Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEFNT er að því að ljúka vinnu við deiliskipulag Laugavegarins í árslok en sam- kvæmt fyrirliggj- andi tillögum er gert ráð fyrir upp- byggingu um 60 þúsund fermetra við götuna. Helm- ingur þessara ný- bygginga gæti orðið verslunarhúsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkomnum bæklingi um upp- byggingu og vernd- un við Laugaveg sem Skipu- lags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar gefur út. Bæklingurinn tekur til Lauga- vegsreita, Bankastrætis og neðstu Skólavörðustígsreit- anna og í honum eru sýnd þau svæði sem hafa uppbyggingar- möguleika. Að auki er sett fram á grafískan hátt hugsan- legt útlit nýbygginganna í þekktri götumynd Laugaveg- arins eins og Hans-Olav And- ersen arkitekt sér það fyrir sér. Nýstárleg aðferð við stefnumörkun Skipulagsvinnan við Lauga- veginn er mislangt komin en á það þó sameiginlegt að vera hluti af heildarendurskoðun skipulags miðborgarinnar, segir Jóhannes S. Kjarval, sem er arkitekt hjá Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur- borgar og hefur haft umsjón með deiliskipulagsvinnu mið- borgarinnar. Deiliskipulagið er síðasti áfangi í vinnu að þró- unaráætlun miðborgarinnar sem unnið hefur við allt frá árinu 1997. Jóhannes segir þessa áætlun vera nýstárlega aðferð við að vinna að heild- stæðri stefnumörkun fyrir deiliskipulag og tekur til allra þátta byggðar, starfsemi og framkvæmdar skipulags. „Það er mikilvægt að menn skynji heildina og að mínu mati eru dálítið miklar fréttir í því fyrir íslenska skipulagssögu að menn gera svona djúpstæða, stefnumarkandi vinnu áður en byrjað er á eiginlegu skipulagi og áður enn ákvæðum skipu- lagslaga um gerð deiliskipu- lags er fullnægt. Það er bæði nýtt og tilraunakennt af því að það reynir á alla þætti málsins eftir því sem við fetum okkur áfram. Við verðum alltaf að horfa til baka og endurskoða það sem við lögðum upp með.“ Að sögn Nikulásar Úlfars Mássonar, ritstjóra bæklings- ins, var ákveðið að ráðast í gerð hans vegna misskilnings varðandi stefnu borgaryfir- valda í uppbyggingar- og verndunarmálum við þessa þekktustu verslunargötu borgarinnar. „Það tóku að heyrast háværar raddir um að það væri verið að ofvernda hús við Laugaveginn. Þess vegna þurftum við að sýna fram á með þessum hætti að í þessari deiliskipulagsvinnu er verið að gefa færi á mikilli uppbygg- ingu. Hérna er verið að gefa kost á uppbyggingu 30 þúsund fermetra verslunarrýmis sem er nær því jafnmikið verslun- arrými og er í Smáralind og það kemur til viðbótar því sem er fyrir á Laugaveginum.“ Einn flóknasti hluti skipu- lags miðborgarinnar Undir þetta tekur Jóhannes og bendir á að auk þessa sé Laugavegurinn einn flóknasti hluti deiliskipulags í miðborg- inni. „Þarna eru margar at- vinnugreinar, sambland at- vinnustarfsemi og íbúða og þetta er mjög flókin samsetn- ing.“ Hann segir Laugaveginn vera það svæði í miðborginni, á eftir Kvosinni, sem segja megi að komi öllum mest við. „Þar af leiðandi einblínum við alltaf í umræðu og okkar faglegu hug- myndum á þetta svæði.“ Nikulás er sammála þessu: „Þarna erum við að vinna í sögulegu umhverfi og þá stangast svolítið á þarfir fyrir þróun og nýtískulegra hús- næði annars vegar og verndun húsa hins vegar.“ Á þetta er minnst í bæklingnum því þar kemur fram að sérstaða Laugavegarins felist í því að þar megi finna að minnsta kosti einn fulltrúa hvers bygg- ingarstíls í byggingarsögu Reykjavíkur. Nikulás segir að þetta geri Laugaveginn ein- stakan, jafnvel í stærra sam- hengi en bara innanlands. „Þarna er steinbær, þarna er danski stíllinn og við erum með íslenska brotaþaksstílinn og svo mætti lengi telja. Þannig er hægt að rekja sig í gegnum söguna eftir Laugaveginum frá upphafi timburhúsagerðar í Reykjavík til fulltrúa dagsins í gær sem er Laugavegur 99. Og það er þetta sem gerir þessa deiliskipulagsvinnu svo flókna því við þurfum að ákveða hverju við eigum að fórna fyrir nútímaverslun.