Morgunblaðið - 01.06.2002, Side 58
FRÉTTIR
58 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var
slitið föstudaginn 24. maí síðastliðinn og fengu
229 nemendur afhent prófskírteini. 123 stúd-
entar voru brautskráðir, 72 nemendur luku
ýmis konar starfsnámi og 20 nemendur luku
verslunarprófi. Loks fengu 6 nemendur á
starfsbraut afhent skírteini um að þeir hefðu
lokið námi í framhaldsskóla, en þeir munu
vera fyrstu starfsbrautarnemendurnir á Ís-
landi sem ljúka fjögurra ára framhalds-
skólanámi. Verðlaun fyrir bestan árangur á
stúdentsprófi hlutu Ólafur Guðbjörn Skúlason
á heilbrigðissviði og Jón Ómar Gunnarsson á
félagsfræðibraut. Ólafur Guðbjörn fékk einnig
verðlaun frá Rótaryklúbbi Breiðholts og Lilja
Katrín Gunnarsdóttir, nýmálabraut, fékk sér-
staka viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi
Hóla og Fella. Fjölmargir aðrir nemendur
fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi
námsárangur í einstökum greinum.
Um 120 starfsmenn starfa við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti, 1145 nemendur innrit-
uðust í dagskólann í janúar og 770 í kvöld-
skóla. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn í
Íþróttahúsinu Austurbergi, að viðstöddum
menntamálaráðherra Tómasi Inga Olrich.
Kristín Arnalds, skólameistari, hélt yfirlits-
ræðu og kór FB söng nokkur lög.
Morgunblaðið/Golli
FB útskrifar 229 nemendur
BRAUTSKRÁÐIR voru 72 nem-
endur frá Iðnskólanum í Hafn-
arfirði laugardaginn 25. maí síð-
astliðinn. 22 nemendur luku prófi í
hársnyrtiiðn, 9 í húsasmíði, 1 í
húsgagnasmíði, 1 í múrsmíði, 4 í
pípulögnum, 3 í rafvirkjun, 1 í
rennismíði, 6 í vélsmíði, 6 í tækni-
teiknun, 8 af hönnunarbraut og 11
af útstillingabraut. Við skólaslitin
hlutu Þóra Valdís Hilmarsdóttir
hársnyrtinemi og Ólafur Karl
Brynjarsson húsasmíðanemi, verð-
laun frá Samtökum iðnaðarins, en
bæði sýndu þau frábæran náms-
árangur á burtfararprófi iðnnáms.
Tveir nemendur, sem luku burt-
fararprófi iðnnáms, Sigþór Sig-
urðsson af pípulagnabraut og
Vignir Örn Arnarson af húsa-
smíðabraut, fengu viðurkenningu
fyrir eljusemi, dugnað og framfar-
ir. Auk þess fengu fleiri nemendur
viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi árangur á hinum ýmsu braut-
um.
72 nemendur braut-
skráðir frá Iðnskólan-
um í Hafnarfirði
ÁTJÁNDA skólaári Fjölbrautaskólans í
Garðabæ lauk laugardaginn 25. maí með
brautskráningu 68 nemenda, 60 stúdenta og
8 nemenda af styttri námsbrautum. Athöfnin
fór fram í hátíðasal skólans sem nýlega hlaut
nafnið Urðarbrunnur, en daginn áður hafði
farið fram afhjúpun listaverks utan á boga-
vegg salarins eftir listamennina Baltasar og
Kristjönu Samper.
Skólameistarinn, Þorsteinn Þorsteinsson,
greindi frá starfsemi skólans á liðnum vetri.
Nokkrir nemendur brautskráðust samkvæmt
nýrri námskrá frá 1999 eftir þriggja ára
nám undir kjörorðunum Hópur – hraði –
gæði. Ennfremur voru brautskráðir fjórir
fyrstu nemendurnir úr sérdeild skólans fyrir
fatlaða nemendur. Fyrsta foreldrafélag í
framhaldsskóla var stofnað í FG í nóvember
síðastliðinn.
Berglind Eik Guðmundsdóttir, nemandi í
HG-hópnum, sem lauk námi á þremur árum,
hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á
stúdentsprófi, ágætiseinkunn í 54 af 58
námsáföngum þar sem vegið meðaltal var
9,68.
Samþykkt hefur verið viðbygging fyrir
listnámsbrautina í skólanum og bygging
íþróttahúss á milli skólanna tveggja, FG og
Hofsstaðaskóla. Standa vonir til að þessar
byggingar verði tilbúnar 2004.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útskrift í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ
ÚTSKRIFT fór fram úr Landnema-
skóla Eflingar og MFA, 30. maí sl.
Tilgangur skólans, sem er samstarfs-
verkefni Eflingar – stéttarfélags og
Menningar- og fræðslusambands al-
þýðu, var að kenna erlendum fé-
lagsmönnum Eflingar íslensku og ís-
lenska samfélagsfræði ásamt því að
taka á ýmsum þáttum í réttindum og
skyldum í íslensku samfélagi. Skól-
inn, sem var 240 stundir, var fjár-
magnaður með styrk frá Starfs-
menntaráði og fræðslusjóðum
Eflingar – stéttarfélags. Alls sóttu
skólann 13 félagsmenn Eflingar frá 6
þjóðlöndum, Bretlandi, Taílandi, Fi-
lipseyjum, Paraguay, Póllandi,
Litháen. Stefnt er að áframhaldandi
rekstri skólans næsta haust, segir í
fréttatilkynningu.
Fremri röð frá vinstri: Marilou S
Cagatin, Lesley Ágústsson, Milder
D.C. Solis, Phafan T. Santhiah,
Freyja M. Espirit. Aftari röð frá
vinstri: Theresa N. Bedia, Jagoda M.
Dobrzaniecka, Vilborg Einarsdóttir
kennari, Hólmfríður E. Guðmunds-
dóttir kennari, Loida Surban, og
Rungrat Decha. Fjórir nemendur
voru ekki viðstaddir.
Útskrift úr Landnemaskólanum