Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKLAR vangavelt-
ur hafa verið um hvort
að vændi viðgengist hér
á landi og nú virðist
loks sem að sú stað-
reynd sé komin uppá
yfirborðið. Hefur
skýrslan Vændi og fé-
lagslegt umhverfi þess,
sem Rannsókn og
greining gerði fyrir
dómsmálaráðuneytið
2001, án efa lagt sitt á
vogarskálarnar til að
fólk áttaði sig á raun-
veruleikanum í málinu.
Yfirvöld hafi tekið við
sér og er nú komin út
önnur skýrsla frá nefnd
sem falið var að gera tillögur um úr-
bætur vegna kláms og vændis. Ber að
fagna því að farið er að skoða þessi
mál af festu og alvöru og á dóms-
málaráðherra heiður skilinn fyrir við-
leitni sína.
Í kjölfar beggja skýrslnanna hefur
umræða um vændi og vandann sem
því fylgir vaxið og er það af hinu
góða. Hinsvegar hefur ekki mikið
verið fjallað um eitt mikilvægasta at-
riðið í málinu, en það eru kaupendur
vændis. Umfjöllun um vændi hefur
hingað til að mestu snúist um þá sem
selja sig eða hvort að það tengdist í
einhverju starfsemi nektardansstaða
og/eða nauð ungs fólks sem leiðst hef-
ur út í eiturlyfjaneyslu. Engin um-
fjöllun hefur hinsvegar verið um
hverjum þetta fólk hefur verið að
selja sig. Hollt væri að skoða hverjir
það eru í okkar samfélagi sem nýta
sér nauð annarra á þennan hátt og
kaupa aðgang að líkama þeirra. Það
liggur í hlutarins eðli að ef engir
væru kaupendurnir viðgengist vændi
ekki. Samt sem áður hefur það mál-
efni ekki verið mikið rætt í fjölmiðl-
um og virðist það viðkvæmara en um-
ræðan um þá sem stunda vændi.
Á síðustu misserum hefur umræð-
an oft verið á þann veg að talað er um
að vændi sé nýjung hér á landi. Nýj-
ung sem hófst við innleiðingu nekt-
ardansstaða og hafi ekki þekkst hér
áður. Í þessu virðist ákveðin sálu-
hjálp fólgin, því óþægilegt er fyrir
okkur Íslendinga að viðurkenna að
slík svívirða hafi verið og sé stunduð
hér á landi. Hinsvegar hefur lögregl-
an um langt skeið vitað af skipulögð-
um vændissölum sem
rekið hafa vændishús á
Íslandi án þess að geta
rönd við reist. Sum hús-
in hafa lagt niður starf-
semi eins og kemur
fram í skýrslunni frá
2001 og önnur tekið við.
Við núverandi ramma
laganna hafa yfirvöld
ekki náð að rannsaka
vændi með viðunandi
hætti. Engin haldbær
sönnunargögn sem
leiða til kæru eru til-
tæk, ekkert áþreifan-
legt finnst um þennan
undirheimaiðnað. Lög-
reglan þekkir þetta, sér
þetta reglulega í starfi sínu, en hefur
augljóslega átt erfitt um vik. Enginn
hefur verið kærður, ekki hefur tekist
að uppræta neitt af þeirri skipulögðu
starfsemi sem þrifist hefur.
Nektardansstaðirnir reyna að
hvítþvo sig í fjölmiðlum hvað eftir
annað þrátt fyrir að lögreglan búi yfir
vitneskju um að vændi fari þar fram.
Ekkert hefur verið hægt að sanna,
enda er vændi ólöglegt athæfi og erf-
itt fyrir fórnarlömbin að veita upplýs-
ingar öðruvísi en að eiga kæru yfir
höfði sér. Sumir hafa náð að snúa við
blaðinu og vilja ekki opinbera hryll-
ing fortíðar sinnar eða eru enn í
ánauð og eygja ekki von um breyt-
ingu á högum sínum og veita því ekki
upplýsingar sem leitt geti til kæru.
Kaupendurnir halda sig eðlilega til
hlés og engar upplýsingar er að hafa
frá þeim því þótt athæfi þeirra í dag
sé ekki ólöglegt vita menn upp á sig
skömmina. Litlar líkur eru til þess að
kaupendur vændis játuðu slíkt á sig
til að uppræta einmitt það sem þeir
notfæra sér.
Með því að taka upp lög, eins og
lagt er til í hinni nýju skýrslu, sem
gera vændi sér til framfærslu ekki
ólöglegt, er hugsanlegt að auðveldara
verði að koma lögum yfir þá vænd-
issala sem stunda skipulega sölu á
einstaklingi til þriðja aðila. Ef tillög-
ur nefndarinnar ná fram að ganga er
möguleiki á því að taka vændi fastari
tökum en hingað til og sporna við
þeirri þróun sem markaðsvæðing
kynlífsins hefur haft í för með sér.
