Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 55 Óskar vinur kvaddi okkur og þetta líf fyr- irvaralaust. Hann réð hér engu um sjálfur þótt úrræðagóður og skipulagður væri. Sú ákvörðun Drottins að kalla hann, þeim kostum sem hann var búinn, til annars og æðra hlut- verks getum við skilið. Hins vegar er ofar skilningi okkar hvers vegna kall- ið kom svo fljótt og hann sem bjó yfir kærleika til allra og alls sem lifir skuli horfinn sjónum okkar. Óskar var grannur maður, bar sig vel, hallaði stundum undir flatt, með- almaður á hæð, kvikur og mjúkur í hreyfingum, röddin einkar þægileg og mild, fasið yfirvegað og rólegt. Hann var einstaklega hógvær maður, hlýr og gefandi, var gæddur mikilli kímnigáfu, mátulega stríðinn, alltaf glaður og með bros í augum, hreinn og beinn í öllum samskiptum og einlægur í framgöngu. Ákafamaður gat hann verið ef eitt- hvað sérstakt fangaði huga hans. Óskar átti sér margar hliðar, sum- ar auðvitað meira áberandi en aðrar. Þar var fremstur fjölskyldumaður- inn, sem ekki fór svo að heiman að ekki væri hugurinn hjá Dóru og börnunum. Hann unni þeim heitt og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Samband hans og Dóru var sterkt og innilegt og börnunum var hann góð fyrirmynd og frábær félagi. Síðan var hann göngumaðurinn þolgóði, sem naut jafnt þoku sem sól- ar, veiðimaðurinn sem mat fuglasöng og umhverfi til jafns við aflann, sæl- kerinn örláti sem iðulega kom á óvart við frumstæð skilyrði, félaginn trausti sem gott var að leita til og dýrlegt að vera með. Ógleymanleg er okkur gönguferð- in frá Hveragerði yfir í bústað fjöl- skyldu Óskars við Þingvallavatn, þar sem endað var í grillveislu. Þá nutum við frumkvæðis, forystu og leiðsagn- ar Óskars þar sem eldmóður náttúru- unnandans og útivistarmannsins kom vel í ljós. Loks var hann hinn veraldarvani ferðamaður í allt öðru og framandi umhverfi. Þannig ylja okkur minn- ingar frá haustdögunum í Prag á liðnu ári. Á árum áður tók Óskar mikið af kvikmyndum. Margir hafa skemmt sér vel yfir kvikmyndaannálnum góða frá skólaárunum. Hópurinn okkar verður aldrei samur. Styrk verður sú hönd að vera sem vonandi leiðir okkur í sátt við orðinn hlut þegar fram líða stundir. Óskari vini þökkum við allt sem hann var okkur og mun verða um ókomna tíð. Vinahópurinn úr MR. Farþegi í framsæti jeppa lést eftir að jeppinn valt nokkrar veltur á veg- inum um Eldhraun, um 15 km vestur af Kirkjubæjarklaustri á sunnudag, sagði í frétt um slysið. Við, næstu nágrannar við Frosta- skjól, lásum og hlustuðum á fregnina í fjölmiðlum, okkur kom ekki í hug að Óskar nágranni okkar og vinur ætti þar hlut að máli, sem sýnir best hversu skammt er á milli lífs og dauða. Enginn veit hver næstur er og ekki finnst okkur almættið alltaf rétt- látt. Okkar fyrstu kynni af Óskari og in- dælli fjölskyldu hans hófust þegar okkur var úthlutað byggingalóðum hlið við hlið í Frostaskjóli 1983. Þá komu strax í ljós mannkostir hans, traust og yfirveguð skapgerð, enda valdist hann umsvifalaust til forsvars íbúanna í hringnum. Hér þurfti engar kosningar, allt gekk snurðulaust fyr- ir sig. ÓSKAR G. JÓNSSON ✝ Óskar GeorgJónsson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1951. Hann lést af slysförum 19. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 28. maí. Síðast sáum við Ósk- ar 12. maí sl., þegar við íbúarnir tókum til hendi við vorverkin á sameig- inlegu lóðinni okkar í hringnum, þar var Ósk- ar ásamt öðrum í farar- broddi. Við Óskar höfðum fylgst að við bygginga- framkvæmdirnar og var gott að fylgja ráð- um hans því hann var vel hagur og útsjónar- samur. Við minnumst Ósk- ars með söknuði og þakklæti. