Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Skeifan 17 • Sími 5504000 •www.atv.is
OLÍUFÉLÖGIN ákvaðu í gær að
hækka bensínlítrann um 4 krónur og
80 aura frá og með deginum í dag.
Í tilkynningu frá olíufélögunum er
ástæða verðhækkana sögð umtals-
verð hækkun á heimsmarkaðsverði
undanfarið misseri.
Olíufélagið hf. reið á vaðið og til-
kynnti um hækkun upp úr miðjum
degi í gær. Skömmu síðar tilkynntu
Skeljungur og Olís að þau myndu
hækka bensínlítrann um 4,80 kr.
Hækkunin tók gildi á miðnætti.
Eftir hækkun kostar lítrinn af 95
oktana bensíni með fullri þjónustu
hjá Olíufélaginu, Olís og Skeljungi
96 krónur og 100 krónur og 70 aura
af 98 oktana bensíni.
Í tilkynningu frá Olís segir að
mánaðarlegt meðaltal á heimsmark-
aðsverði á bensíni hafi hækkað um
tæp 38% frá febrúar til maí og í til-
kynningu frá Olíufélaginu er hækk-
unin sögð 50% frá því í desember í
fyrra.
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri
Olíufélagsins, segir að á sama tíma-
bili hafi félagið lækkað bensínlítrann
um eina krónu og því sé um verulega
uppsafnaða hækkunarþörf á bensíni
að ræða. Í sama streng taka tals-
menn Skeljungs og Olís.
Í fréttatilkynningu frá Olís segir
enn fremur að félagið hafi ákveðið
að leggja sitt af mörkum til að stuðla
að verðstöðugleika og að rauðu
strikin myndu halda. Félagið hafi
því haldið bensínverði óbreyttu frá
því í mars.
Bensínlítrinn hækkar
um 4,80 krónur í dag
HVÍTIR kollar eru ekki óalgeng
sjón um þessar mundir, enda er
vorið tími útskrifta. Mennta-
skólanum í Reykjavík var slitið í
156. sinn í gær, við hátíðlega at-
höfn í Háskólabíói. 133 nýstúd-
entar voru brautskráðir og hlaut
Martin Ingi Sigurðsson hæstu
einkunn á stúdentsprófi þetta ár-
ið, 9,34, og er hann því dúx ár-
gangsins.
Ekki er hægt að segja að veðr-
ið hafi leikið við nýstúdentana,
þar sem votviðrasamt var í höf-
uðborginni í gær. Fátt getur samt
skyggt á gleðina á þessum degi
og létu þessar nýstúdínur rign-
inguna ekki á sig fá, heldur
spenntu upp regnhlífina og
brostu þegar þær gerðu sig klára
fyrir stúdentsmyndatökuna.
Morgunblaðið/Ásdís
Menntaskólanum í Reykjavík slitið í 156. sinn
HÆSTIRÉTTUR telur ekki ástæðu
til að breyta þeirri dómvenju, að
menn sem verða uppvísir að því að
aka ölvaðir í fyrsta skipti og vínanda-
magn í blóði er yfir 1,2‰ missi öku-
réttindi í eitt ár, svo framarlega sem
ákvæði annarra laga séu ekki brotin
eða aðstæður að öðru leyti sérstak-
lega alvarlegar.
Þetta kemur fram í dómi Hæsta-
réttar sem kveðinn var upp á
fimmtudag í máli manns sem var
stöðvaður við akstur og hafði 2,24‰
áfengismagn í blóði. Af hálfu ákæru-
valds var manninum gefinn kostur á
að ljúka málinu með viðurlaga-
ákvörðun, samkvæmt fyrirmælum
ríkissaksóknara til allra lögreglu-
stjóra um sáttaboð ákærenda við við-
urlagaákvarðanir í ölvunaraksturs-
málum. Maðurinn hafnaði því boði
og taldi viðurlög samkvæmt því of
þung og í ósamræmi við langa dóm-
venju um sviptingu ökuréttar vegna
sambærilegra brota.
Ekki talið að mat
löggjafans hafi breyst
Héraðsdómur dæmdi manninn til
ökuleyfissviptingar í eitt ár, í sam-
ræmi við dómvenju. Ríkissaksóknari
áfrýjaði málinu í því skyni að freista
þess að fá þessari dómvenju breytt.
Hæstiréttur taldi að ekki kæmi fram
í lögum um breytingu á umferðarlög-
um, eða lögskýringargögnum með
þeim, að mat löggjafans varðandi
sviptingu ökuréttar vegna ölvunar-
akstursbrota hafi breyst. Dómstólar
hafi miðað við lágmarks ökuréttar-
sviptingu, eitt ár, í tilvikum sem
þeim er um ræddi í málinu, þ.e. þeg-
ar um sé að ræða fyrsta brot öku-
manns, vínandamagn í blóði sé yfir
1,2‰ og ekki brotin önnur ákvæði
laga eða aðstæður að öðru leyti sér-
staklega alvarlegar. Hafi þá ekki
skipt máli hversu mikið yfir mörk-
unum vínandamagnið hafi verið.
Löggjafinn hafi hins vegar tengt
lengri sviptingu ökuréttar ítrekuð-
um brotum og komið hafi til frekari
ökuréttarsviptingar við endurtekin
brot. Þótti ríkissaksóknari ekki hafa
sýnt fram á að efni væru til þess að
óbreyttum lögum að hverfa frá for-
dæmum um ökuleyfissviptingu, sem
farið hafi verið eftir frá setningu um-
ferðarlaga 1987 og lengur. Var því
niðurstaða héraðsdóms um eins árs
ökuréttarsviptingu staðfest.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Hrafn Bragason, Garðar Gísla-
son, Gunnlaugur Claessen, Haraldur
Henrysson og Pétur Kr. Hafstein.
