Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í FYRRADAG kom fram til-boð frá fimm stofnfjárfestumí allt hlutafé sparisjóðsins,sem hefur það að markmiði að Búnaðarbankinn yfirtaki spari- sjóðinn. Ekki er hægt að fullyrða að svo stöddu hvaða tillögur muni liggja fyrir fundi SPRON, hvenær sem hann verður nú haldinn. Hvort stofnfjáreigendur munu síðar standa frammi fyrir öðrum kostum en nú liggja fyrir og greiða átti atkvæði um á morgun getur því enginn sagt til um, en þeir kost- ir sem fyrir liggja verða þó reifaðir hér. Í stórum dráttum felur tillaga stjórnarinnar SPRON í sér að SPRON verði breytt í hlutafélag og að stofnfjáreigendur verði hlut- hafar í því félagi og fái hlutafé sem metið er jafnvirði endurmetins stofnfjár þeirra. Tillaga og tilboð stofnfjáreigendanna gerir ráð fyrir að hlutafjárvæðingu sé hafnað og að aðrir stofnfjáreigendur selji þeim stofnfé sitt á fjórföldu end- urmetnu stofnverði. Í framhaldi af því verði stofnféð selt Búnaðar- bankanum sem taki SPRON yfir. Tillaga stjórnar SPRON gerir ráð fyrir að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Í tillögunni felst að nýtt hlutafélag, SPRON hf., muni yfir- taka allan rekstur, eignir og skuld- ir sparisjóðsins. Eigandi að um 88,5% hlutafjár hins nýja hluta- félags verður sjálfseignarstofnunin SPRON-sjóðurinn ses. og munu þeir sem eru stofnfjáreigendur við breytingu sparisjóðsins í hluta- félag kjósa stjórn sjálfseignar- stofnunarinnar í framtíðinni, hvort sem þeir verða áfram hluthafar í SPRON hf. eða ekki. Aðrir hlut- hafar munu eiga um 11,5% hluta- fjár. Sjálfseignarstofnunin mun fara með atkvæði í samræmi við eignarhlut sinn, en aðrir hluthafar munu hver um sig mest geta farið með 5% atkvæða. Endurskoðunarfyrirtækið Del- oitte & Touche hefur metið verð- mæti SPRON og niðurstaðan var sú að markaðsverðið væri 4,2 millj- arðar króna. Hlutur stofnfjáreig- endanna, sem eru rúmlega 1.100 talsins, verður 11,5% eins og áður sagði, eða 485 milljónir króna. Sjálfseignarstofnunin fær 3.715 milljónir króna í sinn hlut. Nafnverð hvers hlutabréfs sem stofnfjáreigendur fá fyrir hvert stofnbréf er 8.355 krónur. Verður eigendum bréfanna gert tilboð um að innleysa eign sína og mun það gerast á genginu 4,2, sem þýðir að verðmæti hvers stofnfjárbréfs við innlausn verður 35.091 króna. Markmið stjórnar SPRON er að skrá hlutabréf SPRON hf. á Verð- bréfaþing eftir hlutafjárvæðingu. Til að það sé hægt þurfa að minnsta kosti 25% hlutafjárins að vera í dreifðri eign, og fram hefur komið hjá sparisjóðsstjóra SPRON að þetta þýði að sjálfseignarstofn- unin muni minnka eignarhlut sinn. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið við þessa aðferð við að hluta- fjárvæða sparisjóðinn er að sú staðreynd að einn aðili, sjálfseign- arsjóðurinn, fer með svo ráðandi hlut muni leiða til þess að markaðs- verð bréfanna verði lægra en ella og að þau verði illseljanleg. Á móti er hægt að benda á að í verðmati Deloitte & Touche kemur fram að vegna atriða sem lúta að lagalegri sérstöðu sparisjóðanna hafi reikn- að verðmæti SPRON hf. verið lækkað um allt að 20%. Tillaga stofnfjáreigendanna Frá stofnfjáreigendum hefur annars vegar komið fram tillaga til fundar stofnfjáreigenda stofnfjáreigendunum Ben hannessyni og Ingimari syni. Hins vegar