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, minn- ingin um mætan dreng mun ætíð lifa. Ásta og Guðmundur Matthíasson. Góður drengur, Óskar Georg Jóns- son, er fallinn frá. Þegar hringt var og mér tilkynnt lát Óskars var sem þyrmdi yfir mig og var ég lengi að trúa því að satt væri. Það var um haustið 1990 sem ég hóf að starfa undir stjórn Óskars í Borgar Apóteki í Reykjavík en hann var þar yfirlyfjafræðingur. Var ég fljótur að átta mig á því hve miklum mannkostum hann byggi yfir og hve góður fagmaður hann væri. Óskar hafði mjög fínlegan stjórnunarstíl en stjórnaði ekki með hávaða eða fyr- irgangi. Á þessum tíma var töluverð lyfjaframleiðsla í Borgar Apóteki og var unun að fylgjast með vönduðum og öguðum vinnubrögðum Óskars í framleiðslunni. Tel ég mig hafa verið mjög heppinn að fá tækifæri til að vinna með Óskari sem nýgræðingur í apótekslyfjafræði og reyndi ég að til- einka mér sem flest af hans vönduðu vinnubrögðum. Óskar var mikið náttúrubarn og hafði ánægju af alls konar útivist, ekki síst stangaveiði. Áttum við þar sameiginlegt áhugamál og fórum við fljótlega eftir að kynni okkar hófust að fara saman til veiða. Var þá ýmist farið til laxveiða, gjarnan í Stóru- Laxá í Hreppum, eða til silungsveiða en mér veittist sú ánægja að fá hann nokkrum sinnum í heimsókn á veiði- jörð mína að Haga í Staðarsveit. Óskar starfaði mikið að félagsmál- um lyfjafræðinga. Sat hann meðal annars í stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands um skeið. Þá starfaði hann mikið við Lyfjafræðisafnið að Nes- tröð meðan uppbygging þess stóð sem hæst. Nú síðustu mánuðina vann Óskar að útgáfu lyfjafræðingatals sem gefa á út síðar á þessu ári. Óskar var mikill fjölskyldumaður í þess orðs bestu merkingu. Eiginlega er ekki hægt að nefna Óskar nema nefna einnig Dóru hans en samhent- ari og samrýndari hjón er varla hægt að hugsa sér. Er harmur fjölskyld- unnar mikill en minningin um góðan föður, eiginmann og son á eftir að ylja um alla framtíð. Á þessum árstíma þegar birtan færist yfir og fegurstu dagar sumars- ins blasa við er sem allt í einu sé allt myrkvað og ískalt við hið sviplega fráfall Óskars. Við verðum þó að trúa því að öll él birti upp um síðir og það sumri á ný í hjörtum okkar sem eftir standa hnípnir um sinn. Við Eddý sendum fjölskyldu Ósk- ars okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Mér þótti vænt um Óskar og ég sakna hans mjög. Blessuð sé minning hans. Magnús Valdimarsson. Þennan dag réð vorið ríkjum. Í Eyjafirði baðaði sólin fjallahringinn geislum sínum og lágreistur þoku- slæðingur leið hægt og hljótt út fjörð- inn um hádegisbil. Á leið okkar til Reykjavíkur mátti hvarvetna sjá vetrargrámann hörfa undan vorgró- andanum. Kríur hnituðu yfir tjörnum og pollum og söngur heiðlóunnar barst að eyrum. Þegar nær dró höf- uðborginni féllu hlýir regndropar sem minntu á endalausa hringrás lífsins. Og þá, í miðri hljómkviðu vorsins og lífsins, kom reiðarslagið. Óskar var dáinn. Söngur lóunnar hljóðnaði og vorið glataði lit sínum. Óskar G. Jónsson var góður dreng- ur. Ef til vill einföld orð, en svo sönn. Hann var barn náttúrunnar, eðlis- greindur og fjölfróður og hafði sér- stakt lag á að miðla þekkingu sinni til annarra. Glöggt auga hafði hann fyrir hinu góða og fagra í fari samferða- manna sinna. En fyrst og fremst var hann góður maður. Óskar fór hvorki hátt né mikinn en þar sem hann fór var eftir því tekið. Hann var farsæll í starfi sínu, fag- maður fram í fingurgóma og bjó þar að mikilli þekkingu og reynslu, auk fágætrar hæfni