Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
löglegt sem við Guðmundur höfum
gert.
Ég má til með að segja frá því þeg-
ar ég kom með Önnu dóttur Ástu til
hennar, nokkrum dögum áður en hún
dó. Ég beygði mig niður að henni í
rúminu. Þá segir hún: „En hvað þú
ert fín,“ ég segi: „Finnst þér það, Ásta
mín.“ „Já, málið þið á mér varirnar.“
Anna var ekki lengi að verða við
þeirri bón. Ánægjusvipur kom á Ástu.
Hún vildi vera fín til hinstu stundar.
Við Guðmundur og börnin mín
biðjum börnum hennar og fjölskyld-
um guðs blessunar og óskum bjartrar
framtíðar.
Auðbjörg.
Hún Ásta móðursystir var elst
systkinanna frá Ánanaustum. Þau
voru þrettán og komust öll til manns
eins og sagt er. Þegar ég kynntist
þeim voru þau hins vegar ekki nema
átta eftir, fjórar systur og fjórir
bræður, og henni fannst hún svolítið
bera ábyrgð á þeim öllum, held ég.
Nú eru þau fjögur sem kveðja systur
sína, tvær systur og tveir bræður.
Hún var fædd árið 1908, sem ábyggi-
lega var voða fínt, ef marka má svip-
inn sem kom á hana og pabba þegar
þau töluðu um þann árgang. Hún var
gift Hirti sem átti búðina þar sem
maður fékk stundum að afgreiða og
vigta eitthvað í poka og örugglega
alltaf eitthvert nammi ekki síður í sál-
ina en í munninn, sá var nú barngóður
jafnvel „barnbetri“ en hún og er þá
langt til jafnað. Hjá þeim var ég þeg-
ar foreldrarnir fóru í burtu og gisti í
litla herberginu inn af þeirra, fannst
það alltaf jafn ævintýralegt. Honum
fannst litlar stúlkur ekki borða nóg og
ekki mátti leifa. Þá bjó hún til sögu
um hungraða manneskju sem hafði
fengið bita á undan og svo passaði
hún að setja lítið á diskinn. „En þú ert
nú samt óttalegur fugl og ættir að
borða meira,“ sagði hún þegar Hjört-
ur var farinn aftur í búðina. Svo voru
saumaðir kjólar á litla pjattrófu sem
sá eitthvað fallegt í blaði og henni
kennt að dömur punta sig þegar þær
fara í bæinn hvort sem þær eru ungar
eða aldnar. Ef hún hefði búið á Eng-
landi hefði hún verið kölluð lady – og
það var hún, hefðarfrú, kvennaskóla-
gengin gott ef ekki úr fyrsta árgangi
eða að minnsta kosti næstum því.
Kvenfrelsiskona síns tíma, vann
heima og ól upp börnin sín og annarra
svo ekki sást munur á, vann að fé-
lagsstörfum bæði pólitískum og ann-
ars konar, hún var gáfuð, sæt og
skemmtileg. Meira þarf ekki að segja
en það ber þakka henni og almættinu
fyrir að hafa átt hana sem frænku.
Valgerður Bjarnadóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast Ástu frænku, föðursystur
minnar.
Þó að manni eigi ekki að bregða við
þá fregn að fólk falli frá á þessum
aldri er það einhvern veginn svo að
manni finnst að sumt eigi aldrei eftir
að breytast og að sumir verði alltaf til.
Hún var einn af þessum föstu punkt-
um í lífinu.
Ásta frænka var virðuleg og glæsi-
leg kona. Hún varð aldrei of lasin eða
of veikburða til að hafa sig til, setja á
sig vellyktandi og hafa áhyggjur af
því að gestir sínir fengju ekki konfekt
eða aðrar veitingar.
Ásta var mjög skemmtileg og orð-
heppin kona. Hennar óbilandi minni
og miklu frásagnarhæfileikar gerðu
það að verkum að frásagnir hennar af
ýmsum atburðum eru ógleymanleg-
ar. Ég man það alveg frá því að ég var
lítil stelpa þegar hún og pabbi
skemmtu sér vel við að rifja upp ein-
hverjar sögur úr vesturbænum. Mér
fannst alltaf jafn furðulegt þegar
Ásta byrjaði að rekja ættir allra sem
komu við sögu, síðan bætti hún við
hvar fólkið hefði búið og starfað. Þeg-
ar maður eltist gerði maður sér grein
fyrir hversu miklir fjársjóðir þessar
frásagnir hennar voru. Hún sagði
manni frá ýmsu um Reykjavík og
mannlífinu hér sem maður getur
hvergi lesið um.
