Morgunblaðið - 27.06.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UM LANGAN aldur
var Háskóli Íslands hin
eina háskólastofnun í
landi okkar, en þar á
hefur orðið mikil breyt-
ing hin síðari árin eins
og alkunna er. Fleiri
háskólar hafa komið til
sögunnar, einnig utan
höfuðborgarinnar,
sumir sérhæfðir en
aðrir starfa á breiðari
grundvelli. Er það tákn
um heilbrigða grósku í
menningarlífi okkar og
þjóðlífi.
Og þar hlaut að
koma, að Háskóli Ís-
lands yrði ekki einn um hituna hvað
varðar kennslu í lögfræði. Háskóla-
kennsla í lögvísi er nú þegar hafin í
einum háskóla, auk Háskóla Íslands,
þ.e. í Viðskiptaháskólanum á Bifröst,
og Háskólinn í Reykjavík mun innan
skamms hefja lagakennslu. Brátt
mun bætast við lagakennsla í höfuð-
stað Norðurlands. Nú á hausti kom-
anda munu, ef að líkum lætur, á
fjórða hundrað nýnemar hefja nám í
lögfræði, mun fleiri en nokkru sinni
fyrr. Vitaskuld verður að sinni ekki
séð fyrir endann á þessum vexti laga-
kennslunnar í landinu, sérstaklega ef
þess er gætt að líklegt er að í fram-
tíðinni verði tilvonandi fagmönnum á
ýmsum sviðum, í verklegum og bók-
legum efnum, í stór-
auknum mæli boðið
upp á sérhæfða kennslu
á þeim réttarsviðum, er
tengjast starfsgreinum
þeirra.
Þessari þróun skal
hér fagnað og þá m.a. í
trausti þess, að hún
beri með sér bættan
skilning meðal þjóðar-
innar á vægi lögfræði
sem menntagreinar, er
hefur grundvallarþýð-
ingu í samfélagi okkar.
Sá vaxandi áhugi ungs
menntafólks á lögfræði,
sem nú birtist, sýnir
vafalaust aukinn skilning meðal þess
á gildi greinarinnar.
Mismunandi nálgunarleiðir, með
ólíkum áherslum að einhverju leyti,
eru eðlilegur liður í hinu nýja um-
hverfi, sem nú blasir við. Að sjálf-
sögðu skiptir mestu máli, að vel sé
vandað til allra verka, á þessu sviði
sem öðrum, og mikil ábyrgð fylgir
því að skipuleggja hinar nýju náms-
leiðir í lögfræði hér innanlands. En
skyldan til að vera trúr kalli og kröf-
um fræðanna, og þung ábyrgð í því
sambandi, hvílir að sjálfsögðu ekki
síður á þeim, sem veita lagakennslu á
gömlum grunni, heldur en á hinum,
sem nú eru að hefja glímuna við
vandasöm viðfangsefni. Sú glíma á
að vísu stöðugt að fara fram á öllum
„vígstöðvum“ fræðanna, ef svo má að
orði komast, en þeir, sem hana
stunda, ættu a.m.k. ekki síður að
beita sér að því, sem þeim er næst, en
samkeppninni við þá, er fjær standa.
