Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.06.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga SUMARIÐ sýndi íbúum höfuð- borgarsvæðisins sínar betri hliðar á ný í gær og kunnu þeir vel að meta það. Fjölmenni spókaði sig um í bænum og á Austurvelli naut fjöldi fólks veðurblíðunnar. Enn aðrir heimsóttu sundlaugar borg- arinnar og lét þetta unga par þreytuna líða úr kroppnum í Laugardalslaug. Helgin nálgast óðfluga og marg- ir hyggja eflaust á ferðalög. Um helgina er spáð hægri vestlægri eða breytilegri átt, skýjað verður með köflum og dálítil súld, einkum við ströndina. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. Morgunblaðið/Jim Smart Lúr í Laugar- dalslaug STJÓRN SPRON telur yfirtökutil- boð Búnaðarbankans ekki standast lög og vill bíða úrskurðar Fjármála- eftirlitsins um hvort það veiti sam- þykki fyrir þessum viðskiptum. Vegna þess hefur stjórnin afboðað fyrirhugaðan fund stofnfjárfesta sem vera átti á morgun. Stjórn SPRON segir að ef niðurstaða fjármálaeftir- litsins verði sú að þessi viðskipti fái staðist muni hún engu að síður hvetja stofnfjáreigendur til þess að hafna tilboðinu enda muni stjórnin þá meta málið í ljósi nýrra viðhorfa og leita hagkvæmari kosta fyrir SPRON og stofnfjáreigendur en Búnaðarbank- inn býður. Stofnfjáreigendurnir fimm sem hafa milligöngu um tilboð Búnaðar- bankans telja afboðun fundarins ólöglega og andstæða lögum og sam- þykktum sparisjóðsins. Ekki verður vikið frá þeirri ákvörðun stjórnar SPRON að afboða fund stofnfjáreig- enda sem vera átti á morgun, að sögn Guðmundar Haukssonar sparisjóðs- stjóra. „Ummæli þeirra vegna afboð- unarinnar kalla ekki á nein viðbrögð og öfugt við það sem þeir halda fram er fundurinn eingöngu felldur niður vegna þess að lagaleg staða þessa máls liggur ekki ljós fyrir.“ Guðmundur segir að menn bíði nú eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins en: „það er hins vegar ekki víst að það verði lokapunkturinn vegna þess að það geta komið miklar skýringar eða skilyrði fyrir túlkun sem geta þýtt að málið liggi ekki ljóst fyrir.“ Ætla að knýja fram fund Að tilstuðlan fimmmenninganna var byrjað að hringja í stofnfjáreig- endur SPRON í gærkvöldi og segir Pétur H. Blöndal inntakið í þeim sím- tölum hafa verið að hvetja stofnfjár- eigendur SPRON til að styðja sjón- armið stofnfjáreigendanna fimm. „Við leitum til stofnfjáreigenda um að þeir styðji okkur í því að krefjast fundar eins fljótt og auðið er.“ Þriðj- ungur stofnfjáreigenda eða um 350 manns þarf að krefjast fundar og frestur til fundarboðunar er að lág- marki tíu dagar samkvæmt lögum, að sögn Péturs. „Ég hef heyrt af því að stjórn SPRON telji sig geta fengið betra til- boð en Búnaðarbankinn gerði. Við hljótum að fagna því sem stofnfjár- eigendur að það sé allt í einu hægt að borga meira en fjórfalt fyrir féð núna, þegar stjórnin taldi sér áður ekki fært að borga meira en einfalt verð með hlutabréfum sem óvíst er um verðmæti á. Það má því segja að stjórnin hafi fallist á að sú lausn sem við fórum geti hugsanlega gefið stofnfjáreigendum miklu meiri arð og við erum afskaplega ánægðir með það,“ segir Pétur. Málið er nú til meðferðar hjá Fjár- málaeftirlitinu og segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess, að verið sé að afla gagna og upplýsinga vegna þess, en hann treysti sér ekki til að segja til um hvenær niðurstaða liggur fyrir. Yfirlýsingar gengu á víxl í gær. Frá stofnfjáreigendunum fimm komu þrjár yfirlýsingar, þar af ein greinargerð. Starfsmenn SPRON lýstu yfir stuðningi við stjórn SPRON og áhyggjum af hag starfs- manna og viðskiptavina SPRON ef tilboðið næði fram að ganga. Stjórn SPRON hvatti stofnfjáreigendur til að halda að sér höndum í yfirlýsingu þar sem fundurinn var einnig afboð- aður. Í greinargerð sem fimmmenning- arnir sendu frá sér í gærkvöldi er gerð grein fyrir tilboði Búnaðarbank- ans og því sjónarmiði aðstandenda tilboðsins að bankinn muni ekki eign- ast SPRON fyrir tvo milljarða, held- ur 5,7 milljarða ef af yrði. Aðspurður um ummæli Jóns G. Tómassonar stjórnarformanns SPRON þess efnis að tilboðið feli að- eins í sér tveggja milljarða greiðslu, segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, að það sé ekki rétt. Bankinn greiði tvo milljarða í pen- ingum auk 3,7 milljarða í útgefnu hlutafé. „Ef ég kann eitthvað að reikna gerir þetta meira en tvo millj- arða því með því að gefa út nýtt hlutafé erum við vitaskuld að ganga á fé annarra hluthafa sem eru fyrir í Búnaðarbankanum.