Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ David O’Leary rekinn úr starfi knattspyrnustjóra / C1 Góður sigur hjá Þórsurum í Grindavík / C3 8 SÍÐUR 4 SÍÐUR  Kliður fornra strauma/2  Harðfiskur, guðir og hermenn/3  Með hugann við heilastarf/4  Hlustað á blóm/6  Munið hópmyndirnar/7 Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is FLUGLEIÐIR hafa sagt upp 25 fastráðnum flugmönnum hjá félag- inu auk þess sem 9 manns sem ráðnir höfðu verið tímabundið til starfa fengu ekki framlengdan ráðningarsamning, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Hann segir ástæðuna fyrir uppsögnunum vera að fyrir- tækið hafið verið að minnka umsvif sín yfir vetrarmánuðina, m.a. í kjöl- far hryðjuverkanna 11. september. „Segja má að þetta séu fyrir- byggjandi aðgerðir þar sem starf- semin mun dragast saman á næst- unni, til dæmis verður hætt að fljúga til New York frá miðjum nóv- ember. Af því leiðir að þörfin fyrir starfsfólk minnkar og því verðum við að grípa til þessara ráðstafana.“ Hann bendir á að þótt starfsemin hjá Flugleiðum sé að dragast saman í áætlunarflugi hafi leiguflug á veg- um félagsins gengið vel. „Við höfum verið að bæta mjög við okkur leigu- flugsverkefnum sem vegur að ein- hverju leyti upp á móti samdrætt- inum í áætlunarfluginu. Við vonumst því til að uppsagnirnar þurfi ekki að koma til framkvæmda þegar til kemur.“ Sumarflugfreyjur ekki ráðnar áfram Þá munu flugfreyjur sem starfað hafa hjá félaginu í sumar ekki verða ráðnar áfram í vetur, að sögn Guð- jóns. Um 200 flugmenn starfa nú hjá Flugleiðum. Jóhann Þ. Jóhannsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir menn vera uggandi yfir tíðind- unum. „Við vonumst samt sem áður til þess að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda, heldur séu aðeins varúðarráðstöfun.“ Hann segir að félagið sé að skoða þessi mál með fulltrúum Flugleiða, m.a. annars sé verið að fara yfir útreikninga varð- andi áhafnarþörf. „Við teljum að þeir séu full varkárir þegar kemur að því að minnka ferðirnar yfir vet- urinn. Við setjum til dæmis stórt spurningamerki við þá ákvörðun að hætta að fljúga til New York sem er milljónasvæði sem flogið hefur verið til í um hálfa öld.“ Athugasemd við útgáfu flug- skírteina til útlendinga hér Félag íslenskra atvinnuflug- manna hefur sent erindi til sam- gönguráðuneytisins þar sem gerð er athugasemd við hversu auðveldlega flugmenn frá löndum utan EES- svæðisins fá útgefin leyfi til að fljúga íslenskum flugvélum, að sögn Jóhanns. „Við teljum að ekki séu virtar reglur samtaka evrópskra flugmálastjórna, JAA með útgáfu skírteinanna. Okkur finnst til dæm- is skrítið að dansarar sem koma hingað til lands þurfi umsögn frá Alþýðusambandinu til að fá atvinnu- leyfi á meðan flugmenn þurfa enga umsögn frá FÍA til að fá íslenskt flugskírteini.“ Þá segir hann að nokkuð sárt sé að horfa upp á að svo margir út- lendingar fái hér auðveldlega flug- skírteini á meðan töluvert atvinnu- leysi sé á meðal íslenskra flug- manna. „Nemum í flugnámi hefur fækkað mjög undanfarið enda er ekki verið að auka atvinnumögu- leika ungra flugmanna hjá íslensk- um flugrekendum á meðan svona er.“ Segja upp 25 flugmönnum Flugleiðir minnka umsvif sín í áætlunarflugi yfir vetrarmánuðina SNEMMA í gærmorgun lenti á Vestmannaeyjaflugvelli eins hreyf- ils flugvél af gerðinni Antonov AN 2, en vélin var við það að verða bensínlaus. Vélin, sem hefur ein- kennisstafina LY-AKA, var að koma frá Skotlandi á leið til Reykjavíkur með tvo menn innan- borðs. Flugmaðurinn ákvað að taka enga áhættu, þegar í ljós kom hversu lítið var eftir af eldsneyti og ákvað því að lenda í Vestmanna- eyjum. Undir eðlilegum kring- umstæðum hefði vélin ekki mátt lenda á flugvellinum í Eyjum þar sem hann er ekki Schengen- flugvöllur. Að sögn eiganda vél- arinnar, Daníels Owens, keypti hann vélina í Litháen, en förinni er heitið til Toronto í Kanada þar sem Daníel býr. Antonov AN 2 er tvíþekja, smíð- uð árið 1982 og er búin 1.000 hest- afla stjörnuhreyfli, ber 12 farþega og tvo flugmenn. Að sögn Owens fljúga þeir félagar vestur um haf að lokinni hvíld í Reykjavík. Flogið verður yfir Grænlandsjökul og áð á Grænlandi fyrir lokaáfangann til Kanada. Ein vél af þessari tegund er til hér á landi en hún er geymd á flugsafninu á Hnjóti. Morgunblaðið/Sigurgeir Flugvél lenti nær bensínlaus TÆP 40% Íslendinga myndu fara oftar á veitingastaði og kaffihús ef staðirnir væru alveg reyklausir, 14% myndu fara sjaldnar en 48% jafn oft. