Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 26
ERLENT
26 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með
göngu um skóglendi í Heiðmörk í kvöld
kl. 20.00.
Samstarfsaðilar eru Skógræktarfélag
Íslands og Búnaðarbankinn.
Gengið verður frá Vígsluflöt um
skógarstíga undir leiðsögn staðkunnugra
(sjá kort við innkomuleiðir og á
www.skograekt.is).
Allir velkomnir
SKÓGARGANGA
Í HEIÐMÖRK
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Mörkinni 6, 108 Reykjavík
sími 564 1770
www.skograekt.is.
!
" # #$%& $'()
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti ákvað að taka upp harðari
stefnu gagnvart Yasser Arafat, leið-
toga Palestínumanna, eftir að
bandarískir leyniþjónustumenn
fundu gögn um að Arafat hefði greitt
hryðjuverkamönnum í hinum her-
skáu Al-Aqsa samtökum 20.000 doll-
ara, nær 1,8 milljónir króna, í liðinni
viku, að sögn bandaríska dagblaðs-
ins The New York Times og fleiri
fjölmiðla í gær. Forsetinn hvatti til
þess í ræðu sinni á mánudag um frið-
artilraunir í deilum Ísraela og Pal-
estínumanna að hinir síðarnefndu
kysu sér nýja forystu sem ekki væri
„flækt í hryðjuverk“ og er ljóst að
hann átti við Arafat.
Arafat mun hafa samþykkt
greiðslu til svonefndra Al-Aqsa písl-
arvottasveita er lýstu á hendur sér
sjálfsmorðsárás í Jerúsalem fyrir
viku en þá féllu sjö manns, að sögn
embættismanna sem dagblaðið vitn-
ar í en þeir vilja ekki láta nafns sín
getið. Al-Aqsa samtökin tengjast
Fatah hreyfingu Arafats. The New
York Times segir að skýrsla leyni-
þjónustumannanna hafi einnig vald-
ið því að Bush hafi frestað hug-
myndum um að efnt yrði til
alþjóðlegrar ráðstefnu um deilurnar
í Miðausturlöndum í sumar og hann
hafi auk þess frestað ferð Colins
Powells utanríkisráðherra til átaka-
svæðanna. Kanna þyrfti ástandið
betur áður en slíkar áætlanir yrðu
framkvæmanlegar. Skýrslan hafi
valdið því að forsetinn hafi tekið af
skarið og ákveðið að hætta að líta á
Arafat sem viðræðuhæfan sam-
starfsmann um frið á svæðinu.
„Þetta var kornið sem fyllti mæl-
inn,“ sagði háttsettur embætt-
ismaður í Washington.
Eining í stjórn Bush
um stefnubreytinguna
Eining var í ríkisstjórninni um
þessa afstöðu eftir að skýrslan lá
fyrir en áður hafði verið deilt um það
í marga mánuði hvort Arafat skyldi
beittur hörðu eða reynt að semja við
hann. Powell var talinn helsti tals-
maður síðari leiðarinnar en Dick
Cheney varaforseti og Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra
mæltu með hinni fyrri. Stjórn Bush
hefur áður neitað að verða við kröf-
um Ísraela um að beita sér gegn
Arafat en Ísraelar hafa lengi fullyrt
að hann stæði sjálfur á bak við
sjálfsmorðsárásirnar og önnur
hryðjuverk af hálfu herskárra hópa
meðal Palestínumanna, þrátt fyrir
ítrekaðar yfirlýsingar leiðtogans um
að hann reyndi sitt besta til að hafa
hemil á hermdarverkamönnum.
Dagblaðið The Washington Post
hafði eftir ónafngreindum embættis-
manni í Washington að Arafat hefði
innt greiðsluna til hryðjuverka-
mannanna af hendi um sama leyti er
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ís-
arels, heimsótti Bush 10. júní. Emb-
ættismaðurinn sagði að í skýrslunni
kæmi fram að Arafat hefði haldið
áfram að leika tveim skjöldum og
niðurstaða allra æðstu ráðamanna
Bandaríkjanna hefði orðið að sam-
þykkja orðalagið í ræðu Bush sem
að vísu nafngreindi ekki beinlínis
Arafat er hann hvatti til þess að
skipt yrði um forystumenn.
