla- fræðingarnir frá heilbrigðisdeild Tækniskólans eftir fjögurra ára B.Sc. nám en starfsheiti þeirra var áður röntgentæknar. Frumgreina- deild TÍ útskrifar fjölmennasta hóp- inn en þeir nemendur hafa öðlast rétt til að hefja nám á háskólastigi. Auk þess eru nemendur frá rekstr- ardeild og tæknideildum skólans að útskrifast. Dagskrá athafnarinnar er í stórum dráttum sú að eftir afhend- ingu skírteina taka við ávörp og af- hending styrkja. Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, Sigríður Jó- hannesdóttir, þingkona og Jónína Gísladóttir, formaður Félags geisla- fræðinga, flytja ávörp m.a. og veittir verða námsstyrkir úr Námssjóði sameinaðra verktaka við Tækniskóla Íslands, en formaður þess sjóðs er Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra. Rektor Tækniskóla Íslands er Guðbrandur Steinþórsson. Tækniskóli Ís- lands brautskráir í síðasta sinn THORVALDSENSFÉLAGIÐ stofnaði verslunina Thorvald- senbazar, Austurstræti 4, hinn 1. júní 1901 og hefur hún verið þar frá upphafi. Fé- lagskonur hafa alltaf unnið í sjálfboðavinnu við afgreiðslu en laun eru greidd til versl- unarstjóra. Allur ágóði rennur til líkn- armála og þá helst til veikra barna. Í tilefni afmælisins bjóða félagskonur viðskiptavinum og gestum upp á kaffi og pönnukökur frá kl. 10–16 í dag. Allir eru velkomnir. Thorvald- sensbazar- inn 101 árs VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, opnaði á fimmtudag sýninguna Sum- arhúsið og garðurinn í Mosfellsbæ. Sýningin er haldin í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Yfir 90 fyr- irtæki og stofnanir sýna allt það nýjasta í vöru og þjónustu fyrir sumarhúsa- og garðeigendur. Fjölmargar uppákomur verða á svæðinu, gestir geta virt fyrir sér umhverfislist, boðið verður upp á fræðslu, auk þess sem brugðið verður á leik með börnum á íþrótta- vellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning sem þessi er haldin hér á landi og hefur hún vakið mikla eftirtekt hjá fyrirtækjum sem þjóna þessum markhópi, sumarhúsaeigendum og garðeigendum, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Kristinn Sumarhúsið og garðurinn í Mosfellsbæ FYRRI hluti Silfur-Jodel lendingar- keppninnar verður haldinn á Tungu- bökkum í Mosfellsbæ í dag, laugar- daginn 1. júní, kl. 14, ef veður leyfir. Annars frestast keppnin um viku. Keppendur mæti kl. 13. Seinni hluti keppninnar verður haldinn fyrstu helgina í september og ræður besti árangurinn úr annarri hvorri keppninni úrslitum, segir í fréttatil- kynningu frá Flugklúbbi Mosfells- bæjar. Lendingarkeppni SIGLINGASTOFNUN gerir samning við Myndbæ ehf. um gerð ellefu nýrra stuttmynda um neyðarráðstafanir og for- varnir við slysum á sjó í tengslum við langtímaáætl- unina í öryggismálum sjófar- enda. Í lok maí 2002 undirrituðu Jóhann Briem f.h. Myndbæjar ehf. og Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar Ís- lands, vegna langtímaáætlun- ar í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001–2003, samning um gerð ellefu stuttmynda um öryggismál sjófarenda. Gerð myndanna á að vera lokið 15. júlí nk. Fyrirhugað er að þessar myndir verði aðgengilegar á sérstakri vefsíðu um öryggis- mál sjófarenda sem opnuð verði seinna á þessu ári. Jafn- framt er áformað að setja myndirnar á DVD og dreifa endurgjaldslaust um borð í ís- lensk skip. Hver mynd verður 5–10 mín. að lengd og fjalla þær um neyðarráðstafanir og forvarnir við slysum á sjó. Myndirnar fjalla m.a. um frágang gúmmíbjörgunarbáta, móttöku þyrlu, æfingar um borð, öryggi við hífingar, frá- gang varasamra efna og ör- yggi á vinnsluþilfari og í lest, segir í frétt frá Siglingastofn- un. Nýjar stutt- myndir um öryggismál sjófarenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.