Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÍSINDAMENN á vegum Íslenskrar erfða- greiningar hafa kortlagt erfðavísi sem tengist háum blóðþrýstingi og eru niðurstöður þessara rannsókna birtar í bandarísku tímariti. Skv. fréttatilkynningu ÍE í gær er umrætt svæði sem hefur verið kortlagt á litningi átján og eru tengsl þess við sjúkdóminn talin mjög sterk. Vísbendingar um að þetta svæði kynni að geyma slíkan erfðavísi hafa áður komið fram við rann- sóknir á mönnum og tilraunadýrum, en skv. fréttatilkynningunni er staðfesting á þessum tengslum mikilvægt framlag til aukinnar þekk- ingar á erfðafræði háþrýstings sem hrjáir fjórða hvern fullorðinn einstakling á Vesturlöndum og er meiriháttar áhættuþáttur heilablóðfalls, hjartaáfalls og annarra hjarta- og æðasjúkdóma. ,,Í nýjasta hefti tímarits Bandarísku hjarta- verndarsamtakanna, Hypertension, birtist grein eftir vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfslækna við Landspítala – háskólasjúkra- hús þar sem þessum niðurstöðum er lýst. Nú er unnið að áframhaldandi rannsóknum sem miðast að því að einangra erfðavísi á þessu svæði sem tengist háþrýstingi. Íslensk erfða- greining stefnir að því að nota niðurstöðurnar til að þróa ný úrræði til að meðhöndla háþrýsting, greina fólk í áhættuhópi og til að geta ávísað sjúk- lingum bestu hugsanlegu lyfjum. Háþrýstingur og sjúkdómar sem honum tengjast eru meðal al- varlegustu heilbrigðisvandamála heims. Mikil þörf er á nýjum leiðum til að bregðast við þessu vandamáli og markaðurinn fyrir hugsanleg ný lyf nemur hundruðum milljarða króna,“ segir í til- kynningu ÍE. Umfangsmesta skimun á erfðamenginu Þar segir einnig að rannsókn ÍE sé umfangs- mesta skimun á erfðamenginu sem framkvæmd hafi verið í leit að erfðaþáttum háþrýstings sem ekki orsakast af öðrum sjúkdómum og ekki hafi áður tekist að finna svæði á litningi sem tengist háþrýstingi jafn greinilega. ,,Rannsóknin byggist á upplýsingum um 5.000 Íslendinga sem hafa gengist undir lyfjameðferð gegn of háum blóðþrýstingi. Með ættfræðigrunni Íslenskrar erfðagreiningar fundust 120 fjölskyld- ur þar sem sjúkdómurinn var algengari en al- mennt gerist. Nær 500 sjúklingar og 300 ætt- ingjar þeirra tóku þátt í rannsókninni og erfðamengi þeirra var skimað með tilliti til 900 erfðamarka. Eftir að vísbendingar komu fram um þátt svæðisins á litningi átján voru fleiri erfða- mörk greind á því svæði. Svo virðist sem sjúkling- ar í helmingi fjölskyldnanna hafi þennan erfða- þátt sameiginlegan og því er líklegt að hér sé um að ræða mjög mikilvægan þátt í háþrýstingi,“ segir þar ennfremur. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, að þessar niðurstöður séu mikilvægt framlag til auk- innar þekkingar á sjúkdómnum og fyrsta skrefið í átt að þróun nýrra lyfja, greiningarprófa og for- varna. Aðferðir til að lækna og koma í veg fyrir of háan blóðþrýsting ,,Íslensk erfðagreining rekur stærstu miðstöð til arfgerðagreininga í heiminum. Með því að tengja saman einstaka ættfræði og upplýsingar um arfgerðir þátttakenda í rannsóknum okkar höfum við enn og aftur sýnt að við getum fundið mikilvæga erfðaþætti í jafnvel flóknustu sjúk- dómum. Markmið okkar er að nota þær niðurstöður sem við kynntum í dag