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem PriceWater- houseCoopers gerði fyrir tóbaks- varnarnefnd. Úrtakið var 1.400 manns sem valdir voru með slembiúrtaksaðferð og svarhlutfall var 63%. Um símakönnun var að ræða og var könnunin framkvæmd í lok maí og byrjun júní. Spurt var: Hvort færir þú oftar eða sjaldnar á veitingastaði eða kaffihús ef þessir staðir væru alveg reyklaus- ir? Meirihluti fólks kýs reykleysi Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri tóbaksvarnarnefnd- ar, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart og styrkja enn frek- ar niðurstöður fyrri kannana. „Yfir 80% fólks kýs að sitja á reyklausu svæði á veitinga- og kaffihúsum,“ segir Þorgrímur um niðurstöður fyrri kannana. Þorgrímur segir að þrátt fyrir að lög sem kveða á um að meiri- hluti veitingarýmis eigi að vera reyklaus og voru samþykkt fyrir tæpu ári, fari veitinga- og kaffihús sjaldnast eftir þeim. „Engar breytingar hafa orðið,“ segir Þorgrímur. „Lögin breyttust en veitinga- og kaffihúsin hunsa lögin, því miður.“ Máli sínu til stuðnings segir Þorgrímur frá því er maður á veg- um tóbaksvarnarnefndar fór á 40 veitinga- og kaffihús í Reykjavík til að kanna hvort lögunum væri framfylgt. „Af 40 stöðum sem hann heimsótti fór aðeins einn að lögum. Þess vegna er erfitt að kanna afstöðu fólks til þessara nýju laga. Nýja könnunin var gerð af okk- ar hálfu til að sýna fram á að fólk myndi frekar vilja sækja staði sem eru reyklausir.“ Staðirnir kallað yfir sig reykingabann Þróunin í nálægum löndum hef- ur verið sú að banna alfarið reyk- ingar á veitingastöðum. „Að mínu mati eru veitinga- og kaffihúsin síðasta vígið sem á eftir að falla af opinberum stöðum þar sem fólk kemur saman, hvað varðar reyk- ingar.“ Þorgrímur segir að tóbaksvarn- arnefnd muni á næstunni beita sér fyrir því að lögunum verði fram- fylgt. „Við erum með nægar heim- ildir um vilja fólks og það stefnir allt í eitt, þ.e. að veitinga- og kaffi- hús verði gerð reyklaus. Að mínu mati er það aðeins tímaspursmál. Við munum beita okkur fyrir því að ákveðin vinna fari af stað í þessa átt. Ég held að ef veitinga- og kaffihúsin stæðu sig betur í þessum efnum, hefðu aðskilin svæði þar sem má reykja og þar sem ekki má reykja, þá yrði ástandið annað. Svo í raun eru veitingahúsin að kalla yfir sig að reykingar verði alfarið bannaðar á stöðunum.“ Margir færu oftar á kaffihús ef reykingar væru bannaðar Missti stjórn á jeppanum í lausamöl Þriðja umferð- arslysið á Kjalvegi í sumar TVEIR erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir þegar jeppi þeirra valt á Kjalvegi í gær- morgun. Þetta er þriðja um- ferðarlsysið á Kili það sem af er sumri. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi missti ökumaður jeppans stjórn á honum í lausamöl í vegkanti við Seyð- isá, um 20 km norður af Hveravöllum. Hann hugðist rétta hann við en missti hann þá út af veginum hinum meg- in. Jeppinn valt eina til tvær veltur og lenti á hjólunum. Hann er talinn ónýtur. Fengu annan jeppa á Hveravöllum Mennirnir tveir komust sjálfir út úr bílnum og fljót- lega bar að aðra ferðalanga sem gátu aðstoðað þá. Þeir töldu sig ekki þurfa á lækn- ishjálp að halda þannig að lög- reglan á Blönduósi ók þeim á Hveravelli þar sem þeir áttu von á nýjum jeppa frá bílaleig- unni. Lögreglan á Blönduósi brýnir fyrir ökumönnnum að aka varlega á fjallvegum og varast lausamöl. Þá er minnt á að fljótlega megi búast við fé á heiðum norðanlands sem eyk- ur enn mikilvægi þess að aka með gát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.