Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 43 inu Hvöt, Mæðrastyrksnefnd, Odd- fellow og átti sæti í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík í tólf ár. Nú þegar leiðir skilur er efst í huga þakklæti fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem geymdar verða í sjóði minninganna. Megi góður Guð varðveita Ástu L. Björnsdóttur frá Ánanaustum. Bless- uð sé minning hennar. Drífa Hjartardóttir. „Farið þið sátt að sofa,“ voru þau heilræði sem amma gaf brúðhjónum, en þau orð komu mér í hug þegar mamma færði okkur þau tíðindi að hún væri dáin. Hún fór sátt að sofa svefninum langa og skilaði af sér góðu búi í fjölskyldunni. Við afkomendur hennar eigum henni margt gott að þakka af langri samveru og er ástæða til að minnast 90 ára afmælis hennar sérstaklega, sem við barnabörnin héldum henni. Tókst þar vel til, og var samhugur hjá okkur frændsystkinum við undirbúning og í veislunni, þar sem margir héldu ræður, þar með af- mælisbarnið sjálft, sem naut sín vel í fjölmenni, þar sem hún hélt ævinlega góðri athygli áheyrenda. Stolt er einnig orð sem vel á við, en amma var hreykin af fólkinu sínu, uppruna sínum, foreldrum, ömmum og öfum og öðrum forfeðrum, og sjálf- gert að við afkomendur smituðumst af, með auknum þroska, ekki sérlega áhugavert á æskuárum, en oft og tíð- um fylgdu langar umræður um hverra manna og svo framvegis … bla bla, en við amma náðum saman síðar um þetta áhugamál, því ég hélt áfram að eldast en hún ekki. Fyrir mig hafa það verið einstök forréttindi að vera samvistum við ömmu þetta lengi, en að eiga ömmu þegar barnabarnið er lagt af stað í fimmtugasta árið, og elsta langömmubarnið komið á fer- tugsaldur, hlýtur að teljast allsér- stakt. Margt kemur upp í minningunni, en hápunkturinn í barnsminninu var þegar konur úr Kvennaskólanum í tugatali í peysufötum heiðruðu ömmu fyrir utan heimili hennar á Bræðra- borgarstíg 22 á fimmtugsafmæli hennar 1958, og fannst mér frábært að strætó átti í erfiðleikum með að komast um götuna, af því að amma mín átti afmæli. Ég naut góðs af því að amma var elst af 13 systkinum, og átti sjálf fimm börn, sem öll voru alin upp nálægt höfninni, en þar í hópi voru nokkrir uppátektarsamir piltar, og var amma því ýmsu vön. Í 40 ár geymdum við með okkur það leyndarmál, að ég datt í höfnina, þegar ég var í pössun hjá henni 8–9 ára, og mátti ég alls ekki segja frá þessu óhappi, svo að við yrð- um ekki skömmuð, amman og barna- barnið, og var ég óvenju hreinn og prúður, þegar afi og amma keyrðu mig heim, og spenntur yfir leyndar- málinu. Ekki er vafi á því að amma hefði náð langt í stjórnmálum, ef hún hefði verið upp á sitt besta nú á öld kvenna, sakir greindar sinnar og skarp- skyggni, þótt afi hafi sagt að hún hefði orðið harðstjóri við slíkar aðstæður, en hann hafði lag á að ná henni niður á jörðina, þegar hún var komin á flug, sem ekki var alltaf fyrirboði sérstakr- ar lognmollu þeirra í milli. Amma var sanngjarn áfrýjunar- dómstóll þegar unglingaveikin hrjáði undirritaðan, en þar var hún lunkinn ráðgjafi sem smeygði sér hjá að taka afstöðu, svo að allt féll í sinn rétta far- veg. Þeir einir lifa sem eru ósparir á sjálfan sig. (Ellen Key.) Með kæru þakklæti fyrir sam- fylgdina, kæra amma. Hjörtur Aðalsteinsson. „Amma þín minnir mig alltaf á her- foringja, það er svo mikil reisn yfir henni,“ var eitt sinn sagt við mig í banka þegar ég var að borga reikn- inga fyrir ömmu. Ég hef oft hugsað um það síðan að þetta var svolítið góð lýsing á ömmu. Glæsileg kona og ákveðin sem fólk tók strax eftir hvar sem hún kom. Amma var mikil pjattrófa og pass- aði alltaf upp á að vera vel til fara. Við kölluðum hana