Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
einhver mesta einstaka malbikun
sem gerð hefur verið í Reykjavík
frá upphafi, að sögn Sigurðar I.
Skarphéðinssonar gatnamála-
ÞESSIR ungu menn unnu að mal-
bikunarframkvæmdum við Ártúns-
höfða og Grafarholt í sólskinsveðr-
inu í gær en á svæðinu stóð yfir
stjóra. Hann segir verkið hafa
gengið eftir áætlun og góða veðrið
í gær hentað afar vel til fram-
kvæmda en unnið var við verkið í
samfellt 23 tíma. Búist var við að
verkinu yrði lokið um fjögurleytið
í nótt og því eiga ekki að verða taf-
ir á umferð á svæðinu í dag.
Morgunblaðið/Þorkell
Malbikað í góða veðrinu
YFIRLÆKNIR Vinnueftirlits ríkis-
ins og landlæknir hafa sent Jóni
Kristjánssyni heilbrigðisráðherra
bréf þar sem þeir segja brýnt að
hvíldartímaákvæði sem almennt
gilda á vinnumarkaði nái einnig til
unglækna og lækna í framhaldsnámi.
Félag ungra lækna fundaði í gær með
fulltrúum stjórnar Landspítala – há-
skólasjúkrahúss fyrir milligöngu
Læknafélags Íslands.
Í bréfi yfirlæknis Vinnueftirlitsins
og landlæknis segir að mikilvægt sé
að hvíldartímaákvæðin nái einnig til
unglækna, bæði vegna öryggishags-
muna almennings og vinnuverndar.
Því telja þeir brýnt að heilbrigðisráð-
herra, samninganefnd ríkisins,
stjórnir sjúkrastofnana, Læknafélag
Íslands og Félag ungra lækna taki
höndum saman um að leiða til lykta
þá deilu sem nú er uppi vegna hvíld-
artíma ungra lækna og lækna í fram-
haldsnámi.
„Er það krafa embætta okkar að
við lausn þessarar deilu verði jafnt
hugað að almennum vinnuverndar-
sjónarmiðum sem og öryggishags-
munum almennings,“ segja Kristinn
Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits-
ins, og Sigurður Guðmundsson land-
læknir í bréfinu.
Þar segja þeir að ónóg hvíld vegna
langs vinnudags auki líkur á slysum í
vinnu og leik og spilli auk þess fjöl-
skyldulífi starfskraftsins. „Líkur á
mistökum aukast og þekkt eru ýmis
dæmi um mistök lækna sem rekja má
að öllu eða hluta til óhóflegs vinnu-
tíma. Til lengdar eykur þreytan sem
þessu fylgir ennfremur líkur á alvar-
legum líkamlegum og andlegum
sjúkdómum.
Krafa okkar allra um „hágæðaheil-
brigðisþjónustu“ tengist þeirri kröfu
að við höfum aðgang að vel hæfu og
menntuðu starfsfólki til að veita
þessa þjónustu á öllum tímum sólar-
hringsins. Hluti af því er að starfs-
fólk, þ.m.t. unglæknar og læknar í
framhaldsnámi, sé úthvílt þannig að
hætta á mistökum vegna þreytu sé
sem minnst,“ segir í bréfinu.
Bréfið til skoðunar
í ráðuneytinu
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir að bréfið verði tekið til
skoðunar í ráðuneytinu. Í framhaldi
af fundi formanns Læknafélags Ís-
lands, forsvarsmanna Landspítala –
háskólasjúkrahúss og fulltrúa Félags
ungra lækna í gær verði fundað með
samninganefnd ríkisins um málið.
Ráðherra vildi ekki tjá sig um málið
meðan það er þar til umfjöllunar.
„Við verðum auðvitað að finna
heppilega lausn á þessu máli og for-
svarsmenn spítalanna eru að fara yfir
það í tengslum við þessa samninga og
í tengslum við þau erindi sem hafa
komið upp um þetta,“ segir ráðherra.
„Við höfum auðvitað áhyggjur af
þessu máli.“
Að sögn Odds Steinarssonar, for-
manns Félags ungra lækna, höfðu
fulltrúar stjórnar Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í raun lítið fram að
færa á fundinum í gær, heldur vildu
þeir heyra óskir unglækna og eru
þeir nú að fara yfir málin.
Unglæknar kynntu stjórn-
endum Landspítala kröfur sínar
Hann segir Félag ungra lækna í
raun setja fram þrjár kröfur og hafa
kynnt þær á fundinum. Oddur bendir
á að ungir læknar óski eftir að fá
EES-hvíldarákvæðin eins og aðrir
aðilar að samningnum. Þeir telji ekki
rétt að undanskilja unglækna, þar
sem í raun hafi ekki verið gengið frá
því lagalega að læknar í starfsnámi
falli ekki undir þessi ákvæði. Í frum-
varpi til laga um breytingu á lögum
um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum eru læknar í starfs-
námi undanþegnir umræddum hvíld-
arákvæðum, en frumvarpið var ekki
afgreitt á síðasta þingi.
Oddur segir hins vegar óvíst hvort
frumvarpið fari í gegn óbreytt í haust
þar sem Félag ungra lækna hafi
hvatt þingmenn til að reyna að koma í
veg fyrir að þetta fari í gegn, auk þess
sem heilbrigðisráðuneytið hafi ekki
skilgreint hverjir séu læknar í starfs-
námi og hverjir ekki og leggur hann
áherslu á að deildarlæknar séu til
dæmis læknar sem hafi öðlast fullgild
lækningarleyfi.