til að koma á markað nýj- um aðferðum til að lækna og koma í veg fyrir of háan blóðþrýsting og skylda sjúkdóma. Þessar niðurstöður gætu einnig hjálpað okkur að skilja samhengið á milli háþrýstings og skyldra sjúk- dóma, svo sem of mikils kólesteróls, offitu, syk- ursýki, hjartaáfalls og heilablóðfalls,“ segir Kári. Vísindamenn ÍE birta niðurstöður í riti Bandarísku hjartaverndarsamtakanna Gen sem tengist háum blóð- þrýstingi kortlagt á litningi NEMENDUR í 10. bekk Varmahlíð- arskóla í Skagafirði náðu góðum árangri á samræmdu prófunum í vor. Skólinn var meðal allra hæstu grunn- skóla landsins, með hæstu meðalein- kunn í íslensku og náttúrufræði og þá næsthæstu í stærðfræði. Þrettán nemendur voru í 10. bekk skólans og þreyttu þeir allir samræmdu prófin. Páll Dagbjartsson skólastjóri seg- ist fyrst og fremst þakka þennan góða árangur reyndu kennaraliði. „Kennararnir hafa kennt þessar samræmdu greinar í fjölda ára. Þeir eru allir með réttindi og mjög hæfir,“ segir hann. Hann segir að nemenda- hópurinn hafi verið jafn að getu. „Þetta var samstæður hópur. Af- skaplega jákvætt og elskulegt ungt fólk. Ég er mjög stoltur af nemend- um og kennurum.“ Að sögn Páls hefur ekki verið skortur á kennurum til starfa við skólann. Hann segir að leitast hafi verið við að halda uppi aga í skólan- um með jákvæðum formerkjum. „Við höfum reynt að skapa jákvætt hug- arfar gagnvart námi og ábyrgðartil- finningu hjá krökkunum,“ segir hann. Páll segir að aðstaða til kennslu sé með eindæmum góð. Tölvukostur sé góður og lögð sé áhersla á að nýta tölvur í sem flestum greinum. Varmahlíð- arskóli meðal allra hæstu skóla ♦ ♦ ♦ BANDARÍSKU hjónin Reese og Marilyn Palley hyggjast smíða gagnagrunn um íslenska hús- gagnalist 20. aldarinnar en þau eru stödd hér á landi af því tilefni. Þau lýsa eftir myndum af íslensk- um húsgögnum og upplýsingum um þau. Vinna við gagnagrunninn mun taka á að giska eitt ár og stefnt er að því að hann verði að- gengilegur almenningi á Netinu. Palley-hjónin hafa áður sett upp gagnagrunn um dönsk húsgögn á síðastliðinni öld. Fyrir nærri fjór- um árum ákváðu þau að skrá af- rek Dana á því sviði enda hafa þau bæði brennandi áhuga á hús- gögnum. Marilyn er vefari og vinna hennar hefur mikið tengst dönskum húsgögnum. Reese nam hjá danska húsgagnafrömuðinum Lunning árið 1957. Reese segir að þau viti vart sjálf hvað hafi rekið þau til að byrja á þessari vinnu. „Við bjugg- umst við að verkið yrði tiltölulega auðvelt og einfalt en annað kom í ljós. Við fórum til Danmerkur og komumst að því að engin gagna- söfn voru til um danska hús- gagnalist á 20. öldinni. Enginn hafði tekið að sér verk í líkingu við það sem við hugðumst vinna. Reyndar gildir það um allan heim- inn eftir því sem við komumst næst,“ segir hann. Reese segir að verkefnið hafi undið upp á sig. Það hafi hafist á rólegu nótunum, en vaxið að um- fangi með tímanum. „Við bjugg- umst við að það myndi taka þrjá mánuði, en í ljós kom að það myndi taka mörg ár,“ segir hann. „Um leið og við hófumst handa var engin leið að hætta. Við bár- um allan kostnað sjálf og fjár- hagslega byrðin var mikil. En um leið var það yndislega skemmti- legt og gefandi þegar við sáum fram á möguleikana sem í gagna- grunninum fælust.