Verjandi ákærða var Sigurður
Jónsson hrl. Málið sótti Bogi Nilsson
ríkissaksóknari.
Dómvenju
vegna ölv-
unaraksturs
ekki breytt
EISTNESKA og lettneska lögregl-
an telur sig hafa öruggar upplýs-
ingar um að þarlendar nektardans-
meyjar hafi stundað vændi hér á
landi. Þetta byggir lögregla m.a. á
viðtölum við dansmeyjar sem hafa
snúið aftur til Eistlands að lokinni
dvöl á Íslandi.
Þær hafa sagt að vinnuveitendur
þeirra á Íslandi hafi lagt að þeim að
stunda vændi og hafi hótað þeim of-
beldi ef þær segðu frá.
Þessar upplýsingar fékk Tinna
Víðisdóttir, lögfræðingur hjá sýslu-
manninum á Keflavíkurflugvelli, en
hún var meðal þeirra sem sátu ráð-
stefnu Norðurlanda- og Eystra-
saltsþjóðanna um baráttu gegn
verslun með konur sem lauk í Tall-
inn í Eistlandi í gær. Tinna segir að
lögreglu hér á landi hafi grunað að
vændi færi fram á nektarstöðum
eða í tengslum við þá og þessar
upplýsingar staðfesti þann grun.
Tinna á von á nánari upplýsingum
frá eistnesku og lettnesku lögregl-
unni um þessi mál.
Tinna segir að það hafi vakið
mikla athygli að íslensk stjórnvöld
skuli veita nektardansmeyjum at-
vinnuleyfi. „Þetta er hvergi annars
staðar gert á Norðurlöndunum og
þetta hefur í raun valdið hneykslun
á ráðstefnunni,“ segir Tinna. Þeir
sem gagnrýna þetta segja að með
því að veita dansmeyjunum at-
vinnuleyfi séu stjórnvöld að búa í
haginn fyrir menn og samtök sem
hagnast á verslun með konur. Vitað
sé að konurnar stundi vændi og hef-
ur því verið haldið fram á ráðstefn-
unni að með útgáfu atvinnuleyfa til
þeirra séu „íslensk stjórnvöld í hlut-
verki melludólgs“.
Á ráðstefnunni kom einnig fram
að stúlkurnar eru beittar blekking-
um til að fá þær til að stunda
vændi.
Aðeins þær nektardansmeyjar
sem koma frá löndum utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins þurfa at-
vinnuleyfi hér á landi og skv. upp-
lýsinum frá Vinnumálastofnun eru
þær um 20 um þessar mundir.
Dansmeyjar sem koma frá löndum
innan EES þurfa engin atvinnuleyfi
og ekki liggja fyrir nákvæmar upp-
lýsingar um fjölda þeirra. Frá ára-
mótum hefur Vinnumálastofnun
synjað næstum öllum nektarstöðum
um útgáfu nýrra atvinnuleyfa til
nektardansmeyja. Þeir staðir sem
hafa fengið atvinnuleyfi eru Óðal og
fyrirtækið Baltic sem rekur Max-
ims og Goldfinger. Heiða Gestsdótt-
ir, lögfræðingur hjá Vinnumála-
stofnun, segir að ástæðurnar fyrir
synjununum séu af ýmsum toga. Í
nokkrum tilfellum hafi komið í ljós
að tveir samningar voru í gildi við
dansmeyjarnar. Annar var lagður
fram hjá Vinnumálastofnun en hinn
kom hvergi fram. Í aukasamningn-
um, sem ekki var framvísað, hafi
verið ýmis ákvæði sem standist
ekki íslenska vinnulöggjöf og því
hafi stöðunum verið synjað um at-
vinnuleyfi. Í öðrum tilfellum hafi
t.d. skort nauðsynleg gögn.
Í aukasamningunum hefur t.d.
verið kveðið á um háar sektir ef
nektardansmærin mætir ekki til
vinnu eða brýtur að öðru leyti regl-
ur nektarstaðarins.
Eistneskar nektardansmeyjar sem snúa heim eftir dvöl hér á landi
Segjast hafa stundað
vændi hér á landi
ÞRENNT var flutt með sjúkrabif-
reið á slysadeild Landspítala Foss-
vogi eftir bílveltu við Esjugrund á
Vesturlandsvegi í gærkvöld. Þrír
farþegar auk bílstjóra voru í bifreið-
inni sem ekið var út af veginum og
fór nokkrar veltur. Að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík var einn hinna
slösuðu viðbeinsbrotinn og aðrir
fundu fyrir eymslum í baki. Enginn
þeirra var talinn alvarlega slasaður
Þrennt á
slysadeild
eftir bílveltu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær þrjá menn í 4–8 mánaða
skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár fyr-
ir þjófnaði og innbrot. Þeir voru 18
og 19 ára þegar þeir frömdu brotin.
Allir eiga þeir talsverðan sakaferil
að baki og hafa allir hlotið dóma fyrir
þjófnað, umferðarlagabrot, grip-
deildir og nytjastuldi. Verðmæti þýf-
isins í þeim brotum sem þeir voru
dæmdir fyrir nú nam samtals um
einni milljón króna. Hluta af skaða-
bótakröfum var vísað frá dómi þar
sem þær voru óljósar. Guðjón St.
Marteinsson kvað upp dóminn.
Þrír í skil-
orðsbundið
fangelsi
♦ ♦ ♦