Morgunblaðið - 27.06.2002, Side 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 39
HVAÐ segir þú um
að koma niður á Aust-
urvöll fyrir hádegi og
sjá forsetann leggja
blómsveig að fótstalli
Jóns Sigurðssonar,
sagði konan við mig yf-
ir morgunmatnum? Ég
samþykkti á auga-
bragði, sannleikurinn
er sá að eftir þriggja
ára námsdvöl erlendis
er ég orðinn svipaður
ættjarðarsinni og þeg-
ar ég var unglingur að
alast upp í Reykjavík
fyrir og eftir lýðveldis-
stofnunina 1944.
Nú var það ekki að mér hefði verið
í kot vísað þar sem ég bjó, fyrst í
Danmörku og í Bandaríkjunum síð-
asta árið. Mér leið ákaflega vel hjá
báðum þjóðunum en einhvern veginn
þá fór ég að meta Ísland betur. Ég
hef alltaf vitað að það er gott að búa
á Íslandi en með því að búa hjá þess-
um þjóðum gat ég sannreynt þetta.
Það sem greip mig einna mest þegar
ég bjó erlendis var hvað mér fannst
ég vera einstakur, ég var ekki þegn
einhverrar milljónaþjóðar, heldur
þegn fámennrar einstakrar þjóðar
langt norður í dumbshafi, með mína
eigin sögu, lýðræði og hefðir. Lífs-
skilyrði eins og þau gerast best í
heiminum í dag. Þar sem veðrið er
síbreytilegt, stormur og logn,
myrkrið er svart og sólin skín stund-
um nánast allan sólarhringinn og allt
þar á milli.
Það er langt síðan ég hef verið á
Austurvelli 17. júní, og við vorum
tímanlega hjónin aldrei slíku vant
þegar við erum að fara eitthvað út.
Við fengum bílastæði hjá gamla VR-
húsinu og gengum síðan þennan spöl
út á Austurvöll. Á leiðinni mættum
við fjölda af lögregluþjónum sem
létu okkur alveg afskiptalaus. Ég
saknaði þess að í gamla daga þekkti
maður andlit flestra lögregluþjón-
anna og suma með nafni en núna
kannaðist ég ekki við neinn, þetta
fylgir því að eldast. Við komumst al-
veg að afgirta svæðinu sem ætlað var
fyrir hina tignu gesti. Í
fjarska heyrðum við að
skrúðgangan var að
nálgast og skátarnir
fóru að mynda heiðurs-
vörð.
Það fyrsta sem ég
rak augun í þegar ég
var kominn í mitt stæði
var Björn R. hljómlist-
armaður sem sat á ein-
um bekknum fyrir aft-
an styttuna af Jóni
Sigurðssyni. Hann á
efalaust að spila einleik
hugsaði ég, en seinna
kom í ljós að hann var
að bíða eftir lúðrasveit-
inni sem var að koma með skrúð-
gönguna. Hann hefur líklega þurft
að spara sér sporin. Annars hefur
Björn R. enst vel hugsaði ég og
fimmtíu ára gamlar minningar komu
upp í hugann. Björn R. spilaði nefni-
lega fyrir dansi þegar ég var tán-
ingur í Reykjavík, í samkomuhúsun-
um allt í kringum Austurvöll, í Gúttó,
Listamannaskálanum, Oddfellow,
Sjálfstæðishúsinu og Borginni og
mér hlýnaði um hjartaræturnar. Og
enn batnaði það þegar Fóstbræður
fóru að stilla sér upp og þar þekkti
ég ótrúlega marga t.d. gamlan skóla-
bróður, einnig starfsfélaga frá árun-
um þegar ég var flugstjóri hjá Flug-
leiðum, þarna var líka
áfengisráðgjafi og þarna var Valdi-
mar Örnólfsson sem ég hef þekkt
síðan við vorum báðir á Kolviðarhóli
fyrir hálfri öld. Góðar minningar
streymdu fram og söngurinn var frá-
bær og ættjarðarlögin hittu beint í
æð.
Heiðursgestirnir gengu nú til sæt-
anna sinna, þar á meðal öll ríkis-
stjórnin og forsetinn og biskupinn
ásamt mökum. Nýkjörna borgar-
stjórnin og sendimenn erlendra ríkja
og flestir með maka með sér. Nú
hafði safnast fjöldi af áhorfendum í
kringum mig og ég veitti því eftir-
tekt að fólk talaði hin ýmsu tungu-
mál.
Nú fóru að leita á mig slæmar
minningar frá dvöl minni í New York
en ég bjó þar 11. september í fyrra.
Fylgdist með berum augum með
hryðjuverkunum þegar tvíburaturn-
arnir voru eyðilagðir og þúsundir
saklausra manna myrtar. Komu nú
upp í hugann óttinn, skelfingin og
reiðin og sorgin, sem einkenndi lífið
hjá New York-búum eftir þessa at-
burði og gera enn. Hinar óskaplegu
öryggisráðstafanir sem voru þar og
á flugvöllunum. Einnig komu upp í
hugann sjálfsmorðsárásir og mót-
mæli víða um heim þar sem öfga-
menn fórna lífinu til að vekja athygli
á sínum málstað.
