Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 27 Golfdagur Æskulínunnar og GSÍ verður haldinn í Laugardalnum, sunnudaginn 30. júní, á túninu fyrir ofan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Golfþrautir verða fyrir byrjendur sem lengra komna og hefjast kl. 13.00 Allir krakkar á aldrinum 6-11 ára geta tekið þátt í golfþrautunum. Þátttakendur geta fengið lánaðar golfkylfur á staðnum. Golf fyrir 6-11 ára Glaðningur frá Æskulínunni Frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Ís frá Kjörís www.krakkabanki.is F í t o n / S Í A F I 0 0 4 9 4 8 Í LANGHOLTSKIRKJU verða í kvöld kl. 20 haldnir tónleikar þriggja kóra frá Danmörku, Íslandi og Fær- eyjum. Það eru hinn danski Tritonus-kór undir stjórn John Høybye, kammer- kórinn Skýrák frá Færeyjum undir stjórn Kára Bæk og loks Kór Lang- holtskirkju undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Á tónleikunum verða m.a. frum- flutt þrjú verk sem öll eru samin við lofsöngva úr Nýja testamentinu. Lofsöngur Maríu (Magnificat) eftir John Høybye, Lofsöngur Elísabetar eftir Kára Bæk og Lofsöngur Sim- eons eftir Tryggva M. Baldvinsson. Kórarnir flytja öll verkin sameig- inlega, en auk þess munu gesta- kórarnir flytja efnisskrá hvor í sínu lagi. Hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum kórakeppnum Tritonus-kórinn var stofnaður 1971 í Kaupmannahöfn af John Høy- bye. Í tilkynningu segir að kórinn sé einn af þekktustu og víðförlustu kór- um. Kórinn hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum kórakeppn- um, hlaut m.a. fyrstu verðlaun í stóru kórakeppninni í Búdapest 1995. John Høybye er tíður gestastjórn- andi og leiðbeinandi á kóramótum en fast starf hans er lektor við tónlist- ardeild Kennaraháskólans. Tónverk hans eru flutt víða um heim og útgefin á Norðurlöndunum, Englandi og í Bandaríkjunum. Árið 1993 var hann útnefndur kórtón- skáld ársins fyrir fjölbreytni og gæði. 1999 hlaut hann heiðursverð- laun DJBFA (Danske Jazz, Beat og Folkemusikautorer). Færeyski kórinn Skýrák er átta manna kammerkór. Stjórnandi hans, Kári Bæk, er tónlistarkennari og tónskáld sem hefur samið tónlist sem vakið hefur athygli í Færeyjum. Aðgangur að tónleikunum í Lang- holtskirkju kostar 1.500 kr. Þrír kórar í Langholtskirkju AÐSTANDENDUR sýningar Jóns Reykdals í Listhúsi Ófeigs við Skóla- vörðustíg 5 hafa ákveðið að fram- lengja sýninguna um tvær vikur og lýkur henni því 10. júlí næstkom- andi. Á sýningunni gefur að líta 33 verk, bæði vatnslita- og olíumálverk. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00 til 18.00 og laugardaga kl. 11.00 til 16.00. Sýning framlengd VERK eftir spænska listamanninn Pablo Picasso seldist fyrir metverð, tæpar 16 milljónir punda – eða rúma tvo milljarða íslenskra króna, á uppboði hjá Christie’s í London í þriðjudag. En verkið, sem nefnist Nu au collier, hafði áður verið met- ið á um 1,2 milljarð króna. Nu au collier þykir sérlega mun- úðarfullt verk og sýnir ástkonu listamannsins, Marie-Therese Walt- ers, á þeim tíma er ástarsamband þeirra stóð sem hæst. Picasso hitti Walters fyrst á götu er hún var að- eins 17 ára gömul og segir sagan að hann hafi þá sagt við hana: „Ég er Picasso. Þú og ég eigum eftir að gera mikla hluti saman.“ Myndin var máluð árið 1932, fimm árum eftir að Picasso fyrst hitti Walters, og hefur ekki verið sýnd opinberlega frá því á sjötta áratugnum. Reuters Starfsmenn Christie’s með verkið Nu au collier. Metverð fyrir Picasso BÓKAÚTGÁFAN Forlagið sendir frá sér bókina Ís- landssýn eða Lost in Iceland með ljósmyndum Sig- urgeirs Sigurjónssonar með formála eftir Guðmund Andra Thorsson. Ljósmyndabækur Sigurgeirs hafa löngum átt miklum vinsældum að fagna, en eftir hann hafa áður komið út myndabækurnar Amazing Iceland og Ísland – landið hlýja í norðri. Bókin kemur út á þremur tungu- málum: íslensku, ensku og þýsku. Ensk þýðing var í höndum Bernard Scudder og Victoriu Ann Cribb en þýsk þýðing í höndum Helmut Lugmayr. Bókin er 160 bls. og hönnuð af El- ísabetu A. Cochran. Ný bók BÓKIN Ljóð og minningar eftir Sigurjón Björns- son er komin út. Sigurjón er fyrr- verandi stöðv- arstjóri Pósts og síma í Kópavogi og hefur verið virk- ur í ljóðagerð og skráningu minn- inga. Þá hefur hann einnig stundað málaralistina og prýða nokkrar myndir hans hina nýútkomnu bók. Sigurjón er 96 ára og búsettur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Af tilefni út- gáfu bókarinnar verður sérstök dag- skrá á Hrafnistu á morgun, föstudag, og hefst dagskráin klukkan 13. Ljóð og minningar Sigurjón Björnsson ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.