Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 30
ERLENT
30 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið hefur losað
verulega um hömlur á njósnum í Bandaríkjunum
með því að veita alríkislögreglunni, FBI, heimild til
að fylgjast með vefsíðum á Netinu, bókasöfnum,
trúfélögum og pólitískum samtökum til að leita að
vísbendingum um hryðjuverkasamsæri.
John Ashcroft dómsmálaráðherra og Robert
Mueller, yfirmaður FBI, tilkynntu breytingarnar í
fyrradag. Ashcroft sagði að skriffinnskufjötrar
hefðu hindrað rannsóknir FBI á hryðjuverkastarf-
semi og nýjar reglur myndu auðvelda alríkislög-
reglunni að sinna því verkefni. „Hryðjuverkamenn
höfðu hag af þessum takmörkunum,“ sagði hann.
Dómsmálaráðherrann bætti við að samkvæmt
gömlu reglunum gætu starfsmenn FBI ekki „vafr-
að á Netinu eins og venjulegt fólk“ og ekki heldur
farið á samkomur til að fylgjast með mönnum og
starfsemi félaga.
Nýju reglurnar veita starfsmönnum FBI meira
frelsi til að rannsaka hugsanlega hryðjuverkastarf-
semi þótt þeir séu ekki að grennslast fyrir um sér-
stakt mál.
George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði
breytingunum. „FBI þurfti að breytast. Í alríkislög-
reglunni er margt gott fólk en hún reis ekki undir
kröfum tímans.“
Mueller sagði að breytingarnar væru „sérlega
gagnlegar“ fyrir FBI. „Breytingar okkar á FBI
auka svigrúm okkar til koma í veg fyrir hryðjuverk í
framtíðinni.“
Dregið úr skriffinnsku
Bandarísk samtök, sem standa vörð um borg-
araleg réttindi, gagnrýndu þá ákvörðun dómsmála-
ráðuneytisins að losa um hömlur á njósnum í
Bandaríkjunum, sögðu hana geta grafið undan per-
sónuvernd og friðhelgi einkalífsins. Þau vöruðu við
því að alríkislögreglan kynni að misnota heimildina.
Samkvæmt gömlu reglunum geta starfsmenn
FBI ekki hafið almennar rannsóknir á Netinu og
bókasöfnum nema upplýsingarnar sem þeir leita að
tengist beint sérstakri sakamálsrannsókn eða vís-
bendingum sem verið er að kanna. Nýju reglurnar
aflétta þessum hömlum og þing Bandaríkjanna þarf
ekki að samþykkja þær.
Breytingarnar eiga meðal annars að draga úr
skriffinnsku og afskiptum höfuðstöðva alríkislög-
reglunnar af rannsóknum útibúa hennar. „Þessar
miklu breytingar gera FBI-mönnum í útibúunum
kleift að rannsaka meinta hryðjuverkamenn af
krafti án þess að bíða eftir fyrirmælum frá höf-
uðstöðvunum,“ sagði Ashcroft.
Breytingarnar eru liður í viðamikilli endurskipu-
lagningu FBI, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að
hafa ekki brugðist rétt við vísbendingum, sem fram
komu fyrir 11. september, um að hryðjuverkamenn
kynnu að vera að undirbúa árásir í Bandaríkjunum.
Losað um hömlur á njósn-
um í Bandaríkjunum
Washington. AP.
vistvænt og oft miklu auðveldara
að komast leiðar sinnar á því en
bíl. Ætlar hann að fjöldaframleiða
hjólið fyrir innanlandsmarkaðinn
og hyggja síðar á útflutning.
