Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR S. Ólafsson, kennari og fyrrverandi formaður Landssam- bands framhaldsskóla- kennara, er látinn á ní- tugasta og fyrsta aldursári. Ólafur var fæddur 7. október 1911 á Suður- eyri við Súgandafjörð, sonur hjónanna Ólafs Friðrikssonar, sjó- manns þar, og Kristín- ar Benediktsdóttur. Ólafur ólst upp hjá hjónunum Einari Ein- arssyni bónda og konu hans Guðmundu Atladóttur á Tanna- nesi við Önundarfjörð. Ólafur lauk prófi frá Héraðsskól- anum á Laugum árið 1933, lauk leik- fimiskennaraprófi frá Tärna Folk- högskola í Svíþjóð 1934 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1937. Ólafur lauk námi í uppeldis- og sálarfræði við Göteborgs Högskola 1947. Hann var kennari við Héraðs- skólann á Laugum á árunum 1935– 36, við Héraðsskólann á Reykjanesi við Djúp 1937–44, við Ingimars- skóla í Reykjavík 1947– 49, var skólastjóri við Héraðsskólann á Reykjanesi við Djúp 1949–50 og síðan kenn- ari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar (áður Ingimarsskóli) 1950–79 og að lokum við Iðn- skólann í Reykjavík 1979–81 er hann lét af störfum. Hann kenndi einnig um nokkurra ára skeið við Kvenna- skólann í Reykjavík. Ólafur sat í stjórn Kennarafélags gagnfræðaskólakennara í Reykjavík í mörg ár og var formaður þess í nokkur ár. Hann var formaður Landssambands framhaldsskóla- kennara 1966–78 og formaður Fé- lags kennara á eftirlaunum 1982–84. Ólafur kvæntist 7. október 1944 eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Þórðardóttur handavinnukennara, og eignuðust þau tvö börn. Andlát ÓLAFUR S. ÓLAFSSON Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar sem birt var á fimmtudag eru gerðar ýmsar athugasemdir við starfsemi Sólheima síðustu tvö ár, t.d. að fram- lögum ríkisins hafi ekki verið varið í samræmi við þjónustusamning milli Sólheima og ríkisins. Forsvarsmenn Sólheima telja að samningurinn hafi ekki verið lengur í gildi en honum var sagt upp árið 1996, en síðar það ár var uppsögnin afturkölluð í eitt ár. Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær- kvöldi kom fram að félagsmálaráðu- neytið hefði nú sagt samningnum upp með formlegum hætti. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að það sé til að taka af allan vafa um hvort samn- ingurinn sé í gildi. Ráðuneytið vilji gera nýjan þjónustusamning við Sól- heima, en skilyrði fyrir því verði að stjórnarfyrirkomulagi á Sólheimum verði breytt og vill ráðuneytið eiga fulltrúa í stjórn heimilisins, að minnsta kosti á gildistíma þjónustu- samningsins. Einnig að ný stjórn komi að rekstri heimilisins og styrkt- arsjóðs Sólheima. Páll segir þetta nauðsynlegt þar sem trúnaðarbrest- ur hafi orðið milli núverandi stjórnar og ráðuneytisins. Fatlaðir fái þjónustuframlag sem þeir vísi til Sólheima Pétur Sveinbjarnarson, stjórnar- formaður Sólheima, segir ráðuneytið hafa ítrekað komið með beiðni um að fá fulltrúa í stjórn Sólheima, en það komi ekki til greina því Sólheimar séu sjálfseignarstofnun. Aðspurður segist hann ekki tilbúinn að setjast niður með ráðuneytinu og gera nýjan samning. „Sólheimar hafa aðeins haft þjónustusamning í 2 ár af 72 starfs- árum, og eins og atburðir undanfar- inna daga sýna er mjög slæm reynsla af því. Allt tal um þjónustusamning er því nokkuð undarlegt. Þjónustu- samningar hafa ekki tíðkast í þessum málaflokki og samningar, eins og nú hafa verið gerðir, þykja beinlínis niðrandi fyrir fatlað fólk. Á megin- landi Evrópu eru hvergi, að því við vitum, gerðir slíkir þjónustusamning- ar. 140 byggðahverfi sem byggjast á sömu hugmyndafræði og Sólheimar eru starfandi í yfir 30 þjóðlöndum og hefur ekkert þeirra þjónustusamning við opinbera aðila,“ segir Pétur. Hann segir forsvarsmenn Sól- heima vilja starfa við sömu aðstæður, þannig að opinbert þjónustuframlag verði metið miðað við fötlun hvers einstaklings án tillits til búsetu hans. Fatlaðir íbúar Sólheima myndu síðan vísa þjónustuframlaginu til heimilis- ins og þannig myndu Sólheimar tryggja sér rekstrarfé. Framlagið myndi síðan fylgja einstaklingnum ef hann flyttist á brott. Ráðuneytið vill skilgreina í hvað framlag ríkisins fari Sólheimar