Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 45 ✝ Jóhann Guð-mundsson fæddist í Hafnarfirði 28. sept- ember 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 19. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Jóhanna Margrét Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. í Hafnarfirði 22. ágúst 1913, og Guðmundur Þorleifsson sjómaður, f. í Hafnarfirði 14. janúar 1920. Systkini Jóhanns eru María, f. 18. mars 1936, maki Sverrir Jónsson, Matt- hildur, f. 14. maí 1943, maki Gísli Guðmundsson, Þorleifur, f. 28. sept. 1944, maki Hrefna Einars- dóttir, og Guðmundur, f. 25. mars 1948, maki Einína Einarsdóttir. Jó- hann kvæntist Maríu Erlu Guð- mundsdóttur 22. júní 1968. Þau skildu. Börn þeirra eru: Jóhanna Margrét, f. 10. apríl 1968, gift Guð- laugi Magnússyni, synir þeirra eru Elmar og tvíburarnir Guðmar og Hreimur; og Guðmundur, f. 10 des- ember 1973, unnusta Erna Dögg Þorvaldsdóttir. Sambýliskona Jó- hanns er Sigríður Matthíasdóttir, f. 5. desember 1947, börn hennar eru: Sveinbjörn Magnús Bjarna- son, sambýliskona Ebba Kolbrún Sverrisdóttir, dóttir þeirra Þór- hildur Ólöf; Elín Birna Bjarnadótt- ir, gift Adolf Árnasyni, börn þeirra Sirrý Björt Lúðvíksdóttir, Sabrína Lind og Patrekur Bjarni, börn Adolfs frá fyrra hjónabandi eru Sæunn og Árni Ein- ar; ogMatthías Bjarnason. Jóhann ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar allan sinn aldur. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Flens- borg 1961. Hóf síðan nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði og lauk sveinsprófi í offset- prentun 1968 og meistararéttindum 1979. Starfaði í Litbrá sem nemi 1964-1967, Grafík 1967-1968, Um- búðamiðstöðinni 1968-1973, Fjarð- arprenti 1973-1977, Prentsmiðj- unni Eddu 1977-1988, þar af sem verkstjóri í 8 ár, Samvinnubankan- um/Landsbankanum 1988-1994, sem forstöðumaður og í Offsetfjöl- ritun ehf. um tíma. Nú síðast hjá Svansprenti ehf. Jóhann vann mikið að félags- og trúnaðarstörfum, átti sæti í ýmsum stjórnum og nefndum innan Offset- prentfélags Íslands og Grafíska sveinafélagsins á árunum 1968- 1980. Starfaði í prófnefnd í offset- prentun síðustu 9 árin sem hún var starfandi, síðustu 6 árin sem for- maður. Jóhann var virkur þátttak- andi í knattspyrnudeild Hauka til margra ára og starfaði sérstaklega með yngri flokkum deildarinnar. Einnig var hann í stjórn knatt- spyrnudeildarinnar um tíma. Útför Jóhanns fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, ég sit hér og trúi ekki ennþá að þú hafir verið kvaddur á brott svona snemma. Við sem héldum alltaf að þú yrðir 100 ára þar sem þú hugsaðir alltaf svo vel um þig eins og þú gerðir reyndar um allt og alla. Þú varst einstakur maður, frábær pabbi, góður afi og einstakur vinur. Ég man alltaf eftir því að þegar við bjuggum uppi á Holti varð oft raf- magnslaust á kvöldin. Þá sast þú með mig í fanginu og sagðir mér sögur af þér, þegar þú varst á sjónum og svo þegar ég fæddist á Selfossi, þú komst að sækja mig og mömmu þegar ég var vikugömul og keyrðir á sömu ak- rein báðar leiðir. Akkúrat á þessum tíma var skipt um akrein. Alltaf hlakkaði ég til að koma til þín aðra hverja helgi eftir að þið mamma skilduð, þú tókst svo vel á móti okkur, varst búinn að kaupa okkar uppá- haldsmat og búinn að ákveða hvernig við skyldum eyða helginni. Það var alltaf gaman að ferðast með þér hvort sem það voru dagsferðir eða lengri ferðar og við sváfum þá í tjaldinu sem þú keyptir þegar ég fæddist. Allt var svo