Leiðtogar arabaþjóðanna voru yf-
irleitt jákvæðir er þeir fjölluðu um
ræðu Bush og gerðu flestir lítið úr
ummælunum Bush þar sem hann
gagnrýndi Arafat en vitað er að
margir þeirra hafa horn í síðu hans.
Þeir tóku þó margir fram að það
væri hlutverk Palestínumanna
sjálfra að velja sér sé leiðtoga. The
New York Times segir að arabaleið-
togarnir hafi bak við tjöldin hvatt
Bandaríkjamenn eindregið til að út-
skýra sem fyrst hver næstu skref
yrðu, meðal annars hvenær stjórn
Bush hygðist fá Ísraela til að draga
heri sína á brott frá hernumdu
svæðunum. Einnig er ljóst að staða
Bandaríkjamanna gagnvart Arafat
fram að kosningunum sem Palest-
ínuleiðtoginn hefur boðað í janúar
verður flókin. Richard A. Boucher,
talsmaður utanríkisráðuneytisins í
Washington, var spurður hvort Pow-
ell myndi yfirleitt hitta Arafat oftar.
„Það er ekki kostur sem ég get
útilokað núna. Sem stendur er þetta
einfaldlega ekki uppi á borðinu,“
svaraði Boucher.
Colin Powell var spurður í sjón-
varpsviðtali í gær hvað yrði um
stefnu forsetans gagnvart Arafat ef
Palestínuleiðtoginn yrði endurkjör-
inn í frjálsum og lýðræðislegum
kosningum í janúar. „Við munum
takast á við aðstæður eins og þær
verða,“ svaraði hann. Hann sagði
ennfremur í viðtali við Sawa-
útvarpsstöðina sem Bandaríkja-
menn reka í Miðausturlöndum, að
ráðamenn þyrftu tíma til að útfæra
stefnuna í smáatriðum. „Þetta eru
erfið mál og ég held að það sé dálítið
ósanngjarnt að ætlast til þess að við
eða yfirleitt nokkur geti núna verið
tilbúinn með nákvæmt vegakort sem
sýni hvernig við komumst á leið-
arenda,“ sagði ráðherrann. Talið er
að hann muni fara til Miðaust-
urlanda eins og stefnt hafði verið að
en ferðin gæti frestast um nokkrar
vikur.
Powell útskýri
málið betur
Bush sagði í ræðu sinni að Banda-
ríkjamenn styddu hugmyndina um
sjálfstætt ríki Palestínumanna en
skilyrðið væri að árásir hryðju-
verkamanna á óbreytta borgara í
Ísrael yrðu stöðvaðar og umbætur
gerðar á Palestínustjórn. Hann
sagði ennfremur að miða ætti landa-
mæri ríkjanna tveggja við sam-
þykktir Sameinuðu þjóðanna sem
kveða á um að Ísraelar dragi heri
sína burt frá svæðunum sem voru
hernumin 1967 og einnig sagði Bush
að Ísraelar yrðu að stöðva uppbygg-
ingu landnámsbyggða gyðinga á
svæðum Palestínumanna sem ljóst
er að brjóta gegn alþjóðalögum.
Ráðamenn í Ísrael hafa fagnað
stefnu Bush. Að sögn breska blaðs-
ins The Guardian hafði ísraelskur
blaðamaður þó eftir Shimon Peres,
utanríkisráðherra, að bandaríski
forsetinn hefði gert afdrifarík mis-
tök er hann gerði breytingar á Pal-
estínustjórn að skilyrði fyrir því að
Palestínuríki yrði að veruleika. Af-
leiðingin gæti orðið „blóðbað“. Tals-
maður Peres vísaði því síðar alger-
lega á bug að ráðherrann hefði látið
þessi ummæli falla.
Arafat talinn hafa stutt
hryðjuverk með fé
Fullyrt að skýrsla leyniþjónustunnar um
greiðsluna hafi ráðið úrslitum um ákvörðun
Bush er hann hvatti til að Arafat viki
Reuters
Útför Mohumad Abu Marasah, 18 ára gamals Palestínumanns sem ísr-
aelskir hermenn skutu til bana, var gerð á Gaza í vikunni. Liðsmaður
Íslamska Jihad, sem staðið hefur fyrir mörgum sjálfsmorðsárásum
gegn Ísraelum, er hér vopnaður AK-47-riffli við útförina.