Margir lögfræðingar og aðrir hug-
leiða nú og ræða um, hvernig starf-
semi lagadeildar Háskóla Íslands, að
því er varðar rannsóknir og kennslu,
muni vegna á næstu árum í sam-
keppni við aðrar menntastofnanir á
háskólastigi. Í því sambandi er rétt
að hafa hugfast, að samkeppni á alls
staðar rétt á sér og reynslan sýnir,
að hún verður yfirleitt til góðs –
a.m.k. þegar til lengri tíma er litið –
þótt stundum kunni að gusta um í
upphafi, einkum þar sem aðstæður
hafa ekki boðið upp á neina sam-
keppni áður. Ég sé ekki ástæðu til að
óttast um hag lagadeildar Háskóla
Íslands í þessu nýja samkeppnisum-
hverfi ef réttilega verður á málum
haldið. Á þeirri skútu má ekki slaka á
klónni, eins og nú byrjar. Síst af öllu
má leitast við að mæta samkeppni
með því að draga úr kröfum. Í deild-
inni verður, enn sem fyrr, að leggja
áherslu á þá þætti starfseminnar,
sem gera hana gjaldgenga í sam-
félagi rannsóknarháskóla í grann-
löndum okkar. Eigi deildin að rísa
undir nafni verður að tryggja, að á
komandi árum fari þar saman rann-
sóknir og kennsla með ríkum kröfum
til gæða, m.a. á fjölþjóðlegan mæli-
kvarða. Jafnframt er mikilvægt, að
fram verði haldið þeirri stefnu að
bjóða upp á fjölbreytilegt nám með
ýmsum kjörgreinum, eins og verið
hefur um árabil, þannig að nemend-
ur hafi umtalsvert val um mótun
náms síns, einkum þó í síðari hluta
þess, og gefist í auknum mæli tæki-
færi til rannsóknatengds náms eins
og orðið er í viðurkenndum háskól-
um meðal grannþjóða okkar. Um-
fram allt ber að standa vörð um hefð-
bundin akademísk gildi og
akademíska ögun, nú á breytinga-
tímum, og byggja sem fyrr á því sem
vel hefur gefist, þótt stöðugt verði
fylgst með nýjum og raunhæfum
þörfum og vel grundaðar breytingar
verði óhjákvæmilegar til að mæta
þeim.
Mikilvægt er, að samvinna skapist
meðal þeirra háskóla hér á landi, sem
sinna lögvísi og lagakennslu, um ým-
is aðkallandi viðfangsefni, ekki síst á
sviði viðamikilla og kostnaðarsamra
rannsóknarverkefna, sem þarfnast
brýnna úrlausna, en einnig við
kennslu. Íslensk lögfræði verðskuld-
ar sannarlega, að hún fái að þróast í
samstarfi góðra og hæfra manna,
sem hafið sé yfir dægurþras og ríg
milli stofnana. Lagadeild Háskóla Ís-
lands ætti að eiga frumkvæði að þess
háttar samstarfi.
Ytri aðstæður, sem varða fjárhag
lagadeildar Háskóla Íslands og fjár-
veitingar til hennar, kunna á hinn
bóginn að standa í vegi fyrir eðlilegri
starfsemi hennar í framtíðinni ef
aukinn og bættur skilningur stjórn-
valda kemur ekki til. Vandkvæði, er
stafa af ójafnri tekjuaðstöðu þeirra
háskóla, er nú starfa, sem og óeðlileg
skipting fjár til deilda innan Háskóla
Íslands, getur orðið lagakennslu á
hans vegum fjötur um fót á næstu ár-
um, ef ekkert verður að gert til bóta
– og reyndar gætir þessa nú þegar.
Almennt er viðurkennt í samkeppn-
isþjóðfélagi nútímans, að svo mikil-
væg sem samkeppni er á flestum
sviðum geti hún ekki dafnað til lang-
frama og kostir hennar fái því ekki
notið sín nema eðlilegra „leikreglna“
sé gætt, þar sem jafnstaða sam-
keppnisaðilanna er tryggð í upphafi
en hæfni þeirra ráði síðan um fram-
haldið. Sé horft yfir sviðið nú, frá
sjónarhóli þeirra manna, er fást við
lagakennslu í Háskóla Íslands, verð-
ur því miður ekki sagt, að stjórnvöld
hafi tryggt sem skyldi þennan fjár-
hagslega jafnréttisgrunn laga-
kennslunnar í landi okkar. Hér þarf
að verða gagnger breyting á ef heil-
brigð samkeppni á þessu sviði á að
geta þrifist og skilað árangri, sem
verði þjóðinni til farsældar.
Samkeppni um háskóla-
kennslu í lögfræði
Páll Sigurðsson
Höfundur er prófessor við lagadeild
Háskóla Íslands.
Lögfræði
Íslensk lögfræði verð-
skuldar sannarlega,
segir Páll Sigurðsson,
að hún fái að þróast í
samstarfi góðra og
hæfra manna, sem hafið
sé yfir dægurþras og ríg
milli stofnana.
