Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 21
VIÐ VEGAMÓTIN af Borgarfjarð-
arbraut, þar sem beygt er upp að
samkomuhúsinu Logalandi, er verið
að reisa parhús. Er annað í eigu
Borgarfjarðarsveitar og hitt í eigu
Byggðasafns norðan Skarðsheiðar.
Loftorka í Borgarnesi reisir húsið,
og á það að vera tilbúið í haust.
Nýverið var jörðin Hamrar ásamt
íbúðarhúsi seld. Þar hefur verið
kennarabústaður frá árinu 1965 fyr-
ir kennara við grunnskólann á
Kleppjárnsreykjum. Er önnur íbúð-
in í þessu nýja húsi ætluð fyrir kenn-
ara við Kleppjárnsreykjaskóla.
Ekki hefur verið byggt nýtt íbúð-
arhúsnæði í Reykholtsdal síðan par-
húsið Árberg var byggt fyrir rúm-
um fimm árum.
Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson
Grunnur að nýja leiguhúsnæðinu. Húsið fjær er Árberg eitt og tvö.
Nýtt leigu-
húsnæði
í Reyk-
holtsdal
Reykholtsdalur
SAMTÖKIN „Landsbyggðin lifi“
(LBL) standa fyrir málþingi um
byggðamál í Hrísey 29.–30. júní.
Fjöldi innlendra og erlendra gesta
sækir þingið. Valgerður Sverrisdótt-
ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
ávarpar þingið og Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti og heið-
ursforseti HNL, sambærilegra sam-
taka á Norðurlöndum, verður með
hugleiðingu um gleði lífsins. Páll
Skúlason, rektor Háskóla Íslands,
og Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, flytja erindi
sem tengjast kjörorði málþingsins.
Í tengslum við málþingið halda
samtökin HNL stjórnarfund og
jafnframt verður aðalfundur LBL
haldinn. Seinni daginn munu fulltrú-
ar hinna Norðurlandanna flytja er-
indi og Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra ávarpar málþingið í
lokin.
Málþing um
byggðamál
Hrísey
Sæktu um talhólf fyrir heimilissímann á fiínum
sí›um á siminn.is, í fljónustuveri Símans 800 7000
e›a í verslunum Símans um allt land.
Talhólf er símsvari heimilisins
Ef flú sækir um fyrir 12. ágúst 2002 gætir
flú unni› fer› fyrir tvo til útlanda.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
N
M
0
6
6
2
2
/
si
a.
is
Panta›u talhólf fyrir 12. ágúst
Ertu a› fara í frí?
Ekki missa af símtölum, fá›u flér talhólf.
Kynntu flér máli› á innkápu
símaskrárinnar e›a á siminn.is