“ Arkitektar vildu grunninn í Danmörku Reese segir að þau hefðu þó ef- laust lagt árar í bát ef ekki hefði verið fyrir stuðning danskra arki- tekta og forráðamanna safna. Þeir hefðu snarlega gert sér grein fyr- ir að um þjóðþrifamál væri að ræða fyrir Dani. „Sem okkur hafði aldrei dottið í hug sjálfum. Við héldum því áfram í þrjú ár, þar til Det Danske Kunstindustri- museum bjargaði verkefninu og um leið fjárhagslegri framtíð okk- ar. Áður höfðum við fengið tilboð frá Þýskalandi og Japan en fjöldi danskra arkitekta og annarra sér- fræðinga kom því til leiðar að gagnagrunnurinn yfirgaf ekki Danmörku,“ segir hann. Danska safnið keypti gagna- grunninn og sér því um að við- halda honum og bæta við upplýs- ingum. Til stendur að gera hann aðgengilegan almenningi á Net- inu. „Þá má búast við að yfir stofnunina hellist leiðréttingar frá ættingjum listamannanna sem eiga verk í grunninum,“ segir Reese, „en í því felst einmitt að vissu leyti fegurð verkefnisins, að það er gagnvirkt og heldur áfram þar til grunnurinn er því sem næst tæmandi,“ segir hann. „Ætlun okkar var aldrei að mál- in tækju þessa stefnu. Þetta var einfaldlega fyrir tilverknað hönn- uða, sem komu auga á gildi verk- efnisins fyrir dönsku þjóðina,“ heldur Reese áfram. Íslenskur grunnur verður tilbúinn að ári liðnu Fyrir um hálfu ári spurðu hjón- in yfirmenn safnsins hvort hægt væri að setja íslensk húsgögn í grunninn, enda væru margir ís- lenskir húsgagnahönnuðir 20. ald- arinnar menntaðir í Danmörku. Svo reyndist ekki vera þar sem safnið er opinber stofnun í Dan- mörku og samþykktir þess leyfa ekki stuðning við erlend verkefni. Þau ákváðu þó að láta slag standa, vinna íslenskan gagna- grunn, koma til Íslands og sjá hvað verða vildi. Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur hefur verið þeim innan handar og tekur hann við ábendingum um myndir af ís- lenskum húsgögnum og upplýs- ingar um þau á netfanginu adal- art@natmus.is. Bandarísk hjón gera gagna- grunn um íslensk húsgögn Morgunblaðið/Arnaldur Reese og Marilyn Palley ætla að gera gagnagrunn um íslensk húsgögn. Um 10.000 myndir af húsgögnum eru nú í danska gagnagrunninum. Hafa undanfarin ár unnið slíkan grunn í Danmörku NÝTT félag hefur gert samning um útgáfu og rekstur Fréttablaðsins. Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi fréttatilkynning: „Nýtt útgáfufélag, undir forystu Gunnars Smára Egilssonar og hóps fjárfesta, hefur gert samning um að taka yfir útgáfu og rekstur Frétta- blaðsins. Hið nýja félag mun á næstu dögum leita samninga við samstarfs- aðila, birgja og starfsmenn og tryggja fjármagn að verkefninu. Ákveðið hefur verið að hlé verði á út- gáfu Fréttablaðsins á meðan. Markmið nýs útgáfufélags er að setja styrkar stoðir undir Frétta- blaðið og efla útgáfu þess. Frétta- blaðið var djörf nýjung þegar það var stofnað fyrir rúmu ári en hefur sannað sig á fjölmiðlamarkaði. Með sterkri eiginfjárstöðu og þeim árangri sem náðst hefur í útgáfunni telja nýir hluthafar að Fréttablaðið eigi sér bjarta framtíð. Að svo stöddu verður ekki til- greint hverjir hinir nýju fjárfestar eru. Kaupverð er trúnaðarmál.“ Nýtt útgáfu- félag um Fréttablaðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.