Alveg frá því að ég man eftir mér
var Ásta höfuð fjölskyldunnar. Hún
var viðstödd öll helstu tilefni í fjöl-
skyldunni. Hennar viðvera gaf öllu
ákveðinn virðuleikasvip og í áraraðir
var það fastur liður að hún tæki til
máls.
Ásta fylgdist mjög vel með öllu,
jafnt þjóðmálum sem hversdagsleg-
um hlutum í lífi ættingja sinna. Hún
hafði alltaf mikinn áhuga á því sem
maður var að gera og hafði þau áhrif
að maður upplifði sig á einhvern hátt
sérstakan.
Hún veitti mér alltaf fulla athygli
þegar við töluðum saman, fylgdist
með öllu sem maður hafði fyrir stafni
og mundi bókstaflega allt.
Ásta var ákveðin kona. Hún valdi
mig sjálf sem nöfnu, því hún lagði til
við pabba og mömmu að ég yrði skírð
í höfuðið á henni. Þar með fékk ég
ákveðinn sess sem ég hef verið afar
sátt við. Ég hef verið og mun alltaf
verða hreykin af því að bera nafn
hennar, hennar sem ég bar ómælda
virðingu fyrir.
Elsku Ásta, hvíl í friði.
Ásta Valdimarsdóttir.
Í minningunni er ein mynd af Ástu
föðursystur minni öðrum skýrari. Á
fögrum sumardegi stóð hún í sól-
skinsskapi á tröppunum heima hjá
sér á Bræðraborgarstíg 22 og talaði
ögn stríðnislega af dæmigerðri gam-
ansemi við lítinn og feiminn frænda
sinn og brosti breitt. Ungur að árum
tókst ég á hendur ferðalög úr allt öðr-
um bæjarhluta vestur á Sólvallagötu í
heimsóknir til Önnu ömmu minnar,
og þá var tækifærið notað til að heilsa
upp á aðra ættingja í Vesturbænum í
leiðinni.
Ásta var fædd í Ánanaustum, var
elzt í stórum systkinahópi og hefur
fljótt fundið til ábyrgðar við heimilis-
haldið með móður sinni þegar Björn
faðir hennar var löngum á sjó. Hún
fór síðan í Kvennaskólann og vann á
miðstöð bæjarsímans um hríð en gift-
ist ung Hirti Hjartarsyni og fór að
sinna eigin heimili og börnum í húsinu
á Bræðraborgarstígnum. Í þeirri
götu var Hjörtur maður hennar
fæddur og starfaði þar einnig um ára-
tuga skeið sem kaupmaðurinn á horn-
inu. Í lítilli verzlun við gatnamót
Bræðraborgarstígs og Vesturgötu
var búðin hans Hjartar, sem lét lítið
yfir sér en þar þrifust samt allöflug
viðskipti, því að Hjörtur seldi vistir
um borð í fiskiskip auk þjónustunnar
við fólkið í kring. Flest ungmenni í
fjölskyldunni fengu einhverja reynslu
af að vigta í poka eða raða í hillur hjá
Hirti. Rótgrónari Vesturbæinga var
tæpast hægt að hugsa sér en Ástu,
Hjört og börn þeirra.
Skemmtilegar samverustundir
með Ástu síðar á lífsleiðinni urðu
ógleymanlegar. Þær föðursystur
mínar voru oft komnar fleiri saman
við slík tækifæri og ég hugsaði hvílík
gæfa það væri að hafa þá léttu lund og
hláturmildi sem jafnan einkenndi
þeirra fund. Ásta hafði mjög ríka frá-
sagnarhæfileika og minni hennar var
ótrúlega frjótt. Hún flutti oft tæki-
færisræður af ýmsu tilefni og gerði
það vel. Það var unun að heyra hana
segja frá lífinu í Reykjavík á fyrstu
áratugum 20. aldarinnar. Hún hafði
mjög skarpa athyglisgáfu og var
einkar fróð um ættir og uppruna
fólks. Þegar ungt og upprennandi
fólk kvaddi sér fyrst hljóðs á opinber-
um vettvangi gat Ásta rakið ættir
þess af nákvæmni. Þekkti gjarnan
foreldrana eða ömmur og afa. Hún
var félagslynd og átti stóran hóp vina
og kunningja. Hún starfaði lengi í
stjórn nemendasambands Kvenna-
skólans og átti margar góðar vinkon-
ur úr hópi skólasystranna. Er mér
minnisstætt að í síðdegisboði okkar
hjóna í tilefni af skólaútskrift sonar
okkar bað Ásta um að hafa sig afsak-
aða í fyrra lagi. Við fjölskyldan fórum
síðan á veitingastað til kvöldverðar og
við næsta borð var Ásta setzt að
snæðingi með fimm eða sex skóla-
systrum sínum úr Kvennaskólanum,
sem allar voru komnar hátt á níræð-
isaldur og nutu hins bezta í mat og
drykk langt fram eftir kvöldi.