hefur ko tilboð til stofnfjáreigenda mari og fjórum öðrum stof endum, þeim Gunnari A. syni, Gunnlaugi M. Sigmu Pétri H. Blöndal og Sveini Búnaðarbankinn er fjárh bakhjarl tilboðsins og gen út á að hann taki SPRON Tillaga Benedikts og hljóðar í fyrsta lagi upp á fjáreigendur felli tillögu um hlutafjárvæðingu. Í öð tillaga um að fella niður fjölda þeirra stofnfjárhl hver stofnfjárfestir má eig gera samþykktir ráð fyri markseign séu 20 hlutir. lagi er lagt til að fundur s festa leggi til við stjórnin muni ekki standa gegn stofnfjárhluta í sjóðnum. og síðasta lagi leggja þeir og Ingimar til varatillögu is að verði ekki fallist á lögur þeirra þá verði sett við því atkvæðamagni se eignarstofnunin megi fara verði það 5% en ekki nál Eigendum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn Stofnfjáreigendur SPRON standa nú frammi fyrir tveimur meginkostum sem þó ríkir mikil óvissa um nú. Haraldur Jo- hannessen kynnti sér þá en Arnór Gísli Ólafsson skýrir frá breyttu laga- og sam- keppnisumhverfi sparisjóðanna. Bitist um s STOFNFJÁREIGENDUR,endurmetið stofnfé, hluta-félagsvæðing, sjálfseign-arstofnun eru meðal þeirra orða sem einatt hafa komið fyrir í umfjöllun um átökin um SPRON. Hvað þýðir þetta á mæltu máli, hver stjórnar sparisjóðunum og hvers vegna vilja menn breyta sumum sparisjóðanna í hlutafélög? Sparisjóðir eru enn sem komið er annars vegar byggðir upp af stofnfé stofnfjáreigenda, ábyrgð- armannanna en ekki af hlutafé hluthafa og hins vegar af spari- sjóðnum sjálfum, sjóðnum sem sjálfseignarfélagið sem sparisjóð- irnir teljast vera hefur myndað í áranna rás. Uppfært eða end- urmetið stofnfé er hins vegar ein- ungis mjög lítill hluti af markaðs- virðinu sparisjóðs á borð við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrenn- is, SPRON. Stofnfjáreigendur SPRON eru nú 1.107 talsins og stofnfjárhlut- irnir samtals 14.492 og að með- altali á hver stofnfjáreigandi um 13 hluti. Stjórn SPRON var skipuð fimm fulltrúum, stofnfjárfestar kusu þrjá menn (einn maður, eitt atkvæði, þ.e. áhrif þess sem átti einn hlut voru sömu og þess sem átti 20 hluti algerlega öfugt við það sem tíðkast hjá hlutafélögum) en Reykjavíkurborg tvo menn. Svipað var upp á teningum með aðra sparisjóði, þ.e. sveitarfélögin og stofnfjáreigendur kusu menn í stjórn sjóðanna. Stjórnin réð síðan sparisjóðsstjóra líkt og stjórn hlutafélags ræður forstjóra. Allt er þetta einfalt og auðskiljanlegt. Stofnfjáreigendur eru þeir sem komu að stofnun sparisjóðanna, síðar meir ef til vill erfingjar þeirra en auk þess hefur fleirum, s.s. starfsmönnum sparisjóðanna og mökum, viðskiptavinum, verið gert kleift að eignast stofnfé á síð- ari tímum. Stjórnir sparisjóðanna hafa tekið ákvörðun um hverjir hafa getað eignast stofnfjárhlut. Hjá SPRON hefur þetta verið nokkuð opið hin síðari ár þótt formleg heimild þurfi að koma frá stjórn. Þannig má nefna að af um 170 starfsmönnum SPRON eru um 100 þeirra stofnfjáreigendur. Skjóta má á að starfsmenn og makar sem eiga stofnfjárhluti séu í kringum 150 talsins. Alþingi samþykkti í fyrravor breytingar á lögum um viðskipta- banka og sparisjóði. Ekki urðu harðar umræður um frumvarpið og það var afgreitt fljótt og vel þótt auðvitað hafi spunnist umræður um einstök atriði þess. Langmikilvægustu brey