TAÍLENSKI uppfinningamað-
urinn Pravit Yongvanich kynnti í
fyrradag nýjasta smíðisgripinn
sinn, reiðhjól á vatnsskíðum. Seg-
ir hann, að farartækið sé ódýrt og
Reuters
Hjólað á fljótinu
EINN maður féll í gær þegar vopn-
aðir stuðningsmenn Marcs Ravalom-
anana, forseta Madagaskars, gerðu
misheppnaða tilraun til að ná flug-
velli í borginni Mahajanga í norð-
vesturhluta landsins á sitt vald, en
Mahajanga lýtur yfirráðum Didiers
Ratsirakas, fráfarandi forseta lands-
ins. Mættu stuðningsmenn Raval-
omanana harðri mótspyrnu manna
Ratsirakas, sem neitar að afsala sér
völdum, þrátt fyrir að hafa borið
lægri hlut í kosningum í desember sl.
Hersveitir Ravalomanana höfðu
ætlað sér að ná valdi á flugvellinum í
Mahajanga svo þar mætti lenda flug-
vél með það herlið og þann vopna-
búnað sem þarf, til að tryggja yfirráð
kjörins forseta í landinu öllu. Flug-
vélin, sem um ræðir, lagði hins vegar
aldrei af stað frá höfuðborginni Ant-
ananarivo sökum þeirra bardaga
sem stóðu í Mahajanga.
Ravalomanana var svarinn í emb-
ætti í Antananarivo í maí sl. og hefur
tryggt stöðu sína í höfuðborginni.
Ratsiraka kom sér hins vegar fyrir
ásamt stuðningsmönnum sínum í
hafnarborginni Toamasina í austur-
hluta landsins.
Ravalomanana nýtur stuðnings
hers landsins en Ratsiraka hefur
með yfirráðum sínum yfir ýmsum
hafnarborgum getað kreppt mjög að
stjórn Ravalomananas í Antanan-
arivo, sem er inni í miðju landi.
Fréttaskýrendur segja afar mik-
ilvægt fyrir Ravalomanana að ná
Mahajanga á sitt vald, eigi hann að
geta sameinað landið að nýju, en
átökin að undanförnu hafa haft slæm
áhrif á efnahag Madagaskars.
Stjórnarherinn í Madagaskar gerði
atlögu að vígi uppreisnarmanna
Mistókst að
ná Mahajanga
á sitt vald
Antananarivo. AFP.
ÍSRAELSKUR njósnahnöttur, sem
skotið var á loft á þriðjudag, sendi
frá sér fyrstu myndirnar í gær.
Ísrael er þar með orðið eitt fárra
ríkja í heiminum sem hafa komið sér
upp njósnahnetti.
„Allt hefur gengið frábærlega og
jarðstöðin hefur fengið fyrstu mynd-
irnar,“ sagði talsmaður ísraelska
varnarmálaráðuneytisins í gær.
Nota á gervihnöttinn til að fylgjast
með óvinveittum ríkjum í grennd við
Ísrael. Hann á að senda myndir af
hugsanlegum liðsflutningum, eld-
flaugaskotpöllum eða smíði kjarn-
orkumannvirkja, að sögn hermála-
sérfræðinga.
Talið er að gervihnötturinn verði
mjög mikilvægur fyrir leyniþjónustu
Ísraelshers, einkum ef Bandaríkin
gera árásir á Írak. Í Persaflóastyrj-
öldinni árið 1991 skutu Írakar 39
Scud-flaugum á Ísrael.
Tyrkir og Indverjar á
meðal viðskiptavinanna?
Ísraelska dagblaðið Haaretz sagði
í gær að Ísraelar kynnu að selja vin-
veittum þjóðum, svo sem Tyrkjum
og Indverjum, myndir frá njósna-
hnettinum. Viðræður um slík við-
skipti hefðu þegar verið hafnar en
niðurstaða þeirra réðist að miklu
leyti af afstöðu ísraelska varnar-
málaráðuneytisins og hersins.
Ísrael og Tyrkland undirrituðu
samning um hernaðarlegt samstarf
árið 1996. Indverjar hafa einnig haft
samstarf við Ísraela á sviði hermála
og njósna og í baráttunni við skæru-
liðahreyfingar.
Ísraelar
koma sér upp
njósnahnetti
Jerúsalem. AFP.
