Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valgerður Sigur-gísladóttir fædd- ist á heimili foreldra sinna, Túngötu 5 í Keflavík, 13. apríl 1931. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 21. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stef- anía Vilhjálmsdóttir, f. 29. marz 1902, d. 19. janúar 1956, og Guðmundur Sigur- gísli Guðjónsson skósmiður, f. 21 júlí 1893, d. 5. júlí 1933. Systur Valgerðar eru Jóna Magnea, f. 23. október 1926, Guðbjörg, f. 4. október 1928, d. 30. desember 1935 (í jólatrés- brunanum í Keflavík), og hálf- systir samfeðra Ragnheiður Guð- munda, f. 10. september 1918, d. 20. nóvember 1991. Eiginmaður Valgerðar er Ketill Vilhjálmsson, f. 14. ágúst 1929, en þau giftust hinn 28. október 1950 í Nes- kirkju í Reykjavík. Foreldrar hans eru Ástríður Þórarinsdótt- ir, f. 2. ágúst 1908, d. 7. desem- ber 1983, og Vilhjálmur Magn- ússon, f. 9. apríl 1904, d. 5. marz 1993. Börn Valgerðar og Ketils eru: 1) Vilhjálmur, f. 13. apríl 1950, maki Sigrún Birna Ólafs- dóttir f. 4. sept.1950, börn þeirra eru sex og barnabörn fjögur. 2) Magnús, f. 29. apríl 1951, maki Auður Tryggvadótt- ir, f. 25. ágúst 1953, hann á tvo syni og barnabörn eru þrjú. 3) Sigurgísli Stefán, f. 30. ágúst 1954, maki Halldóra Jó- hannesdóttir, f. 23. okt. 1953, þau eiga fjóra syni og tvö barnabörn. 4) Páll Hilmar, f. 7. marz 1962, maki Ásdís Björk Pálmadóttir, f. 31. júlí 1963, þau eiga þrjú börn. 5) Valur, f. 6. desem- ber 1963, maki Hjördís Hilmars- dóttir, f. 17. janúar 1963, börn þeirra eru þrjú Valgerður ólst upp á heimili foreldra sinna og systra, en faðir hennar féll frá þegar hún var að- eins tveggja ára. Hún gekk í Barnaskólann í Keflavík og lauk þaðan barna- og unglingaprófi. Hún tók virkan þátt í skátastarfi sem ung stúlka. Hún starfaði lengstum sem húsmóðir með fimm syni í uppeldi, jafnframt því sem hún vann við fiskvinnslu, bæði í Jökli og Keflavík hf. frá 1960-1973. Eftir það var hún lengst af sem verzlunarstjóri í tízkuvöruverzluninni Póseidon þar til hún lét af störfum 1997. Útför Valgerðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eins þá kemur mín andlátstíð, orðin lát mig þau heyra blíð: Í dag, seg þú, skal sálin þín sannlega koma í dýrð til mín. (H.P.) Minningarnar hrannast upp og í huganum verð ég bara níu ára og gríp fyrsta blik sem birtist. Við er- um á leið suður í Hafnir, ég og mamma. Við ætlum í hjólreiðatúr tvö sam- an, yngri bræðrum mínum tveimur er komið fyrir hjá vandamönnum. Veðursældin er einstök, sól, hiti og nánast logn. Við leggjum í hann, en áður var búið að kaupa spur og kremkex, í Eyjólfsbúð, þar sem steinolíukeim bar að vitum. Reyndar var stoppað á hjólreiðaverkstæðinu hjá Henning til að pumpa í og ferðin hófst fyrir alvöru. Það var sterk peningalykt frá gúanóinu þegar við fórum yfir kindahliðið sem þar var. Hafnargat- an var malbikuð rétt inn fyrir Að- alstöðina og við tók grófur malar- vegur sem eftir var, nema þegar í malbikaða flugvallarbrekkuna hjá Fitjum var komið. Brekkan reynd- ist okkur ekki erfið, við hjóluðum sem leið lá næstum upp að flugvall- arhliði beygðum þar til vinstri með girðingunni og síðan áfram og til hægri framhjá Ketilbrekkum. Þeg- ar komið var fram hjá „stóra stein- inum“ og í Ósabotna hvíldum við okkur lítillega og snæddum nestið undir mófuglasöng og kríugargi. Áfram var haldið og komið að Brautarhól í Höfnum til ömmu og afa, eða tengdaforeldra móður minnar. Þau áttu ekki von á okkur, enda var enginn sími þar á bæ. Fagnaðarfundir urðu með okkur og amma gerði okkur það bezta sem hún átti, flatkökur og kleinur. Afi gat ekki leynt aðdáun sinni á fram- taki og