NEÐRI deild rússneska þingsins,
Dúman, samþykkti í gær frumvarp
sem leyfir sölu á ríkisjörðum til einka-
aðila, í fyrsta sinn frá því í rússnesku
byltingunni 1917, en útlendingum
verður þó ekki leyft að festa kaup á
jörðum. Frumvarpið var samþykkt
með dágóðum meirihluta, en 258
lögðu því lið, 149 voru á móti og 5 sátu
hjá. Fulltrúar Kommúnista- og
Bændaflokksins eru andvígir frum-
varpinu og vilja að ræktarjarðir verði
áfram í eigu ríkisins.
Stjórnarskrá Rússlands frá 1993
gefur svigrúm til einkaeignar á landi
en hingað til hefur andstæðingum
þess fyrirkomulags tekist að koll-
varpa öllum ráðagerðum um löggjöf
sem myndi gera einkaeign á ríkisjörð-
um mögulega. Ríkisstjórn Pútíns hef-
ur þegar fengið samþykkt á þingi lög
sem staðfesta rétt til einkaeignar á
landssvæði sem er undir mannvirkj-
um. Þau lög ná þó næstum einungis til
borga, en hin víðáttumiklu landbún-
aðarsvæði Rússlands eru enn í hönd-
um ríkisins og þar hafa litlar fjárfest-
ingar átt sér stað eftir hrun Sovét-
ríkjanna. Öfl innan rússneska þings-
ins, sem eru hliðholl stjórn Pútíns,
fögnuðu niðurstöðu atkvæðagreiðsl-
unnar og sögðu að nýju lögin myndu
færa hinum vanþróaða landbúnaðar-
geira langþráð fjármagn.
Mikill sigur fyrir Pútín
Þó gætti vonbrigða meðal vissra
fulltrúa af hægri væng stjórnmálanna
með þær breytingar sem gerðar voru
á frumvarpinu áður en það var sam-
þykkt, en fulltrúarnir telja þær veikja
áhrif nýju laganna. Þar má nefna
breytingar sem gera valdamiklum
mönnum kleift að viðhalda löngum
jarðleigusamningum sem gerðir eru
fyrir gildistöku laganna.
Efri deild þingsins á eftir að greiða
atkvæði um frumvarpið, en fastlega
er gert ráð fyrir að það hljóti þar sam-
þykki og mun Pútín þá undirrita nýju
lögin. Samþykkt frumvarpsins á rúss-
neska þinginu nú þykir mikill pólitísk-
ur sigur fyrir Pútín, en hann átti
frumkvæði að því og hefur beitt sér
mikið fyrir framgangi þess.
Sala ríkis-
jarða til
einkaaðila
verði leyfð
Moskvu. AFP
Nýtt frumvarp
samþykkt í Rússlandi
TANSANÍSKIR embættismenn og
hermenn fylgjast með því þegar
lestarflökum eftir slysið, sem
varð þar í landi á mánudag, var
lyft með stóreflis krönum. Slysið
á mánudag varð með þeim hætti
að 22 vagna farþegalest með
rúmlega 1.200 manns innanborðs
missti vélarafl, rann niður bratta
brekku og lenti í árekstri við
flutningalest með þeim afleið-
ingum að rúmlega 200 manns
létu lífið og mörg hundruð manns
slösuðust.
Forseti Tansaníu, Benjamin
Mkapa, skoðaði ummerki slyssins
á þriðjudag og sagði að hann að
orsakir þess yrðu rannsakaðar
gaumgæfilega. Hrósaði forsetinn
björgunarmönnum fyrir starf sitt
og sagðist telja að miðað við
hversu fátækt ríki Tansanía er
hefði tekist að bjarga ótrúlega
mörgum mannslífum eftir lest-
arslysið.
Í gær hafði lík 241 manns fund-
ist í lestarflökunum og hafði tek-
ist að bera kennsl á 166 þeirra.
Reuters
Unnið við björgunarstarf
í lestarflökum í Tansaníu