ÞEKKIR þú áhættuþætti hjarta-
og æðasjúkdóma? Þú getur haft áhrif
á marga þeirra og dregið úr líkunum
á að fá þessa sjúkdóma með heilbrigð-
um lífsstíl.
Hjartavernd hefur gefið út bækl-
inga þar sem hver og einn áhættu-
þáttur hjarta- og æðasjúkdóma er
tekinn fyrir. Bæklingar í þessari rit-
röð eru orðnir fjórir. Þeir fjalla um
reykingar – kólesteról – offitu og sá
nýjasti er um heilablóðfall: „Heila-
blóðfall – háþrýstingur, hvað er til
ráða?“ Hér verður stuttlega greint
frá heilablóðfalli og háþrýstingi en
jafnframt er fólk hvatt til að kynna
sér bæklinginn.
Heilablóðfall
Tíðni heilablóðfalla hefur farið
lækkandi hérlendis en árlega fá u.þ.b.
600 Íslendingar heilablóðfall. Heila-
blóðfall er þriðja algengasta dánaror-
sök hérlendis. Með því að þekkja
áhættuþætti heilablóðfalla getum við
að hluta til dregið úr líkunum á að fá
þennan sjúkdóm.
Heilablóðfall/heilaslag er afleiðing
skyndilegrar og varanlegrar truflun-
ar á blóðflæði til heilasvæða af völd-
um æðasjúkdóma. Orsakir heilablóð-
falla geta verið mismunandi og eru
þau flokkuð eftir orsökum. Meðferð
er mismunandi eftir því hver orsökin
er. Truflunin á blóðflæði til heila get-
ur annars vegar orsakast af stíflu í
heilaslagæð vegna blóðtappa (heila-
drep) eða að æð brestur og þá blæðir
inn í heilavefinn (heilablæðing).
Skammvinn blóðþurrð í heila er þeg-
ar einkenni um heilablóðfall koma
fram í stuttan tíma en ganga svo til
baka. Mikilvægt er að þekkja ein-
kenni heilablóðfalls. Þau geta verið
mismunandi og fara þau m.a. eftir
staðsetningu skemmdar
í heila og hversu stór
skemmdin er. Heilablóð-
fall verður að meðhöndla
strax enda er hægt í
völdum tilvikum að beita
blóðsegaleysandi með-
ferð, þ.e. nota lyf sem
leysa upp blóðsegann
(blóðtappann). Byrjun-
areinkenni heilablóðfalls
geta verið skyndilegur
slæmur höfuðverkur,
ógleði, uppköst eða
skert meðvitund. Hring-
ið í neyðarbíl ef einkenni
fara versnandi.
Rannsóknir Hjarta-
verndar og erlendar rannsóknir hafa
leitt í ljós helstu áhættuþætti hjarta-
og æðasjúkdóma. Áhættuþáttum
heilablóðfalls má annars vegar skipta
í þá þætti sem við getum ekki breytt
og hins vegar þá þætti sem við getum
breytt með lífsstíl okkar.
Áhættuþættir sem
ekki er hægt að breyta:
Aldur
Kyn
Fjölskyldusaga
Fyrri saga um heilablóðfall/
skammvinna heilablóðþurrð.
Áhættuþættir sem hægt er að
breyta/hafa áhrif á:
Háþrýstingur
Reykingar
Kyrrseta
Offita
Sykursýki, tegund II
Hækkað kólesteról
Áfengismisnotkun
Notkun á getnaðarvarnarpillunni
(einkum ef konan reykir og er eldri
en 35 ára)
Streita
Veistu blóðþrýsting þinn?
