Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 11
Christer Villard er framkvæmdastjóri Aragon, dótturfélags Kaupþings í Svíþjóð, sem starfar í sjö borgum þar í landi. Hann lauk námi í lögfræði árið 1974 og vann í kjölfarið hjá fjölda fyrir- tækja og stofnana við lögfræðiráðgjöf. Síðastliðin 15 ár hefur hann starfað hjá og stýrt fjármálafyrirtækjum. Villard hefur verið lykilmaður í hröðum vexti Kaupþings í Svíþjóð og nýverið var undirritaður samningur um samruna Aragon og JP Nordiska banka sem Kaupþing eignast um leið tæpan þriðjung í. Með samrunanum verður til leiðandi og öflugur aðili á sænska fjármálamarkaðnum. Áhugaverð tæki- færi skapast til að samnýta þekkingu og reynslu starfsmanna fyrirtækjanna þriggja og til að efla enn frekar starf- semi Kaupþings á Norðurlöndum. „Á þessum vettvangi gildir fyrst og fremst að vera heiðarlegur og blátt áfram og að hafa gaman af því sem maður er að gera. Það eru gríðarlega spennandi verkefni framundan og ég hlakka til að takast á við þau með Kaupþingi. Þar fer saman kraftur, frumkvæði og mikil fagmennska.“ Christer Villard er í hópi lykilstarfsmanna Kaupþings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.