“ Inntur eftir því hvernig kaupverð sé fengið segir Árni að nær enginn hagnaður hafi verið af rekstri SPRON í fyrra og því ekki hægt að nota V/H hlutfall. „Við tókum því hlutfallið milli bókfærðs eigin fjár fjármálafyrirtækja og markaðsverðs. Hjá okkur var þetta hlutfall um 1,8 og við notum það hlutfall við að reikna út verðið á SPRON.“ Deilt um lögmæti yfirtöku- tilboðs og afboðunar fundar  Bitist um/32–33  Ekki tveir/46 SPRON segist munu leita hagkvæm- ari kosta fyrir stofnfjáreigendur leyfi lagaheimildir tilboð Búnaðarbankans NÝJAR reglur um fisflug, sem koma til framkvæmda um komandi mánaðamót, auka mjög á öryggi íþróttarinnar, að mati Ágústs Guð- mundssonar, formanns Svifdreka- félags Reykjavíkur. Samkvæmt reglunum þarf próf til að fljúga vélknúnum fisum og er eigendum gert að tryggja farartæki sín. Þá er leyfilegt að taka farþega, sem hefur ekki verið til þessa. Ágúst segir fis vera léttar flug- vélar, ýmist með eða án vélar auk þess sem til séu svifdrekar og svif- hlífar, eins konar fallhlífar sem eru t.d. notaðar til að fljúga fram af fjöllum. Hámarksflugtaksþyngd farartækisins er 450 kg samkvæmt nýju reglunum. Ágúst segir að um 50 einstaklingar hér á landi stundi íþróttina og þeim fari ört fjölgandi. Hann segir búnaðinn geta kostað allt frá 100 þúsundum til tveggja milljóna. Viðurkennd fisfélög í um- boði Flugmálastjórnar sjá um að halda próf og kenna nemendum. Ljósmynd/Kjartan P. Sigurðsson Kampakátir fisflugmenn að loknu prófi, sem allir stóðust. Nýjar reglur auka öryggi í fisflugi UNGT fólk virðist mun síður leyfa reykingar á heimili sínu en eldra fólk, að því er fram kemur í könnun PricewaterhouseCoopers fyrir Tób- aksvarnarnefnd. Þar kemur einnig fram að á meira en helmingi ís- lenskra heimila er bannað að reykja og að næstum helmingur reykinga- manna bannar að reykt sé á heim- ilum sínum. Heimili eru helst reyklaus hjá fólki í aldurshópnum 20–39 ára þar sem ekki er leyft að reykja á hátt í 70% heimila. Í hópnum frá 40–69 ára er hlutfallið rétt um helming en hjá fólki á aldrinum 70–79 ára minnkar hlutfallið talsvert en þar er einungis bannað að reykja á tæplega 40% heimila. Reykingar eru leyfðar í tæplega helmingi tilvika á heimilum fólks á aldrinum 80–89 ára og sama gildir um aldurshópinn 15–19 ára. Bannað er að reykja á 56% ís- lenskra heimila og hefur reyklausum heimilum fjölgað jafnt og þétt síðast- liðin ár, samkvæmt upplýsingum frá Tóbaksvarnarnefnd. Hlutfall reyk- lausra heimila er hæst þar sem börn yngri en 12 ára eru, en þar er í 68% tilvika bannað að reykja. Þar sem unglingur er á heimilinu eða ein- göngu fullorðnir er einnig meira en helmingur heimila reyklaus. Athygli vekur að 42% reykingamanna segja að ekki sé leyft að reykja á heimilum þeirra. Í könnuninni var spurt: Er leyft að reykja á þínu heimili? Könnunin var gerð í byrjun mánaðarins og var úr- takið 1.400 manns. Svarendahópur- inn var fólk á aldrinum 15–89 ára á öllu landinu og var svarhlutfall 63%. Yngra fólk bannar frek- ar reykingar á heimilinu TEKJUTAP vegna skerðingar hörpudisksafla við Breiðafjörð er talið geta numið 400 milljónum króna á næsta fiskveiðiári. Vinnsla hörpudisks, sem veiddur er við Breiðafjörð, fer að mestu fram í Stykkishólmi en einnig á Grund- arfirði. Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi vilja að útgerð og vinnslu verði bætt tapið með auknum kvóta í öðrum tegundum. Með skerðingu aflans styttist vinnslutímabilið úr 5-6 mánuðum í 3-4 mánuði. Ellert Kristinsson, út- gerðarmaður hjá Sæfelli hf. í Stykk- ishólmi, segist óttast að markaðs- hlutdeild íslensks hörpudisks minnki í kjölfarið. Skerðing bitnar á veiðum og vinnslu  400 milljóna króna/C1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.