Hinsvegar tel ég að þannig lög muni
duga skammt til að uppræta vændi
sem er ekki rammskipulagt af þriðja
aðila. Til að ná að vinna gegn því
verður að beina spjótum sínum að
þeim sem kaupa vændi og gera það
athæfi ólöglegt.
Þögnin í kringum kaupendur
vændis hefur mátt túlka sem svo að
þeir séu að mestu skuggalegir undir-
heimamenn og eiturlyfjasalar, eða í
hæsta lagi aumkunarverðir undir-
málsmenn sem ekki geta betur. Mál-
ið hverfist um sjálft sig og helst innan
undirheimahringsins sem dreginn
hefur verið um þetta málefni. Þannig
hefur mátt halda vændi fyrir utan hið
íslenska vísitöluheimili og viðhalda
þeirri bannhelgi sem umvefur um-
ræðu um kaupendurna. Ekki hefur
mátt spyrja hverjir það eru sem
kaupa sér aðgang að líkama annarrar
manneskju til að fullnægja þar fýsn-
um sínum. Ekki hefur verið skoðað
hvernig slíkir einstaklingar eru eða
hvort kaupendur geti verið „heiðvirð-
ir“ heimilisfeður líkt og fram kom í
grein í glanstímariti nýlega þar sem
ung kona sem leiðst hafði út í vændi
opinberaði að meðal viðskiptavina
hefðu einmitt verið velmegandi pót-
intátar hins íslenska hversdags.
Með því að einbeita okkur að við-
skiptavinunum væri hugsanlega
hægt að fá málefnið enn skýrar uppá
yfirborðið og ráðast að rótum vand-
ans. Mikilvægt er að kaupandinn sé
gerður ábyrgur fyrir athæfi sínu og
að ábyrgðin sé færð frá þolanda að
geranda, því hér er ekki bara um
framboð að ræða heldur einnig eft-
irspurn, neytendur og kaupendur.
Við skulum ekki gleyma því að kaup-
endur vændis geta verið hverjir sem
er í þjóðfélaginu. Kaupendurnir gætu
leynst við hið hversdagslega íslenska
kvöldverðarborð.
Kaupendur vændis
Ásgerður
Jóhannsdóttir
Vændi
Mikilvægt er, segir Ás-
gerður Jóhannsdóttir,
að kaupandinn sé
gerður ábyrgur
fyrir athæfi sínu.
Höfundur er skrifstofumaður og
kennari.
Þ
að hefur löngum loðað
við fótboltann að
þykja íþrótt þess
helmings jarðarbúa,
sem kennir sig við
sterkara kynið. Einhverra hluta
vegna hefur þessi ástríða, sem
magnast upp í kring um það at-
hæfi að nota fæturnar til að
koma bolta í mark, ekki náð að
hrífa með sér konur á sama hátt
og karla en þeim mun öflugri
eru þær tilfinningar sem vakna
með hinum síðarnefndu í
tengslum við fótboltaleiki. Já, ég
leyfi mér hreinlega að staðhæfa
að áhugi kvenna á fótbolta sé
hverfandi.
Auðvitað eru undantekningar
á öllu og því finnst mér sann-
gjarnt að taka fram að ég hef
heyrt nokkrar kynsystur mínar
segja frá því
að þær hafi
gaman af
því að fylgj-
ast með
knatt-
spyrnu.
Sumar hafa
meira að segja gaman af leikn-
um sem slíkum. Þær kunna skil
á flóknustu leikkerfum og
reglum og vita allt um innri upp-
byggingu einstakra liða. Aðrar
konur einbeita sér kannski meira
að líkamsbyggingu einstakra
leikmanna. Fáar konur hef ég þó
hitt sem líta á það sem lífsspurs-
mál að missa ekki af leik, sem
eiga geðheilsu sína undir því að
rétta liðið vinni og sem titra af
geðshræringu eftir að hafa horft
á spennandi knattspyrnuviður-
eign. Þessar konur eru sjálfsagt
til, en ég staðhæfi að þær séu fá-
ar.
Ég var til dæmis ekki ein af
þessum konum. Í raun held ég
að flestar klisjurnar um afstöðu
kvenna til boltans hafi bara átt
ágætlega við mig. Þannig játa ég
að hafa fundið fyrir pirringi þeg-
ar heilu laugardagseftirmiðdag-
arnir fóru í gláp eiginmannsins á
skjáinn í stað uppbyggilegrar
fjölskyldusamveru. Ég þurfti að
bíta á jaxlinn þegar hann til-
kynnti að nú skyldi hann gerast
áskrifandi að Sýn til að geta
fylgst með heimsmeistarakeppn-
inni og ég andaði nokkrum sinn-
um djúpt og rólega þegar hann
upplýsti að útilega kæmi ekki til
greina um næstu helgi þar sem
úrslitaleikirnir færu þá fram. Já,
ég viðurkenni fúslega að ég var
haldin fótboltaafbrýði á háu
stigi. Enda efldi það ekki bein-
línis sjálfsmyndina að lúta stöð-
ugt í lægra haldi fyrir tuðru úr
leðri!