vel skipulagt, hvar við myndum stoppa og skoða og hvar átti að stoppa og borða nestið. Við áttum margar hefðir, hittumst alltaf í hádeginu á aðfangadag, þá varst þú búinn að kaupa síldina, sard- ínurnar og rúgbrauðið. Svo var það annar í jólum, þá komum við í svína- kjötið hennar Siggu. Svo hittumst við á þrettándanum, fórum við saman á brennur og alltaf var byrjað á Hauka- brennunni. Á sumrin grilluðum við saman og þá til skiptis á Krókatjörn og heima hjá ykkur. Þú varst einstak- ur grillmeistari, vékst ekki frá grill- inu fyrr enn allt var tilbúið og Sigga galdraði salatið og sósuna á meðan. Það var mikið lán yfir þér að kynn- ast svona góðri konu eins og hún Sigga er, þið áttuð svo vel saman, bæði róleg og vandvirk. Það var alltaf gott að leita til þín ef maður þurfti á góðum ráðum að halda sérstaklega ef um fjárfestingar væri að ræða. Þú hjálpaðir mér og Lauga oft eins og t.d. þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð, þá fengum við að búa hjá þér í 9 mánuði á meðan við biðum eftir að fá hana afhenta. Það var yndislegur tími, eða þegar við skiptum um bíl og ég tala nú ekki um þegar að við fórum út í stóra fjárfest- ingu og keyptum okkur hæðina árið 2000 þá sast þú með okkur heilt kvöld og fórst yfir þetta allt saman. Það er svo gaman að koma upp á Krókatjörn og sjá hvað þið Sigga er- uð búin að hugsa vel um gróðurinn, öll trén sem þið eruð búin að planta og svo lagfæringarnar á húsinu, bæði að innan og utan. Svo varstu búinn að búa til matjurtagarð, þar voru góðu kartöflurnar og útsæðið geymdirðu í bílskúrnum hjá okkur. Það verður erfitt að horfast í augu við það að afa bíll eigi ekki eftir að renna í hlaðið aftur. Elmar og litlu tvíburarnir ljómuðu þegar afi renndi á jeppanum inn hlaðið og ekki var það verra ef þeir fengu að fara í bíltúr með afa og sitja í sætunum aftast. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyrir allt saman, allar stundirnar sem við áttum saman og ég veit að þú ert að fara að gegna nýju hlutverki á nýja staðnum, þess vegna hafir þú verið kvaddur á brott. Ég vil biðja góðan guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Þín dóttir Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir (tátan þín). Í dag kveð ég þig, pabbi minn. Ekki eins og ég kvaddi þig þegar ég kom í heimsókn til þín á Breiðvang- inn eða upp á Krókatjörn, nei, í dag er það í hinsta sinn. Á þessum tímamót- um kemur að sjálfsögðu margt upp í huga minn sem mig langar að minn- ast á en þó eru alltaf einhverjar minn- ingar sem standa upp úr. Þú varst alltaf stoltur að segja frá og ég stoltur að viðurkenna að ég var mikill pabba- strákur. Um hverja helgi var ég spenntur og fullur tilhlökkunar að koma til þín. Tíminn okkar saman var alltaf svo vel undirbúinn og skipu- lagður, alveg ekta þú. Og svo voru það sumrin og önnur frí sem við eyddum saman í ferðalög og annað skemmtilegt. Eitt af því fjölmarga sem þú kenndir mér var að njóta landsins og skoða það sem náttúran bauð uppá, engin furða að ég sé aldrei heima hjá mér eins og þú talaðir oft um, þú kenndir mér þetta, jafnvel þótt þú sjálfur værir alltaf heimakær. Stangveiðidelluna greip ég líka frá þér og hélt þér oft við bakkann á ein- hverju vatninu eða ánni lengur en þig langaði, að mig grunar, en þú viður- kenndir það nú ekki, þú varst of góð- ur til þess. Svo var það skotveiðin. Fyrir þrettán árum fór ég fyrst með þér að skjóta gæs. Ekki gekk nú vel fyrsta haustið en svo rættist úr með árunum og oft