Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 69
Nýnemar sem hyggja á nám við Háskóla Íslands í haust
geta sótt um húsnæði á stúdentagörðum fyrir næsta
skólaár, frá og með 1. júní á www.studentagardar.is.
Eldri stúdentar geta sótt um allt árið.
Umsóknir um vist á Stúdentagörðum
Allar frekari upplýsingar, myndir
og umsóknir er að finna á heimasíðunni:
Kíktu í heimsókn og kynntu þér málið!
Í GÆR opnaði svokall-
aður HM-heimur í
Vetrargarðinum,
Smáralind. Þar verður
hægt að nálgast ým-
islegt gagnlegt og
skemmtilegt sem teng-
ist heimsmeist-
arakeppninni í knatt-
spyrnu sem fram fer í
Suður-Kóreu og Japan
í þessum mánuði, en
opnunarleikur keppn-
innar var einmitt í
gær. Á þessum griða-
stað boltaunnennda er m.a. að
finna strandboltavöll, knatt-
þrautavöll og það sem kannski
mest er um vert, 40 fm risatjald
þar sem hægt verður að sjá alla
leiki keppninnar beint. Já, biðin
er loks á enda. HM 2002 er komið
í fullan gang.
Allir í boltann
Morgunblaðið/Ásdís
„Laglegt skot!“
Hér má sjá tjaldið góða.
HM-heimurinn lifnar við
LEIKARINN Hayden Christensen,
sem fer með hlutverk Anakins Sky-
walker í nýjustu Stjörnustríðsmynd-
inni, Árás klónanna, má búast við
samkeppni um hlutverk sitt í fram-
haldsmyndinni.
Eins og flestum er kunnugt mun
Anakin breytast í ófétið Svarthöfða í
næstu og jafnframt síðustu Stjörnu-
stríðsmyndinni. Keppinautur hins
unga Christensens er forveri hans,
hinn 66 ára gamli Daves Prowses,
sem þekktur er fyrir það eitt að leyn-
ast undir svarta hjálminum sem
Svarthöfða prýddi í fyrstu þremur
myndum myndaraðarinnar.
Þó Prowse sé orðinn heldur las-
burða og styðjist nú við hækjur til að
komast leiðar sinnar er hann að sögn
ákveðinn í að endurheimta hlutverk
sitt sem svartklædda kempan og
segist ekki hafa trú á að hinn ungi
Christensen valdi hlutverkinu.
„Ég nýt enn svo mikils fylgis aðdá-
enda að ég er viss um að þeir myndu
neita að sjá síðustu myndina ef
George Lucas ræður mig ekki í hlut-
verkið,“ sagði Prowse einnig boru-
brattur.
Allir vilja vera
Svarthöfði
Dave Prowse er sannfærður um
eigið ágæti í hlutverki Svart-
höfða.
Sérblað alla
sunnudag