Einhvers staðar hef ég heyrt
að ef maður getur ekki unnið
andstæðing sinn þá eigi maður
að ganga til liðs við hann. Og vit-
andi af reynslu að það er óger-
legt að hagga karllufsunni frá
spennandi boltaleik þá datt mér
sisvona í hug hvort ekki væri
reynandi að setja sig inn í þessa
dellu með henni.
Ég hafði ekki stundað áhorfið
lengi þegar ég komst að því að
það eru nokkrar grundvallar-
reglur sem maður þarf að fylgja,
ætli maður að horfa á fótbolta-
leik. Sú fyrsta er að maður þarf
að halda með öðru hvoru liðinu.
Fljótlega fann ég ágæta lausn á
þessu vandamáli sem ég held að
hljóti að bæta nýrri vídd inn í
fótboltaáhugamennsku almennt
og í raun stuðla að betri og frið-
vænlegri heimi. Það er að halda
alltaf með lélegra liðinu eða því
liði sem allir halda að tapi. Mér
finnst nefnilega að það þurfi á
stuðningnum að halda. Ein-
hverra hluta vegna hefur þessi
stuðningur minn þó lítið haft að
segja því það gerist ótrúlega oft
að þessi lið beri skarðan hlut frá
borði!
Önnur reglan er að æsa sig
svolítið upp þegar maður sér
boltann fara frá einum vallar-
helmingi hratt í átt að markinu
hinum megin á vellinum. Lang-
oftast endar boltinn einhvers
staðar annars staðar en í mark-
inu sjálfu og þá á maður að
stynja þungan. Gerist hið sjald-
gæfa að boltinn endi í markinu á
maður að hoppa upp af stól sín-
um, setja báðar hendur upp í
loft, öskra svolítið og segja síðan
með sannfæringu: „ótrúlegt!“
Öllu þessu hef ég náð ágætri
leikni í.
Þriðja reglan, og kannski sú
mikilvægasta, lýtur að úrslitum
leiksins og dómgæslunni í hon-
um. Þannig er það ófrávíkjanleg
regla að ef liðið sem maður held-
ur með (sbr. reglu eitt) tapar, þá
á maður að segja að það sé dóm-
aranum að kenna. Hægt er að
halda því fram að þeir hafi
greinilega verið vilhallir hinu lið-
inu og í ítrustu tilfellum má ýja
að því að þeim hafi verið mútað.
Smám saman hef ég þannig
verið að öðlast skilning á knatt-
spyrnu og það svo djúpstæðan
að um daginn, þegar ég lá van-
heil heilsu heima við og hafði
ekkert við að vera, kom ég
sjálfri mér á óvart með því að
kveikja á sjónvarpinu ef vera
skyldi að þar mætti berja augum
menn að eltast við knött. Jújú,
þar var heill herskari manna
sem þeyttust fram og aftur um
skjáinn og eftir nokkurt áhorf
gerði ég mér grein fyrir því að
þarna voru Suður-Kóreubúar að
leika við Ítali.
Ég ákvað fljótlega að halda
með Kóreumönnunum enda hélt
enginn að þeir myndu vinna Ítal-
ina. Eins og alþjóð veit þá gerðu
þeir það nú samt og hvílíkur
leikur! Þarna sönnuðu mínir
menn svo um munaði að margur
er knár þótt hann sé smár og
þegar komið var fram í fram-
lenginguna og þulirnir mösuðu
um það að nú þyrftu Ítalirnir
bara að halda boltanum frá eigin
marki til að geta valtað yfir
heimamenn í vítaspyrnukeppn-
inni var spennan orðin óbærileg.
Þannig að þegar litli Kóreumað-
urinn með lubbann skoraði gull-
markið sem tryggði heimamönn-
um sigurinn fann ég hvernig
tilfinningarnar voru að bera mig
ofurliði, tárin komu fram í augun
og það skelfdi mig hvað hjartað
hamaðist ótt og títt. Viðbrögð
leikmannanna sjálfra og áhorf-
endanna urðu bara til að ýta
undir þessa upplifun.
Þarna sem ég sat skjálfandi af
æsingi og með þungan kökk í
hálsi gerði ég mér grein fyrir að
eitthvað stórt hafði gerst: í
fyrsta sinn hafði ég hrifist af al-
vöru með í fótboltaleik.