gerðum við ágætis veiði, þá helst við tveir saman. Ógleymanlegir tímar við veiðar í Hornafirðinum og nú síðast í Fljót- unum eru þeir tímar sem eru mér dýrmætastir í minningum okkar feðga saman. Krókatjörnin átti stór- an hluta í þér og var gaman að koma þangað og sjá hvað þú naust þín vel, hvort sem það var við skógrækt, í við- haldi og dyttingum að húsinu, eða á bátnum með barnabörnunum. Við vorum ekki alltaf sammála um allt í veröld þessari en ég skildi þig samt alltaf. Þú varst mér alltaf góður og gerðir allt til að hjálpa mér við öll möguleg tækifæri. Ég vil fá að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir að hafa verið besti pabbi sem hugsast getur. Ég ætla að taka þig mér til fyrirmyndar þegar ég verð foreldri. Guð blessi Siggu, Jóhönnu og okkur öll á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig í örmum sínum. Bless, pabbi minn. Guðmundur Jóhannsson. Vinur minn og tengdafaðir er fall- inn frá langt fyrir aldur fram, hann varð bráðkvaddur á Landspítalanum við Hringbraut aðeins 57 ára. Sorg þeirra sem eftir sitja og spurningar eru þungar og erfitt að sjá hvað al- mættinu gengur til á svona stundum. Hugrenningar fljúga á ljóshraða í gegnum höfuðið á mér aftur til ársins 1986 þegar Jóhanna, konan mín, kynnti mig fyrir pabba sínum. Þegar ég sá Jóa fyrst sá ég að mikið var í hann spunnið, með allt sitt á hreinu. Ekki gleymi ég því þegar ég fór með Jóa í ferðalag, þegar ég sá í bílinn hjá honum var það eins og við manninn mælt, öllu raðað eins og púsluspili. Hann var einn skipulagðasti maður sem ég hef kynnst. Af Jóa hef ég lært mikið sem ég mun nota í framtíðinni. Það voru frábærar stundir þegar Jói hringdi til okkar og spurði hvort við vildum koma í dags bíltúr með þeim, með alla afadrengina okkar Elmar, Hreim og Guðmar. Það myndaðist mikil stemning heima fyr- ir að bíða, því að fara með Jóa í ferða- lag var eins og fara með landafræði- bók og láta lesa upp úr henni, hann vissi nánast allt um land og þjóð. Þetta voru alveg ógleymanlegar stundir sem við áttum með þeim. Jói var mín fyrirmynd hvað heilsu og hreyfingu varðaði. Hann var alltaf í fótbolta á laugardögum og fór út að hlaupa eins oft og hann gat. Svona vil ég óska þess að vera á hans aldri, það form sem hann var í var alveg ein- stakt. Ekki gleymi ég því hvað hann kall- aði mig og Guðmund, son sinn, þegar við komum í mat til hans: „Koma úlf- arnir,“ og sagði svo: „Hvernig ætlið þið að líta út á mínum aldri, drengir?“ Þá hugsaði maður í hljóði að maður vildi vera eins og hann. Þær stundir sem ég hef átt með Jóa eru ómetanlegar og frábærar, alltaf gátum við Jóhanna ráðfært okkur við hann. Þegar fyrsta íbúðin var keypt eða maður byggði hús tal- aði maður fyrst við Jóa til að spyrja ráða. Hann var okkur mikil hjálpar- hella og skar úr um hvort þetta eða hitt væri rétt eða rangt. Krókatjörn, þar sem sumarhúsið er, var eins konar sælureitur hans enda hafði Jói mikinn áhuga á skóg- rækt, hann reyndi öllum stundum að fara upp á Krókatjörn eins og maður segir alltaf og huga að skógrækt. Ekki leynir árangurinn sér, alveg frá- bær skógur þarna sem hann og fleiri eru búnir að vera að dunda sér við síðustu ár. Við komum nokkuð oft til þeirra á Krókatjörn með öll börnin og var þá tekið alveg stórkostlega vel á móti okkur. Drengirnir voru heillaðir af afa sínum. Elmari fannst svo gaman að fara á bátinn með Jóa afa, ég tala nú ekki um þegar Jói afi var búinn að kaupa björgunarvestin, þá var hann snillingur. Börnin