arnar sem lúta að sparisjóð er að samkvæmt núgildand er þeim heimilt að breyta s þykktum sínum. Þannig má t.d. nefna að þykktum SPRON hefur þe ið breytt á þann veg, að sto eigendur kjósa nú alla men stjórn. Í annan stað er nú heimi breyta sparisjóðum í hluta á slíkri hlutafjárvæðingu e nokkrar takmarkanir. Í lög er til að mynda kveðið á um stakir aðilar eða tengdir a megi ekki fara með meira atkvæðamagni þótt hlutfjá þeirra megi vissulega nem en 5%. Hömlur af þessu tagi ha vegar bein áhrif á markað verðmæti sparisjóðanna ei komið hefur fram í mati D Touche á verðmæti SPRON Sé sparisjóði breytt í hlu á að endurmeta allar eigni og skuldbindingar og finna verðmæti eigin fjár hans. H samanlags hlutafjár, sem s eigendur fá, á að nema sam falli og stofnfé af áætluðu m aðsvirði. Sá hluti hlutafjár ekki kemur í hlut stofnfjár gengur til sérstakrar sjálfs Breytt umhverfi spa NÝR GJAFAKVÓTI? Það getur ekki hver sem ergerzt stofnfjáreigandi ísparisjóði með sama hætti og hvaða einstaklingur sem er getur keypt hlutabréf í hlutafélagi eigi hann til þess fjármuni. Stofnfjár- eigendur í sparisjóðum eru valdir af stjórn viðkomandi sparisjóðs. Það gengur enginn inn af götunni og óskar eftir því að gerast stofnfjár- eigandi í sparisjóði. Þeir eru til- tölulega fámennur hópur, þótt þeim hafi fjölgað töluvert síðari árin og þá ekki sízt hjá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis. Í sumum spari- sjóðanna eins og t.d. hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem þó er einn af öflugustu sparisjóðum landsins, er þetta ótrúlega fámennur hópur. Sú staðreynd að það ríkir ekkert jafn- ræði í því hverjir geti gerzt stofn- fjáraðilar í sparisjóði veldur því ekki sízt að breyting sparisjóða úr núverandi rekstrarformi sjálfseign- arstofnana í hlutafélög er mjög vandasöm. Þegar einstaklingur gerist stofn- fjáraðili að sparisjóði með því að taka boði stjórnar sparisjóðs þar um er honum ljóst á hvaða for- sendum hann leggur fram fjármuni. Hann fær peningana verðbætta og væntanlega eðlilega ávöxtun til við- bótar. Stofnfjáreigandi er hins veg- ar ekki að kaupa hlutdeild í eigin fé sparisjóðsins með þeim fjármunum sem hann leggur fram. Hann á ekk- ert tilkall til slíkrar hlutdeildar. Eigið fé sparisjóðanna hefur orðið til á löngum tíma og í tilviki Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefur það orðið til á 70 árum. Það hefur fyrst og fremst orðið til vegna viðskipta viðskiptavina, al- mennings, sem telja sig hafa verið að eiga viðskipti við sjálfseignar- stofnun. Þegar umræður hófust um hugs- anlega hlutafélagavæðingu spari- sjóðanna fyrir nokkrum árum efndi Morgunblaðið til töluverðra um- ræðna á síðum blaðsins um þetta mál. Þá voru deilur um kvótakerfið í sjávarútvegi í hámarki og Morg- unblaðið benti á að menn gætu ekki selt það sem þeir ættu ekki. Aug- ljóst var að ef ekki væri rétt staðið að hlutafélagavæðingu sparisjóð- anna væri hætta á að þar gæti orðið til nýr gjafakvóti. Stofnfjáreigend- ur í sparisjóðum gætu eignast hlut- deild í eigin fé sparisjóðanna án þess að hafa nokkru sinni lagt fram fjármuni til þess að eignast þá hlut- deild. Eigið fé sparisjóðanna á Ís- landi nemur á annan tug milljarða króna. Fyrirsjáanlegt var að sú gíf- urlega eignatilfærsla, sem varð í skjóli kvótakerfisins, gæti endur- tekið sig við hlutafélagavæðingu sparisjóðanna. Af þessum sökum var lögð á það rík áherzla við lagasetningu á Al- þingi að koma í veg fyrir að nýtt gjafakvótakerfi yrði til við áform- aða hlutafélagavæðingu sparisjóð- anna. Í 17. gr. þeirra laga segir svo: „Stofnfjáreigendur hafa ekki rétt til ágóðahlutar af rekstrarafgangi sparisjóðs umfram það sem mælt er fyrir um í lögum þessum.