„Í öðru lagi virðist þess ekki gætt
nógu vel í samningnum hver heildar-
vinnutími í viku sé og óskuðum við
eftir því að við hefðum einhverjar
takmarkanir á því hversu mikið við
ættum að vinna,“ segir hann.
Oddur segir að Félag ungra lækna
hafi lagt fram ósk til spítalanna að
þeir reyndu að gera eitthvað til þess
að snúa við þróun undanfarinna ára.
„Þeir eru að fá færri og færri ung-
lækna inn til sín. Ungir læknar virð-
ast fara fyrr út í sérnám og menn
leita annað á innlendum vinnumark-
aði,“ bætir hann við og bendir á að
spítalarnir hafi farið halloka út úr
samkeppni um unga lækna. Að hans
sögn ætlar Félag ungra lækna að
óska eftir fundi með heilbrigðisráð-
herra í framhaldi af áðurnefndu
bréfi.
Samtökin Lífsvog hafa sent frá sér
yfirlýsingu þar sem þau skora á
stjórn Ríkisspítalanna að endurskoða
vinnuálag á unglækna. Samtökin
segja eðlilegra að reyndari starfs-
menn ykju við sig vöktum ef þörf
væri á. „Sjúklingar eiga rétt á því á
hverjum tíma að faglegt skipulag sé
hluti af fullkominni þjónustu og síst
af öllu á það að skipta máli hvort veitt
þjónusta er að vetri eða sumri. Ofálag
á heilbrigðisstéttir eykur því hættu á
mannlegum mistökum og á ekki að
vera fyrir hendi á þessu sviði ef fag-
legur metnaður ræður ferð,“ segir í
tilkynningu Lífsvogar.
Bréf landlæknis og yfirlæknis Vinnueftirlits ríkisins til heilbrigðisráðherra
Telja brýnt að hvíldartíma-
ákvæði nái til unglækna
DeCODE
hækkar um
11,29%
GENGI hlutabréfa í deCODE Genet-
ics hækkaði verulega á Nasdaq-hluta-
bréfamarkaði í gær. Nam hækkunin
11,29% og við lokun markaða í gær
var gengi bréfanna 4,6 dollarar.
Verð á bréfum í deCODE fór niður
í 3,72 dollara fyrr í mánuðinum en
þrátt fyrir breytinguna nú er verðið
mun lægra en í upphafi árs.
Club Diablo
sviptur
áfengisleyfi
BORGARRÁÐ hefur á grundvelli
áfengislaga svipt handhafa áfengis-
leyfis fyrir veitingastaðinn Club
Diablo í Austurstræti tímabundið
leyfi til áfengisveitinga dagana 28.–
30. júní næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum frá skrif-
stofu Reykjavíkurborgar veitti lög-
reglustjórinn í Reykjavík handhafa
áfengisleyfisins áminningu 18. apríl
síðastliðinn vegna brota í rekstri og
hefur hann ítrekað síðan verið
áminntur af lögreglustjóra af sömu
ástæðu.
Með úrskurði 4. júní síðastliðinn
komst lögreglustjórinn í Reykjavík
að þeirri niðurstöðu að vegna ítrek-
aðra brota leyfishafa væru skilyrði
áfengislaga um tímabundna svipt-
ingu áfengisleyfis fyrir hendi, en hin
ítrekuðu brot varða meðal annars
dvöl unglinga undir aldursmörkum á
veitingastaðnum.
Leyfishafa var tilkynnt um tilætl-
unina og veittur frestur til 14. júní
síðastliðinn til að koma að athuga-
semdum, en engar bárust. Núgild-
andi áfengisleyfi leyfishafa gildir til
1. nóvember næstkomandi.
Loftbelgurinn
á Blönduósi
LOFTBELGSFARARNIR Thomas
Seiz og Urs Mattle eru nú staddir á
Blönduósi og er ætlunin að fljúgja
loftbelgnum þaðan í dag ef veður
leyfir.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Urs að flugið hefði gengið tiltölulega
vel fram að þessu. Fyrsta flug þeirra
var á laugardag og síðan hafa þeir
tvívegis farið á loft. Í fyrrakvöld
flugu þeir í nágrenni Borgarness og
lentu í nokkrum erfiðleikum þar sem
vindáttin breyttist í sífellu auk þess
sem belgurinn rennblotnaði í regn-
skúr. Þeir Thomas og Urs verða hér
á landi út júlímánuð við loftbelgja-
flug og myndatökur. Hægt er að lesa
um ferðalagið á heimasíðu Inserto
AG sem er í eigu Thomasar Seiz.
Slóðin er: www.inserto.ch.
Bíll valt
á Krísu-
víkurvegi
BÍLVELTA varð á Krísuvíkurvegi
sunnan í Selvogsheiði um hálfsjö-
leytið í gærkvöldi. Bíllinn rann í
lausamöl, lenti út af veginum og valt,
að sögn lögreglu á Selfossi. Farþeg-
ar sem voru þýsk feðgin á ferðalagi,
slösuðust lítið en voru flutt til skoð-
unar á Landspítalann í Fossvogi.
Fólkið var í bílbeltum.
Bíllinn er mikið skemmdur en um
var að ræða nýjan bílaleigubíl sem
hafði verið á götunni í fimm daga.
Hann var fjarlægður með kranabíl.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
STUTT