dýrkuðu hann, annað var ekki hægt eins og hann var við þau. Það dýrmætasta sem hægt er að erfa eftir hann Jóa minn er lífs- hamingjan, jákvæðið, skipulagningin og brosið. Ég vona að börnin hans, foreldrar, sambýliskona, fósturbörn og aðrir aðstandendur taki sér þann arf því það var nóg af honum fyrir alla sem þekktu hann. Guð veri með ykkur öllum á þess- um erfiðum tímum. Ég kveð þig, Jói minn, með sökn- uði. Það voru sönn forréttindi að fá að kynnast þér og deila með þér lífinu. Ég skal gera mitt besta í að gæta krakkanna og barnabarna, en ég veit að þú verður aldrei langt undan. Guðlaugur Magnússon. Elsku Jói. Okkur langar að minn- ast þín í fáeinum orðum. Við kynnt- umst þér fyrst þegar leiðir ykkar mömmu lágu saman, og strax í upp- hafi leist okkur vel á þig. Þú reyndist okkur góður stjúpfaðir, vinur og sam- ferðamaður. Ekki óraði okkur fyrir því að leiðir okkar myndu skilja svo brátt sem raun varð, því þú varst full- ur af lífskrafti og hreysti, og mikill íþrótta- og útivistarmaður. Í minningunni eigum við ófáar úti- legu- og sumarbústaðaferðir sem þú skipulagðir af mikilli kostgæfni og snyrtimennsku, sem þér var í blóð borin. Þú varst að jafnaði hægur og dag- farsprúður maður og fátt var skemmtilegra en að bjóða þér upp á góðan mat og drykk. Börnum okkar reyndist þú mikill og góður afi. Í apríl komst þú svo að orði, að lífið væri svo stutt að það væri um að gera að leyfa barnabörnunum að eyða sem flestum stundum hjá afa og ömmu, þar sem það væri þeim svo mikils virði. Elsku Jói, innilegar þakkir fyrir samfylgdina og allt það sem þú varst okkur, móður okkar og börnum. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Sveinbjörn, Elín og Matthías. Elsku afi Jói, við biðjum góðan Guð að geyma þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þórhildur Ólöf, Sirrý Björt, Sabrína Lind og Patrekur Bjarni. Elsku Jói bróðir. Ekki bjuggumst við systkinin við því að við þyrftum að kveðja þig svona fljótt. Núna þegar við sitjum hér og rifj- um upp liðna tíma er svo gott hvað það eru góðar minningar sem við eig- um. Jói, þú varst alltaf svo ljúfur og góður, hafðir þessa rólegu góðu fram- komu og aldrei varstu með neinn há- vaða. Öll eigum við okkar minningar um þig. Maju systur varð að orði þegar þú hafðir kvatt þennan heim að þetta væri skrítið, hún hefði næstum séð þig fæðast og hún horfði á þig deyja. Hún minnist þess þegar þið tvíbur- arnir fæddust og höfðuð verið lagðir hvor í sinn endann á rúminu hennar, eins og svart og hvítt þá eins og þið voruð svo alla tíð. Annar dökkur á brún og brá og þéttur á velli en hinn allur ljósari og grennri. Hún segir þig alltaf hafa verið góðan dreng. Það voru góðar stundirnar þegar við fjögur vorum lítil, Matta, Leifi, Jói og Mummi, og lékum okkur saman, Maju hlutverk var að gæta okkar og fylgjast með. Við munum ykkur vin- ina með dúfurnar og kanínurnar, þá voru það boltaleikir, leikur í snjónum í sköflunum og verið að renna á sleð- um. Við söfnuðum í brennu fyrir gamlárskvöld og svona gætum við endalaust talið upp. Í þá daga var það hraunið og gatan sem voru leiksvæði okkar barnanna í Hafnarfirði. Hjá okkur sem unglingum var líka mjög gaman og fórum við stundum saman út að skemmta okkur. Það varst þú sem eignaðist fyrstur bíl, þú fórst alltaf svo vel með allt sem þú eignaðist og áttir alltaf peninga, það kom sér nú oft vel fyrir okkur hin. Svo kom að því að við urðum öll fullorðin og allir vildu fara að lifa sínu lífi. Þá bættust í hópinn