til mannlegra sam- skipta. Hann taldi sér bæði ljúft og skylt að starfa að félagsmálum lyfja- fræðinga og gerði það af þeirri alúð sem honum var svo eðlislæg. Þótt oft liði langt milli þess sem fundum bar saman var einatt sem þráðurinn hefði aldrei verið lagður niður. Og ávallt var stutt í kankvíst og jafnvel örlítið strákslegt brosið, sem svo auðvelt var að þykja vænt um. Nú, þegar leiðir skilur um sinn, kveðjum við góðan dreng sem mikil eftirsjá er að og þökkum honum sam- fylgdina. Fjölskyldu Óskars vottum við ein- læga samúð okkar. Jóhann og Anna María. Góður vinur minn og félagi Óskar G. Jónsson lyfjafræðingur lést í hörmulegu slysi á hvítasunnudag. Óskar vann í apótekum alla sína starfsævi. Þegar ég eins og margir aðrir félagar okkar leitaði úr apó- teksgeiranum yfir á önnur starfssvið stóð Óskar fast við köllun sína. Hann var apótekslyfjafræðingur fram í fingurgóma. Allir hans bestu eigin- leikar nutu sín í apótekinu. Ná- kvæmnin sem er svo mikilvæg til að tryggja að rétt sé blandað og að hver sjúklingur fái sín réttu lyf. Hlýjan og traustið sem af honum stafaði og afl- aði honum ómældrar vináttu og virð- ingar jafnt viðskiptavina, samstarfs- fólks sem og yfirmanna. Einnig komu þar til samviskusemi, fagmennska, virðing fyrir verkefnum apótekslyfja- fræðingsins og föðurleg umhyggja. Þeir vinnuveitendur sem nutu starfs- krafta Óskars sem og aðrir sam- starfsmenn voru lánsamir og minnast Óskars með söknuði og virðingu. Ég kynntist Óskari fyrst þegar ég hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Ís- lands haustið 1972. Þá hafði hann ásamt hópi góðs fólks lokið fyrsta árinu. Leiðir okkar lágu einnig sam- an í Kaupmannahöfn þegar við sátum á skólabekk í danska lyfjafræð- ingaháskólanum og bjuggum einnig á sama stúdentagarði. Vorið 1990 var Óskar kjörinn gjaldkeri Lyfjafræðingafélags Ís- lands. Þá hafði ég verið varformaður í þrjú ár. Ég tók svo við formennsk- unni árið eftir. Þá hófst samstarf okk- ar sem aldrei bar neinn skugga á. Þau tvö ár sem ég var formaður í þetta sinn var hann mín hægri hönd. Óskar gegndi gjaldkerastarfinu í fjögur ár af stakri trúmennsku. Ná- kvæmni hans, samviskusemi og snyrtimennska nutu sín til fullnustu við gjaldkerastörfin. Enda var hann kosinn í stjórn fræðslusjóðs félagsins við stofnun hans 1995 og sat hann í henni í 5 ár, þar af lengstum sem for- maður. Öll félagsstörf Óskars voru unnin af einstakri ósérhlífni og án þess að hann tranaði sér fram fyrir aðra eða hreykti sér af því sem hann gerði. Hann var ætíð tillögugóður og sann- gjarn, en alltaf trúr sinni sannfær- ingu. Hann hafði einnig ríka kímni- gáfu sem smitaði út frá sér og hafði gott lag á að sjá spaugilegar hliðar hvers máls, en alltaf án rætni og öf- undar. Margir minnast líka hversu tamt það var Óskari að hrósa fyrir það sem vel var gert og hvetja menn til dáða ef illa gekk. Lyfjafræðisafnið hefur notið krafta hans frá því að byrjað var á fullu að safna munum í kringum 1980. Þegar Óskar lést starfaði hann af miklum krafti í ritnefnd Lyfjafræð- ingatalsins sem á að koma út í desem- ber næstkomandi á 70 ára afmæli LFÍ. Þrátt fyrir mikinn áhuga Óskars á starfi sínu sem og félagsmálum lyfja- fræðinga, sem hvort tveggja tók mik- ið af hans tíma, var hugur hans þó fyrst og fremst hjá fjölskyldunni. Óskar var ekki síður gæfumaður í sínu einkalífi, en í starfi og félagsmál- um. Samband hans og eiginkonu hans, Þórunnar Halldóru eða Dóru eins og hún er alltaf kölluð einkennd- ist alla tíð af virðingu þeirra hvors fyrir öðru og hvors fyrir annars áhugamálum sem og ástúð. Saman eiga þau fjögur mannvænleg