vilja mömmu. En amma hafði mestar áhyggjur af því við kæmumst ekki til baka. Þessi ferð er minnisstæð fyrir þann mikla sigur sem mér fannst við vinna saman, framkvæma eitt- hvað sem við höfðum ekki upplifað áður með sama hætti. Eftir þetta áræddum við bræður og frændur að nýta okkur ferðamátann á hjólunum til lengri vegalengda en við áður gerðum. Mamma varð þarna eitt- hvað meira, en bara mamma, hún hjólaði þetta með mér og fyrir mig. Þetta var nokkuð sem mér fannst ég geta státað af. Hún hvatti mig til að taka þátt í skátastarfi, sækja skáta- mót og sofa í tjaldi. Heima á bletti kenndi hún okkur handtökin við að tjalda og fella tjald. Þá var gamla tjaldið hennar not- að, sem hún átti sem skátastelpa, með lausum botni og tréhælum. Allt fyrir hvatningu hennar opnaðist svo margt. Ég man líka eftir umhyggj- unni og ástúðinni þegar slysin urðu, brenndist á heitu vatni, varð fyrir bíl, handleggsbrotnaði og eftir fallið fram af Myllubakkanum ofan í fjör- una. En hún átti ekki bara mig, hún átti okkur fimm stráka, á þrettán árum, hvern og einn upp á sinn máta. Hver átti sinn lit, sem hún leitaði að út frá augum og klæddi okkur samkvæmt því a.m.k. meðan hún réð. Annars var hún alltaf boðin og búin að gera okkur til hæfis, hverj- um og einum með sína sérvizku. Húsmóðurstörf og uppeldi fimm drengja var henni í lófa lagið og leysti hún það verk á sinn sérstæða hátt, stundum þvert á hefðbundnar uppeldisvenjur. Boð og bönn voru ekki hennar aðferð, en trú og traust voru leiðarljósið. Hún notaði eigið hyggjuvit og las hátternið. Hver hefur sín einkenni, sinn hátt á hlutunum eins og hún orðaði það. Hér lýkur blikinu, en af ótal mörgum slíkum er að taka. Þegar móður minni var ljóst að komið var að leiðarlokum tók hún því með æðruleysi, það var henni viss léttir að fá vitneskju um veik- indin sem hrjáðu hana, þau voru ekki ímyndun, hún var þakklát fyrir að hafa átt góða ævi, átt góða að, þótti vænt um strákana sína og hún ætlaði að brosa fram í andlátið. Á bjartasta degi ársins, með orð- um sálmaskáldsins, í andlátstíð, við orðin blíð, kvaddi móðir mín þessa jarðvist í návist pabba og yngsta sonarins. Í þetta sinn fór hún alein í ferðina, sem bíður okkar allra og á ekki afturkvæmt. Lífsgöngu hennar hér á jarðríki er lokið og trú mín og von er sú að hún gangi inn í dýrðina. Hver væri annars tilgangurinn með lífsandanum, ef ekki væri eitthvað annað sem tæki við eftir baráttuna við dauðann? En dauðinn birtist í svo mörgum ólíkum myndum, stundum kemur hann hægt og nán- ast falinn eða svo hratt að augað eigi festir. Þeir sem eftir lifa og horfa upp á erfiða baráttu lífs við dauða, velta fyrir sér tilgangi þessa stríðs. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér og áfram hugleiðir mað- ur tilvist sálarinnar og tilvistina í Paradís. Guð blessi elsku mömmu mína og gefi pabba og okkur öllum hinum styrk í sorginni. Ó, Jesú, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (H.P.) Vilhjálmur Ketilsson. Elsku mamma mín. Ekki gerði ég mér það í hugar- lund þegar við áttum góðar stundir saman kvöldin fyrir 17. júní að nokkrum dögum síðar værir þú far- in frá okkur. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því. Þú varst ótrúleg kona, mamma. Eftir veikindi í vetur tókstu erfiðum tíðindum um sjúkdóm þinn af ótrú- legu æðruleysi. Jákvæðið sem ein- kenndi þig alla tíð var sem fyrr í fyr- irrúmi. Þú þekktir ekki annað. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður rifjar upp góð- ar stundir með þér, mamma. Sem pjakkur var það mér dýrmæt reynsla að vinna með þér í Póseidon en þar varst þú svo sannarlega í ess- inu þínu; innan um fólk og tuskurn- ar léku í höndunum á þér. Það var mér mikill lærdómur að sjá hvernig þú komst fram við fólk, þar sem annars staðar. Þú sagðir mér oft að ég væri með svipaða lund og þú. Ég var mjög stoltur af því. Ég var líka stoltur ungur faðir fyrir fimmtán árum þegar við Ásdís ákváðum að skíra nýfædda dóttur okkar í höf- uðið á þér. Hún hefur líka erft margt gott frá þér og er stolt af nafninu. Nú í seinni tíð var gaman að geta haldið upp á sjötugsafmælið þitt á heimili okkar fyrir rétt rúmu ári. Þar áttir þú góðan dag með fjöl- skyldu þinni og vinum. Þú skemmtir þér líka vel í fertugsafmæli mínu í vetur og leist vel út. Ég hef alla tíð kviðið því að missa þig, mamma, því þú varst svo ein- stök. Minningin um þig verður að nægja mér og hún yljar mér mikið þegar ég hugsa um þig. Síðustu stundirnar með þér voru afskaplega dýrmætar því þá varst þú svo hress. Þeim gleymi ég aldrei. Guð geymi þig, elsku mamma, þinn sonur Páll. Nú er hún Gerða amma mín dáin og auðvitað sakna hennar allir. Nú er hún farin á góðan stað og búin að frelsast hjá Guði. Hún er komin í ljósið og birtuna og á besta stað sem til er í öllum heiminum. Hún var orðin svo veik, hún amma. Ég man svo vel eftir því þegar amma mín var að passa mig og ég bað hana um að fara í rauðan, voða fallegan kjól fyrir mig og auðvitað gerði amma það. Ég spurði hana hvað hún hefði verið gömul þegar hún var í þessum kjól og mig minnir að hún hafi sagst hafa verið tvítug. Hún skellti sér í kjólinn sem var svolítið þröngur og ég stillti henni upp og tók myndir af henni. Hún var eins og módel þótt hún væri 67 ára. Ég man líka eftir því þegar hún las fyrir mig með sólgleraugunum. Amma var að passa mig og systkini mín og ætlaði að lesa fyrir mig en gleraugun hennar voru brotin. Hún sagði þá Kedda afa að fara heim og ná í sólgleraugun sín. Afi gerði eins og amma sagði honum og eftir smá- stund kom hann með gleraugun. Það gekk nú ekki alltof vel að lesa með sólgleraugunum en amma leysti það með því að hafa lampa við hliðina á sér svo hún sæi stafina bet- ur. Stundum hlustuðum við á lagið „Ég labbaði í bæinn,“ sem Vilhjálm- ur Vilhjálmsson söng, en hann var uppáhalds söngvarinn hennar ömmu. Þá stóð ég á gólfinu og dans- aði og amma sat í stólnum og dillaði sér. Það var yndislegt. Hún vildi líka alltaf leika við mig, fara í búð- arleik, kubba og svo horfðum við oft á spólu og lásum saman. Hún amma brosti alltaf svo fal- lega. Hún var besti, besti, besti vin- ur minn og verður alltaf. Vertu á vegum mínum, voldugur Jesú minn, með heilögum englum þínum, hjá mér í hvert eitt sinn. Hvort ég geng út eða inn, svo þegar lífið linnir, ég fel mig í umsjá þinni, sál mín fer í faðminn þinn. (H.P.) Íris Valsdóttir. Elsku besta amma mín. Nú ertu farin, farin til Guðs. Eftir þessi erf- iðu veikindi hefurðu loksins fundið ró hjá Guði. Við systurnar föttum ekki alveg að þú sért farin og komir aldrei aftur. Þú varst alltaf svo góð, yndisleg, ljúf og elskuleg við alla. Aldrei heyrði maður þig reiðast. Ég dáðist alltaf að þér fyrir þetta og reyndi alltaf eins og ég gat að líkjast þér. Þess vegna er ég stolt af því að bera nafnið þitt. Ég er ánægð að hafa pabba minn hjá mér á svona stundum því hann minnir mig rosa- lega á þig. Okkur systrunum hefur alltaf fundist svo gott að koma í litla sæta húsið ykkar afa. Ég man eitt sinn þegar ég var spurð hvar uppá- halds staðurinn minn væri þá sagði ég að það væri hjá ömmu og afa, því að þar væri svo kósý. Þar ríkir svo mikil ró og friður. Fyrir stuttu sagði ég Páli Orra, litla bróður mínum, að þú værir farin til Guðs. Þá sagði hann að hann vildi alls ekki hafa þig þar, þú ættir