“ Í sömu lagagrein segir einnig: „Stofnfjáreigendur skulu einungis njóta arðs af innborguðu stofnfé sínu.“ Með yfirtökutilboði Búnaðar- banka Íslands er gengið gegn skýru markmiði laganna. Með því er að hluta til verið að bjóða stofnfjáreig- endum í SPRON að selja það sem þeir hafa aldrei keypt. Verði niðurstaða Fjármálaeftir- litsins sú að heimilt sé að lögum að gera slíkt tilboð er fyrirsjáanlegt að allir bankarnir, Íslandsbanki, Landsbanki, Búnaðarbanki og Kaupþing munu keppast við að gera stofnfjáreigendum sparisjóðanna um land allt tilboð í stofnfjárbréf þeirra. Að skömmum tíma liðnum verða nánast engir sparisjóðir til. Er það eftirsóknarverð niður- staða? Ef fjórir viðskiptabankar kaupa upp alla sparisjóðina verður þess ekki langt að bíða að einhverj- ir bankanna renni saman, þannig að það verði tvær og í mesta lagi þrjár fjármálastofnanir á Íslandi. Morgunblaðið hefur alla tíð hvatt til frjálsræðis í viðskiptum. Ef hins vegar frjálsræðið fer úr böndum og kemst á það stig að það stuðlar að einokun örfárra aðila á nánast öll- um sviðum viðskipta er tímabært að staldra við og íhuga hvar við stönd- um. Löggjafinn hefur opnað fyrir möguleika á hlutafélagavæðingu sparisjóðanna til þess að auðvelda samruna þeirra í stærri einingar til þess að þeir geti betur keppt við bankana en ekki til þess að bank- arnir gleypi þá með húð og hári. Eftir harðar deilur í rúman ára- tug um gjafakvótakerfi í sjávarút- vegi, sem gerði fámennum hópi kleift að flytja milljarðatugi úr landi og þar að auki án skatt- greiðslna vegna breytinga á skatta- lögum, sem gerðu slíkan flutning mögulegan, er af og frá að það sé sjálfsagt mál að slíkt kerfi verði til með því að farið verði inn um bak- dyrnar inn í sparisjóðina. Hafi lagasetning Alþingis um sparisjóðina ekki verið nógu skýr verður ekki hjá því komizt að lög- gjafinn grípi strax í taumana. Það er hörmulegt að þegar fyrsta skrefið er stigið í átt til þess að breyta rekstrarformi sparisjóðs skuli það mál falla í þann farveg sem nú blasir við. Það uppnám, sem nú er orðið í kringum fyrirhugaða hlutafélaga- væðingu SPRON, er enn eitt dæmið um það að endurskipulagning fjár- málakerfisins hefur ekki verið hugsuð til enda af Alþingi og rík- isstjórn. Ekki skal dregið í efa að það eitt vaki fyrir forráðamönnum Búnaðar- bankans að mynda rekstrarhæfari einingu. En á Íslandi snúast við- skipti ekki bara um viðskipti. Menn verða að horfa til ýmissa átta þegar stórviðskipti koma við sögu. Það gerðu forráðamenn sparisjóðanna og Kaupþings ekki fyrir þremur ár- um, þegar þessir aðilar seldu Orca- hópnum svonefnda hlut sinn í FBA og hlutu harða gagnrýni fyrir. Þeir sem standa að yfirtökutil- boðinu í SPRON hafa heldur ekki hugsað sinn gang nægilega vel. Hin þjóðfélagslegu áhrif þessa tilboðs geta orðið víðtæk og neikvæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.