börn sem Óskar var alla tíð afskaplega stoltur af. Núna syrgja þau öll ástrík- an og umhyggjusaman eiginmann og föður. Við Guðrún Edda sendum Dóru eiginkonu Óskars, börnum þeirra sem og öðrum ættingjum okkar inni- legustu samúðakveðjur. Finnbogi Rútur Hálfdanarson. Þau sorglegu tíðindi bárust okkur mánudaginn 20. maí að Óskar, pabbi bestu vinkonu okkar, hefði látist í bíl- slysi daginn áður. Við urðum mjög sorgmæddar. Okkur fannst þetta svo ósanngjarnt að svona góður maður hefði látist í slysi. Við gátum ekki hugsað um annað en hvernig Þórunni liði eftir að pabbi hennar væri dáinn og einnig hvað Óskar hefði verið góð- ur maður. Við stelpurnar eigum fullt af góð- um minningum um Óskar. Við mun- um t.d. einu sinni eftir því að þegar við vorum heima hjá einni okkar langt fram á kvöld og þorðum ekki að labba einar heim seint um kvöldið. Þá hringdum við í foreldra okkar en staðan var þannig að allir voru sofn- aðir eða gátu ekki komið að sækja okkur. Þá var komið að Þórunni að hringja í pabba sinn. Alltaf var hann tilbúinn að koma og sækja okkur. Og ef eitthvað var að vildi hann alltaf hjálpa. Hann bauðst alltaf til að keyra okkur heim. Óskar var alltaf brosandi, við sáum aldrei fýlusvip á honum, sama hvernig stóð á. Elsku Þórunn okkar, við vitum að missir þinn er mikill en mundu að líf- ið heldur áfram og við verðum alltaf vinkonur þínar og styðjum þig í einu í öllu. Elsku Dóra, Matti Þór, Jón Arnar, Guðrún og Þórunn, megi góður Guð vaka yfir ykkur. Ykkar Hulda, Ragna og Sigrún. Óskar G. Jónsson lyfjafræðingur er lést á hvítasunnudag á heimleið eftir að hafa gengið á Hvannadals- hnúk en það hafði lengi verið löngun hans að gera þessu hæsta fjalli lands- ins skil. Óskar var mjög vandaður ferðamaður, sem ánægjulegt var að kynnast. Hann var afar vel að sér um örnefni landsins og greinilegt að hann undirbjó ferðir sínar vel með lestri ferðabóka og landlýsinga. Hon- um var alltaf tilhlökkun að fá í hend- ur Árbók Ferðafélags Íslands og spurði iðulega um útkomu hennar þegar líða tók að vori. Áttum við oft tal saman um efni bókarinnar. Kom í þeim samræðum vel fram hve fróður hann var enda farið víða. Hann byrj- aði ungur að ferðast og þá oft gang- andi. Ég hygg að það hafi verið sá ferðamáti er honum hugnaðist best, enda göngumaður góður og vel gerð- ur líkamlega sem andlega. Ég átti þess kost að kynnast Ósk- ari sem ferðamanni, þótt við ferðuð- umst aldrei saman. En ég kom iðu- lega í Borgarapótekið meðan hann starfaði þar og síðar í Lyfju í Kringl- unni. Ekki endilega til að kaupa hjá honum lyf, heldur til að rabba við hann eftir því sem ástæður leyfðu. Þetta voru ákaflega skemmtilegar stundir, enda maðurinn mjög þægi- legur og ljúfur í allri framkomu, auk þess að hafa af mörgu að miðla. Ósk- ar var sannarlega útivistarmaður, sem allir mega taka sér til fyrirmynd- ar. Nú verða heimsóknirnar í apótekið ekki fleiri til þess að fræðast af hon- um og skiptast á skoðunum um landið okkar, sem honum þótti svo vænt um og umgekkst af mikilli kurteisi. Með Óskari G. Jónssyni er genginn mikill öðlingur, sem fyrir verk sín og per- sónu naut óskiptrar virðingar allra er honum kynntust. Mun minning hans lifa áfram í huga þeirra. Um leið og ég sendi aðstandendum Óskars mína dýpstu samúðarkveðjur, vil ég þakka honum af alhug ánægjuleg kynni. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Grétar Eiríksson.                       ! " #  $ %&             '  (  '  ) " $$*    $*   +) '  ,  $*   $*-  '  .  $*  /  -  '   $ $*  0 1" $'  2  23  (3""23  '( ( (3""23  MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.