Sama var að segja um Oddfellow-
regluna, þar sem þau Hjörtur voru
virkir félagar í marga áratugi. Ásta
hélt tryggð við þann félagsskap og
átti marga góða stund í félagsstarfi á
efri árum í Oddfellowhúsinu. Hún
starfaði að ýmsum öðrum velferðar-
málum og tók þátt í stjórnmálastörf-
um innan Sjálfstæðisflokksins. Það
var löng og mikil vinátta með Ástu og
Bjarna Benediktssyni mági hennar.
Ekki fór heldur á milli mála, að for-
sætisráðherrann tók líka vel eftir því
hvað Ásta hafði að segja um menn og
málefni á sinn hispurslausa hátt. Hún
setti í brýnnar og talaði vafningalaust
þegar hún tjáði hug sinn allan, en það
var líka stutt í brosið og góðlegt
augnatillitið þegar tekið var upp létt-
ara hjal. Þegar um fór að hægast við
heimilisstörfin hóf Ásta verzlunar-
rekstur sem hún stundaði um skeið.
Seinna vann hún á Þjóðminjasafninu
og greiddi götu gesta þar.
Ásta lét sér annt um að afkomend-
ur foreldra hennar, þeirra Björns
Jónssonar og Önnu Pálsdóttur, sýndu
minningu þeirra ræktarsemi og því
hafði hún forystu um að haldin hafa
verið nokkur niðjamót. Þar hélt hún
skörulegar ræður og annaðist einnig
samantekt á niðjatali og skráði frá-
sögn sína af forfeðrunum og heimilis-
haldinu í Ánanaustum á æskuárum
þeirra systkinanna.
Og nú er komið að leiðarlokum,
sem kemur reyndar ekki á óvart. Hið
fjörlega yfirbragð sem geislaði af
Ástu bar ekki að skilja sem svo að líf
hennar hefði verið stöðugt sældar-
brauð. Langvarandi veikindi og
hreyfifötlun Hjartar og aukin umönn-
un, sem hvíldi þá á herðum Ástu sem
aldraðri konu, sýndi bezt hver dugn-
aður og hugrekki bjó í henni er mikið
á reyndi. Af miklu æðruleysi mætti
hún ævilokum Hjartar og sonanna
Björns og Grétars, sem báðir voru á
bezta aldri er þeir féllu frá. Sviplegur
og ótímabær dauðdagi systkina Ástu,
sem hrifin voru á brott hvert af öðru í
blóma lífsins, var sem reiðarslag og
olli mikilli sorg. En fram á síðustu ár
lifði samt gleðin og brosið áfram eins
og til staðfestingar á því, að Ásta vissi
að öll myndu þau hittast aftur á glöð-
um degi á Guðs eilífðar braut.
Markús Örn Antonsson.
ÁSTA L.
BJÖRNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Ástu Laufey Björnsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
"
((
'%#*44
!.!)) ,!%' !)#
4+.4
)
" &
(0
-++
7
"
)
" 7&< =) > (++
1& '"!)#*& 0
5
57F
'%+-A#.4
" ! 9
' '
)
" ?
""
"# (9
*++
7 ) "%
% ) $
"%
7 -!)#,# !! 7! #+" ! "))
-!#,# !! (" ! "))
* *& * * *& 0
6 % ) )
"/# % "# # @
$@$ )
" "
$ 5
1(=
4#!G
4+.40
5
"
' "=& 19A(+>
5 H !! ).. H ! "))
H E # !!
)'% ) .!) ! "))
5 ) 5 .!"# # "))
.# )
)'% )0
2
"
" 5?
=
*"
6),I
4 AA
'
*
)
" & $ (0
$ " $#",++
*5.4! ")) 1-) (" !!
# 5.4!! ?07! ! "))
?5.4!! 7 -!)
",! "))
*# "))
* *& * * *& 0
"
< (5=
144!,%2
?"A
(,
B
"#@
#) 7! ! "))
7! '!!
&''! "))0
; %"
@
$@
$) " " " 7 75
&' % " " *
.#.!4! ")) (-.#!" !
+&' !4! ")) 7 # !!
.#(&# ! ")) '!) (-.#!! 0
; % %
@
$@$ )
"#
J
5 $7
## &)#@
%#) ,!
%% ' 0
&' % " "
"&
5
#
1+& (" $%!!
$%!! 5 *+& ! "))0