Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 27.06.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 51 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ...fyrir kröfuhar›a Opi›: Smáralind mán. - fös. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 17 97 0 06 /2 00 2 Glæsibæ mán. - fös. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 Meindl Island Sérlega gott lag fyrir íslenska fætur. Vatnsvarið nubuk leður. Heil tunga og sérlega vandaður frágangur. Frábærlega léttir! Aðeins 830g (stærð 42). Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex. Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun. Mjög góður stuðningur við ökkla. Fáanlegir í herra- og dömustærðum. Meindl Island eru einna mest seldu gönguskór í Evrópu síðastliðin 10 ár. Lesendur Outdoor í Þýskalandi völdu Meindl Island bestu gönguskóna 2001. Eigum úrval af Meindl gönguskóm, allt frá léttum og þægilegum til sterkra og öflugra. Komdu og prófaðu. Þeir henta þér líka. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býð- ur fyrirtækjum, samtökum, stofnun- um og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra Íslands gagnvart Evrópusam- bandinu í Brussel, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánudaginn 1. júlí nk. kl 14–16. Umdæmi sendi- ráðsins nær til Belgíu, Liechtenstein og Lúxemborgar. Kristinn F. Árnason, sendiherra Íslands í Ósló, verður til viðtals í ut- anríkisráðuneytinu þriðjudaginn 2. júlí n.k. kl. 10–12. Umdæmi sendi- ráðsins nær einnig til Egyptalands, Makedóníu, Póllands, Slóvakíu og Tékklands. Nánari upplýsingar eru veittar í utanríkisráðuneytinu þar sem tíma- pantanir eru einnig skráðar. Viðtalstímar sendiherra HIÐ árlega skákmót til minningar um Guðmund Arnlaugsson verður haldið í dag, fimmtudaginn 27. júní, og hefst klukkan 17. Samkvæmt venju verður mótið haldið í Mennta- skólanum við Hamrahlíð þar sem Guðmundur var rektor um árabil. Mótið er nú haldið í sjötta sinn. Þátttakendur verða 16 og meðal þátttakenda verða sex af íslensku stórmeisturunum. Tefldar verða hraðskákir með fjögurra mínútna umhugsunartíma auk þess sem tvær sekúndur bætast við fyrir hvern leik. Rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð setur mótið. Eftirtaldir skákmenn eru skráðir til leiks: Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson, Bragi Þorfinns- son, Guðmundur Kjartansson, Ró- bert Harðarson, Þorsteinn Þor- steinsson, Ingvar Ásmundsson, Björn Þorfinnsson, Arnar E. Gunn- arsson, Karl Þorsteins, Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson, en hann hefur sigrað á þessu móti undanfarin tvö ár. Minningarmót um Guðmund Arnlaugsson í MH Umhverfisverndarsamtök Íslands hafa sent Skipulagsstofnun eftirfar- andi bréf: „Stjórn Umhverfisverndarstofn- unar Íslands hefur fjallað um mats- skýrslu Landsvirkjunar um stíflu á Norðlingaöldu. Meðal annars var skýrslan kynnt ítarlega á fundi í full- trúaráði samtakanna 16. maí sl. og niðurstöður tilraunamats í ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma hafðar til hliðsjónar, svo og önnur sú umfjöllun, sem um skýrsl- una hefur orðið. Það er niðurstaða stjórnar Um- hverfisverndarsamtaka Íslands að tillögu Landsvirkjunar beri tvímæla- laust að hafna. Til rökstuðnings þeirri niðurstöðu verða aðeins fáein meginatriði nefnd.: 1. Þjórsárver eru líklega sérstæð- asta og viðkvæmasta hálendis- svæði landsins og njóta alþjóð- legrar viðurkenningar. Friðlandið var í raun í upphafi ákveðið of lítið og þarf að stækka svo vel sé. Það hefur þó þegar verið skert með þeim veitum, sem úr austurhluta þess hafa verið leyfðar. 2. Verin eru varpland stærsta heið- argæsastofns veraldar. 3. Frekari skerðingu friðlandsins mundi verða mætt með hörðum mótmælum umhverfisverndar- samtaka og opinberra aðila um heim allan og verða gífurlegur álitshnekkir fyrir okkur Íslend- inga. 4. Þótt fyrirhugað yfirborð lónsins hafi verið lækkað færi umtalsvert gróið land undir vatn, grunnvatns- borð allstórs hluta veranna mundi breytast og einstæðar freðmýrar raskast. Við lágt yfirborð lónsins má telja fullvíst að verulegt jarð- vegsfok og landrof verði. 5. Í tilraunamati rammaáætlunar er Norðlingaöldulón talinn þriðji lak- asti kosturinn með tilliti til áhrifa á umhverfi, náttúru, dýralíf og menningarverðmæti. Það eitt ætti að nægja til að útiloka umrædda framkvæmd. Umhverfisverndarsamtök Íslands leyfa sér að treysta því, að ekki verði fallist á áætlun Landsvirkjunar um Norðlingaöldulón enda er henni hafnað af Náttúruvernd ríkisins, Þjórsárveranefnd og heimamönnum. Ef framkvæmdin verður leyfð er full ástæða til að óttast að allt traust á umhverfis- og náttúruverndarvilja stjórnvalda bresti.“ Hafna tillögu um stíflu á Norðlingaöldu 16.–19. júní sátu 600 þátttakendur frá fimm Norðurlöndum 20. Nor- rænu skógaráðstefnuna. Þátttak- endur frá Íslandi voru 16 talsins. Þema ráðstefnunnar var „Hin fjöl- þættu gildi skógarins“. Í lokaályktun ráðstefnunnar segir m.a.: „Þátttakendur eru sammála um það, að skógana eigi að umgangast og nýta, með langtímamarkmið að leiðarljósi og á sjálfbæran hátt, þar sem tekið verði tillit til efnahags- legra, vistfræðilegra og samfélags- legra sjónarmiða. Vakin er athygli á mikilvægi nor- rænu skóganna fyrir íbúana, sem nýta skógana á margvíslegan hátt. Mikilvægi skóganna sem útivistar- og búsvæða fer stöðugt vaxandi. Hagsmunaaðilar í skógrækt á Norðurlöndum vilja axla þá ábyrgð, sem felst í kröfunni um að sú end- urnýjanlega auðlind sem skógurinn er verði nýtt á sem bestan hátt. Þeir vilja því stuðla að almennri og víð- tækri umræðu um málefnið. Markmiðið er að þessi auðlind verði virkjuð með sem skynsamleg- ustum hætti. Fullt tillit verði tekið til nýtingar skógarins, þeirra sam- félagslegu gæða sem í honum felast og ekki síst þeirrar líffræðilegu fjöl- breytni og endurnýjunarmáttar sem er að finna í hinum margbreytilegu norrænu skógum.“ Vaxandi mikil- vægi nor- rænna skógaFIMMTA skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógrækt- arfélaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður fimmtudagskvöldið 27. júní. Skógargöngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru ókeypis og öllum opnar. Þessi skógarganga er í umsjá Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Mæting er við Vígsluflöt í Heið- mörk kl. 20. Sjá kort við aðkomu- leiðir og á heimasíðu Skógrækt- arfélags Reykjavíkur (og Heið- merkur): www.skograekt.is. Þaðan verður gengið um skógarstíga und- ir leiðsögn staðkunnugra. Skógarganga í Heiðmörk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.