Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 27
Golfdagur Æskulínunnar og GSÍ verður haldinn í Laugardalnum, sunnudaginn
30. júní, á túninu fyrir ofan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Golfþrautir verða fyrir byrjendur sem lengra komna og hefjast kl. 13.00
Allir krakkar á aldrinum 6-11 ára geta tekið þátt í golfþrautunum.
Þátttakendur geta fengið lánaðar golfkylfur á staðnum.
Golf fyrir 6-11 ára
Glaðningur frá Æskulínunni
Frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Ís frá Kjörís
www.krakkabanki.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
4
9
4
8
Í LANGHOLTSKIRKJU verða í
kvöld kl. 20 haldnir tónleikar þriggja
kóra frá Danmörku, Íslandi og Fær-
eyjum.
Það eru hinn danski Tritonus-kór
undir stjórn John Høybye, kammer-
kórinn Skýrák frá Færeyjum undir
stjórn Kára Bæk og loks Kór Lang-
holtskirkju undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar.
Á tónleikunum verða m.a. frum-
flutt þrjú verk sem öll eru samin við
lofsöngva úr Nýja testamentinu.
Lofsöngur Maríu (Magnificat) eftir
John Høybye, Lofsöngur Elísabetar
eftir Kára Bæk og Lofsöngur Sim-
eons eftir Tryggva M. Baldvinsson.
Kórarnir flytja öll verkin sameig-
inlega, en auk þess munu gesta-
kórarnir flytja efnisskrá hvor í sínu
lagi.
Hefur unnið til fjölda verðlauna
í alþjóðlegum kórakeppnum
Tritonus-kórinn var stofnaður
1971 í Kaupmannahöfn af John Høy-
bye.
Í tilkynningu segir að kórinn sé
einn af þekktustu og víðförlustu kór-
um. Kórinn hefur unnið til fjölda
verðlauna í alþjóðlegum kórakeppn-
um, hlaut m.a. fyrstu verðlaun í
stóru kórakeppninni í Búdapest
1995.
John Høybye er tíður gestastjórn-
andi og leiðbeinandi á kóramótum en
fast starf hans er lektor við tónlist-
ardeild Kennaraháskólans.
Tónverk hans eru flutt víða um
heim og útgefin á Norðurlöndunum,
Englandi og í Bandaríkjunum. Árið
1993 var hann útnefndur kórtón-
skáld ársins fyrir fjölbreytni og
gæði. 1999 hlaut hann heiðursverð-
laun DJBFA (Danske Jazz, Beat og
Folkemusikautorer).
Færeyski kórinn Skýrák er átta
manna kammerkór.
Stjórnandi hans, Kári Bæk, er
tónlistarkennari og tónskáld sem
hefur samið tónlist sem vakið hefur
athygli í Færeyjum.
Aðgangur að tónleikunum í Lang-
holtskirkju kostar 1.500 kr.
Þrír kórar í Langholtskirkju
AÐSTANDENDUR sýningar Jóns
Reykdals í Listhúsi Ófeigs við Skóla-
vörðustíg 5 hafa ákveðið að fram-
lengja sýninguna um tvær vikur og
lýkur henni því 10. júlí næstkom-
andi.
Á sýningunni gefur að líta 33 verk,
bæði vatnslita- og olíumálverk.
Sýningin er opin virka daga kl.
10.00 til 18.00 og laugardaga kl. 11.00
til 16.00.
Sýning framlengd
VERK eftir spænska listamanninn
Pablo Picasso seldist fyrir metverð,
tæpar 16 milljónir punda – eða
rúma tvo milljarða íslenskra króna,
á uppboði hjá Christie’s í London í
þriðjudag. En verkið, sem nefnist
Nu au collier, hafði áður verið met-
ið á um 1,2 milljarð króna.
Nu au collier þykir sérlega mun-
úðarfullt verk og sýnir ástkonu
listamannsins, Marie-Therese Walt-
ers, á þeim tíma er ástarsamband
þeirra stóð sem hæst. Picasso hitti
Walters fyrst á götu er hún var að-
eins 17 ára gömul og segir sagan að
hann hafi þá sagt við hana: „Ég er
Picasso. Þú og ég eigum eftir að
gera mikla hluti saman.“
Myndin var máluð árið 1932,
fimm árum eftir að Picasso fyrst
hitti Walters, og hefur ekki verið
sýnd opinberlega frá því á sjötta
áratugnum.
Reuters
Starfsmenn Christie’s með verkið Nu au collier.
Metverð
fyrir Picasso
BÓKAÚTGÁFAN
Forlagið sendir frá
sér bókina Ís-
landssýn eða Lost
in Iceland með
ljósmyndum Sig-
urgeirs Sigurjónssonar með formála
eftir Guðmund Andra Thorsson.
Ljósmyndabækur Sigurgeirs hafa
löngum átt miklum vinsældum að
fagna, en eftir hann hafa áður komið
út myndabækurnar Amazing Iceland
og Ísland – landið hlýja í norðri.
Bókin kemur út á þremur tungu-
málum: íslensku, ensku og þýsku.
Ensk þýðing var í höndum Bernard
Scudder og Victoriu Ann Cribb en þýsk
þýðing í höndum Helmut Lugmayr.
Bókin er 160 bls. og hönnuð af El-
ísabetu A. Cochran.
Ný bók
BÓKIN Ljóð og
minningar eftir
Sigurjón Björns-
son er komin út.
Sigurjón er fyrr-
verandi stöðv-
arstjóri Pósts og
síma í Kópavogi
og hefur verið virk-
ur í ljóðagerð og
skráningu minn-
inga. Þá hefur hann einnig stundað
málaralistina og prýða nokkrar myndir
hans hina nýútkomnu bók.
Sigurjón er 96 ára og búsettur á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Af tilefni út-
gáfu bókarinnar verður sérstök dag-
skrá á Hrafnistu á morgun, föstudag,
og hefst dagskráin klukkan 13.
Ljóð og minningar
Sigurjón
Björnsson
♦ ♦ ♦