EVRÓPUSAMBANDSRÍKIN
fimmtán staðfestu í einu lagi í gær
Kyoto-bókunina við rammasamning
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar við hátíðlega athöfn sem
haldin var í höfuðstöðvum SÞ í New
York. Þykja þessi tíðindi marka mik-
ilvæg þáttaskil í viðleitni manna til
að draga úr útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda.
Bandaríkjamenn á móti
Með staðfestingu ESB-ríkjanna
fimmtán hefur fjöldi þeirra þjóða,
sem staðfest hafa bókunina, náð til-
skildum fjölda, sem þarf til að bók-
unin gangi í gildi. Hins vegar er
kveðið á um það einnig að þjóðir,
sem árið 1990 báru ábyrgð á a.m.k.
55% útstreymis gróðurhúsaloftteg-
unda, þurfi að hafa staðfest hana.
Nú þegar ESB-ríkin hafa staðfest
bókunina stökk þetta hlutfall úr
2,4% í 26,6% og vantar því nokkuð
upp á ennþá.
Munar þar mestu um, að Banda-
ríkin hafa ekki í hyggju að staðfesta
bókunina. Þeir eru einir og sér
ábyrgir fyrir sem samsvarar 36,1%
alls útstreymis gróðurhúsaloftteg-
unda en telja, að staðfesting bókun-
arinnar myndi kosta allt of mörg
störf í Bandaríkjunum. Margot
Wallström, fulltrúi framkvæmda-
stjórnar ESB, hvatti Bandaríkin í
gær til að endurskoða afstöðu sína.
Kyoto-bókunin skyldar þær þjóð-
ir, sem hafa staðfest hana, til að
draga fyrir árið 2012 úr útstreymi
gróðurhúsalofttegunda í heiminum
um 5% miðað við þá stöðu, sem var
árið 1990.
ESB-ríkin fimm-
tán staðfesta
Kyoto-bókunina
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
BRAKIÐ af bíl er flutt á brott í
Moskvu í gær en lögreglan hafði
ekið harkalega á bílinn, með þeim
afleiðingum að ökumaðurinn lést.
Var lögreglan með ákeyrslunni að
hreinsa leiðina fyrir bílaflotanum,
sem ávallt fylgir Vladimír Pútín
Rússlandsforseta, þegar hann fer
um borgina. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem lögreglan beitir því
bragði, að aka vísvitandi á bíla sem
eru í vegi forsetavarðarins.
Reuters
Ryðja Pútín
leið með öll-
um ráðum
TESSA Jowell, menningar-
málaráðherra Bretlands, gagn-
rýndi í gær harðlega að breski
Verkamannaflokkurinn skyldi
taka við fjárframlögum frá út-
gefanda tímarita sem fjalla um
kynlíf, að sögn BBC. Er Jowell
annar ráðherra Verkamanna-
flokksins sem gagnrýnir þetta.
Blaðaútgefandinn Richard
Desmond lagði 100 þúsund
pund í sjóði Verkamanna-
flokksins snemma á þessu ári.
Desmond er nú aðaleigandi Ex-
press Group sem gefur út Daily
Express, Sunday Express og
Daily Star, en skömmu áður en
kaupin gengu í gegn samþykkti
Verkamannaflokkurinn að taka
við fjárframlaginu. Desmond á
einnig útgáfufyrirtækið Nort-
hern & Shell sem gefur út tíma-
ritið Hello en að auki tímarit á
borð við Asian Babes og Nude
Readerśs Wifes, sem gætu
flokkast undir klámrit.
„Mér þykir mjög óþægilegt
að flokkurinn skuli taka við fé
frá einhverjum sem aflar hluta
tekna sinna með klámi. Heim-
urinn verður að þróast. Annað-
hvort er jafnrétti í orði eða á
borði,“ hafði Financial Times
eftir Tessu Jowell.
Gagnrýna
fjárframlög
frá klám-
útgefanda