sögðu þjónustusamn- ingi við ríkið lausum árið 1996 og bauð ráðuneytið nýjan samning í kjölfarið, að sögn félagsmálaráð- herra. Hann segir að Sólheimar hafi hafnað honum þar sem þeir hafi viljað fá hærri þóknun fyrir afnot af hús- næðinu að Sólheimum en ríkið bauð. Í öðru lagi hafi forsvarsmenn Sól- heima viljað fá eina upphæð frá rík- inu, en ekki að skilgreint væri hversu mikið ætti að fara í hvern þátt þjón- ustunnar. „Eftir á sér maður hvað þeir voru að fara með það,“ segir ráð- herra. „Við getum ekki gert samning upp á eina tölu, það er útilokað, við höfum skyldur til að passa upp á að peningarnir fari til þarfa hinna fötl- uðu.“ Páll segir að eftir að samningur var gerður við heimilið hafi Sólheima- menn leitað til fjármálaráðuneytis og fengið viðbótarfjárveitingu að fjár- hæð 4,6 milljónir sem samþykkt var í þinginu, fram yfir það sem kom fram í samningnum. Páll segir að verið sé að vinna mat á þörfum íbúanna fyrir þjónustu og fjárveitingar til Sólheima muni í framtíðinni ráðast af því. Hann vilji að ný stjórn Sólheima leggi fram áætlun um það hvernig staðið verði að ráðningu á fagmenntuðum aðilum til Sólheima og geri nauðsynlega samninga um sérfræðiþjónustu fyrir íbúana. „Við erum að borga fyrir þjónustu 34 starfsmanna, en það voru ekki nema 17 starfsmenn sem þjón- uðu þessum einstaklingum. Það er mat fagmanna að það hefðu þurft að vera 34 starfsmenn,“ segir ráðherra. Hann segir að óskað verði eftir við- ræðum við fjárlaganefnd Alþingis um niðurstöður skýrslu Ríkisendurskoð- unar þar sem Sólheimar hafi brugðist því trausti sem ráðuneyti og fjárlaga- nefnd hafi byggt á varðandi framlög til heimilisins. Gerð verði krafa um að leiga sem tekin var af heimilisfólkinu, sem Ríkisendurskoðun sagði ofreikn- aða, verði leiðrétt. Annaðhvort verði upphæðin endurgreidd eða íbúum gert kleift að búa á staðnum leigu- laust í einhvern tíma. Þá verður, að sögn Páls, farið fram á það við Rík- isendurskoðun að athugað verði hvernig framlagi ríkisins á árunum 1997-99 var háttað, en þrátt fyrir að Sólheimar hafi sagt upp samningnum 1996 og hafnað nýjum samningi hefur framlag ríkisins verið greitt. Treysti að peningum væri varið í takt við gamla samninginn Páll Pétursson segir ástæðuna vera að ráðuneytið hafi litið svo á að ekki væri hægt að stöðva reksturinn á Sólheimum og vísa fólkinu burt. „Við treystum því að peningunum væri varið eins og gamli samningur- inn sagði til um, og ítrekuðum það margsinnis bréflega og þeir mót- mæltu því ekki. Þeir tóku við pening- unum með þessum skilyrðum sem við létum fylgja, að veitt yrði sama þjón- usta og kveðið var á um í gamla samningnum.“ Á fjárlögum fyrir þetta ár fengu Sólheimar 150,9 millj- ónir króna til rekstursins og segir Páll að greitt hafi verið miðað við gamla samninginn að viðbættum verðlagsbreytingum. Félagsmálaráðuneyti mun óska eftir því að prestastefna hlutist til um breytingar á skipan fulltrúaráðs Sól- heima, en prestastefna skipar full- trúa í ráðið, að fengnum tillögum ráðsins, sem kýs stjórn úr sínum röð- um. Þorvaldur Karl Helgason biskups- ritari segir að formlegt erindi um íhlutun sé ekki komið frá félagsmála- ráðuneytinu, embættið hafi ekki aðr- ar upplýsingar um málið en komið hafa fram í fjölmiðlum. Fulltrúaráð Sólheima er skipað 21 einstaklingi og er fyrirkomulagið þannig að þegar fulltrúaráðsmaður hættir eða fellur frá gerir ráðið til- lögu að nýjum fulltrúa og er síðan leitað staðfestingar prestastefnu. Þegar fulltrúaráði var komið á fót ár- ið 1993 var leitað til biskups Íslands um að skipa í ráðið. Pétur segir ástæðuna vera gömul tengsl milli kirkjunnar og Sólheima sem komin eru til af því að barnaheimilissjóður kirkjunnar átti jörðina Hverakot, þar sem Sólheimar standa í dag, og lagði kirkjan hana til þegar Sólheimar voru gerðir að sjálfseignarstofnun ár- ið 1934. Fulltrúaráð kýs á aðalfundi hvert ár fimm manna stjórn úr sínum röð- um sem ber ábyrgð á daglegum rekstri, jafnframt því sem fulltrúaráð kýs endurskoðanda sem starfar í um- boði þess. Nú sitja í stjórn ráðsins auk Péturs formanns, Gísli Hend- riksson varaformaður, Anna Svein- björnsdóttir