“ Jóhannes segir þá hjá Skipulagssviði, sem komið hafa að þessari vinnu, sam- mála um að húsverndun standi höllum fæti. „Það kemur okk- ur dálítið mikið að óvörum því árið 1995 var mjög skýr stefnumótun varðandi vernd- un afgreidd af borgaryfirvöld- um í fullkominni pólítískri samstöðu og sú stefna hefur verið forsenda þessarar vinnu. Hins vegar verðum við glögg- lega vör við að hún stendur höllum fæti og það er miður vegna þess að þetta er hrein- lega fjöreggið í sögu okkar, annars erum við ekkert.“ Þeir félagar eru hins vegar sammála um að deiliskipulag- ið, sem kynnt er í bæklingnum, sýni að hægt sé að gera mjög mikið við Laugaveginn án þess að tefla sögunni í tvísýnu. Í tölulegum upplýsingum, sem settar eru fram í bæklingnum, kemur fram að núverandi heildarbyggingamagn götunn- ar sé 190 þúsund fermetrar en þar af séu 27 þúsund fermetr- ar verslunarhúsnæði. Í tillög- unum er lagt til niðurrif um 13 þúsund fermetra húsnæðis en þar af eru um 4 þúsund fer- metrar verslunarhúsnæði. Á hinn bóginn er lagt til að byggt verði um 60 þúsund fermetrar nýs húsnæðis og gæti helming- ur þess, eða um 30 þúsund fer- metrar, orðið verslunarrými. Heildarverslunarrými við Laugaveginn verður því sam- kvæmt deiliskipulaginu um 53 þúsund fermetrar. „Þessi uppbygging er nátt- úrlega háð ýmsu sem við- skiptalífið verður að taka ákvörðun um og vinna að,“ segir Jóhannes. „Við svörum alls ekkert öllum spurningum og við gerum ekki forskrift að öllu en það má segja að við bendum á tækifæri. Það er kjarni málsins.“ Áhersla lögð á viðhald húsa Nikulás segir að með þessu skipulagi sé einnig verið að beina sjónum manna að al- mennu viðhaldi húsa á Lauga- veginum sem hafi verið mjög ábótavant. Því sé umræðan um gömul hús á Íslandi oft á nei- kvæðum nótum. Hann bendir á að viðhaldsvinna við gömul hús í miðborginni sýni að þau séu þess virði að halda upp á og nefnir sérstaklega húsin við Kirkjustræti og gamla Kvennaskólann við Austurvöll í því sambandi. „Þetta eru hús sem enginn myndi vilja rífa í dag en voru óneitanlega gam- alt skúradrasl fyrir fimm ár- um. Þetta þarf að fara að ger- ast við Laugaveginn og þess vegna einbeitir Húsverndar- sjóður Reykjavíkurborgar sér að Laugaveginum til að styrkja fólk í því að gera upp sín hús og halda þeim við.“ En hvenær má búast við því að uppbyggingu við Lauga- veginn verði lokið? Jóhannes segir erfitt að segja til um það. „Það er alveg ljóst að það er dálítill kraftur úr mönnum vegna þess að viðskiptalífið hefur fjárfest í kannski of mörgum fermetrum af versl- unarhúsnæði. Það er einfald- lega þannig að það eru ákveðnar ytri aðstæður og efnahagskerfið er þannig nú að ég persónulega trúi ekki á á að það gerist neitt með snögg- um hætti á svæðinu heldur að það séus kannski þrjú ár í að eitthvað fari að gerast. En það er mjög einlæg sannfæring allra þeirra sem hafa verið að fást við þetta að allir spádómar um að Laugavegurinn sé á far- aldsfæti eru bara bölsýni sem á ekkert skylt við raunveru- leikann.“ Bæklingur um uppbyggingu og verndun við Laugaveg kominn út hjá borginni Vinna í sögu- legu umhverfi Gert er ráð fyrir uppbyggingu verslunarrýmis við Laugaveg sem er nálægt því jafnstórt og Smára- lindin. Bergþóra Njála Guðmunds- dóttir ræddi við fulltrúa hjá Skipu- lagssviði borgarinnar og komst m.a. að því að við Laugaveginn standa hús frá öllum byggingarstílum í sögu byggingarlistar í borginni. Miðborg Teikningar/Hans-Olav Andersen Samkvæmt tillögunum stendur húsið að Laugavegi 43 áfram, en gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á lóðunum í kring. Töluverð viðbrögð hafa orðið við þessari teikningu en hér er aðeins um hugmynd og einn möguleika af mörgum að ræða. Hugmynd að nýbyggingu við Klapparstíg 30, sem sett er fram í bæklingnum, en húsið að Laugavegi 21 stendur áfram. Þannig myndast lítið sólríkt torg við Laugaveg, fyrir framan nýbygginguna, við vesturgafl gamla hússins. Húsin að Laugavegi 65 og 71 standa áfram samkvæmt tillögunum en gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu á baklóðum og þriggja hæða byggingum með inn- dreginni þakhæð á lóðunum númer 67, 69 og 73. Að auki yrði nýbygging á horni Laugavegs og Vitastígs. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Nikulás Úlfar Másson og Jóhannes S. Kjarval segja tillöguna sýna að mikil uppbygging sé möguleg án þess að tefla sögunni í tvísýnu. Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.