Láttu mæla hann
Aðaláhættuþáttur heilablóðfalla er
háþrýstingur. Hann tvöfaldar áhætt-
una á að fá heilablóðfall. Eina leiðin til
að greina háþrýsting er blóðþrýst-
ingsmæling. Fólk getur verið með
hækkaðan blóðþrýsting í mörg ár án
þess að gera sér grein fyrir því. Mæla
þarf blóðþrýsting nokkrum sinnum
(2–3 mælingar) við sömu aðstæður
með nokkurra daga millibili áður en
háþrýstingur er greindur. Mælt er
með að fólk sé í reglubundnu lækn-
iseftirliti þegar það er með þekktan
háþrýsting. Hjartavernd hvetur fólk
eftir fertugt til að láta mæla blóð-
þrýsting og aðra
þekkta áhættuþætti
eins og blóðfitu og fast-
andi blóðsykur og fyrr
ef hjarta- og æðasjúk-
dómar eru í ætt eða til
staðar eru þekktir
áhættuþættir.
Hvað er til ráða við
háþrýstingi?
Helstu ráðin við há-
þrýstingi eru megrun,
minnkuð saltneysla og
reglubundin hreyfing
ásamt framangreind-
um áhættuþættum.
Reykingar eru þar of-
arlega á lista. Í vissum tilfellum duga
þessi ráð ekki og er þá lyfjameðferð
einnig notuð. Þróun í lyfjameðferð við
háþrýstingi hefur fleygt fram á und-
anförnum áratugum.
Tíðni og meðferð
við háþrýstingi
Háþrýstingur er algengur. Sam-
kvæmt rannsóknum Hjartaverndar
hækkar tíðni með hækkandi aldri.
Þrjú prósent karla og kvenna eru með
háþrýsting um þrítugt en tíðnin er
kominn upp í um 40% um sextugt.
Meðferð við háþrýstingi hefur verið í
örri þróun sl. áratugi. Þegar bornir
eru saman hópar sem eru með þekkt-
an háþrýsting og í viðeigandi meðferð
árið 1969 og 2001 kemur í ljós að mikl-
ar framfarir hafa orðið á meðferð á
tímabilinu. Einungis 6% kvenna og
2% karla með háþrýsting voru í við-
unandi meðferð árið 1969 en talan er
kominn upp í 63% hjá konum og 40%
hjá körlum árið 2001. Á sama tímabili
hefur dánartíðni af völdum heilablóð-
falla lækkað á tímabilinu sem má að
hluta til þakka bættri meðferð við há-
þrýstingi.
Að lokum...
Með heilbrigðum lífsstíl getum við
dregið úr líkunum á að fá heilablóðfall
eða að greinast með háþrýsting. Mun-
ið að háþrýstingur er einungis einn af
þekktum áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma. Kynnið ykkur bækl-
inga Hjartaverndar. Þeir fást í af-
greiðslu Hjartaverndar í Holtasmára
1, Kópavogi og eru einnig á heimasíðu
Hjartaverndar: www.hjarta.is/utgafa.
Einnig er hægt að panta þá í gegnum
tölvupóst á astros@hjarta.is
Góð heilsa hefst hjá þér.
Heilablóðfall –
háþrýstingur …
hvað er til ráða?
Ástrós Sverrisdóttir
Heilsa
Með heilbrigðum lífsstíl,
segir Ástrós Sverris-
dóttir, getum við dregið
úr líkum á að fá heila-
blóðfall eða að greinast
með háþrýsting.
Höfundur er fræðslufulltrúi
Hjartaverndar.
Malasia - BALI - Singapúr
Algjört heimsklassa - Tækifæri
Sími 56 20 400
Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
S: 562 3614
Vönduð - ryðfrí
HÚSASKILTI
Geisladiskur til sölu
Love Messages From Overseas
Indian Princess Leoncie
Hinn frábæri nýi 17-laga geisladiskur Love
Messages From Overseas, fæst í Skífunni,
Þrumunni og Japis, Laugavegi.
Örfá eintök til.
Leoncie, hin vinsæla söngkona,
vill skemmta á allskyns opinberum
mannfögnuðum.
www.simnet.is/leoncie
Umboðssími 691 8123
Leoncie er spiluð á Rás 2
Geymið auglýsinguna
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11
Sími 577 3000 • Fax 577 3001
www.aga.is
IS
A
-2
43
.1
–
ÍD
E
A