iðjuþjálfi, Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður og sr. Valgeir Ástráðsson sóknarprest- ur. Afskipti ríkisins af rekstri Sólheima í uppnámi – Samkomulag deiluaðila ekki í sjónmáli Sólheimar vilja ekki nýjan þjónustu- samning við ríkið Sólheimar eru sjálfseignarstofnun þar sem um fjörutíu fatlaðir ein- staklingar búa og stunda atvinnu. Nokkur fyrirtæki eru rekin á staðn- um, t.d. garðyrkjustöð, kertagerð, gistiheimili og listhús. Stjórnarformaður Sólheima vill ekki nýjan þjónustusamning við ríkið og segir að ekki komi til greina að félagsmálaráðuneyti fái fulltrúa í stjórn heimilis- ins, en það er skilyrði fyrir nýjum þjónustu- samningi af hálfu ráðherra. Ráðherra mun óska eftir því að prestastefna hlutist til um breytingar á skipan fulltrúaráðs Sólheima. HALLDÓR Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir gagnrýni á þjónustu við fatlaða, sem fram kem- ur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sólheima, alvarlega. Óviðunandi sé ef framlag ríkisins fari ekki í það sem því er ætlað auk þess sem að fram komi að ekki starfi nógu margt fag- fólk á Sólheimum. Einnig bendir hann á að við skipun í fulltrúaráð og stjórn virðist ekki vera leitast við að tilnefna fagaðila. Hann segir þá óvissu, sem er því fylgjandi að ekki skuli vera í gildi þjónustusamningur við ríkið, vera mjög erfiða fyrir heimilisfólk á Sól- heimum. Mikilvægt sé að hratt verði gengið í að kippa þessum málum í það horf, sem allir geti við unað. Að- spurður um hvernig hann telji að rekstri Sólheima væri best fyrir komið segir Halldór að honum finn- ist eðlilegt að félagsmálaráðuneytið, sem ber ábyrgð á málaflokki fatl- aðra, vilji vita hvað ríkið fái fyrir framlag sitt. Hann segir mestu máli skipta hvaða lærdóm megi draga af skýrsl- unni fyrir framtíðina. Hann bendir á að Ríkisendurskoðun telji nauðsyn- legt að stórefla réttindagæslu fatl- aðra í sjálfstæðri búsetu og tekur undir það. Formaður Þroskahjálpar Óvissan erfið fyrir heim- ilisfólkið MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sólheima: „Að gefnu tilefni vill stjórn Sólheima vekja athygli á því að sú upphæð, sem Ríkis- endurskoðun heldur fram að nýtt hafi verið til annars en þjónustu- samningur, sem deilt er um hvort í gildi sé, gerir ráð fyrir er tilbúin tala. Til þess að skýra fyrir al- menningi hvað hér er um að ræða er talan fundin út þannig að full- yrt er að 34 stöðugildi eigi að vera á Sólheimum í umönnun við fatl- aða íbúa en þau séu ekki nema 17. Kostnaðurinn við þau 17 stöðu- gildi, sem talið er að vanti, er síð- an margfaldaður með tveimur fyrir árin tvö sem stjórn- sýsluendurskoðunin nær til og fundin út talan 67 milljónir. Um- rædd stöðugildi hafa aldrei verið til og þar af leiðandi hefur ekki verið sparað í starfsmannahaldi til þess að kosta önnur viðfangs- efni. Hvergi í umræddum þjónustu- samningi er rætt um stöðugildi heldur byggist útreikningur þeirra á reiknilíkani, sem fylgir með í fylgiskjali og miðar við rík- isstofnunun sem ekki hefur verið látið uppi hver er. Hvergi í heim- inum, þar sem byggðahverfi á borð við Sólheima starfar, er gengið út frá stöðugildum í op- inberum framlögum eða þau not- uð sem mælikvarði á veitta þjón- ustu. Fatlaðir íbúar Sólheima taka virkan þátt í allri starfsemi og félagsstarfi byggðarhverfisins og aðrir íbúar þess veita þeim margvíslegan stuðning og axla mikla ábyrgð á velferð þeirra. Við gerð þjónustusamningsins, sem sagt var upp í árslok 1996, m.a. vegna skilningsleysis á eðli starfseminnar á Sólheimum, var samkomulag um að þjónusta yrði óbreytt og ekki stóð til að breyta starfsmannafjölda eða fyrirkomu- lagi þjónustunnar á staðnum. Síð- an hefur starfsmönnum fjölgað á Sólheimum þannig að það hefur ekki verið markmið að spara í mannahaldi. Einnig þykir rétt að fram komi að framlög til Sólheima eru ekki hærri en til annarra umönnunarstaða fatlaðs fólks á Íslandi. Fyrir liggur að fjárveitingum af fjárlögum hefur ekki verið varið í nýjar framkvæmdir á Sólheim- um,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsing frá stjórn Sólheima 67 milljónirnar eru tilbúin tala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.