stundum prinsessuna með 365 kjólana, vegna mikils kjóla- safns hennar. Mér er minnisstætt fyr- ir nokkrum árum þegar ég og Alli frændi vorum að gifta okkur með þriggja vikna millibili. Þá var amma búin að ákveða hverju hún yrði í við mitt brúðkaup en að sjálfsögðu kom ekki til greina að vera í því sama í brúðkaupi Alla. Við fórum því á stúf- ana að leita að fötum handa ömmu. Hún vissi nákvæmlega hvað hún vildi og hvað ekki og þó svo að hún ætti að- eins ár eftir í níræðisafmælið stöðvaði það hana ekki í að fara í allar betri fataverslanir bæjarins í leit að réttu dragtinni. Hún vakti líka mikla at- hygli í öllum þessum búðum og af- greiðslufólk gat yfirleitt ekki orða bundist um dugnað og ákveðni þess- arar konu þar sem konur á þessum aldri voru sjaldséðir gestir. Amma passaði líka alltaf upp á að fara í lagn- ingu reglulega og í langan tíma snyrti ég neglur hennar og lakkaði með vissu millibili svo að hún væri alltaf fín og flott þegar gesti bar að garði á Hrafnistu. Amma var mikil veislukona sem elskaði að halda veislur og fara í veisl- ur. Hún talaði mikið og skemmti sér vel. Þegar hún flutti á Hrafnistu hafði ég stundum áhyggjur af því hvernig hún myndi una sér þar. Þær áhyggjur voru víst óþarfar því fyrstu árin sem hún dvaldi á Hrafnistu þurftu ætt- ingjar hennar helst að panta tíma hjá henni svo að hún kæmi okkur að milli Oddfellowfunda, spilaklúbba og fönd- urstunda. Amma var ein klárasta kona sem ég hef kynnst. Þess vegna var alltaf jafngaman að tala við hana um allt sem manni lá á hjarta. Þar sem hún lá sjaldnast á skoðunum sínum gat mað- ur alltaf leitað til hennar ef maður þurfti hreinskilin svör. Þó svo að lík- ami hennar væri orðinn þreyttur und- ir það síðasta var hugur hennar alltaf jafnskýr. Hún mundi allt, hvort sem það voru sögur frá því hún vann á Stöðinni, afmælisdagar nánast allra sem hún hafði kynnst eða þyngd og lengd nýjasta langömmubarnsins, aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni. Hún átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og ræðan sem hún flutti í brúðkaupi mínu mun fylgja okkur Steina gegnum lífið. Eitt minntist hún á í ræðu sinni og það var að við skyld- um muna að lífið væri ekki eintóm sætsúpa. Hún vissi það manna best þar sem hún hafði gengið í gegnum ýmislegt í sínu lífi. Þótt mér finnist lífið lítið minna á sætsúpu nú þegar ég kveð elsku ömmu mína með söknuði er ég þakk- lát fyrir að hafa kynnst þessari ynd- islegu konu sem gaf öllum í kringum sig svo óendanlega margt. Ég veit að hún er örugglega farin að segja afa hvað mætti betur fara þar sem þau er núna. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir. Ásta Laufey langamma mín and- aðist hinn 17. júní og það gæti ekki hafa verið valinn stærri dagur fyrir hana að kveðja okkur. Hún var mjög virt kona og með því merkilegra fólki sem ég hef kynnst. Ásta var einstak- lega glæsileg, gáfuð og ávallt með höf- uðið í lagi alveg fram á seinasta dag. Það var erfitt að fá þær fréttir að langamma væri látin, sérstaklega þegar maður er svona langt að heim- an. Elsku ættingjar og ástvinir, ég gæfi mikið fyrir að geta verið hjá ykk- ur og styrkja ykkur á þessum tíma en í stað mín bið ég tunglið og stjörn- urnar að gæta ykkar og gefa ykkur styrk. Elsku langamma, ég mun ávallt gæta minninganna. Ég kveð þig í bili með orðunum hans Guðmundar lang- afa. Við tjáum þér þakkir fyrir liðna tíð. Þér fögnum öll þú mæðrasóminn mæti, sem miðlaðir gæðum og hresstir þreytta lund, þú vannst heiðurskvenna sæti í hjörtum allra er sóttu á þinn fund. (Guðm. Guðmundsson.) Jenný Klara Sigurðardóttir. Ég sest niður og skrifa um nokkrar minnisstæðar stundir sem ég átti með elstu systur minni, Ástu Laufeyju. Ég man ekki eftir elsku Ástu í for- eldrahúsum okkar því ég var ekki nema fjögurra ára þegar hún giftist. Fyrsta minning mín um Ástu er þeg- ar Kristólína Krag kom að setja brúð- arslörið á hana. Hún var að ganga í hjónaband með Hirti. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni. Ég heyrði seinna að foreldrum mínum hefði fundist hún helst til ung þegar hún giftist, 19 ára gömul. En þeir voru ánægðir með það að Hjörtur var sex árum eldri. Ég hef ekki kynnst farsælla og ást- ríkara hjónabandi en hjá Ástu og Hirti. Stundum hef ég sagt að ég væri alin upp í hamingjusömu og kærleiks- ríku hjónabandi foreldra okkar, en svo tóku þessi sæmdarhjón Ásta og Hjörtur við. Mér finnst ég hafa verið óvenjuheppin í uppvextinum. Í raun og veru finnst mér börnin þeirra vera systkini mín. Ásta tekur við að eiga börnin sín þegar mamma hættir. Enda voru Valdimar yngsti bróðir okkar og Björn heitinn fyrsta barn þeirra fermdir saman. Ásta og Hjörtur áttu lengst af heima í húsi sem hét „Reynimelur“ við Bræðraborgarstíg. Það var gott heimili að koma á hvort sem það var virkur dagur eða við hátíðleg tæki- færi. Nágrannakonur hennar á „Bræðró“ kölluðu hana „Perluna“. Það lék allt í höndunum á Ástu. Svo var hún svo skemmtileg og úrræða- góð. Enda komu margir til hennar, bæði háir sem lágir að ræða málin. Allir fóru glaðir og sáttir frá henni. Skömmu eftir að Ásta og Hjörtur fluttu í húsið „Reynimel“ flytur fjöl- skylda okkar frá Ánanaustum á Sól- vallagötu 57. Þá styttist á milli heim- ilanna. Það var fastur liður í nokkur ár hjá mér og fleirum að koma við í búðinni hjá Hirtu á Bræðraborgarstíg 1 að kvöldi Þorláksmessu þegar maður kom úr bænum. Oft voru þar mættir nokkrir eldri menn sem reyktu stóra vindla og voru að ræða málin fyrir há- tíðina. Þá blandaðist saman epla- og vindlalykt sem úr varð jólalykt. Svo leit maður inn hjá Ástu á Reynimel, flestir gangandi. Þar ilmaði hangi- kjötslyktin og vel tekið á móti öllum sem komu við. Þar ríkti sannkölluð jólastemning og Ásta búin að sauma fínu tjull- og pífukjólana á dæturnar. Ásta var mjög fjölhæf kona. Hún stóð sig vel í að vera elst þrettán systkina, sannkallaður foringi. Það lék allt í höndunum á henni hvort sem það var matargerð, kökubakstur eða allar hannyrðirnar. Hún var mjög smekkleg kona bæði í klæðaburði og öðru. Mér dettur t.d. í hug hvað hún lét blóm fallega í vasa og pakkaði smekklega inn gjöfum. Svo kom að því að hún varð svara- maður minn þegar ég giftist Guð- mundi, en móðir hans svaramaður hans. Það var tekin mynd af brúð- hjónunum með svaramann við sitt- hvora hlið. Þá segir ein úr hópnum sem var saman kominn í tilefni dags- ins. „Er þetta löglegt, tvær konur svaramenn?“ Ásta var fljót að svara honum: „Þú ert þó ekki afbrýðisamur út í mig?“ Mér finnst allt hafa verið Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi 3      (   '  2    $  4 "#  (     !"#$ " " " 2  "  (0  /  *++ *)?,A "# $%! "))  /)   ;"- !!       * * *& 0 3                   *#)BC  4+.4 '  $ $  5  (,   !"# $  "  "  "  #"   4 % (  ,,+  '#1+&  #,# !!   # ) ! "))   * *&  * * *& 0           5  7!4" #,3     #/       2 )  %   (*   ""'#("  !!  6* (" ! ")) ?*- 5  ")) .5 !!  ("  #!)!  ?!).    "))0 6 /"/) 51(  '%1+ -!#,         "  )  "#  -   )     " 7       8 $  "#  (9  -++ 7   "%   $  : %   )   $           7       8 $   %  -++1, &   % & !)  #0         "/ (  1(  '%% ' '   $ $    %  (*   2 $#  5 +) ")) 1 #,# !!  6* +) ")) !)#,!!  1 #' #A#! #,# #1 #!! 0 . /     651(E? (7= *"   !  '    $ 4   ((    )     "  ;   (0  -++ ?!). 0?!)+% ! ")) !4. (4*!!  "#.!!  !!+.! "))0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.