Að breyt-
ast í bullu
Ég fann hvernig tilfinningarnar voru
að bera mig ofurliði, tárin komu fram í
augun og það skelfdi mig hvað hjartað
hamaðist ótt og títt.
VIÐHORF
Eftir Bergþóru
Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
FRÉTTIR berast af
því að í Osló mótmæli
nú mörg þúsund manns
alþjóðavæðingunni og
tilefnið að þessu sinni sé
ráðstefna Alþjóðabank-
ans um fátækt sem
haldin er þar. Undan-
farin misseri höfum við
heyrt fréttir af mót-
mælum á öðrum stöð-
um þar sem menn sýna
andúð sína á alþjóða-
væðingunni með ýms-
um hætti.
Alþjóðavæðingin hef-
ur birst sem vaxandi
flæði upplýsinga og
fjármagns. Forsenda
hennar er tæknibylting sem gerir
fólki og fyrirtækjum kleift að eiga
samskipti á ýmsum sviðum með áður
óþekktum hraða, þar sem fjarlægðir
skipta ekki orðið máli. Alþjóðavæðing
nútímans er ekki nýtt fyrirbæri held-
ur nýr kafli í löngu ferli. Járnbrautin
hafði víðtæk áhrif á líf jarðarbúa á
nítjándu öld. Sama má segja um
möguleika flugsamgangna á þeirri
tuttugustu. Ólíkt þeim samgöngu-
byltingum felst þessi bylting ekki
fyrst og fremst í skjótari og öruggari
flutningi fólks eða varnings, heldur
einkanlega í nýjum möguleikum til að
senda upplýsingar á örskotsstund
heimshluta á milli. Þeir hópar sem
mótmæla alþjóðavæð-
ingunni eru að mót-
mæla því hvernig stór-
fyrirtækin og hinir ríku
nýta sér þessa nýju
möguleika. Nýir mögu-
leikar skapa líka óör-
yggi. Menn vita hvað
þeir hafa en ekki hvað
þeir fá.
Til að stórfyrirtækin
geti nýtt sér möguleika
samskiptatækninnar
þarf frelsi markaðarins
að vera fyrir hendi. Það
grefur síðan undan
valdi þjóðríkjanna. Guð-
mundur Hálfdánarson
bendir á það í bók sinni
Íslenska þjóðríkið að hnattvæðing
viðskipta gangi gegn samkennd og
samstöðu þjóða, vegna þess að hún
kljúfi samfélagið upp á nýjan hátt.
Svarið getur samt ekki verið það að
vera bara á móti hnattvæðingunni.
Ekki heldur að vera á móti þeirri
tækni og þeim samskiptamöguleikum
sem hún byggist á. Verndun smárra
þjóðríkja er líka takmarkað svar
vegna þess að einstök ríki ráða ekki
við mörg þau vandamál sem við
stöndum frammi fyrir við upphaf
nýrrar aldar. Ríki heims verða að
vinna saman á mörgum sviðum. Fé-
lagsfræðingurinn Zygmunt Bauman
heldur því fram að veikburða ríki séu
einmitt það sem hin nýja heimsregla
þurfi til að viðhalda sér. Auðvelt sé að
draga svo úr valdi veikburða ríkis-
ígilda að þau umbreytist nánast í e.k.
lögregluumdæmi þar sem haldið er
uppi nauðsynlegri lágmarksreglu í
viðskiptum, en enginn þurfi að óttast
að þau hefti hnattrænt frelsi fyrir-
tækja.
Evrópusamruni, andsvar
við alþjóðavæðingu
Margir evrópskir mennta- og
stjórnmálamenn sjá náið samband
Evrópuríkja sem helstu von álfunnar
til að verjast yfirburðum Bandaríkj-
anna á sviði alþjóðastjórnmála og yf-
irráðum alþjóðlegra stórfyrirtækja á
sviði efnahagsmála. Þeir líta á Evr-
ópusamrunann sem tilraun til að
styrkja það í evrópsku menningarlífi
og félagskerfi sem telst einkennandi
fyrir álfuna og ólíkt t.d. bandarískum
venjum og hugsunarhætti. Um leið er
varinn réttur einstakra þjóðernis-
hópa til að leggja stund á sérvisku
sína. Þetta byggist á þeirri trú að
styrkur Evrópu liggi í fjölbreytninni.
Það má sem sagt líta á þessa þróun
sem tilraun evrópskra stjórnvalda til
að verjast ofurvaldi annarra stór-
velda. Ef Evrópuríkin vilji verja lífs-
hætti sína og menningu verði þau að
standa saman. Holger K. Nielsen, for-
maður SF í Danmörku, systurflokks
VG, hefur orðað þetta ágætlega. Í
Ísland, ESB og
alþjóðavæðingin
Svanfríður
Jónasdóttir