að vera hjá honum og Kedda afa. Hann sagði að þú værir svo skemmtileg og að þú vildir alltaf leika við hann. Svo spurði hann mig stuttu seinna hvort við gætum ekki bara farið til Guðs og náð í þig! Við eigum öll svo erfitt með að sætta okkur við að við sjáum þig aldrei framar. Ég sé þig fyrir mér í himna- ríki í lillabláum kjól, með þínar ljósu krullur og þitt fallega bros. Þú ert fallegasti engill Guðs á himnum. Elsku Gerða amma, við systkinin munum alltaf geyma minningu þína í hjarta okkar. Við elskum þig og megi Guð passa fallegasta engilinn sinn, hana Gerðu ömmu okkar. Fyrir hönd barnabarna þinna á Bragavöllunum, Hildar og Páls Orra, þín nafna Valgerður. Elsku amma, mér finnst það und- arleg tilhugsun, að nú þegar þú fell- ur frá, hef ég lifað næstum til jafn- aldurs þér á þeim tíma er ég kom í heiminn. Þú varðst ung amma, en þú varðst líka góð amma. Það varð oft þitt hlutskipti að hugsa um mig fyrstu ár ævi minnar og ég get með sanni sagt að lengi hafir þú fætt mig og klætt. Þeir eru margir sem alltaf halda að ég sé einn af strákunum þínum. Auðvitað var ég einn af strákunum þínum, rétt eins og allir hinir sonarsynirnir sem á eftir mér fylgdu. Það liðu fimmtán ár, og tíu son- arsynir fæddust, þangað til loksins kom stúlka í hópinn sem fyllti sautján barnabörn. En ég man hvað þú varst alltaf ánægð með okkur strákana þegar fólk fáraðist yfir því að aldrei kæmi stúlka í fjölskylduna. Þú áttir heilt fótboltalið og það gátu ekki margir státað af því. Þú vissir að hamingjan var ekki mæld í pen- ingum og lifðir samkvæmt því. Ég man hvað það var alltaf gott að koma til þín og vera hjá ykkur afa á Tungötunni. Það voru eigin- lega forréttindi. Þú varst með ein- dæmum jafnlynd og ég minnist þess aldrei að þú hafir skipt skapi við okkur barnabörnin, þó oft hafi gauragangurinn verið mikill. Þú hafðir einstakt lag á börnum, sóttir í VALGERÐUR SIGURGÍSLADÓTTIR Páll Arnar Guð- mundsson vann hjá Morgunblaðinu á ár- unum 1975–79 og svo aftur frá 1996. Páll var traustur félagi og góður fagmaður. Hann var einstak- lega þægilegur í samskiptum við alla og hvers manns hugljúfi. Á dagblaði getur oft reynt á jafn- aðargeð manna, þegar unnið er undir miklu álagi og mikið gengur á. Á slíkum stundum hafði Páll Arnar lag á því að milda andrúms- loftið og leysa verkefnin óaðfinn- anlega. Kímni hans og létt lund var mannbætandi. Þegar Páll Arnar stóð frammi fyrir því að þurfa að glíma við erf- iðan sjúkdóm, tók hann því eins og PÁLL ARNAR GUÐMUNDSSON ✝ Páll Arnar Guð-mundsson prent- smiður fæddist á Barðastöðum í Stað- arsveit á Snæfells- nesi 3. ágúst 1950. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi hinn 18. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hjallakirkju 26. júní. hverju öðru erfiðu verkefni sem honum var falið. Hann mætti því með æðruleysi og bar mótlætið drengi- lega. Þannig var hann fjölskyldu sinni stoð og stytta og vinum sínum góð fyrirmynd allt til síðustu stundar. Páll Arnar tók þátt í miklum tæknibreyt- ingum á Morgun- blaðinu. Á árunum 1975–79 varð gríðarleg breyting á öllum vinnubrögðum þegar pappírsumbrot kom í stað blýum- brots og svo tók Páll aftur þátt í mikilli tæknibyltingu síðustu árin, þegar tölvuumbrot ruddi sér til rúms á Morgunblaðinu og útlits- hönnun færðist yfir á tölvuskjáinn. Páll Arnar hafði mikinn metnað til að takast á við þessar breytingar allar og tókst með samhentum hópi að lyfta Grettistaki. Í þeim hópi sakna menn vinar í stað. Fyrir hönd samstarfsmanna á Morgunblaðinu sendi ég fjölskyldu Páls Arnars og ástvinum samúðar- kveðjur. Guðbrandur Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.