Nú kom þessi hræðilega hugsun
upp í kollinum á mér að ef ég hefði
verið hryðjuverkamaður og væri í
nöp við Íslendinga þá hefði ég með
einni handsprengju getað myrt alla
ríkisstjórn Íslands ásamt forseta og
biskupi. Einnig alla stjórn höfuð-
borgarinnar og alla sendimenn er-
lendra ríkja á Íslandi. En eins og ég
sagði fyrr í þessari grein gat ég labb-
að algörlega óáreittur inn á Austur-
völl og stóð í seilingarfjarlægð frá
þessu tigna liði. Þessi nánd sem tíðk-
ast á Íslandi er eitt af því sem mér
finnst frábært á Íslandi. Samt sem
áður finnst mér að hún þurfi endur-
skoðunar við á Austurvelli 17. júní í
ljósi þess ástands og hryðjuverka
sem eru staðreynd í heiminum í dag.
Það lyftist heldur á mér brúnin við
að sjá þá ganga að styttu Jóns Sig-
urðssonar, forsetann og forsætisráð-
herrann, eftir allt sem á undan er
gengið milli þeirra og Davíð gang-
andi á eftir eftir Ólafi Ragnari. En
Davíð er í miklu uppáhaldi hjá mér,
því að hann vill, eins og ég, vera
100% Íslendingur frekar en ½ %
Evrópubúi.
Brúnin þyngdist aftur þegar dag-
skráin hófst með því að formaður
þjóðhátíðanefndarinnar hélt ræðu
og notaði tækifærið til að skamma
stjórnvöld fyrir að hafa reynt til hins
ýtrasta að vernda öryggi forseta
Kína meðan hann var í opinberri
heimsókn hér á landi. Efalaust er
þetta smekksatriði en mér fannst
þetta hvorki staður né stund fyrir
svona ræðu. Falun Gong er efalaust
merkileg samtök en oft leynist mis-
jafn sauður í mörgu fé. Einangrun
landsins og einföld landamæravarsla
er einn af kostum þess að búa á Ís-
landi. Því skyldum við ekki nýta okk-
ur hann og banna tilteknum fjöl-
mennum mótmælaendahópum að
koma til landsins, tímabundið, ef
stjórnvöld telja það sér í hag til að
vernda öryggi gesta okkar?
Brúnin lyftist aftur þegar fjallkon-
an kom, hún var glæsileg og kvæðið
fallegt sem hún flutti með prýði. Því
miður varð hún fyrir aðsúg þegar
hún gekk til baka til Alþingishússins.
Sannar það sem ég sagði áðan, um að
endurskoða þarf öryggismálin
þarna.
Davíð flutti skemmtilega og fróð-
lega ræðu og minntist meðal annars
á 30. mars 1949 og enn streymdu
minningarnar fram og urðu ljóslif-
andi. Ég var þá í fyrsta bekk í Ingi-
marsskólanum. Ég átti að vera í tíma
en kennarinn gaf okkur frí og skund-
að sjálfur niður á Austurvöll til að
mótmæla, en ég og nokkrir aðrir fór-
um á eftir honum. Ég kom mér fyrir
uppi á skúrbyggingu sem var áföst
við suðurgafl Landssímahússins og
hafði stúkusæti til að fylgjast með
atburðunum þarna og mér fannst ég
finna táragasþefinn. Það var svo sem
líka fjör í pólitíkinni í gamla daga.
Þetta var sem sagt prýðilegur
morgunn. Það voru ánægð hjón sem
keyrðu austur Skúlagötuna og nutu
útsýnisins til Esjunnar þennan 17.
júní á leið sinni heim.
Að loknum 17. júní
Rúnar Guðbjartsson
Þjóðhátíð
Einangrun landsins
og einföld landamæra-
varsla, segir Rúnar
Guðbjartsson, er einn
af kostum þess að
búa á Íslandi.
Höfundur er fyrrverandi flugstjóri
og starfar sem sálfræðingur.
www. lyf ja . i s
Ferðadagar
Hættulaus aðferð
til að stöðva kláða,
bólgur og önnur
óþægindi eftir
flugnabit.
Uppblásinn
fótanuddpúði sem
eykur blóðflæði í
fótum. Má einnig
nota sem
bakstuðning.
Talnalásar
með hengju og
stálkapli til að festa
poka og lausa hluti
við ferðatöskur.
Leg Works
M-Zap
Scholl-taska Snyrtitaska
Töskulásar
Njóttu lífsins á ferðalaginu
– komdu við hjá okkur áður en þú leggur af stað.
Komdu
og kíktu á
úrvalið!
Mýkjandi fótabað,
rakagefandi krem,
náttúrulegur
pimpsteinn með
bursta o.fl.
Allt það
nauðsynlegasta í
einni tösku!
Allt
á góðu
verði!