góðir makar og elsku börnin okkar. Síðan komu tengdabörnin okkar og barnabörnin en áfram héldum við að halda utan um hvert annað. Þá voru það brúð- kaupin, skírnirnar, fermingarnar og ferðalögin bæði innanlands og til út- landa. Nú síðustu árin höfum við svo hist í útilegu á sumrin, öll stórfjöl- skyldan, við systkinin og makar, börnin, tengdabörnin og barnabörn- in. Síðastliðið haust, þegar Jóhanna dóttir þín og Laugi giftu sig áttum við yndislega stund saman. Samveru- stundirnar hafa mikið verið rifjaðar upp núna síðustu daga. Elsku Jói, við eigum eftir að sakna þín mikið. Ef eitthvað stóð til t.d. þeg- ar fór að nálgast jól, þá varst það oft- ast þú sem hringdir til að athuga mál- in og spurðir: „Hvernig eigum við að hafa þetta?“ Jói, við þökkum þér samfylgdina og fyrir það hvað þú varst alltaf ljúfur og góður við okkur og allt okkar fólk. Við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna. Guð gefi að þér gangi vel. Elsku mamma, pabbi, Jóhanna, Guðmundur, Sigga, Laugi, Erna, Elmar, Guðmar og Hreimur, stjúp- börn og ykkar fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kveðjur, María, Matthildur og Þorleifur (Maja, Matta, Leifi) og fjölskyldur. Í dag kveð ég þig, elskulegi bróðir, með söknuði um leið og ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér, það er svo margt sem flýgur í gegnum hugann þegar ég hugsa til þín. Samverustundirnar hefðu mátt vera fleiri en þrátt fyrir það var sam- band okkar sterkt og gott var að leita til þín eða fá ráðleggingar hjá þér. Þegar við töluðum saman varstu allt- af þægilegur í viðmóti og fann ég hvað það var gott að eiga þig sem bróður. Það var ekki langt á milli heimila okkar og ég finn í dag hvað það var gott að vita af þér í grennd- inni. Gaman var að sjá þér bregða fyrir í fjarska, ganga rösklega og taktfast frá norðurbænum út á Garðaholt með vegalengdina á hreinu, nú átti að mæla tímann, taka púlsinn og sjá hvort formið væri í dag eins og í gær. Þú varst alltaf rólegur í fasi og kíminn á köflum, áttir það til að vera með netta stríðni en alltaf á skemmti- legum nótum. Það sem þú framkvæmdir eða tókst tókst þér fyrir hendur var alltaf gert af mikilli festu og vandvirkni. Stundum fannst mér of mikil ná- kvæmni og skipulag í gangi hjá þér en þú sýndir ávallt fram á að það borgaði sig að hafa undirbúning að öllum verkum pottþéttann, því þá yrði allt léttara í framkvæmd. Stund- um gerði ég grín af nákvæmni þinni, þá glottir þú, hafðir húmor fyrir sjálf- um þér. Þú hafðir unun af ferðalögum og Ísland var þinn staður til ferðalaga. Þú og Sigga notuðuð sumrin vel til útiveru á milli þess sem þið voruð í sumarbústaðnum, síðan fóruð þið í stuttar ferðir til útlanda. Það var gaman að ferðast með þér, allt var vel skipulagt og eins og veðrið væri alltaf gott. Athyglisvert var að hlusta á þig tala um landið, staði, at- vik og ævintýri sem þú hafðir lent í. Veikindi þín bar brátt að og ekki var hægt að gera sér grein fyrir að þau væru svona mikil. Þú lagðist loks inn á spítala 18. júní og um kvöldið komu Sigga og börnin í heimsókn. Þú varst hress í bragði og virtist glaður og tilbúinn að takast á við að láta þér batna, kvaddir þau sáttur og andaðist um morguninn 19. júní. Við Einína og börn okkar vottum Siggu, börnum, tengdabörnum, for- eldrum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Guðmundsson. JÓHANN GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Jóhann Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.